Lind

Síminn á Lind er 4415211

Lind er í Gljúfri og er hún fyrsta deildin þegar gengið er inn þeim megin.

Litur Lindar er gulur og er hún vinadeild Hæðar.

Á Lind eru 15 börn, 4 fædd árið 2017 og 11 fædd árið 2018 

 

 

Starfsfólkið á Lind:

Carmen - Leikskólakennari, Deildastjóri. Netfang: carmen@kopavogur.is

Rakel - Leiðbeinandi

Selma Líf - Leiðbeinandi

Laufey- Leiðbeinandi


Dagbook

 

Vikan 23.-27. nóvember 2020


Sæl kæru foreldrar,

Þessi vika var mjög skemmtileg og gekk eins og í sögu. Við erum heldur betur komin í geggjað jólaskap og hér er sungið jólalög allan daginn út og inn.

Á mánudaginn fóru krakkarnir í leikvang til Kollu og að venju var það mjög gaman enda ekki búin að fá að fara þangað í dágóðan tíma sökum samkomubanns. Fengum góða útrás og gerðum allskonar þrautir og hoppuðum og skoppuðum. Við fengum svo geggjað veður og drifum okkur út að leika eftir kaffið.

Á þriðjudaginn var engin vettvangsferð þar sem það var ekki nógu gott veður og við vorum þá bara inni að leika okkur. Eftir kaffitímann fór svo helmingurinn út og hinn helmingurinn varð eftir að baka piparkökur. Þetta var ótrúlega gaman, hlustuðum á jólalög og höfðum það mjög kósý. Krakkarnir fóru svo út þegar þau voru búin að gera sínar kökur.

Á miðvikudaginn fóru 2017 börnin í vettvangsferð með 2017 börnunum á Laut og löbbuðu þau frekar langt en á skemmtilegan róló bakvið gólfvöllinn. Það er rosalega gaman að sjá hvað börnin eru að ná að tengjast vel, Lindar og Lautar börnin. Á meðan voru krakkarnir sem áttu eftir að baka piparkökur að klára að baka sínar. Sumir fengu sér smá að smakka á deiginu enda er það hrikalega gott og bara gaman að smakka smá (sumir aðeins meira en smá). Við skelltum okkur svo út að leika eftir kaffið og vorum við heppin að ná áður en kalda veðrið skall á.

Á fimmtudaginn vorum við inni að leika okkur fyrri hádegi enda ákvað gul viðvörun að læðast til okkar. En við gerðum bara gott úr því og lékum okkur frammi í dúkkukrók og inná deild í rólegum leik. Við erum líka að jólaföndra inná deild og vorum við að mála jólasveina. Við fengum svo að borða piparkökurnar sem við bökuðum fyrr í vikunni í kaffitímanum og fengum heitt súkkulaði með. Við vorum svo bara inni á deild eftir kaffitímann í rólegum leik.

Í dag fórum við í smiðju til Nönnu, loksins. Okkur finnst mjög gott þegar við erum í rútínunni okkar. Allir fengu að búa til jólatré og okkur finnst nú alls ekki leiðinlegt að föndra og hvað þá þegar það er jólaföndur. Krakkarnir fengu svo að taka piparkökurnar heim þar sem við búum við ansi leiðinlega tíma núna og getum ekki boðið ykkur foreldrunum uppá piparkökur og heitt súkkulaði, en vonandi fer nú að koma að því að við getum haldið gott foreldrakaffi og tekið spjall. í dag var fyrsti aðventu stund hjá okkur, við á yngri gang hittust fyrir kaffi og sungum nokkrar jólalög saman og kveiktum  á fyrsta aðventukertið „ spádómskerti“

Núna þegar desember er að koma í næstu viku þá fer Blær og Lubbi í smá frí og byrjum við að föndra allskonar jólaföndur. Við erum í Þessari viku vorum  að læra málhljóðið Ll og gengur það bara mjög vel enda eru þessi börn frábær og fljót að læra ný málhljóð. Þetta er síðasta málhljóðið fyrir Lubba fríið. Við erum frekar heppin að hafa 2 jólaálfa sem byrja að skreyta og hlusta á jólalög í september (Rakel og Selma) og þær eru til í að hlusta á jólalög allan daginn með krökkunum og föndra jólaskraut. Við ætlum að njóta þess mikið í desember. Vonandi fáum við í næstu viku aðeins meiri snjó og gott veður svo við getum nú farið að búa til snjókalla og borða meiri snjó. Við erum mjög heppin með börnin okkar þar sem þau elska að leika sér úti í snjónum þá aðallega að borða hann en við kennararnir elskum líka snjóinn og hlökkum við mikið til þegar það fer að snjóa meira.

Takk fyrir æðislega og skemmtilega viku og góða helgi,

Kv. Starfsfólkið á Lind. 😊


Vikan 16. – 20. Nóvember 2020

 

 Heil og sæl kæru foreldrar.

 Þessi vika hefur verið mjög skemmtileg. Við erum byrjuð að læra að syngja jólalög og okkur finnst það mjög gaman, enda ekki langt í að jólin og ekki seinna vænna en að byrja að læra þau.

Á mánudaginn var afmæli leikskólans. Krakkarnir fengu að mæta í búning/furðufötum og þau voru svo ótrúlega flott öll sem eitt. Um morguninn héldum við ball frammi á gangi með öllum yngri gangi og skemmtu sér allir svo vel. Eftir ballið vorum við með opið flæði milli deilda og gaman að sjá hvað þau dreifðu sér vel og fannst gaman að skoða aðrar deildir og leika með nýtt dót. Í hádeginu var Dominos pizza og það þarf ekki að spurja að því hvað krakkarnir voru ánægðir með það. Í kaffitímanum var einnig smá öðruvísi matur en við fengum kex og með því og rjúkandi heita eplaköku með rjóma. Eftir kaffi fórum við svo öll út að leika, ótrúlega sátt með daginn.

Á þriðjudaginn fór einn hópur í vettvangsferð og náðum við að klára verkefnið „ég og húsið mitt“. Ótrúlega gaman að sjá hvað þetta verkefni koma skemmtilega út uppkomið á vegginn hjá okkur. Á meðan var hinn hópurinn inni í smá hópastarfi. Eftir hádegi fórum við svo út að leika. 

Á miðvikudaginn ákvað kuldaboli heldur betur að kíkja í heimsókn og vorum við inni allan daginn. Við máluðum jólakort sem var ótrúlega gaman, fórum í smá hópastarf og lékum okkur að allskonar skemmtielgu dóti. Eftir hádegi héldum við áfram að leyfa 2017 börnunum að hittast frá Lind og Laut og leyfa þeim að tengjast áður en farið verður á eldri gang. Þau fóru í leiksalinn í leik og dans, mjög gaman. 2018 börnin voru inni á deild og fengu að leira sem er í miklu uppáhaldi og léku sér með fleira skemmtilegt dót.

Á fimmtudaginn var skipulagsdagur  við kennararnir vorum fyrir hádegi á fyrirlestri um einelti sem var áhugaverður og nauðsynlegt að rifja upp annað slagið. Eftir hádegi fengum við fyrirlestur um skemmtilegt verkefni sem hefur verið í gangi í 10 leikskólum í Kópavogi, þar að meðal okkar, sem kallast Snemmtæk íhlutun. Við fengum að heyra frá fjórum leikskólum hvernig þau hafa verið að vinna verkefnið og skipulag á því. Það var ótrúlega áhugavert og mikið af upplýsingum sem við getum tekið til okkar og notað hér á Fífusölum ef þið hafið áhuga á  að skoða okkar handbók er hún kómin á heimasíðunna okkar. Síðan nýttum við okkur daginn til þess að jólaskreyta deildina smá og gera hana kósý.

Á föstudaginn spurðum við börnin hvort þau vildu leika inni eða úti. Auðvitað vildu þau öll fara út enda fyrsta skiptið í vetur sem jörðin er þakin snjó. Eftir hádegi fórum við svo aftur út að leika enda svo frábært veður. 

 

Í Þessari viku vorum við að læra málhljóðið Uu. Þar fengum við að kynnast henni Unu sem unir sér vel að safna undorfögrum jurtum. Börnunum fannst þetta málhljóð mjög skemmtilegt þar sem þau fengu að ulla smá ;)

Í næstu viku verður seinasta vikan okkar á nýju málhljóðu áður en við ætlum að taka okkur smá pásu á Lubba og njóta desembers í smá jólaföndur og kósý svo seinasta málhljóðið okkar verður Ll sem við hlökkum til að læra. 

Einnig munum við taka pásu á Blæ í desember. 

Við munum þó byrja aftur í leikvang og smiðju í næstu viku og hlökkum við mikið til að komast í smá skipulagt starf. Skipulagt starf er yfirleitt ekki í desember en þar sem við höfum ekki fengið að fara í leikvang og smiðju lengi ætlum við að hafa það í þetta sinn. 


Næsta miðvikudag ætlum við að baka piparkökur. Þar sem það verður ekkert foreldrakaffi þetta árið ætlum við að halda okkar eigin jólakaffi á fimmtudaginn. Þá ætlum við að hafa jólakósý inná deild með jólalögum og svo borðum við  piparkökrunar okkar í kaffinu, fáum heitt súkkulaði og hafa það huggulegt. 

 

Takk æðislega fyrir góða viku og góða helgi J

 

Kveðja starfsfólkið á Lind.

Vikan 9. – 13. nóvember 2020

 

Heil og sæl kæru foreldrar.

Þessi viku hefur verið gengið ótrúlega vel fyrir sig og allir að ná tökum og farnir að venjast nýju rútínunni okkar.  Það er ótrúlega gaman að sjá leikinn hjá krökkunum þróast með hverri viku sem líður. 

Á mánudaginn buðum við börnunum að velja hvort þau vildu leika inni eða úti. Það kom okkur ekki mikið á óvart en þau vildu öll fara út enda finnst þeim það einna skemmtilegast að gera í leikskólanum. Það var frábært veður og allir í góðum leik svo auðvitað fórum við líka út eftir kaffi.

Á þriðjudaginn vorum við inni að leika fyrir mat. Það var fljúgandi hálka úti svo við hættum okkur ekki í vettvangsferð að klára verkefnið „ég og húsið mitt“. Við skiptum okkur í hópa, fórum fram í dúkkukrók, lékum með einingakubbana, playmo og bílana sem var mjög skemmtilegt. Eftir kaffi var hálkan þó farin að minnka og við fórum út að leika. 

Á miðvikudaginn fór hópur í vettvangsferð og erum við enn að vinna verkefnið með heimilin okkar. Langur göngutúr (3 km) í æðislegu veðri og allir rjóðir í kinnum og þreyttir við komu aftur í leikskólanum. Á meðan var hópur í leikskólanum í hópastarfi. Við vorum að vinna með stærðfræði, numicon og formin. Eftir hádegi fórum við svo út að leika. 

Á fimmtudaginn vorum við inni að leika fyrir hádegi sem var mjög skemmtilegt. Fyrir kaffi héldum við svo uppá 3 ára afmæli hjá vinkonu okkar, við sungum fyrir hana, hún gaf okkur saltstangir og bláber og svo enduðum við afmælispartýið á að dansa og syngja saman. Eftir hádegi bauð veðrið ekki uppá útiveru svo við vorum inni að leira, púsla og dúkkukrók.

Á föstudeginum fórum við út að leika beint eftir ávaxtastund sem er auðvitað alltaf jafn skemmtilegt. Eftir hádegi fórum við svo aftur út að leika.

Við erum búin að vera mjög dugleg að vinna með Lubba og Blæ þessa vikuna.

  Lubbi er að kenna okkur málhljóðið Ee þessa vikuna. Hann er að segja okkur sögu um hana Evu sem klífur Esjuna með Ellerti bróður sínum. Í næstu viku ætlum við að læra Uu og getum við ekki beðið eftir nýrri sögu.

  Blær er búinn að vera kenna okkur um vináttu. Við erum búin að vera læra að vera góð við hvort annað og erum við að vinna með að nudda bæði bangsann okkar og hvort annað.

 Næsta mánudag á Leikskólinn okkar 19 ára afmæli. Þá mega krakkarnir mæta í furðufötum/búning. Við ætlum að fagna með að halda afmælisball kl.09:15 og hafa flæði milli deilda á yngri gang til 10:30.

Takk fyrir skemmtilega viku og góða helgi 😊

Kv. Starfsfólkið á Lind

  

Vikan 2. - 6. nóvember 2020

Heil og sæl kæru foreldrar.

Þessi vika hefur verið frekar skrítin og öðruvísi hjá okkur en hún hefur gengið mjög vel og við tæklað aðstæður frábærlega.

Á mánudaginn var skipulagsdagur hjá okkur þar sem kennararnir náðu að skipuleggja vel næstu tvær vikur og taka ákvarðanir samkvæmt sóttvarnarlögum. Við tókum fund á teams til þess að virða fjöldatakmarkannir og komu frábærar niðurstöður til þess að láta leikskólastarfið ganga vel fyrir sig.


  Á þriðjudaginn og miðvikudaginn héldum við áfram með verkefnið sem við höfum verið að vinna með „ Húsið mitt“.  Við fórum í vettvangsferðir báða dagana að fleiri heimilum á meðan hinir máluðu og föndruðu húsið sitt í leikskólanum. Eftir hádegi fórum við auðvitað út að leika og skemmtum okkur konunglega með öllum yngri gangi í litla garðinum.

Á fimmtudaginn fór hópur út að leika sér um morguninn meðan hinir voru inni að leika sér með dublo kubba og bíla þar sem var mjög gaman að fylgjast með þeim blanda dóti og búa til skemmtilegan leik úr því. Vegna hertra aðgerða höfum við verið að nota litla garðinn en þar sem það var enginn í stóra garðinum af eldri gangi í dag fengum við að leika þar. Krakkarnir voru mjög ánægð með það þar sem þau komust loksins í hjólin aftur og létu þau veðrir sko alls ekki stoppa sig í skemmtilegum leik.
  Eftir hádegi vorum við inni að leika vegna veðurs.

Á föstudaginn var útivera fyrir hádeginu og verður útivera eftir hádegi. Mjög gaman enda elskum við að vera úti að leika. Við ætlum að halda „Gaman Saman“ með Lækja og Lautabörn fyrir kaffi og við á Lind erum búin að velja lagið  „Það er skemmtilegast að leika sér“ sem við ætlum að syngja fyrir vinir okkar.

  Við erum en þá að vinna með Lubba og málhljóð vikunnar. Lestrarátak Lubba er einnig en þá í fullum gangi og gaman að sjá hvað krakkarnir eru enn dugleg í að lesa heima og hengja upp beinin á fjallið hans Lubba. Í þessari viku vorum við að læra málhljóðið Hh sem var mjög gaman. Í næstu viku ætlum við svo að byrja að læra Ee.

Þessi vika hefur verið með öðruvísi hætti vegna aðstæðna í samfélaginu. Þessa og næstu tvær vikur verður ekki leikvangur og smiðja hjá krökkunum vegna hertra aðgerða og þar sem yngri gangur er eitt sóttvarnarhólf og eldri gangur annað getum við ekki verið að nota sameiginlega staði í húsinu.

 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi.

Kveðja starfsfólkið á Lind 😊

 

Vikan 23 – 27. október 2020

Þessi vika hefur gengið mjög vel og krakkarnir voru svo glaðir og svo gaman að sjá þau leika sér. 

Á mánudaginn fóru krakkarnir í leikvang til Kollu og gerðu þar skemmtilegar þrautabrautir. Fengum okkur svo hádegismat og lögðum okkur í smá stund. Skelltum okkur í kaffi og svo beint út að leika. 

Á þriðjudaginn var skipulagsdagur. Við kennararnir vorum á  málþingið “Bara leikur” sem streymt var á netinu tekið fyrirFlottir fyrirlestrar um leikinn/frjálsa leikinn sem mikilvæg námsleið, fróðleikur og fullt af góðum hugmyndum sem munu nýtast okkur vel í starfinu. Deildarstjórar voru mjög ánægðir með góðar og skemmtilegar umræður sem sköpuðust á deildunum varðandi leik barna og hlutverk okkar kennaranna í leiknum. á fyrirlestrum um leik hjá börnum og það var ótrúlega áhugavert og hlökkum til að tileinka okkur það sem við lærðum. 

Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð og erum við núna að gera verkefnið „ég og húsið mitt“ þar sem við löbbum í húsin hjá krökkunum og tökum mynd af þeim og þau síðan mála húsið sitt og skreyta. Á meðan var hinn hópurinn í hópastarfi inni á deild með einingakubbar og í dúkkukrókkur. Skelltum okkur svo út eftir kaffitímann.

Á Fimmtudaginn fór hópur út um morguninn og hinn hópurinn var eftir inni að leika sér. Hjólin eru í miklu uppáhaldi hjá öllum krökkunum úti og eru þau komin í mjög skemmtilega ýmundunarleiki sem er mjög mjög gaman að fylgjast með. Dúkkukrókurinn er mikið notaður þegar við erum að leika inni og myndast oft mjög skemmtilegir leikir þar. 

Í dag fóru krakkarnir til Nönnu og voru þau að vinna verk í þriviðri með leir og opin efniviður.

Það er ótrúlega gaman að sjá hvað krakkarnir eru duglegir að lesa heima og finnst þeim svo gaman að koma í leikskólann og fá að hengja upp Lubba beinið sitt. Í þessari viku vorum við að læra málhljóðið Jj og var það mjög skemmtilegt. Í næstu viku munum við læra málhljóðið Hh.

Í næstu viku ætlum við að byrja að vinna með svokallað flæði eða blöndun á milli Lautar og Lindabarna fædd 2017. Komum við til með að bjóða þeim í leikvang eftir hvíld og í frjálsan leik á sitthvorri deildinni einu sinni í viku. Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu en markmiðið er að börnin tengist innbyrðis og þau þrói og efli góð félagsleg tengsl við hvort annað. Frábær grunnur og aðlögun fyrir komandi flutninga á eldri gang.

 

Takk fyrir frábæra og skemmtilega viku og góða helgi.

Kv. Starfsfólkið á Lind. 😊

 

 

Vikan 19-23 október 2020

 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika hefur gengið bara rosaleg vel og svo gaman að sjá hvað þeim líður vel hjá okkur hérna á leikskólanum og eru farin að leika sér mikið í skemmtilegum ímyndunar leikjum. 

Á mánudaginn fóru krakkarnir til Kollu og gekk það bara ótrúlega vel enda finnst okkur svaka gaman að fá að hlaupa og hoppa inni í leikvang. Þau fóru í gegnum skemmtilega þrautabraut. Fengum okkur Fiskibollur í hádegismatinn og lögðum okkur svo aðeins. Vöknuðum í heimabakað brauð sem var æði og fórum svo út að leika okkur. 

Á þriðjudaginn fórum við með hóp 1 í vettvangsferð og við fórum á hvammsvöll. Á meðan var hópur 2 í hópastarfi inni á deild. Þau vor að flokka litina, telja og svo skrifa inní línur af tölustafnum 2. Fengum okkur svo heita og góða grænmetissúpu í hádegismat og lögðum okkur svo aðeins. Vöknuðum í yndislegt heimabakað brauð og skelltum okkur svo út að leika. 

Á miðvikudaginn fór hópur 2 í vettvangsferð og skelltu þau sér í æfingartækin. Aðeins verið að taka á því í leikskólanum. Þau skemmtu sér mjög vel og komu glöð til baka í leikskólann. Á meðan var hópur 1 í hópastarfi inn á deild og voru þau einnig að lita línur í tölustafinn 2 og flokka og telja litina. Fengum svo æðislegt grænmetis lasagne og fórum södd og sæl að leggja okkur. Vöknuðum svo í heimabakað brauð og skelltum okkur svo út að leika. 

Á fimmtudaginn vorum við bara inni að leika okkur. Við vorum að leira, kubba og lesa bækur þar sem það var ekki alveg nógu gott veður um morguninn. Fengum svo soðna ýsu sem allir elska og var borðað mjög vel, lögðum okkur svo smá, fengum heimabakað brauð og skelltum okkur út að leika. 

Í dag fórum við til Nönnu sem er alltaf skemmtilegt. Eigum marga listamenn hjá okkur á Lind. Þau voru að sauma og þræða perlur og bjúgu falleg hjarta til að hengja í glugganum.í dag fengum yndislegt lifrabuff og skelltum okkur í föstudagslúrinn og vöknuðum svo var „Gaman Saman“ og fórum svo út að leika eftir kaffitíma.

Þar sem við erum í Lubba lestrar átaki að þá höfum við verið að lesa í öllum samverustundum ásamt því að halda áfram með málhljóðin. Í þessari viku vorum við að vinna með málhljóðið Vv og var það ótrúlega skemmtilegt að læra það. Það er alveg frábært að sjá hvað krakkarnir eru dugleg að lesa heima og koma með bein í leikskólann. Endilega halda því áfram.

Við erum einnig líka að tala mikið um hann Blæ okkar þar sem við erum ennþá að læra að deila hlutum og skiptast á og að við erum öll vinir. 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi.

Kv. Starfsfólkið á Lind. 😊

 

 

Vikan 12-16 október 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika var mjög skemmtileg og náðum við að dansa, syngja, og leika okkur alveg mjög mikið og það er svo gaman að fylgjast með þeim í öllu sem þau gera.

Á mánudaginn var leikvangur hjá Kollu og eins og alltaf þá gekk það bara ótrúlega vel og þau elska að fara Kollu, það er beðið við hurðina þangað til hinir eru sóttir. Á meðan hóparnir voru að fara til Kollu þá voru hinir bara í lek inná deild.

Á þriðjudaginn fórum við með hóp 1 í vettvangsferð og skelltum við okkur á hvammsvöll. Við fengum æðislegt veður og hauslaufblöðin útum allt. Okkur fannst skemmtilegt að taka nokkur laufblöð upp í einu og kasta þeim upp í loft. Það var mikið hlegið. Á meðan var hópur 2 í hópastarfi og voru þau að æfa sig að herma eftir tölustafnum 1, telja og flokka liti.

Á miðvikudaginn fengum við ekki svo gott veður svo við fórum bara með hóp 2 út í garð svo að hópur 1 hafði næði til að vera í hópastarfi. Þau gerðu það sama og hópur 2 gerði í hópastarfinu og eru þau algjörir snillingar, eiga eftir að ná tökum á þessu strax.

Á fimmtudaginn vorum við með rosalega frjálsan morgunn. Þeir sem vildu fara út fóru út og þeir sem vildu leika inni léku sér inni. Hjólin úti eru orðin rosa vinsæl og er byrjað að tala um þau í matartímanum, hver ætlar að hjóla með hverjum þótt þau eigi eftir að fara í hvíld og borða kaffi. Það er alltaf að gott að vera með þetta á hreinu áður en maður leggur sig og borðar kaffið. 😉

Í dag fóru krakkarnir til Nönnu í smiðjuna og voru að teikna sjálfsmynd og málað bleiku bakgrund í tilefni dagsins og  fyrir kaffi ætlum við að halda GAMAN SAMAN.

Við erum búin að vera að vinna með málhljóðið Úú í þessari viku og er þetta alltaf jafn spennandi og skemmtilegt. Sagan um Úú. Úlfhildur og fjölskyldan ætluðu í útilegu á Úlfljótsvatni en heyrðu í útvarpinu að veður spáin var ekki góð svo þau hættu við. Þeim finnst mjög skemmtilegt að hlusta á allar lubba sögurnar og skemmir ekki að lögin eru mjög skemmtileg.

Viljum minna á skipulagsdaginn þriðjudaginn 27 október. 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi.

Kv. starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 6-9 Október 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

 

Við fengum stutta viku hérna í leikskólanum þar sem það var ekki leikskóli á mánudaginn en þrátt fyrir aðeins styttri viku þá var þessi vika mjög skemmtileg. 

Á þriðjudaginn fórum við með hóp 1 vettvangsferð og skelltum við okkur á rólóvöllinn fyrir ofan blásalir. Á meðan var hópur 2 í hópastarfi og voru þau að æfa sig að telja og flokka litina, gulur, rauður, grænn og blár. Þeim er að ganga rosalega vel og sjáum við miklar framfarir. Góður dagur hjá krökkunum.

Á miðvikudaginn fór svo hópur 2 í vettvangsferð og þau skelltu sér á 3 rólóvelli ekki meira né minna og ekkert smá dugleg að labba þetta allt saman. Hópur 1 gerði það svo það sama í hópastarfinu og gekk þeim einnig rosalega vel og sjáum við framfarir hjá þeim líka.

Á fimmtudaginn vorum við með smá ávaxta partý vegna heilsuvikunnar sem við erum með þessa vikuna og svo einnig gerðum við allskonar æfingar á dýnum, hoppuðum mikið og fleira skemmtilegt. nokkrir krakkar skelltu sér út í rigninguna og það var rosalega gaman.

í dag forum við í smiðju hjá Nönnu og voru allir að gera haust listaverk (mála tré og líma laufblöð) og svo vorum við að æfa okkur með skæri og endaði tíma með söng og dans.
   Við vorum með flæði milli deilda á yngri gangi þar sem hver deild bjó til nokkrar æfingar eða þrautabraut sem krakkarnir fóru í. Það var rosalega skemmtilegt.
   Fyrir kaffi ætlum við að hafa skemmtilega söngstund sem við köllum GAMAN SAMAN á yngri gangi. Við ætlum að syngja hástöfum Lubba vísurnar og fleiri skemmtilegt lög.

Í Lubbastundir þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Íí, farið með tákn málhljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Börnin eru ótrúlega flink með táknin sem tilheyra málhljóðunum, og eru þau mörg farin að gera táknin ómeðvitað. Alltaf skemmtilegar og notalegar stundir með honum Lubba okkar.

 

Takk fyrir vikuna og njótið helgarinnar.

Kv. Starfsfólkið á Lind. 😊

 

 

Vikan 28 sept. – 2 okt. 2020 

 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika hefur gengið mjög vel.

Á mánudaginn fóru krakkarnir til Kollu og þau fóru í gegnum mjög skemmtilegar þrautabrautir. Þau er að standa sig súper vel hjá kollu enda finnst þeim svo gaman að fá að hoppa og príla inni í leikvang.

Á þriðjudaginn fór svo hópur 1 í vettvangsferð og þau skelltu sér á hvammsvöll að leika þar. Þeim finnst rosalega gaman að fá að leika þar og þá eru þau mikið í að róla í barnarólunum og fara í húsin og vera í hlutverkaleik. 

Á miðvikudaginn fór svo hópur 2 í vettvangsferð og skelltum við okkur að sjá Búdda styttuna og þar voru kannski aðeins of margir pollar en við lékum okkur að veiða í pollunum og svo auðvitað vorum við að hoppa. 

Á fimmtudaginn vorum við bara úti því við fáum að hafa stóra garðinn útaf fyrir okkur sem er æði. 

Í dag ætlum við að hafa GAMAN SAMAN  öll börn á yngri gang , við ætlum að rifja upp öll málhljóð Lubba og líka syngja skemmtilegt lög saman. 

Í Listasmiðju hjá Nönnu eru börnin búin að vinna alls konar skemmtilegt verkefni. Skrímslamyndir, Haustmyndir (stimpla laufblöð) og í dag var Sulludagur (vatn,slím,penslar, korktappar,garn og fleira í sullukeri)

Við vorum í þessari viku að vinna með málhljóðið Dd og gekk það mjög vel. Í næstu viku munum við svo byrja að læra málhljóðið Íí og hlökkum við mikið til þess. 

Á meðan hver hópur var í vettvangsferð og hinn hópurinn var í hópastarfi og voru þau að læra formin hringur, ferningur og þríhyrningur.Þau voru að  Para saman form og liti einnig að læra að telja  saman pinna í sama lit .þau eru algjörir snillingar og þetta á eftir að taka enga stund að ná þessu.

Í næstu viku er heilsuvika hjá okkur í leikskólanum og á fimmtudaginn 8. okt. ætlum við að vera með ávaxta/grænmetisdag þar sem börnin koma með einn ávöxt eða eitt grænmeti og svo höldum við veislu.

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,

Kv. starfsfólkið á Lind. 😊

 

 

Vikan 21-25 september 2020

 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Langar að byrja að segja ykkur um hópastarfi okkar. Í hópastarfi þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Nn, farið með tákn málhljóðsins og sungið vísuna góða úr Lubba bókina um Nn. Blær kom í heimsókn og fengu þau að knúsa litlu góðu vininina sína, en hvert barn á sinn Blæ. Í Blæ stundunum kennum við þeim fyrstu samskiptin og leggjum grunn að því að þau séu góð hvert við annað. 

Við erum líka að innleiða  stærðfræði, rökhugsun og talnaskilningi í hópastarfi. Við nótum Numicon, allskónar spil, pinnar og fleira til þess.https://serkennslutorg.is/throskastigin/vitsmunathroskirokhugsun/numicon-staerdfraedi/numicon-mynstur-og-talning/

Einnig hlustuðum við sögurnar "Svarta kisa " fyrir alla hópana og erum að læra vísunar „Fagur fiskur í sjó“ og „Ugla sat á kvisti“

Við vinnum mikið með leikinn í hópastarfi, en að vinna með litla hópa er frábær vettvangur til að efla félagsfærni og samleik á milli barnanna, við fylgjumst náið með samskiptum þeirra og veitum leiðsögn ef þarf. Með tímanum læra þau að eiga góðan leik með vinum sínum, skiptast á leikföngum og að taka tillit til hvors annars.

Þessi vika var mjög skemmtileg og einnig líka smá skrítin þar sem ástandið fer ekki batnandi og erum við að reyna okkar besta að gera okkar besta. Erum aðeins búin að fá að finna fyrir kuldanum í þessari viku og er gott að fara að koma með kuldagallann í leikskólann.

Á mánudaginn fóru krakkarnir til Kollu og fóru í gegnum allskonar skemmtilegar þrautir. Þau elska að vera í leikvangi þar sem þau fá að hreyfa sig og koma út allri þessari orku sem þau eiga. svo var borðað hádegismat og lögðum okkur svo við hefðum meiri orku í útiveruna eftir kaffi.

Á þriðjudaginn fórum við með einn hópinn í vettvangsferð. Við ákváðum að skella okkur í æfingatækin því þeim finnst ekki leiðinlegt að leika þar og taka nokkrar æfingar og sýna okkur kennurunum hvað þau eru sterk. Einnig nota þau þetta sem rólur. Komum beint í samverustund þar sem við erum að læra Lubba og Blæ. Fengum okkur hádegismat og lögðum okkur svo.

Á miðvikudaginn fór hinn hópurinn í vettvangsferð og við ákváðum að fara líka í æfingatækin með þau. Skelltum okkur svo inn í samverustund eftir mikla útiveru og knúsuðum Lubba og sungum, fengum okkur svo hádegismat og lögðum okkur í smástund.

Á fimmtudaginn var útivera og frjálsleikur hjá okkur.

Á föstudaginn fórum við svo í smiðju til Nönnu. Eins og alltaf höfum við notið útiverunnar eftir síðdegishressingu og hlaupið um, leikið með útidótið okkar og ærslast með vinum okkar.

Það sem er gott að hafa í útifatahólfinu þegar það verður kaldara og snjórinn kominn, Flís/ullarpeysu, flís/ullarbuxur, nokkur pör af vettlingum (ef þeir blotna er rosa gott að barnið sé með annað til skiptanna), ullarsokka, góða og hlýja húfu, góða kuldaskó og kuldagalla.

Aðlögunarviðtölin fyrir börnin sem byrjuðu í sumar eru tilbúin og við erum bara að bíða eftir að ástandið með veiruna slaki aðeins á svo hægt sé að halda þau.

 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,

Kveðja starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 14-17 september2020.

 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika hefur gengið ótrúlega vel.

Á mánudaginn var leikvangur hjá Kollu og gekk það mjög vel hjá þeim öllum. Kolla setti upp mjög skemmtilega þrautabraut þar sem þau áttu að fara í gegnum orm, klifra og hanga í hringjum og labba á allskonar hring mottum með allskonar áferðum á. Þetta gekk ótrúlega vel og fannst þeim þetta líka mjög gaman. Einnig fengum við póst alla leið frá Ástralíu frá honum Blæ sem kom til okkar og er að hjálpa okkur með vináttu verkefnið okkar.  Hlökkum mikið til að kynnast honum Blæ meira. 

Á þriðjudaginn fór hópur 1 i vettvangsferð og við fórum í Salaskóla að leika okkur og það var ótrúlega gaman. Við elskum að leika okkur í Salaskóla á trampólínunum, í kóngulóavefnum og svo má ekki gleyma rólunum... Við hættum sko ekki að elska rólurnar. 

Á miðvikudaginn fór svo hópur 2 í vettvangsferð og við skelltum okkur aftur í strætó og á bókasafnið. Þar fengu þau að lesa bækur og svo las Rakel eina bók fyrir þau áður en við lögðum af stað aftur uppí leikskóla. Fengum alls ekki gott veður og okkur langaði ekkert út í það skítaveður svo við vorum bara inni að leika okkur. 

Á fimmtudaginn fórum við beint út eftir ávaxtastund og vorum með stóra garðinn alveg útaf fyrir okkur sem okkur finnst nú ekki leiðinlegt þar sem það þarf ekki að slást um hjólin okkar svo við nutum þess mikið að fá að hjóla og auðvitað róla.

Föstudagur – skipulagsdagur.

Í þessari viku vorum við að vinna með málhljóðið Bb og gekk það mjög vel. Í næstu viku munum við svo vinna með málhljóðið Nn og hlökkum mikið til að halda áfram með málhljóðin. 

Hérna kemur slóð fyrir heimasíðuna um Blæ ef þið viljið skoða betur. https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta/um-vinattu

 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi.

Kv. Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 7-11 september 2020

 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Vikan gekk ótrúlega vel og gaman að sjá hvað þau eru dugleg að gera það sem við setjum upp í hópastarfinu. Þau eru algjörir snillingar.

Á mánudaginn var leikvangur hjá Kollu og gekk það bara eins og í sögu. Kolla settu upp þraut sem krakkarnir fóru í gegnum og stóðu þau sig bara mjög vel. Eftir hádegi var svo farið beint út að leika eftir kaffitímann þar sem okkur finnst best að vera, úti að leika.

Á þriðjudaginn fórum við með annan hópinn í vettvangsferð og skelltum við okkur á Hvammsvöll þar sem þau fengu að hlaupa um og leika sér, þeim fannst mjög gaman enda var smá bras að koma þeim aftur á leikskólann sem hafðist þó á endanum. 

Á miðvikudaginn fór svo seinni hópurinn í vettvangsferð og skelltum við okkur í strætó. Planið var að fara á bóksafnið í Hamraborg þar sem það er lesin ein saga fyrir krakkana en það byrjar víst ekki aaalveg strax svo við fórum bara á hoppubelginn og urðum við alveg rennandi blaut og þurftum við gera að fataskipti á öllum þegar við komum aftur uppí leikskóla. Aðal sportið var samt að fara í strætóinn og bíða eftir honum í strætóskýlinu. Þau voru líka alveg ótrúlega dugleg hlýddu okkur kennurunum og stóðu sig svo vel.

Á fimmtudaginn fórum við út fyrir hádegi og kvöddum svo eina mjög góða vínkonu okkar þegar við komum inn. Hún ætlar að fara í nýjan leikskóla og munum við sakna hennar alveg rosalega mikið. Við kennararnir á Lind viljum óska henni góðs gengis í nýja leikskólanum og þökkum henni fyrir samstarfið og að fá að kynnast svona frábærri stelpu sem hún er. 

Í dag fóru krakkarnir í smiðju. 

 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,

Kv. Starfsfólkið á Lind. 😊

 

 

Vikan 31 ágúst-4 september 2020

 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika var yndisleg og gekk ótrúlega vel að byrja í hópastarfinu, þau eru algjörir snillingar. 

Á mánudaginn fóru þau í leikvang og gekk það ótrúlega vel. Kolla setti upp brautir sem krakkarnir fóru eftir og komu þau öll rosa glöð úr leikvangi. 

Á þriðjudaginn fórum við með annan hópinn í vettvangsferð og fórum við í æfingartækin sem okkur finnst svo skemmtileg og gerðum nokkrar æfingar. Á meðan var hinn hópurinn í skipulögðu hópastarfi.

Á miðvikudaginn fór svo hinn hópurinn og þau fóru líka að gera æfingar í æfingartækjunum gekk allt rosalega vel, voru mjög dugleg að labba og héldu vel hópnum sínum. Á meðan var hinn hópurinn í hópastarfi og voru þau að vinna með numicon sem þeim finnst rosalega skemmtilegt.

Á fimmtudaginn vorum við mikið úti að leika í góða veðrinu sem var að vísu smá kalt en við létum það ekki stoppa okkur.

Í dag fóru svo börnin í smiðju og

 

Við erum byrjuð með lubba og tökum hann fyrir í hverri samverustund og erum við að læra málhljóðið Aa núna í þessari viku og þau eru svo klár að gera táknið með hljóðinu.‘i næstu viku þá byrjum við á Mm málhljóðið.

Við viljum benda ykkur svo á að hringja á deildina (4415211) eða senda tölvupóst á Carmen ( carmen@kopavogur.is ) ef það eru veikindi eða annað sem þarf að tilkynna þar sem völu appið okkar er ekki að vinna með okkur og leyfir okkur ekki að sjá skilaboðin nema það sé farið í tölvu.

Minnum líka á skipulagsdaginn sem er 18 september.

 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi.

kv. Starfsólkið á Lind. 😊

 

vikan 24-28 ágúst 2020

 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Vikan var alveg ótrúlega góð hjá börnunum. Þau eru svo dugleg að leika sér og er rútínan alveg að koma hjá þeim. við höfum fengið æðislegt veður í vikunni og erum við búin að vera rosalega mikið úti fyrir og eftir hádegi og það finnst okkur æðislegt að fá að hlaupa úti í strigaskóm og á peysunni. Börnin sem byrjuðu í aðlögun hjá okkur í síðustu viku eru algjörir snillingar og alveg komin með þetta og ná svaka vel við börnin á deildinni sem er æðislegt. Nýja stelpan sem byrjaði hjá okkur í vikunni er líka að ná svaka vel við krakkana og finnst þeim smá skrítið að hún skuli tala ensku en ekki íslensku en þau munu vera stór partur í því að hjálpa okkur að kenna henni íslensku. 

1 September mun svo skipulagt hópastarf byrja. Við verðum með leikvang á mánudögum og smiðju á föstudögum. Viljum minna á að þegar það er smiðja að klæða börnin ekki í fínasta pússið sitt þar sem þau munu vera að mála og annað og viljum ekki að það fari í nýju fínu fötin. Inn á milli þessara daga verðum við með hópastarf inná deild. Við erum einnig að byrja með Lubba og verður hann tekinn fyrir í samverstund þrísvar í viku til að byrja með. 

 

Takk fyrir æðislega viku og góða helgi.

kv. Starfsfólkið á Lind. 😊

 

vikan 17-21 ágúst 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika hefur gengið æðislega vel og erum við rosalega glaðar að sjá börnin eftir sumarfríið. Þau eru alveg með þetta, strax komin aftur í góða rútínu hérna í leikskólanum. Þessar fyrstu vikur eftir sumarfrí höfum við verið að leyfa þeim að leika eins og þau vilja inni og úti til þess að tengjast aftur eftir sumarfríið og eru þau algjörir snillingar þar sem það gengur mjög vel. Við höfum fengið alveg frábært veður þessar fyrstu vikurnar og höfum við nýtt það vel og erum mikið úti að leika. Skipulagt starf byrjar svo 1. september.

Í vikunni fengum við 2 ný börn í aðlögun og hefur það gengið eins og í sögu. Þau eru rosalega dugleg að koma sér í leik, gekk vel að kveðja foreldra og þau eru að standa sig svo vel. Erum hreinlega í skýjunum með þessi frábæru börn sem við erum með. 

Í næstu viku fáum við svo eina nýja stelpu í aðlögun sem kemur frá Bandaríkjunum. Okkur hlakkar mikið til að kynnast henni og bjóðum hana velkomna til okkar á Lind.

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,

Kv. starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 29 júní – 3 júlí  2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika var æðisleg í alla staði og mikið að gera hjá krökkunum. Þetta er síðasta heila vikan okkar saman fyrir sumarfrí og vonandi munu þið njóta í botn.

Á mánudaginn fengum við æðislegt veður bara eins og við viljum hafa það, hlaupa út í skóm og léttri peysu svo við vorum úti allan daginn og fengum smá hvíld frá sólinni þegar við fórum inn að leggja okkur. Krakkarnir eru vel útitekin eftir alla þessa sól sem við höfum verið að fá í vikunni. Á þriðjudaginn fórum við með hóp í vettvangsferð og fórum við frekar stóran hring í salahverfinu, fórum upp sikk sakk brekkuna og svo á róló hjá blásölum. Við elskum að skoða lúpínur, fífla og blása á bifukollurnar, þau voru ekkert smá dugleg að labba alla þessa leið og leika sér. Á miðvikudaginn vorum við með hjóladag og það var mjög gaman hjá okkur. Fórum snemma út og hjóluðum margar ferðir fyrir utan leikskólann. Á fimmtudaginn fengum við aftur svona æðislegt veður og fórum þá með seinni hópinn í vettvangsferð og fórum við á sama róló og með fyrri hópnum. Við vorum úti allan daginn og skemmtum okkur mjög vel.

Á miðvikudaginn 8. júlí munum við loka leikskólanum klukkan 13:00 og verða því foreldrar að koma að sækja fyrir 13:00. Það verður ekki hvíld, við förum beint út að leika eftir hádegismat.

 

Takk fyrir æðislega viku og góða helgi,

 

Kv. Starfsfólið á Lind. 😊

Vikan 22-26 júní 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Vikan hefur gengið mjög vel og krakkarnir voru ótrúlega duglegir. 

Á þriðjudaginn fórum við með einn hóp í vettvangsferð í salaskóla og skemmtu þau sér mjög vel þar. Þau eru mikið í því að klifra upp kastalann og þau eru orðin svaka dugleg að klifra, hoppa á trampólíninu og svo finnst þeim alls ekki leiðinlegt að róla og renna í aparólunni. Við fengum sko heldur betur að finna fyrir rigningunni hérna og urðum við eiginlega að skipta um flest föt eftir útiveru þá dagana, en það er allt í góðu því að krakkarnir skemmtu sér vel. á fimmtudaginn var svo sumarhátíð. Við byrjuðum daginn á að skreyta leikskólann og fórum svo út. Lotta kom svo og skemmti okkur með mjög skemmtilegu leikriti um Öskubusku og var mikið hlegið. Það var svo grillað pylsur í hádegismat og þau voru öll mjög glöð með það. Eftir hvíldina fengu svo þeir sem vildu andlitsmálningu, spiderman, regnboga eða kisu völdu okkar krakkar. Hoppukastalar og sápukúlur voru svo allan daginn sem krakkarnir gátu farið í þegar þeim langaði. 

Viljum minna á að það þarf að fara yfir aukafataboxið og fylla á ef vantar. 

 

Takk fyrir frábæra og mjög skemmtilega viku,

kv. starfsfólkið á Lind. 😊

  

Vikan 15-19 júní 2020.

 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika var ansi stutt en skemmtileg var hún. Við vorum með aðlögun á mánudaginn og gengur svo vel hjá nýja drengnum að við erum alveg í skýjunum með hann, hann er duglegur að leika við hina krakkana á deildinni og þau dugleg að sýna honum og leika við hann. Einn hópur fór í vettvangsferð á þriðjudaginn og fóru þau uppí Salaskóla, þar finnst þeim rosalega gaman að leika. Engin leikskóli var á 17. júní og vonandi að allir skemmtu sér vel og ekki skemmdi hvað það var gott veður. Í dag var svo Íþrótta dagur. Við á Lind bjuggum til hlaupabraut þar sem krakkarnir hlupu hálfan hring í kringum rólurnar og fengu svo stimpil. Einnig var spilaður fótbolti og fleiri leiki í æðislegur veðri, erum búin að vera mjög heppin með veður þessa vikuna.

 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,

Kv. starfsfólið á Lind. 😊

 

 

Vikan 7-11 júní 2020

 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Það var mikið að gera hjá okkur þessa vikuna og var vikan mjög fljót að líða. Á mánudeginum vorum við með sulldag eftir kaffið þar sem okkur finnst mjög gaman að sulla og það var rosa mikið fjör. við fórum með einn hóp í vettvangsferð á miðvikudeginum, við löbbuðum í salaskóla og lékum okkur þar í æðislegu veðri og náðum að týna helling af blómum. 2017 börnin fóru í vettvangsferð með Nönnu á fimmtudagsmorgun. Það er alveg að koma 17. júní svo krakkarnir máluðu hjá Carmen íslenska fánann inna á deild. Núna er leikvangur komin í sumarfrí svo við munum reyna að nýta fleiri tíma á morgnanna til að föndra eða fara í vettvangsferðir og vera bara úti að leika. Í dag fengu svo krakkarnir að taka með sér útidót í leikskólann og var það mjög spennandi. 

 

Á mánudaginn byrjar nýr drengur í aðlögun hjá okkur og viljum við bjóða honum velkomin til okkar og hlökkum til að kynnast honum. 

Takk fyrir brábæra viku og góða helgi,

Kv. starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 1-5 júní 2020

 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika var mjög skemmtileg og gekk mjög vel með alla. Fengum gott veður í enda vikunnar og það var algjört æði að njóta allan daginn úti með börnunum létt klædd eins og þeim finnst best að vera. Vonandi að við fáum fleiri svona æðislega daga.

Þriðjudag og fimmtudag skiptum við deildinni upp í sitthvorn hópinn og fórum við í vettvangsferð. Fyrsti hópurinn fór á æfingasvæðið sem við höfum verið að fara mikið á í vetur og seinni hópurinn labbaði á rólóvöll nálægt blásölum. Báðir hóparnir voru mjög duglegir að labba og var mjög gaman hjá þeim. 

Á miðvikudeginum vorum við með hjóladag og skemmtu krakkarnir sér mjög vel og hjóluðu þau margar ferðir og ekkert smá dugleg að hjóla þessi litlu kríli okkar sem eru samt orðin svo stór. 

Það verða engar breytingar á deildinni í haust og munu 2017 börnin okkur vera ennþá hjá okkur og munum við svo fá fleiri 2017 börn eftir sumarfrí. Við munum svo kveðja 2 drengi af deildinni fyrir sumarfrí þar sem þeir eru að hætta hjá okkur og koma ekki aftur eftir sumarfrí og við munum svo sannarlega sakna þeirra rosalega mikið. 

Við viljum minna ykkur kæru foreldrar að LOKAÐ HLÍÐIÐ STRASS þegar þig eru að sækja börnin ykkar, það hefur komið fyrir að börn hef farið út fyrir hlíð á þessari stuttu stund sem tekur að fara og koma.

það væri gott að þig skoðið auka fötin í aukafataboxinu, það er sulludagur næsta mánudag hjá okkur. 

 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi.

Kv. starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 25-29 maí 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Vikan hefur gengið mjög vel og byrjuðum við vikuna á sulldag, þá settum við vatn í stórt kar sem var úti og fengu krakkarnir að sulla eins og þau vildu og það fannst þeim ekki leiðiðnlegt. Við reynum að fara út bæði á morgnanna og eftir kaffi því okkur finnst svo gaman að leika úti. Krakkarnir fóru til Kollu þessa vikuna og voru þau að gera alls konar þrautir og hafa gaman. Núna í júní byrjar sumarstarfið og munum við minna á hvern dag fyrir sig inná Facebook. Á miðvikudaginn 3. júní verður hjóladagur og þá koma krakkarnir með hjólið sitt eða það sem þau nota og mikilvægt að muna eftir hjálminum og að allt sé merkt. Nýji drengurinn er núna búin með aðlögunina og erum við að vinna í því að hann aðlagast okkar rútínu og að ná að tengjast börnunum betur.

Á starfsdaginn í síðustu viku fórum við kennararnir á Lubba námskeið og munum við byrja með hann í haust og hlakkar okkur mikið til að byrja að vinna með hann.

Viljum líka minna foreldrana sem eiga að mæta í foreldraviðtölin 2. júní.

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,
kv. starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 11-15 maí 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Loksins hafa börnin öll getað mætt í leikskólann og við kennararnir í vinnu og komast í rútínu þetta er búið að vera ansi stressandi tímar og vonum að þið hafið haft það gott.

Í þessari viku höfum við verið að nýta tímann í það að leyfa börnunum að aðlagast aftur eftir tvo mánuði í tveimur hópum og er allt að ganga rosalega vel og þau strax byrjuð að leika sér saman. Við erum búin að sjá svo margar framfarir hjá svo mörgum, margir að hætta með bleyju, yngstu börnin alveg orðin óhrædd og eru bara ákveðin og hafa mikið að segja okkur kennurunum. Á þriðjudaginn fórum við með helminginn af börnunum í smá vettvangsferð og við höfum verið að nýta okkur alla góðu dagana sem við fáum í að skella okkur í smá göngutúr að losa um þessa miklu orku sem þau hafa. Við förum alltaf út strax eftir kaffi og höfum verið að nýta okkur tímann 1-2 að leyfa börnunum sem eru vöknuð að leika sér aðeins úti, svo við erum eiginlega úti bara allan daginn. Krakkarnir eru farnir að hlaupa útum allt í stórgarðinum og þau eru farin að leika við önnur börn á öðrum deildum sem er gaman að sjá, við erum rosalega stoltar af þessum snillingum sem við eigum.

Við viljum benda á að það er gott ef að börnin gætu mætt með flís eða ullarbuxur þegar veðrið er gott svo þau þurfa ekki að vera í regnbuxunum og einnig flís eða ullarpeysu. Einnig er gott að hafa bæði stígvél og strigaskó.

Á mánudaginn mun svo nýr strákur koma í aðlögun til okkar á Lind og viljum við bjóða honum velkomin til okkar. Okkur hlakkar mikið til og höfum við aðeins verið að nefna það við börnin að núna er nýr strákur að byrja hjá okkur og finnst þeim það mjög spennandi.

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,
Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 2- 6 Mars 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika er búin að ganga vel og var mjög skemmtileg. Þau borða vel, sofa vel og rosa dugleg að leika sér.

Á þriðjudaginn fórum við í vetfangsferð, tvö 2017 og þrjú 2018 börn fóru í vetfangsferðina og löbbuðu þau að Hvammsvelli og léku sér þar og það var æðislega gaman hjá þeim.

Í hópastarfi höfum við verið að spila, leika okkur með numicon og alls kyns segulkubba og plúskubba, Þræða, pinna og púsla. Við höfum verið að leggja nokkra áheyrslu á í vikunni að telja frá 1-5 þar sem krakkarnir bjuggu til tening með Carmen og notuðum við þá svo í samverustund að telja. Þau fengu svo að taka teninginn með heim til að æfa sig heima með mömmu og pabba. 

Við erum allaf að sjá hvað allir eru að bæta í hópastarfinu sem er mjög gaman. þau eru farin að þekkja betur grunnlitina, telja 1-5 og svo nefna húsdýrin og hljóðin þeirra, við höldum áfram með hópastarfið á morgnanna og munum hægt og rólega fara að bæta nokkrum litum og tölum inní hjá okkur. við erum að æfa líka færni með skæri og grip á blýantana. 

Í smiðju þessa vikuna voru krakkarnir að gera blöðru tilraun sem Nanna gerði með þeim og eru að fara að byrja á að gera páskaskraut. Í leikvang eru þau að gera þrautir og hoppa um og leika sér. Þau elska að fá að hoppa og hreyfa sig hjá Kollu. Við höfum fengið æðislega fallegt veður þessa vikuna og drifið okkur út að leika eftir kaffið. Okkur líður svo vel úti og það er svo gaman að sjá þau hlaupa um stóra garðinn og leika sér í snjónum.

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,
Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 24-29 febrúar 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika er búin að vera mjög skemmtileg og það er búið að vera mikið fjör.

Á mánudaginn var Bolludagur og fannst krökkunum mjög spennandi að vera að fá bollur með rjóma og sultu í síðdegishressingu. Við lékum okkur inni um morguninn og fórum svo út eftir hádegi og lékum okkur í snjónum.

 Á þriðjudaginn var sprengidagur og þá fengum við saltkjöt og baunasúpu og fannst flestum hún mjög góð. 2017 börnin ásamt tveimur 2018 börnum fóru í vetfangsferð og fóru þá fyrir aftan kirkjuna í ræktartækin, það var mjög gaman.

 Á miðvikudaginn var svo öskudagur og mættu öll börnin og kennarar í náttfötum. byrjum að hafa skemmtilegt öskuðagsball í borðsalnum saman með börnum á eldri gang, við dönsum mikið og var fjör og gaman. Siðan fengu þau rúsínur og horfðu á hvolpasveitina inn á Laut þau börn sem vildu. Það var mikið fjör, hlegið og leikið sér mjög mikið og það var mjög gaman að fá pizzu í hádegismat og við kennararnir erum mjög ánægðar með daginn, hvað hann gekk vel.

Í vikunni höfum verið að æfa okkur með Numicon kubbana mjög mikið með að telja uppá 5 og para saman 1-1 2-2 osfrv. og sortera eftir litum. Við erum með lítil dýr sem eru allskonar á litin og erum við að leggja áherslu núna á þekkja gulur, rauður, grænn og blár, tölurnar 1,2,3,4,5. að púsla, perla og þræða  Þetta erum við að æfa okkur í á morgnanna. Við höfum fengið gott veður fyrri part vikunnar og fórum út þá dagana og borðuðum snjóinn og veltum okkur uppúr honum. Smiðjan er að ganga mjög vel og eru þau núna þessa vikuna að leika sér með tölur og stafi sem þau setja á ljósaborð. Leikvangur gengur líka mjög vel og þau eru mjög dugleg að gera þrautabrautirnar sem Kolla setur upp fyrir þau.

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,
Starfsfólkið á Lind.

 

Vikan 17-21 febrúar 2020

Heil og sæl kæru foreldrar, 

Þessi vika gekk mjög vel. Við erum með eina afmælis prinsessu þessa vikuna sem á afmæli á laurdaginn en hún hélt uppá afmælið sitt í dag (föstudag). Hún málaði kórónu og fékk að velja mottu, disk og glas og var hún alsæl með það.

Við erum búin að hafa það rosalega gott þessa vikuna og hjálpar það að hafa fengið frábært veður og farið út alla dagana. 2017 börnin fóru í vetfangsferð á Þriðjudaginn og löbbuðum við hjá Lindakirkju og fórum við í ræktar tækin og uppá brúnna að veifa bílunum, það var mjög vinsælt og rosalega gaman. Það var engin smiðja þessa vikuna þar sem Nanna var lasin. Í leikvangi erum við að æfa okkur að fara í þrautabrautirnar sem Kolla setur upp og það er að ganga rosalega vel. Hópastarfið á morgnanna er að ganga vel og höldum við því þannig áfram. Erum að fá þau til að læra litina, læra að telja uppí 5 og erum við að læra mikið í samskiptum. Börnin eru mikið í hlutverkaleikjum sem og öðrum samleikjum, þar lærir þau mikið að vinna saman og taka tillit til annars. 
Á miðvikudaginn 26. febrúar er öskudagur og ætlum við að hafa kósý dag þar sem börnin mæta í náttfötum en ekki búningum. það verður öskudagsball og    andlitsmálun  þau sem vilja og kósý stund að horfa á mynd og fá svo pizzu í hádegismat.

Dagskrá næstu viku fylgir með.

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,
Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 10-14  febrúar 2020

Heil og sæl kæru foreldrar, 

Þessi vika gekk mjög vel. Við höldum áfram að hafa afmælisbörn og vorum við með einn afmælisprins þessa vikuna og málaði hann kórónu og valdi sér glas og disk til að hafa í hádegismat. Hann var rosalega glaður með þetta. Hann bauð uppá ananas og melónu í tilefni ávaxta dagsins.

Á þriðjudaginn vorum við með ávaxta og grænmetis dag og komu krakkarnir með einn ávöxt í leikskólann sem var svo skorin niður og haft í ávaxtastund eftir hvíldina. Þau komu með mjög fjölbreytta ávexti og grænmeti sem þau smökkuðu og fannst rosalega gaman. Krakkarnir komu með bláber, epli, mangó, melónu, banana, appelsínu, vínber, agúrku, tómata, og papriku. 2017 börnin fóru í vetfangsferð einnig á Þriðjudaginn og löbbuðu þau í Salaskóla og til baka og léku sér svo úti þangað til samverustundin byrjaði. Við höfum fengið ágætis veður þessa vikuna og við farið snemma út að leika eftir kaffið, það hefur verið svolítið kalt en við höfum klætt okkur vel þar sem okkur finnst svo gaman að leika okkur úti. Í smiðjunni þessa vikuna vorum við að gera verkefni þar sem við máluðum við fingrunum okkar og var það mjög vinsælt og mjög gaman. Hópastarfið á morgnanna er að ganga vel og höldum við því þannig áfram. Þau eru að standa sig svo vel og erum við mjög heppnar með þessa snillinga. 

Á þriðjudaginn 18. febrúar ætlum við að hafa bangsadag og mega þau þá taka með sér 1 bangsa í leikskólann. 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,
Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 3-7 febrúar 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika er búin að ganga vel fyrir sig og þessir ungar að standa sig svo vel. Við vorum með einn afmælisprins þessa vikuna og viljum við óska foreldrum hans innilega til hamingju með hann, hann var ekkert smá sætur í jakka og með slaufu.

Vikan er búin að vera rosalega fljót að líða en hún er búin að vera svaka skemmtileg og erum við búin að hlæja mikið og mörg gullkorn sem koma frá þessum frábæru börnum. Á þriðjudaginn fóru 2017 börnin í vetfangsferð og löbbuðu þau aðeins fyrir ofan leikskólann og fóru í gegnum undirgöngin og fannst mjög gaman að fá að öskra og heyra bergmálið. Við erum búin að vera að dansa og syngja mikið þessa vikuna og er hókí pókí mest spilað núna. Smiðjan og leikvangur er að ganga mjög vel og eru þau mjög dugleg að fara í gegnum þrautabrautirnar hjá Kollu og þeim finnst það líka mjög gaman. Samleikurinn hjá börnunum er að verða meiri og meiri og hópastarfið innan deildar einnig að ganga mjög vel. Við höfum fengið ágætis veður fyrri part vikunnar og nýttum við það vel og fórum snemma út að leika eftir kaffitímann. Seinnipart vikunnar vorum við inni og dönsuðum, lékum okkur með bílanna og  í dúkkukrók. Á fimmtudaginn var gestakaffi og foreldrum var boðið að koma í kaffi á leikskólanum og var mjög gaman að sjá hvað var vel mætt og gaman að fá ykkur í heimsókn, þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur og börnin ekkert smá glöð að vita að mamma og pabbi væru að koma í heimsókn að  skoða leikskólann og borða með þeim í kaffitímanum.

Lind verður með ávaxta/grænmetis dag á Þriðjudaginn 11. Febrúar og mega börnin þá velja sér einn ávöxt eða 1 grænmeti til að koma með í leikskólann.

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,
Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 27- 31  janúar 

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika er búin að vera mjög skemmtileg og er búin að ganga rosalega vel. Við erum með 2 afmælisprinsessur þessa vikuna og buðu þær okkur uppá saltstangir og popp og viljum við óska foreldrum þeirra innilega til hamingju með þessar fallegu prinsessur. 

Viku skipulagið okkar innan deildar er búið að ganga mjög vel og munum við halda því áfram, þau eru að borða vel og sofa vel og eru einnig farin að detta meira og meira inní samleik sem er rosalega gaman að sjá. Á þriðjudaginn var mjög skemmtilegur púðursnjór og fannst okkur ekki leiðinlegt að velta okkur uppúr honum og kasta uppí loftið og láta hann lenda á andlitið okkar og vera þá með snjóskegg, það var hlegið rosalega mikið þá. Við höfum verið að fara út eftir kaffitímann alla daga vikunnar þar sem börnunum finnst svo gaman að leika sér úti í snjónum og er líka svo falleg birta sem tekur á móti okkur þegar við komum út að við reynum að vera komin út eins fljótt og við getum. Við höldum okkur ennþá við hópastarfið á morgnanna og gengur það bara vonum framar þetta er svo dásamleg og dugleg börn. Krakkarnir eru að klára marglyttu verkefnið sitt í smiðju hjá Nönnu og eru þau mjög dugleg að fara þangað. Í leikvangi gerði Kolla allskonar brautir sem þau fóru eftir og finnst þeim rosa gaman að fara í leikvang og fá að leysa smá af orkunni sinni. 

Minnum á gestakaffið í tilefni degi leikskólans sem haldin er fimmtudaginn 6. janúar frá 14:30-16:15. 

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,
Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 20-24 janúar 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika hefur gengið mjög vel, Þau borða vel og sofa vel og eru að standa sig frábærlega ó hópastarfi.

Eins og við höfum verið að tala um í síðustu póstum þá höfum við verið að vinna með litla hópa innan deildar og hefur það gengið mjög vel og erum við að sjá mun á þeim sem er mjög gaman og munum við halda því áfram. Börnin eru að gera Bóndadags verkefni innan deildar með Carmen og gera svo einnig verkefni fyrir konudaginn sem verður til sýnis á degi leikskólans 6. febrúar. Þau orðin svo dugleg að fara í smiðju. Nanna er búin að hrósa þeim fyrir hvað þau eru dugleg að þræða í gegn. Við höfum  verið að æfa okkur mikið í því að einbeita okkur að þræða kúlur á bönd inná deild, Nanna er að hjálpa þeim að gera marglittu verkefni  Og í  leikvangi hjá Köllu var þrautarbraut og leikir.

í dag var Þorrablót hér á fífusölum og við á Lind vorum að smakka alls kyns  þorramat :) Börnin voru í sinnu þorrakórónur og ullarpeysur þegar við heldum  „Gaman Saman“ .Allir töku þátt að syngja þorralögin og þetta var  virkilega gaman :)

 Við erum ekki búin að fá alveg veðrið til þess að fara út eftir hádegi því það er búið að vera mikil hálka og vindur á leikskólalóðinni svo við höfum verið inni flesta dagana í vikunni. Þegar það er ekki veður til þess að fara með þessi litlu kríli út þá höfum við verið að lesa bækur, verið i boltaleikjum, syngja og dansa og svo leika í dúkkukrór eða farið fram í holukubbana.  

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi,
Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 13-17 janúar 2020

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika er búin að ganga rosalega vel og erum við búin að hafa það mjög gott

Við erum byrjaðar með hópastarf á morgnanna þar sem við skiptum þeim í hópa og tökum fyrir nokkur verkefni eins og við töluðum um í síðustu viku. Það er að ganga ágætlega og svo kemur það bara með tímanum. Þau eru að standa sig rosalega vel og erum við svo heppnar með þessi flottu börn, og einnig smiðjan og leikvangur er að ganga vel. Í smiðju með Nönnu hafa börnin verið að búa til Marglyttur og klárari öll sínu hjámar tengd þorrann. Við höfum verið með frjálsan leik þegar það er smiðja eða leikvangur og erum við þá bara í rólegum leik inná deild, leika með bolta, dúkkukrók, perla og þræða. Við höfum líka verið að fara stundum í holukubba og það finnst okkur rosalega gaman að fá að renna niður kubbarennibrautina og búa til allskonar hluti með kubbunum. Við höfum loksins fengið veður til þess að fara út að leika og ekki skemmir það fyrir að það sé ennþá snjór sem við getum smakkað og búið til snjóbolta úr og höfum við nýtt okkur þetta góða veður mikið og farið út eftir hádegi alla vikuna. Okkur líður rosalega vel þegar við fáum að fara út í frískt loft og hlaupa úti. 

Takk fyrir frábæra viku, og góða helgi,
Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 6-10 janúar 2020

Heil og sæl kæru foreldrar.
Þessi vika er búin að ganga rosalega vel og erum við kennararnir rosalega glaðar að sjá öll börnin aftur eftir jólafríið. Á mánudaginn sameinaðist allur leikskólinn og við kvöddum jólin, sungum nokkur jólalög og kveiktum á kertunum.

Veðrir hefur aðeins verið að stoppa okkur að fara út en vonandi að það fari nú bráðum að lægja svo að við komumst út að leika í snjónum (og smakka snjóinn smá). Á meðan veðrið hleypir okkur ekki út þá höfum við verið að leika okkur inni og vorum við að föndra sparibauk inná deild með Carmen, máluðum box og settum lítið gat á það svo við getum sett peninga ofaní boxið heima. Við örugglega búin að leika með allt dótið sem við eigum inná deildinni. Dúkkukrókur er svolítið í uppáhaldi þessa vikuna og taka alla koddana úr gluggakistunni og leggja þá á gólfið og þykjast (lúlla), það finnst okkur svakalega skemmtilegt. Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þessum litlu krílum. 2018 börnin byrjuðu í þessari viku á að fara í smiðju til Nönnu í hópum ásamt 2017 börnunum og gekk það rosalega vel og verða þau í smiðju á fimmtudögum, þau voru að byrjað að búa til vikinka hjálm og svo fara þau til Kollu í leikvang á föstudögum og gengur það líka bara vel þau eiga eftir að venjast þessu fljótt. 2017 börnin halda áfram að vera í leikvang á miðvikudögum með 2017 börnunum af lautEinnig byrjuðu 2017 börnin á að fara í morgunmat og kaffi í matsalnum í dag (föstudag) og gekk það vel. 

Fínt væri ef börnin gætu mætt fyrir 9 á þeim dögum sem þau eru í leikvangi og smiðju og einnig mæta í fötum sem mætti fara málning á ef það skyldi gerast í smiðjunni.

Núna í næstu viku munum við svo byrja með hópastarf innan deildar og þá verður þeim skipt í hópa á morgnanna og erum við að fara að leggja áherslu að efla samskipti, þolinmæði og samvinnu. Við ætlum að læra grunnatriðin t.d. telja frá 1-5 og vita grunn litina gulur, rauður,grænn og blár, afstöðuhugtök (undir, fyrir aftan, fyrir framan, við hliðina, á og í. ætlum að afa okkur að ná einbeiting að sitja lengur við eitt verkefni eins og að púsla, spila, lita, pinna og perla. við ætlum að læra hvað mamma og pabbi heita, nöfn á líkamshlutar og þekkja húsdýrin okkar og hvað þau segja o.fl. 

Takk fyrir æðislega viku og góða helgi,
Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 16 – 20 desember 2019

Sælir kæru foreldrar

Við á Lind höfum átt æðislega viku saman og höfum við gert margt skemmtilegt þessa vikuna. Á mánudaginn fengum við heimsókn frá Lindakirkju þar sem prestarnir sögðu okkur aðeins frá jólunum og í framhaldi af því sungum við nokkur skemmtileg jólalög. 

Á þriðjudaginn héldum við litlu jól leikskólans og mættu allir ofboðslega sætir og fínir. Um morguninn var jólaball og voru allir mjög duglegir að haldast í hendur, labba í kringum tréð og syngja. Þegar jólaballinu var lokið kíkti jólasveinninn á hverja deild og skemmti krökkunum  áður en hann afhenti börnunum gjafirnar. krakkarnir höfðu mjög gaman af honum þó svo nokkrir hafi verið örlítið smeykir við hann.þá fenguð við okkur mandarínur og lékum okkur aðeins. Í hádeginu var síðan jólamatur og ís í eftirrétt og voru allir mjög ánægðir með það. 

Á miðvikudaginn, kom hún Þórdís Arnljótsdóttir með (Leikhús í Tösku) með Jólaleikrit í boði Foreldrafélagsins og sagði hún sögu jólasveinana.  Börnin skemmtu sér vel og þökkum við Foreldrafélaginu vel fyrir.

Í dag kveiktum við á síðasta aðventukertinu sem nefnist Englakertið og höfum við þá kveikt á öllum fjórum kertunum. Núna í desember hafa börnin verið að föndra jólagjafir fyrir foreldra sína og voru þau send heim með pakkana í gær til að setja undir tréð heima. Þau fengu einnig að taka með sér jólaskrautin sem þau hafa verið að föndra núna á síðustu vikum og geta þau nú skreytt heima hjá sér með þessum fallegu verkum. Eins og þið sjáið höfum við gert margt jólalegt þessa vikuna og ættu allir krakkarnir okkar að verða orðnir mjög spenntir fyrir jólunum og komnir í jólastuð. 

Við á Lindinni  óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það sem allra allra best yfir hátíðarnar.

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 9 – 13 desember 2019

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur á Lind hefur gengið mjög vel en hún hefur verið fremur róleg. Það hefur verið frekar fámennt hjá okkur í þessari viku þar sem það hefur verið mikið um veikindi. Hlaupabólan er að ganga hérna á leikskólanum og hefur ekki bara aðeins verið fámennt á Lind heldur í öllum leikskólanum, svo við hvetjum ykkur foreldrana til þess að fylgjast með börnunum ykkar ef þau hafa ekki nú þegar fengið hlaupabóluna.  Það hefur verið lítið sem ekkert um útiveru vegna veðurs og höfum við því leikið okkur inni í skemmtilegum leik í staðinn. Á þriðjudaginn var jólatréð sett upp inni í matsal og fengu litlu börnin okkar að skreyta það með fallegu jólaskrauti sem þau höfðu föndrað sjálf. Í vikunni héldum við áfram að föndra fyrir jólin og gerðum við litla fallega jólasveina sem við höfum hengt upp fyrir framan deildina þar sem þið getið skoðað þessi fallegu listaverk. Í dag var þriðja jólasamverustundin þar sem allur leikskólinn kom saman á yngri gangi til að kveikja á Hirðakertinu og syngja nokkur jólalög. Á þriðjudaginn í næstu viku ætlum við að halda litlu jól leikskólans þar sem við munum dansa í kringum jólatréð, syngja jólalög og borða góðan jólamat í hádeginu.

Takk kærlega fyrir frábæra viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 2 - 6 desember 2019

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur hefur gengið mjög vel og höfum við brallað margt skemmtilegt saman. Eins og í síðustu viku fór guli hópurinn í vetfangsferð með Laut og í þetta sinn löbbuðu þau út að Salalaug og svo aftur til baka í Leikskólann þar sem þau léku sér svo í smá stund úti í garðinum. Í útiverunni á fimmtudaginn var mikill snjór og fannst börnunum æðislega gaman að fá að leika í snjónum. Á meðan sumir smökkuðu og veltu sér upp úr snjónum horfðu aðrir á og veltu fyrir sér hvað þetta hvíta á jörðinni væri. 

Nú styttist óðum í jólin og við höldum áfram að skreyta og undirbúa þau hjá okkur. Í vikunni föndruðum við fleiri jólaskraut sem við erum búin að hengja upp inni á deild. Á mánudaginn klæddum við alla 13 litlu jólasveinana okkar í jólasveinabúning og tókum myndir af þeim. Úr myndunum föndruðum við svo jólatré sem við hengdum upp á hurðina hjá okkur þar sem þið getið skoðað þessar sætu myndir af þeim.

Í dag var jólasamverustund þar sem allur leikskólinn kom saman til að syngja og kveikja á aðventukerti númer tvö sem kallast Betlehemskerti. Á þriðjudaginn í næstu viku verður jólatréð sett upp inni í matsal og fá allir krakkarnir að skemmta sér við það að skreyta það fallega.  

Það sem er svona helsta framundan:

  • Jólatréið verður sett upp í næstu viku og skreytt
  • Jólaball - 17.desember n.k. verða litlu jól leikskólans haldin hátíðleg. Tímasetning kemur síðar.  Það verður dansað í kringum jólatréð, jólalög sungin og jólamatur í hádeginu.
  • Jólaleikrit - 18.desember n.k. Jólaleikrit í boði foreldrafélagsins. Leikhús í tösku – Grýla og jólasveinarnir J
  • Fimmtudaginn 2.janúar 2020 verður skipulagsdagur hjá okkur í Fífusölum. Leikskólinn verður lokaður þann dag.

Takk kærlega fyrir frábæra viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 25 – 29 nóvember 2019

Sælir kæru foreldrar

Í þessari viku hefur verið ýmislegt brallað. Við höfum verið dugleg að fara út að leika næstum því á hverjum degi eftir síðdegishressingu. Einnig höfum við leikið mikið inni, þar sem ýmislegt var í boði, m.a. dúkkukrókur, bílakrókur, leikið með perlur, pússlað, leirað, leikið með bíla, dýr, legokubba og margt margt fleira. Leikur og gleði alla daga. Við höfum verið mikið að syngja jólalögin sem börnunum finnst rosalega gaman.

Á þriðjudaginn fór guli hópurinn í vetfangsferð með Laut og löbbuðum við upp á Hvammsvöll þar sem við lékum okkur í dágóðan tíma áður en við löbbuðum svo aftur til baka í leikskólann. Á meðan guli hópurinn fór í vetfangsferð léku hin börnin sér inni. Guli hópurinn fór einnig til hennar Kollu í leikvang í vikunni og léku þau sér þar í skemmtilegri þrautabraut þar sem þau áttu m.a. að hoppa og labba eftir línum.

 Á fimmtudaginn var síðan piparkökukaffi og fannst krökkunum æðislega gaman að fá foreldra sína í heimsókn í leikskólann og bjóða þeim upp á kakó og piparkökur sem þau höfðu gert sjálf. Í dag kom allur leikskólinn saman á yngri gang í jólasamverustund þar sem við kveiktum á fyrsta aðventukertinu sem kallast Spádómskerti og sungum fyrsta erindið í „ Við veikjum einu kerti á“. Allir tóku þátt og var æðislegt að horfa á alla krakkana syngja saman.

Viljum minna á að greiða inn í bleyjusjóð þar sem er nýr mánuður að hefjast  og viljum líka minna ykkur á næsta skipulagsdagur sem er 2. janúar 2020.

Takk kærlega fyrir æðislega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 18 – 22 nóvember 2019

 

Sælir kæru foreldrar

 

Vikan hjá okkur á Lindinni hefur gengið mjög vel en hún hefur verið deginum styttri en vanalega vegna starfsdagsins sem var á fimmtudaginn. Burtséð frá starfsdeginum hefur vikan verið mjög hefðbundin og allt verið á sínum stað. Við fórum ekki út á mánudaginn vegna veðurs og vorum við því inni að leika í staðinn. Á föstudaginn fengu allir krakkarnir að fara í smiðjur til hennar Nönnu að föndra jólagjafir fyrir mömmu og pabba og getið þið verið mjög spennt að opna þessar frábæru jólagjafir. 2017 börnin fóru að sjálfsögðu í leikvang til hennar Kollu þar sem þau fengu að hoppa, skoppa og hlaupa um. Á skipulagsdaginn fengum við kennararnir fræðslu um Lubba verkefnið sem við erum að taka þátt í. Lubbi er mjög spennandi og munum við klárlega halda áfram að vinna með hann. Einnig tókum við til í leikskólanum, þrifum það dót sem við eigum, endurröðuðum dótinu og hentum því sem var orðið ónýtt. 

 

Viðburðiðframundan:

  • - Mánudaginn23. Nóvember ætlar yngri gang ap baka pipark0kur til að bjóða foreldrum sínum upp á í piparkökukaffinu sem verður á fimmtudaginn kemur.
  • - Piparkökukaffið - fimmtudaginn 28.nóvember frá kl.14:00-16:00. Hlökkum til að sjá sem flesta.
  • - Jólaball - 17. Desember n.k. nánari upplýsingar koma síðar.
  • - Jólaleikri 18.desember -Jól í tösku í boði foreldrafélagsins. nánari upplýsingar koma síðar.

 

Takk kærlega fyrir frábæra viku og  góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 11 – 15 nóvember 2019

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur á Lind hefur gengið mjög vel en það hefur verið aðeins um veikindi hjá börnunum svo við höfum verið aðeins færri en vanalega. Á mánudaginn fyrir hádegi skiptum við börnunum upp og fóru þá nokkur börn inn á Læk að leika við krakkana þar, nokkur börn fram að leika á ganginum og restin var inni á deild að leika og fannst krökkunum æðislega skemmtilegt að fá að leika með eldri börnum og á nýjum stað. Við höldum áfram að föndra fyrir jólin og máluðum við pappadiska græna sem við munum síðan klippa í hring og verður úr því jólatré. 

2017 börnin fóru í leikvang til hennar Kollu og finnst þeim alltaf jafn gaman að fá að hoppa og skoppa inni í sal enda eru þau svakalega dugleg. 2017 börnin fóru ekki í smiðjur til hennar Nönnu í þessari viku þar sem afmæli skólans var haldið á sama degi og féllu þær því niður. 

Í dag héldum við upp á 18 ára afmæli leikskólans þar sem allir mættu í búning eða furðufötum, dagurinn var haldinn hátíðlegur, allir saman í sal og sungum saman afmælislagið og svo í tilefni dagur islenkskrar tungu sungum við „á islensku má alltaf finna svar“. Það varð örlítil breyting á plani og fengum við trúðurinn Wallý frá Sirkus Íslands í staðinn fyrir Pétur og Úlfinn þar sem Bend Ogrodnik frá Brúðuheimum komst ekki. Það var mikið líf og fjör   og voru allir þvílíkt ánægðir með sýninguna, og siðan á eftir  heldum við afmælis ball  yngri gang og það voru allir dansanði glaðir, allir skemmtu sér mjög vel. Pítsu party í hadegismat og svo var auðvitað kaka í kaffitíma!... er engin afmælisveisla án köku... Nanna andlistmálaði allar eftir kaffi. Krakkarnir búnir að vera með stjörnur í augunum í allan dag!

Lubbi átti líka afmæli í dag og við óskum Lubba til hamingju með 10 ára afmælið.



Á fimmtudaginn 21.nóvember er skipulagsdagur hjá okkur. Leikskólinn er þá lokaður.

Takk kærlega fyrir frábæra viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 4– 8 nóvember 2019

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur á Lindinni hefur gengið mjög vel en hún hefur verið mjög hefðbundin og hefur allt verið á sínum stað. Eins og undanfarnar vikur förum við aðeins út eftir hádegi og leikum því inni fyrir hádegi. Við erum vön að skipta þeim upp í tvo hópa, annar leikur sér inni á deild og hinn frammi á gagni og svo er þeim skipt svo allir fái að leika á báðum stöðum. Við erum aðeins byrjuð í jólaundirbúning og máluðum við jólatré í vikunni sem verða síðan  til að skreyta stofuna fyrir jólin. Í þessari viku fóru 2017 börnin í leikvang til hennar Kollu og voru þau voða dugleg að hoppa og skoppa hjá henni. 2017 börnin fóru einnig í smiðjur til hennar Nönnu þar sem þau voru mjög dugleg að föndra.

Við viljum minna á lestrarátakið sem er núna í nóvember og hvetjum við ykkur foreldrana til að lesa fyrir börnin ykkar og hengja málbein á Lubbafjallið. Einnig viljum við láta vita að því að það hafa nokkur börn á leikskólanum fengið hlaupabóluna síðustu tvær vikur og meðal annars á Lind svo það er ekki vitlaust að fylgjast með ef börnin ykkar hafa smitast.

Í næsta viku ætlum við að fara æfa lagið „ Á Íslensku Má Alltaf Finna Svar“ sem við ætlum að syngja saman öll saman í afmælisveislu leikskólans næstkomandi föstudag en leikskólinn á afmæli þann 16. nóvember á Degi Íslenskrar Tungu. Á föstudeginum verður mikið fjör og má koma í búningum/furðufötum. Foreldrafélagið býður uppá leiksýningu og byrjar hún kl. 9.30! Bernd Ogrodnik frá Brúðuheimum kemur með sýninguna Pétur og Úlfurinn. Það er því gott að mæta snemma þennan dag.

Takk kærlega fyrir æðislega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 28. okt. – 1. nóvember 2019

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur á Lindinni hefur gengið mjög vel. Eins og í síðustu viku höfum við bara farið einu sinni út á dag og því leikið okkur inni fyrir hádegi. Í þessari viku fengum við lánaða skemmtilega kubba frá Laut og eru krakkarnir búnir að vera rosalega duglegir að leika sér með þá, þau eru rosalega flink að byggja með þeim. Við höfum verið að föndra mikið í vikunni og höfum við meðal annars teiknað fallegar myndir á blöð, málað gamla geisladiska og teiknað á stórt blað sem við kennararnir límdum á gólfið. Við höldum áfram að æfa okkur með skærin og finnst krökkunum æðislega gaman að fá að klippa blöð sjálf. 2017 börnin fóru ekki til hennar Kollu þessa vikuna vegna veikinda en fóru í smiðjur til hennar Nönnu. Það er mikið líf og fjör í krökkunum og eru þau alltaf hress og kát. Við höfum verið að dansa og syngja mikið í þessari viku og hafa börnin því fengið góða útrás. Í nóvember verðum við með skemmtilegt verkefni um lestraátak með Lubba sem við erum mjög spennt fyrir og vonum við að allir muni taka þátt í því með okkur.

Takk kærlegar fyrir frábæra viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind 

 

Vikan 21– 25 október 2019

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur hefur gengið mjög vel en hún hefur verið frekar hefðbundin. Nýjustu börnin eru öll að koma til, þau eru að róast og gráturinn farinn að minnka þvílíkt, allt á réttri leið. Það er farið að kólna mikið í veðri svo við höfum aðeins farið einu sinni út á dag. Fyrir hádegi lékum við okkur inni og skiptum krökkunum upp þar sem einhverjir fóru fram í dúkkukrók að leika sér og hinir léku sér inni á deild.
Inni á deild léku þau sér meðal annars með gíraffann, bílana, boltana, perluðu, lituðu, máluðu falleg fiðrildi sem eru nú komin upp á vegg inni á deild (alltaf gaman að skapa) og fengu að klippa blöð með skærum (erum að æfa okkur færni með skærum).
Það eru allir voðalega duglegir að taka þátt í samverustundum. Í samverustundum sitja þau öll á rauða teppinu, þó þau sitji kannski ekki kyrr allan tímann, syngja skemmtileg lög og dilla sér með. Uppáhalds lögin þeirra eru hægri hönd og vinstri hönd, krókódílalagið (Fimm litlir apar) og Fífusalir. 2017 börnin fóru í leikvang til hennar Kollu eins og þau eru vön að gera og skemmtu sér vel þar.
Í dag er bangsadagur og byrjuðum við því daginn á því að leika okkur inn á deild með bangsana okkar og líka fengu að skoða og prófa allar hinna (allir duglegir að skiptast á).

Takk kærlega fyrir æðislega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 14 – 18 október 2019

Sælir kæru foreldrar

Eins og fram kom á foreldrafundinum í gær erum farin að skrá allt í Völu appið og vil ég því hvetja ykkur foreldra til að sækja ykkur appið sem fyrst. Þar koma öll skilaboð frá leikskólanum auk þess sem upplýsingar um ykkar barn birtist þar, t.d. hvernig það borðar og sefur. Eins vil ég benda ykkar að þið getið tilkynnt veikindi eða hver sækir inn á appið.

Vikan hjá okkur á Lind hefur gengið mjög vel en hún hefur verið mjög hefðbundin, allt á sínum stað.

Eins og í hverri viku fóru 2017 börnin til hennar Kollu í leikvang að hoppa og skoppa og eru þau rosalega dugleg og flink í að hreyfa sig. 2017 börnin fóru einnig í smiðjur til hennar Nönnu að föndra. Á meðan 2017 börnin voru í þessari dagskrá léku hin börnin sér jafnt inni sem úti. Á fimmtudaginn vorum við inni fyrir hádegi þar sem við vorum að föndra. Það er alltaf gaman að föndra með krökkunum og munu listaverkin þeirra vera geymd í möppum sem þau fá síðan að taka með sér heim einn daginn. í dag var ávaxtadagur og mættu þá allir með ávexti í leikskólann og fannst öllum mjög gaman að koma með sína ávexti, gefa öðrum af sínum og fá að smakka hjá hinum. Ávaxtaveislan heppnaðist MJÖG VEL HJÁ OKKUR.

Þetta hefur Nanna að segja um smiðju:

Í sullukarið var búið að setja vatn og ull, þau máttu sulla í þessu eins og þau vildu. Flest pínu hikandi til að byrja með en síðan var þetta bara gaman. Skoðuðum litina og mótuðum orm, fjall og fleira. Í lok tímans settumst við í hring og sungum nokkur lög.

Takk kærlega fyrir frábæra viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 7 – 11 október 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Vikan hjá okkur hefur gengið mjög vel og hefur hún verið frekar hefðbundin hjá okkur. Það hefur verið mikið um veikindi og höfum við því verið frekar fá. Eins og alltaf höfum við farið út einu sinni til tvisvar á dag og finnst börnunum æðislegt að fá að leika sér úti. Þeim finnst alltaf jafn gaman að róla, leika sér í sandkassanum, renna sér í rennibrautinni, sópa og sparka í bolta. Þegar við erum inni að leika eru allir mjög duglegir að leika sér saman og finnst þeim mjög skemmtilegt að leika sér með gíraffann, bílana, boltana, púsla og leika í eldhúsinu. Á þriðjudaginn var dótadagur og fannst krökkunum æðislega gaman að koma með dót, sýna hinum krökkunum og að fá að prófa dótið hjá hinum. Á miðvikudaginn fóru 2017 börnin í leikvang hjá henni Kollu og skemmta þau sér alltaf jafn vel þar. 2017 börnin fóru einnig til hennar Jónínu í vikunni og svo í smiðjur til hennar Nönnu. Á meðan 2017 börnin voru í þessari dagskrá léku hin börnin sér bæði inni og úti.

Takk kærlega fyrir æðislega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 30 – 4 október 2019

Sælir kæru foreldrar

Við höfum átt góða viku hérna á Lind og erum við búin að gera margt skemmtilegt. Nýju börnin eru öll að koma til og eru allir mjög sáttir með það. Við höfum farið út tvisvar á dag nema á fimmtudaginn þar sem veðrið var ekki alveg nógu gott og lékum við okkur því inni í staðinn og föndruðum smá. Það áttu nokkrir eftir að stimpla höndina sína á blað og einnig einhverjir eftir að stimpla höndina sína á möppurnar sem við ætlum að geyma verkefnin okkar í.

Það voru erlendir gestir hjá okkur í vikunni sem tengjast Nordplus verkefninu og komu þau inn til okkar á þriðjudaginn í samverustund og sýndum við þeim hvað við erum dugleg að syngja og sitja kyrr á rassinum.

2017 börnin fóru svo í leikvang á miðvikudaginn og skemmtu þau sér vel þar. Á meðan þau léku sér þar fóru hinir út að leika.

Í  dag fóru 2017 börn í smiðju hjá Nönnu og voru að föndra þar.  

Nú fer að kólna í veðri og væri þá gott ef krakkarnir gætu farið að koma með kuldagallana sína og einnig létta vettlinga vegna þess að þau eru gjörn á að rífa vettlingana af sér ef þeir eru of stórir eða þykkir.

Takk æðislega fyrir skemmtilega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind