Lind

Síminn á Lind er 4415211

Lind er í Gljúfri og er hún fyrsta deildin þegar gengið er inn þeim megin.

Litur Lindar er gulur og er hún vinadeild Hæðar.

Á Lind eru 13 börn, 3 fædd árið 2017 og 10 fædd árið 2018 

Viðtalstíminn deildarstjóra er fyrsta föstudags í mánuði milli 15:00 og 15:30 í síma 4415204.

 

Starfsfólkið á Lind:

Carmen - Leikskólakennari, Deildastjóri. Netfang: carmen@kopavogur.is

Arna Björg - Leiðbeinandi 

Helga María - Leiðbeinandi

Rakel - Leiðbeinandi

Selma Líf - Leiðbeinandi


Dagbók

Vikan 13-17 janúar

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika er búin að ganga rosalega vel og erum við búin að hafa það mjög gott
Við erum byrjaðar með hópastarf á morgnanna þar sem við skiptum þeim í hópa og tökum fyrir nokkur verkefni eins og við töluðum um í síðustu viku. Það er að ganga ágætlega og svo kemur það bara með tímanum. Þau eru að standa sig rosalega vel og erum við svo heppnar með þessi flottu börn, og einnig smiðjan og leikvangur er að ganga vel. Í smiðju með Nönnu hafa börnin verið að búa til Marglyttur  og klárari öll sínu hjámar tengd þorrann. Við höfum verið með frjálsan leik þegar það er smiðja eða leikvangur og erum við þá bara í rólegum leik inná deild, leika með bolta, dúkkukrók, perla og þræða. Við höfum líka verið að fara stundum í holukubba og það finnst okkur rosalega gaman að fá að renna niður kubbarennibrautina og búa til allskonar hluti með kubbunum. Við höfum loksins fengið veður til þess að fara út að leika og ekki skemmir það fyrir að það sé ennþá snjór sem við getum smakkað og búið til snjóbolta úr og höfum við nýtt okkur þetta góða veður mikið og farið út eftir hádegi alla vikuna. Okkur líður rosalega vel þegar við fáum að fara út í frískt loft og hlaupa úti. 

 

Takk fyrir frábæra viku, og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 6-10 janúar.

Heil og sæl kæru foreldrar.

Þessi vika er búin að ganga rosalega vel og erum við kennararnir rosalega glaðar að sjá öll börnin aftur eftir jólafríið. Á mánudaginn sameinaðist allur leikskólinn og við kvöddum jólin, sungum nokkur jólalög og kveiktum á kertunum.

Veðrir hefur aðeins verið að stoppa okkur að fara út en vonandi að það fari nú bráðum að lægja svo að við komumst út að leika í snjónum (og smakka snjóinn smá). Á meðan veðrið hleypir okkur ekki út þá höfum við verið að leika okkur inni og vorum við að föndra sparibauk inná deild með Carmen, máluðum box og settum lítið gat á það svo við getum sett peninga ofaní boxið heima. Við örugglega búin að leika með allt dótið sem við eigum inná deildinni. Dúkkukrókur er svolítið í uppáhaldi þessa vikuna og taka alla koddana úr gluggakistunni og leggja þá á gólfið og þykjast (lúlla), það finnst okkur svakalega skemmtilegt. Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þessum litlu krílum. 2018 börnin byrjuðu í þessari viku á að fara í smiðju til Nönnu í hópum ásamt 2017 börnunum og gekk það rosalega vel og verða þau í smiðju á fimmtudögum, þau voru að byrjað að búa til vikinka hjálm og svo fara þau til Kollu í leikvang á föstudögum og gengur það líka bara vel þau eiga eftir að venjast þessu fljótt. 2017 börnin halda áfram að vera í leikvang á miðvikudögum með 2017 börnunum af lautEinnig byrjuðu 2017 börnin á að fara í morgunmat og kaffi í matsalnum í dag (föstudag) og gekk það vel. 

Fínt væri ef börnin gætu mætt fyrir 9 á þeim dögum sem þau eru í leikvangi og smiðju og einnig mæta í fötum sem mætti fara málning á ef það skyldi gerast í smiðjunni.

Núna í næstu viku munum við svo byrja með hópastarf innan deildar og þá verður þeim skipt í hópa á morgnanna og erum við að fara að leggja áherslu að efla samskipti, þolinmæði og samvinnu. Við ætlum að læra grunnatriðin t.d. telja frá 1-5 og vita grunn litina gulur, rauður,grænn og blár, afstöðuhugtök (undir, fyrir aftan, fyrir framan, við hliðina, á og í. ætlum að afa okkur að ná einbeiting að sitja lengur við eitt verkefni eins og að púsla, spila, lita, pinna og perla. við ætlum að læra hvað mamma og pabbi heita, nöfn á líkamshlutar og þekkja húsdýrin okkar og hvað þau segja o.fl. 

 

Takk fyrir æðislega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind. 😊

 

Vikan 16. – 20. desember 

Sælir kæru foreldrar

Við á Lind höfum átt æðislega viku saman og höfum við gert margt skemmtilegt þessa vikuna. Á mánudaginn fengum við heimsókn frá Lindakirkju þar sem prestarnir sögðu okkur aðeins frá jólunum og í framhaldi af því sungum við nokkur skemmtileg jólalög. 

Á þriðjudaginn héldum við litlu jól leikskólans og mættu allir ofboðslega sætir og fínir. Um morguninn var jólaball og voru allir mjög duglegir að haldast í hendur, labba í kringum tréð og syngja. Þegar jólaballinu var lokið kíkti jólasveinninn á hverja deild og skemmti krökkunum  áður en hann afhenti börnunum gjafirnar. krakkarnir höfðu mjög gaman af honum þó svo nokkrir hafi verið örlítið smeykir við hann.þá fenguð við okkur mandarínur og lékum okkur aðeins. Í hádeginu var síðan jólamatur og ís í eftirrétt og voru allir mjög ánægðir með það. 

Á miðvikudaginn, kom hún Þórdís Arnljótsdóttir með (Leikhús í Tösku) með Jólaleikrit í boði Foreldrafélagsins og sagði hún sögu jólasveinana.  Börnin skemmtu sér vel og þökkum við Foreldrafélaginu vel fyrir.

Í dag kveiktum við á síðasta aðventukertinu sem nefnist Englakertið og höfum við þá kveikt á öllum fjórum kertunum. Núna í desember hafa börnin verið að föndra jólagjafir fyrir foreldra sína og voru þau send heim með pakkana í gær til að setja undir tréð heima. Þau fengu einnig að taka með sér jólaskrautin sem þau hafa verið að föndra núna á síðustu vikum og geta þau nú skreytt heima hjá sér með þessum fallegu verkum. Eins og þið sjáið höfum við gert margt jólalegt þessa vikuna og ættu allir krakkarnir okkar að verða orðnir mjög spenntir fyrir jólunum og komnir í jólastuð. 

Við á Lindinni  óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það sem allra allra best yfir hátíðarnar.

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 9. – 13. desember

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur á Lind hefur gengið mjög vel en hún hefur verið fremur róleg. Það hefur verið frekar fámennt hjá okkur í þessari viku þar sem það hefur verið mikið um veikindi. Hlaupabólan er að ganga hérna á leikskólanum og hefur ekki bara aðeins verið fámennt á Lind heldur í öllum leikskólanum, svo við hvetjum ykkur foreldrana til þess að fylgjast með börnunum ykkar ef þau hafa ekki nú þegar fengið hlaupabóluna.  Það hefur verið lítið sem ekkert um útiveru vegna veðurs og höfum við því leikið okkur inni í skemmtilegum leik í staðinn. Á þriðjudaginn var jólatréð sett upp inni í matsal og fengu litlu börnin okkar að skreyta það með fallegu jólaskrauti sem þau höfðu föndrað sjálf. Í vikunni héldum við áfram að föndra fyrir jólin og gerðum við litla fallega jólasveina sem við höfum hengt upp fyrir framan deildina þar sem þið getið skoðað þessi fallegu listaverk. Í dag var þriðja jólasamverustundin þar sem allur leikskólinn kom saman á yngri gangi til að kveikja á Hirðakertinu og syngja nokkur jólalög. Á þriðjudaginn í næstu viku ætlum við að halda litlu jól leikskólans þar sem við munum dansa í kringum jólatréð, syngja jólalög og borða góðan jólamat í hádeginu.

Takk kærlega fyrir frábæra viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 2. - 6. desember 

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur hefur gengið mjög vel og höfum við brallað margt skemmtilegt saman. Eins og í síðustu viku fór guli hópurinn í vetfangsferð með Laut og í þetta sinn löbbuðu þau út að Salalaug og svo aftur til baka í Leikskólann þar sem þau léku sér svo í smá stund úti í garðinum. Í útiverunni á fimmtudaginn var mikill snjór og fannst börnunum æðislega gaman að fá að leika í snjónum. Á meðan sumir smökkuðu og veltu sér upp úr snjónum horfðu aðrir á og veltu fyrir sér hvað þetta hvíta á jörðinni væri. 

Nú styttist óðum í jólin og við höldum áfram að skreyta og undirbúa þau hjá okkur. Í vikunni föndruðum við fleiri jólaskraut sem við erum búin að hengja upp inni á deild. Á mánudaginn klæddum við alla 13 litlu jólasveinana okkar í jólasveinabúning og tókum myndir af þeim. Úr myndunum föndruðum við svo jólatré sem við hengdum upp á hurðina hjá okkur þar sem þið getið skoðað þessar sætu myndir af þeim.

Í dag var jólasamverustund þar sem allur leikskólinn kom saman til að syngja og kveikja á aðventukerti númer tvö sem kallast Betlehemskerti. Á þriðjudaginn í næstu viku verður jólatréð sett upp inni í matsal og fá allir krakkarnir að skemmta sér við það að skreyta það fallega.  

Það sem er svona helsta framundan:

  • Jólatréið verður sett upp í næstu viku og skreytt
  • Jólaball - 17.desember n.k. verða litlu jól leikskólans haldin hátíðleg. Tímasetning kemur síðar.  Það verður dansað í kringum jólatréð, jólalög sungin og jólamatur í hádeginu.
  • Jólaleikrit - 18.desember n.k. Jólaleikrit í boði foreldrafélagsins. Leikhús í tösku – Grýla og jólasveinarnir J
  • Fimmtudaginn 2.janúar 2020 verður skipulagsdagur hjá okkur í Fífusölum. Leikskólinn verður lokaður þann dag.

Takk kærlega fyrir frábæra viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 25. – 29. nóvember

Sælir kæru foreldrar

Í þessari viku hefur verið ýmislegt brallað. Við höfum verið dugleg að fara út að leika næstum því á hverjum degi eftir síðdegishressingu. Einnig höfum við leikið mikið inni, þar sem ýmislegt var í boði, m.a. dúkkukrókur, bílakrókur, leikið með perlur, pússlað, leirað, leikið með bíla, dýr, legokubba og margt margt fleira. Leikur og gleði alla daga. Við höfum verið mikið að syngja jólalögin sem börnunum finnst rosalega gaman.

Á þriðjudaginn fór guli hópurinn í vetfangsferð með Laut og löbbuðum við upp á Hvammsvöll þar sem við lékum okkur í dágóðan tíma áður en við löbbuðum svo aftur til baka í leikskólann. Á meðan guli hópurinn fór í vetfangsferð léku hin börnin sér inni. Guli hópurinn fór einnig til hennar Kollu í leikvang í vikunni og léku þau sér þar í skemmtilegri þrautabraut þar sem þau áttu m.a. að hoppa og labba eftir línum.

 Á fimmtudaginn var síðan piparkökukaffi og fannst krökkunum æðislega gaman að fá foreldra sína í heimsókn í leikskólann og bjóða þeim upp á kakó og piparkökur sem þau höfðu gert sjálf. Í dag kom allur leikskólinn saman á yngri gang í jólasamverustund þar sem við kveiktum á fyrsta aðventukertinu sem kallast Spádómskerti og sungum fyrsta erindið í „ Við veikjum einu kerti á“. Allir tóku þátt og var æðislegt að horfa á alla krakkana syngja saman.

Viljum minna á að greiða inn í bleyjusjóð þar sem er nýr mánuður að hefjast  og viljum líka minna ykkur á næsta skipulagsdagur sem er 2. janúar 2020.

Takk kærlega fyrir æðislega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 18. – 22. nóvember 

 

Sælir kæru foreldrar

 

Vikan hjá okkur á Lindinni hefur gengið mjög vel en hún hefur verið deginum styttri en vanalega vegna starfsdagsins sem var á fimmtudaginn. Burtséð frá starfsdeginum hefur vikan verið mjög hefðbundin og allt verið á sínum stað. Við fórum ekki út á mánudaginn vegna veðurs og vorum við því inni að leika í staðinn. Á föstudaginn fengu allir krakkarnir að fara í smiðjur til hennar Nönnu að föndra jólagjafir fyrir mömmu og pabba og getið þið verið mjög spennt að opna þessar frábæru jólagjafir. 2017 börnin fóru að sjálfsögðu í leikvang til hennar Kollu þar sem þau fengu að hoppa, skoppa og hlaupa um. Á skipulagsdaginn fengum við kennararnir fræðslu um Lubba verkefnið sem við erum að taka þátt í. Lubbi er mjög spennandi og munum við klárlega halda áfram að vinna með hann. Einnig tókum við til í leikskólanum, þrifum það dót sem við eigum, endurröðuðum dótinu og hentum því sem var orðið ónýtt. 

 

Viðburðiðframundan:

  • - Mánudaginn23. Nóvember ætlar yngri gang ap baka pipark0kur til að bjóða foreldrum sínum upp á í piparkökukaffinu sem verður á fimmtudaginn kemur.
  • - Piparkökukaffið - fimmtudaginn 28.nóvember frá kl.14:00-16:00. Hlökkum til að sjá sem flesta.
  • - Jólaball - 17. Desember n.k. nánari upplýsingar koma síðar.
  • - Jólaleikri 18.desember -Jól í tösku í boði foreldrafélagsins. nánari upplýsingar koma síðar.

 

Takk kærlega fyrir frábæra viku og  góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 11. – 15 nóvember 

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur á Lind hefur gengið mjög vel en það hefur verið aðeins um veikindi hjá börnunum svo við höfum verið aðeins færri en vanalega. Á mánudaginn fyrir hádegi skiptum við börnunum upp og fóru þá nokkur börn inn á Læk að leika við krakkana þar, nokkur börn fram að leika á ganginum og restin var inni á deild að leika og fannst krökkunum æðislega skemmtilegt að fá að leika með eldri börnum og á nýjum stað. Við höldum áfram að föndra fyrir jólin og máluðum við pappadiska græna sem við munum síðan klippa í hring og verður úr því jólatré. 

2017 börnin fóru í leikvang til hennar Kollu og finnst þeim alltaf jafn gaman að fá að hoppa og skoppa inni í sal enda eru þau svakalega dugleg. 2017 börnin fóru ekki í smiðjur til hennar Nönnu í þessari viku þar sem afmæli skólans var haldið á sama degi og féllu þær því niður. 

Í dag héldum við upp á 18 ára afmæli leikskólans þar sem allir mættu í búning eða furðufötum, dagurinn var haldinn hátíðlegur, allir saman í sal og sungum saman afmælislagið og svo í tilefni dagur islenkskrar tungu sungum við „á islensku má alltaf finna svar“. Það varð örlítil breyting á plani og fengum við trúðurinn Wallý frá Sirkus Íslands í staðinn fyrir Pétur og Úlfinn þar sem Bend Ogrodnik frá Brúðuheimum komst ekki. Það var mikið líf og fjör   og voru allir þvílíkt ánægðir með sýninguna, og siðan á eftir  heldum við afmælis ball  yngri gang og það voru allir dansanði glaðir, allir skemmtu sér mjög vel. Pítsu party í hadegismat og svo var auðvitað kaka í kaffitíma!... er engin afmælisveisla án köku... Nanna andlistmálaði allar eftir kaffi. Krakkarnir búnir að vera með stjörnur í augunum í allan dag!

Lubbi átti líka afmæli í dag og við óskum Lubba til hamingju með 10 ára afmælið.Á fimmtudaginn 21.nóvember er skipulagsdagur hjá okkur. Leikskólinn er þá lokaður.

Takk kærlega fyrir frábæra viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 4. – 8. nóvember

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur á Lindinni hefur gengið mjög vel en hún hefur verið mjög hefðbundin og hefur allt verið á sínum stað. Eins og undanfarnar vikur förum við aðeins út eftir hádegi og leikum því inni fyrir hádegi. Við erum vön að skipta þeim upp í tvo hópa, annar leikur sér inni á deild og hinn frammi á gagni og svo er þeim skipt svo allir fái að leika á báðum stöðum. Við erum aðeins byrjuð í jólaundirbúning og máluðum við jólatré í vikunni sem verða síðan  til að skreyta stofuna fyrir jólin. Í þessari viku fóru 2017 börnin í leikvang til hennar Kollu og voru þau voða dugleg að hoppa og skoppa hjá henni. 2017 börnin fóru einnig í smiðjur til hennar Nönnu þar sem þau voru mjög dugleg að föndra.

Við viljum minna á lestrarátakið sem er núna í nóvember og hvetjum við ykkur foreldrana til að lesa fyrir börnin ykkar og hengja málbein á Lubbafjallið. Einnig viljum við láta vita að því að það hafa nokkur börn á leikskólanum fengið hlaupabóluna síðustu tvær vikur og meðal annars á Lind svo það er ekki vitlaust að fylgjast með ef börnin ykkar hafa smitast.

Í næsta viku ætlum við að fara æfa lagið „ Á Íslensku Má Alltaf Finna Svar“ sem við ætlum að syngja saman öll saman í afmælisveislu leikskólans næstkomandi föstudag en leikskólinn á afmæli þann 16. nóvember á Degi Íslenskrar Tungu. Á föstudeginum verður mikið fjör og má koma í búningum/furðufötum. Foreldrafélagið býður uppá leiksýningu og byrjar hún kl. 9.30! Bernd Ogrodnik frá Brúðuheimum kemur með sýninguna Pétur og Úlfurinn. Það er því gott að mæta snemma þennan dag.

Takk kærlega fyrir æðislega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 28. okt. – 1. nóvember 2019

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur á Lindinni hefur gengið mjög vel. Eins og í síðustu viku höfum við bara farið einu sinni út á dag og því leikið okkur inni fyrir hádegi. Í þessari viku fengum við lánaða skemmtilega kubba frá Laut og eru krakkarnir búnir að vera rosalega duglegir að leika sér með þá, þau eru rosalega flink að byggja með þeim. Við höfum verið að föndra mikið í vikunni og höfum við meðal annars teiknað fallegar myndir á blöð, málað gamla geisladiska og teiknað á stórt blað sem við kennararnir límdum á gólfið. Við höldum áfram að æfa okkur með skærin og finnst krökkunum æðislega gaman að fá að klippa blöð sjálf. 2017 börnin fóru ekki til hennar Kollu þessa vikuna vegna veikinda en fóru í smiðjur til hennar Nönnu. Það er mikið líf og fjör í krökkunum og eru þau alltaf hress og kát. Við höfum verið að dansa og syngja mikið í þessari viku og hafa börnin því fengið góða útrás. Í nóvember verðum við með skemmtilegt verkefni um lestraátak með Lubba sem við erum mjög spennt fyrir og vonum við að allir muni taka þátt í því með okkur.

Takk kærlegar fyrir frábæra viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind 

 

Vikan 21. – 25. október 2019

Sælir kæru foreldrar

Vikan hjá okkur hefur gengið mjög vel en hún hefur verið frekar hefðbundin. Nýjustu börnin eru öll að koma til, þau eru að róast og gráturinn farinn að minnka þvílíkt, allt á réttri leið. Það er farið að kólna mikið í veðri svo við höfum aðeins farið einu sinni út á dag. Fyrir hádegi lékum við okkur inni og skiptum krökkunum upp þar sem einhverjir fóru fram í dúkkukrók að leika sér og hinir léku sér inni á deild.
Inni á deild léku þau sér meðal annars með gíraffann, bílana, boltana, perluðu, lituðu, máluðu falleg fiðrildi sem eru nú komin upp á vegg inni á deild (alltaf gaman að skapa) og fengu að klippa blöð með skærum (erum að æfa okkur færni með skærum).
Það eru allir voðalega duglegir að taka þátt í samverustundum. Í samverustundum sitja þau öll á rauða teppinu, þó þau sitji kannski ekki kyrr allan tímann, syngja skemmtileg lög og dilla sér með. Uppáhalds lögin þeirra eru hægri hönd og vinstri hönd, krókódílalagið (Fimm litlir apar) og Fífusalir. 2017 börnin fóru í leikvang til hennar Kollu eins og þau eru vön að gera og skemmtu sér vel þar.
Í dag er bangsadagur og byrjuðum við því daginn á því að leika okkur inn á deild með bangsana okkar og líka fengu að skoða og prófa allar hinna (allir duglegir að skiptast á).

Takk kærlega fyrir æðislega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 14. – 18. október 2019

Sælir kæru foreldrar

Eins og fram kom á foreldrafundinum í gær erum farin að skrá allt í Völu appið og vil ég því hvetja ykkur foreldra til að sækja ykkur appið sem fyrst. Þar koma öll skilaboð frá leikskólanum auk þess sem upplýsingar um ykkar barn birtist þar, t.d. hvernig það borðar og sefur. Eins vil ég benda ykkar að þið getið tilkynnt veikindi eða hver sækir inn á appið.

Vikan hjá okkur á Lind hefur gengið mjög vel en hún hefur verið mjög hefðbundin, allt á sínum stað.

Eins og í hverri viku fóru 2017 börnin til hennar Kollu í leikvang að hoppa og skoppa og eru þau rosalega dugleg og flink í að hreyfa sig. 2017 börnin fóru einnig í smiðjur til hennar Nönnu að föndra. Á meðan 2017 börnin voru í þessari dagskrá léku hin börnin sér jafnt inni sem úti. Á fimmtudaginn vorum við inni fyrir hádegi þar sem við vorum að föndra. Það er alltaf gaman að föndra með krökkunum og munu listaverkin þeirra vera geymd í möppum sem þau fá síðan að taka með sér heim einn daginn. í dag var ávaxtadagur og mættu þá allir með ávexti í leikskólann og fannst öllum mjög gaman að koma með sína ávexti, gefa öðrum af sínum og fá að smakka hjá hinum. Ávaxtaveislan heppnaðist MJÖG VEL HJÁ OKKUR.

Þetta hefur Nanna að segja um smiðju:

Í sullukarið var búið að setja vatn og ull, þau máttu sulla í þessu eins og þau vildu. Flest pínu hikandi til að byrja með en síðan var þetta bara gaman. Skoðuðum litina og mótuðum orm, fjall og fleira. Í lok tímans settumst við í hring og sungum nokkur lög.

Takk kærlega fyrir frábæra viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 7. – 11. október 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Vikan hjá okkur hefur gengið mjög vel og hefur hún verið frekar hefðbundin hjá okkur. Það hefur verið mikið um veikindi og höfum við því verið frekar fá. Eins og alltaf höfum við farið út einu sinni til tvisvar á dag og finnst börnunum æðislegt að fá að leika sér úti. Þeim finnst alltaf jafn gaman að róla, leika sér í sandkassanum, renna sér í rennibrautinni, sópa og sparka í bolta. Þegar við erum inni að leika eru allir mjög duglegir að leika sér saman og finnst þeim mjög skemmtilegt að leika sér með gíraffann, bílana, boltana, púsla og leika í eldhúsinu. Á þriðjudaginn var dótadagur og fannst krökkunum æðislega gaman að koma með dót, sýna hinum krökkunum og að fá að prófa dótið hjá hinum. Á miðvikudaginn fóru 2017 börnin í leikvang hjá henni Kollu og skemmta þau sér alltaf jafn vel þar. 2017 börnin fóru einnig til hennar Jónínu í vikunni og svo í smiðjur til hennar Nönnu. Á meðan 2017 börnin voru í þessari dagskrá léku hin börnin sér bæði inni og úti.

Takk kærlega fyrir æðislega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

 

Vikan 30. – 4. október 2019

Sælir kæru foreldrar

Við höfum átt góða viku hérna á Lind og erum við búin að gera margt skemmtilegt. Nýju börnin eru öll að koma til og eru allir mjög sáttir með það. Við höfum farið út tvisvar á dag nema á fimmtudaginn þar sem veðrið var ekki alveg nógu gott og lékum við okkur því inni í staðinn og föndruðum smá. Það áttu nokkrir eftir að stimpla höndina sína á blað og einnig einhverjir eftir að stimpla höndina sína á möppurnar sem við ætlum að geyma verkefnin okkar í.

Það voru erlendir gestir hjá okkur í vikunni sem tengjast Nordplus verkefninu og komu þau inn til okkar á þriðjudaginn í samverustund og sýndum við þeim hvað við erum dugleg að syngja og sitja kyrr á rassinum.

2017 börnin fóru svo í leikvang á miðvikudaginn og skemmtu þau sér vel þar. Á meðan þau léku sér þar fóru hinir út að leika.

Í  dag fóru 2017 börn í smiðju hjá Nönnu og voru að föndra þar.  

Nú fer að kólna í veðri og væri þá gott ef krakkarnir gætu farið að koma með kuldagallana sína og einnig létta vettlinga vegna þess að þau eru gjörn á að rífa vettlingana af sér ef þeir eru of stórir eða þykkir.

Takk æðislega fyrir skemmtilega viku og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind