Hæð
Hæð er staðsett strax til vinstri þegar þú kemur inn í Forsali.
Litur Hæðar er Bleikur og vinadeildin okkar er Lind.
Á Hæð eru 22 börn, fædd árin 2019 og 2020
Beinn sími er: 441-5216
Starfsfólkið á Hæð:
Unnur - Leikskólakennari, Deildastjóri. Netfang: unnurba@kopavogur.is
Aneta - Háskólamenntaður starfsmaður
Þórdís - Leiðbeinandi
María - Leiðbeinandi
Dagbók
20. janúar 2023
Sælir kæru foreldrar
Vikan okkar... Þessi vika hefur verið skemmtileg og viðburðarík. Á mánudaginn áttum við eina afmælisskvísu sem bauð okkur upp á saltstangir og popp í tilefni dagsins. Til hamingju með afmælið vinkona og takk fyrir okkur. Á föstudaginn var síðan þorrablót hjá okkur. Í matinn var þorramatur sem mæltist misvel fyrir hjá börnunum, flestir voru til í að smakka það sem í boði var en mestur var spenningur fyrir hákarlinum sem nokkrir borðuðu en flestir skiluðu fljótt aftur á diskinn.
Hópastarf.... Í hópastarfi rifjuðum við upp Bínu bálreiðu reglurnar og fórum síðan yfir í annað kennsluefni. Nöfnin voru klöppuð í atkvæði og einnig önnur skemmtileg orð sem að miða við orðaforða barnanna. 2019 börnin fóru í leikinn Hver er undir teppinu. 2020 börnin léku sér með numicon kubbana og æfðu sig í að klappa orð í atkvæði.
Samvera… Þessa vikuna höfum verið að æfa þorralögin í samverustund og undirbúið okkur fyrir þorrablótið á föstudaginn.
Útivera ... Við höfum ekki getað verið mikið úti þessa vikuna vegna veðurs, við höfum þó farið aðeins út að viðra okkur þá daga sem frostið hefur ekki farið niður fyrir – 10 gráður.
Blær bangsi… Spjald vikunnar fjallaði um hvað við getum gert ef að við sjáum að einhverjum líður illa til að viðkomandi líði betur. Mikilvægi þess að skilja ekki útundan og vera vinir. Við töluðum mikið um hvað við gætum gert ef að einhverjum liði illa og það stóð ekki á svarinu, við ættum að gefa honum knús því þá liði honum betur 😊
Lubbi finnur málbein ... Málhljóð þessarar viku var –Ii- -Yy- og var Lubbi staddur í heimsókn á Innra-Hólmi hjá Yrsu og Indriða. Að venju sungum við lagið, hlustuðum á söguna og kíktum í kassann góða. Ein skvísan okkar átti stafinn sem og einhverjir foreldrar en börnin eru orðin mjög dugleg að finna út hver á hvaða málhljóð.
Gaman saman ... Í dag blótuðum við Þorra og allar deildar eldri gangs hittust á ganginum og sungu saman þorralögin sem við erum búin að vera að æfa síðustu vikur.
Leikvangur ... Í leikvangi börnin á að hita sig aðeins upp, síðan var Hinrik búinn að útbúa skemmtilega þrautabraut sem reyndi á úthald og þor.
Smiðja ... Í smiðju héldu börnin áfram að vinna að víkingahjálmunum sem þau byrjuðu á í síðustu viku.
Takk fyrir vikuna
Eigið góða helgi
Allir á Hæð
13. janúar 2023
Sælir kæru foreldrar
Vikan okkar... Þessi vika hefur verið einkum skemmtileg og viðburðarík. Einnig voru tvö afmæli hjá okkur í vikunni sem að krökkunum fannst einkum skemmtileg. Þær héldu upp á afmælin á mánudaginn og þriðjudaginn með því að bjóða börnunum upp á saltstangir. Til hamingju með afmælið elsku vinkonur og takk kærlega fyrir okkur.
Hópastarf.... Í hópastarfi rifjuðum við upp Bínu bálreiðu reglurnar og fórum síðan yfir í annað kennsluefni. Nöfnin voru klöppuð í atkvæði og einnig önnur skemmtileg orð sem að miða við orðaforða barnanna. 2019 börnin fóru yfir tölurnar og æfðu sig í að telja hluti. 2020 börnin unnu með formin bæði með því að spora þau sem og spila spil, einnig gerðu þau stærðfræði verkefni.
Samvera… Nú eru vetrarlögin og þorralögin að taka við af jólalögunum í samverustund.
Útivera ... Við höfum verið dugleg að fara út og ekki látið veðrið mikið vera að stoppa okkur enda börnin mikið fyrir útiveru og bíða eftir því að við förum út.
Blær bangsi… Spjald vikunnar fjallaði um mikilvægi þess að allir séu vinir og að við skiljum ekki einhvern út undan. Við ræddum um hvernig okkur líður ef að við fáum ekki að vera með í leik og hvað við getum gert ef að við sjáum einhver sem ekki fær að vera með.
Lubbi finnur málbein ... Í þessari Lubbaviku var málhljóðið okkar -Ss- og vorum við að vinna með það á marga skemmtilega máta. Eitt barn hjá okkur á einnig þennan staf og voru börnin fljót að taka eftir því. Í þessari viku var Lubbi staðsettur á Stykkishólmi með Sunnu og Snorra en þau voru að heimsækja Sólmund frænda þeirra. Merki málhljóðsins er einnig mjög skemmtilegt og börnin höfðu gaman af því. Við fórum síðan yfir nokkra hluti sem að byrja á stafnum -Ss- og voru börnin fljót að þekkja þessa hluti.
GamanSaman ... allar deildar eldri gangs hittust á ganginum og sungum nokkur skemmtileg lög saman.
Leikvangur ... Í leikvangi fóru krakkarnir í skemmtilegar æfingar sem að Hinrik undirbjó til dæmis var hitað upp með leikjum og síðan farið í bráðskemmtilega þrautabraut.
Smiðja ... Í smiðju gerðu börnin „víkingahjálma“ sem að verða notaðir á skemmtilegan máta á þorrablótinu okkar næstkomandi föstudag. Einnig gerðu börnin skemmtilegar áramóta myndir sem skreyta ganginn okkar
Takk fyrir vikuna
Eigið góða helgi
Allir á Hæð
6. janúar 2023
Sælir kæru foreldrar og gleðilegt nýtt ár.
Vikan okkar... Vikan hefur verið fljót að líða enda ekki nema 4 dagar. Börnin voru glöð að hitta vini sína aftur eftir frí og höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja.
Samvera… Í samveru eru jólalögin enn þá mjög vinsæl og börnin virðast seint þreytast á að syngja þau ásamt því að ræða hvað þau fengu í jólagjöf.
Útivera ... Við höfum verið dugleg að fara út og ekki látið kuldann mikið vera að stoppa okkur, við höfum þó aðeins stytt útiveruna í annan endann.
Lubbi finnur málbein ... Málbein vikunnar var -Ff-. Hreyfingin er frekar flókin og áttu krakkarnir í smá vandræðum með að ná henni en æfingin skapar meistarann og það tókst að lokum. Við skoðuðum hlutina í boxinu og klöppuðum nokkra þeirra í atkvæði ásamt því að syngja lagið.
Jóla Gaman saman ... í dag, föstudag hittist allur leikskólinn í matsalnum og kvaddi jólin. Við kveiktum á aðventukransinum og nokkrum rafmagnskertum, sungum síðustu jólalög þessa vetrar og áttum notalega stund saman.
Eigið góða helgi
Allir á Hæðinni
15. desember 2022
Sælir kæru foreldrar
Vikan okkar... Á þriðjudaginn fórum við í leikvang samkvæmt venju fyrir hádegi en eftir hádegi byrjuðum við á að pakka inn jólagjöfunum til mömmu og pabba.
Á miðvikudaginn voru litlu jólin hjá okkur í Fífusölum. Við dönsuðum í kringum jólatréð, Stúfur kom í heimsókn og gaf öllum börnunum pakka síðan var boðið upp á mandarínur inni á deild. Í hádegismatinn var svo hangikjöt með tilheyrandi meðlæti. Í eftirmat var svo ís sem flest börnin kunnu mjög vel að meta.
Á fimmtudaginn fóru jólapakkarnir til mömmu og pabba heim. Mikill spenningur var fyrir því og margir búnir að bíða eftir að mega loksins taka þá með heim.
Vettvangsferð ... Henni var sleppt á fimmtudaginn vegna þess hversu kalt var úti.
Lubbi finnur málbein ... Er kominn í jólafrí til 9. janúar 2023
JólaGamanSaman ... í dag hittist allur leikskólinn á ganginum hjá yngri deildunum. Þar sungum við saman nokkur jólalög, kveiktum á fjórða kertinu á aðventukransinum okkar og áttum notalega jólastund saman.
Leikvangur ... í vikunni var farið í tíma til Hinriks, þar var þrautabrautin á sínum stað og svo var frjáls tími í lokin.. alltaf jafn gaman þar inni.
Smiðja ... Við héldum áfram að undirbúa jólin.
Eigið góða helgi
Allir á Hæðinni
9. desember 2022
Sælir kæru foreldrar
Vikan okkar... Hefur gengið sinn vana gang með föstum liðum ásamt smá skammti að málningu og glimmeri. Á miðvikudaginn skreyttum við síðan jólatréð í matsalnum með skrautinu sem við bjuggum til.
Hópastarf.... Er komið í jólafrí til 9. janúar 2023
Vettvangsferð ... Henni var sleppt á fimmtudaginn vegna þess hversu kalt var úti og margir að jafna sig eftir veikindi.
Samvera… Í samveru eru jólalögin mjög vinsæl enda um að gera að æfa sig fyrir jólaballið.
Útivera ... Við höfum verið dugleg að fara út og ekki látið veðrið mikið vera að stoppa okkur enda börnin mikið fyrir útiveru og bíða eftir því að við förum út.
Lubbi finnur málbein ... Málbein vikunnar var -Gg-. Hreyfingin er einföld og krakkarnir fljótir að ná henni. Við skoðuðum hlutina í boxinu og klöppuðum nokkur þeirra í atkvæði. Ein skvísan okkar á síðan G-ið og voru börnin fljót að finna það út.
JólaGamanSaman ... í dag hittist allur leikskólann á ganginum hjá yngri deildunum. Þar sungum við saman nokkur jólalög, kveiktum á aðventukransinum okkar og áttum notalega jólastund saman.
Leikvangur ... í vikunni var farið í tíma til Hinriks, þar var verið að æfa kjark og þor, hoppa og skoppa, príla og brölta.. alltaf jafn gaman þar inni.
Smiðja ... Við höldum áfram að undirbúa jólin. Við útbjuggum skraut á jólagjafirnar ásamt því búa til jólakort fyrir pabba og mömmu.
Eigið góða helgi
Allir á Hæðinni
2. desember 2022
Sælir kæru foreldrar
Á mánudaginn fengum við skemmtilega leiksýningu í boði foreldrafélagsins. Börnin skemmtu sér mjög vel og var mikið hlegið af látunum í leikurunum. Leikritið hét Strákurinn sem týndi jólunum.
Lubbi: Málhljóð vikunnar var –Ll- var unnið með það samkvæmt vana, lagið sungið, hlustað á söguna og kassinn góði var skoðaður. Tvö börn áttu stafinn að seinna nafni og ekki spillti fyrir að Lubbi sjálfur átti stafinn.
Hópastarf: Í hópastarfi var lögð áhersla á jólaundirbúning þessa vikuna þar sem við æfðum okkur í að klippa og föndra
Smiðja: Jóla - jóla
Leikvangur: Að vanda var Hinrik búinn að útbúa erfiða en skemmtilega þrautabraut sem gaman var að spreyta sig á.
Vettvangsferð féll niður þessa vikuna vegan veðurs en við nutum þess í staðinn að vera inni og hlusta á jólalög og leika.
Í dag, föstudag var svo önnur jólasamveran okkar þar allar deildar leikskólans hittust, kveiktu á öðru kertinu í aðventukransinum okkar (Betlehemskerti) og sungum saman nokkur jólalög.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
25 nóvember 2022
Heilir og sælir kæru foreldrar
Þessa vikuna byrjuðum við að æfa jólalögin enda styttist óðum í jólin.
Á miðvikudaginn bökuðum við piparkökur fyrir foreldrakaffið. Börnin voru mjög spennt fyrir bakstrinum vildu baka sem flestar kökur og aðeins fá að smakka deigið.
Hópastarf: Þessa vikuna höfum við verið að vinna í jólaundirbúning í hópastarfi. Við höfum málað, stimplað og notað mikið af glimmeri enda er glimmer nauðsynlegt um jólin.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Uu- og voru börnin fljót að finna það út að einn kennarinn átti stafinn. Við ræddum síðan talsvert um uglu og ull en það voru meðal annars hlutir sem voru í kassanum okkar góða.
Á fimmtudaginn var síðan mikill spenningur í húsi enda var von á foreldrum í piparköku kaffi. Þar sem boðið var upp á heitt kakó og piparkökurnar sem börnin höfðu bakað. Börnin gerðu kökunum góð skil sem runnu mjög ljúft niður. Gaman var að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og takk fyrir komuna.
Í dag, föstudag var gaman saman á yngri gangi með bæði yngri og eldri deildum þar sem við kveiktum á fyrsta kertinu okkar í aðventukransinum (Spádómakerti) og sungum saman nokkur jólalög.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
18. nóvember 2022
Sælir kæru foreldrar
Á miðvikudaginn átti leikskólinn okkar afmæli og var því fagnað með allsherjar afmælisveislu.
Í dag, föstudag var Gaman sama með hinum deildunum á eldri gangi þar sem við sungum nokkur lög saman
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Ee- Eftir lestur sögunnar, kíktum við í kassann góða og sungum lagið um -Ee- Við æfðum okkur á að finna orð eða nöfn sem byrja á stafnum og voru börnin snögg að finna að tvö af börnunum eiga stafinn í fyrra nafninu sínu og tvö í seinna nafni.
Leikvangur: Hinrik var búinn að útbúa þrautabraut í leikvang sem börnin skemmtu sér vel í.
Vettvangsferð féll niður
Hópastarf: 2020 börnin voru að vinna með litina og numicon kubbana 2019 börnin æfðu sig í sjálfshjálp og klæddu sig sjálf fyrir útiveru.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
11. nóvember 2022
Sælir kæru foreldrar
Þá er enn ein skemmtileg vika búin og aftur kominn föstudagur. Vikan hefur gengið sinn vana gang með skipulögðu starfi, útiveru og frjálsum leik.
Á mánudaginn áttum við afmælisbarn á Hæðinni. Af því tilefni bauð hún okkur upp á saltstangir og bláber. Til hamingju með afmælið vinkona og takk fyrir okkur.
Á þriðjudaginn var vináttudagur (eineltisdagurinn) hjá okkur. 10. bekkur úr Salaskóla kom í heimsókn til okkar og lékum við okkur saman inn á deild.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Hh- Eftir að hafa sungið lagið og lesið söguna ræddum við um hver ætti stafinn. Börnin voru mjög fljót að átta sig á að 3 börn á deildinni áttu stafinn sem og einhver systkini.
Hópastarf: Eftir að hafa farið yfir Bínu bálreiðu reglurnar voru nöfn barnanna klöppuð í atkvæði og lesin bók. 2019 börnin æfðu sig í að spora ýmsar línur, klippa form, klappa orð í atkvæði og flokka þau eftir því hversu mörg atkvæði orðið hafði.
Smiðja: Í smiðju héldum við áfram að vinna að sjálfsmyndarverkefninu sem við byrjuðum á í síðasta tíma.
Leikvangur: Í tímanum í vikunni var farið í þrautabraut sem tók yfir verkefnin úr heilsubókinni, t.d æfa jafnvægi með að ganga á blanka upp á rimlana, klifra í rimlunum, æfa sig í kollhnísum og margt fleira spennandi.
Vettvangsferð: Við fórum í göngutúr að Stúpunni og lékum okkur þar í góða stund. Mikið var að pollum á holtinu og það spillti sko alls ekki fyrir gleðinni enda komu flestir vel skítugir heim.
Í dag, föstudag var Gaman saman með hinum deildunum á eldri gangi þar sem við hittumst og sungum saman nokkur lög. Í lok samverunnar var síðan smá ball með tilheyrandi fjöri.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð.
4. nóvember 2022
Heil og sæl kæru foreldrar
Vikan hefur flogið áfram og enn einu sinni kominn föstudagur.
Í dag, föstudag var gaman saman á ganginum með hinum eldri deildunum þar sem við sungum nokkur lög.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Jj- Við sungum lagið, lásum söguna og kíktum í kassann góða. Þessa vikuna var Lubba lagið um jeppa sem fer upp á jökul og festist þar. Við ræddum því mikið um jökla og þá sérstaklega um Vatnajökul og fundum hann á Íslandskortinu.
Leikvangur: Í leikvangi var Hinrik samkvæmt venju búinn að gera skemmtilega þrautarbraut sem reyndi á þrek og þor. Í lok tímans var síðan leikið með hringi og fleira.
Smiðja: Í smiðju byrjuðu börnin á að vinna sjálfsverkefni, þau teiknuðu andlitsmynd á pappadisk og koma svo til með að bæta höndum og fótum við síðar.
Hópastarf: Þessa vikuna voru 2020 börnin að vinna með stafina, það er að finna sinn staf og setja hann á réttan staf á stafamottu. 2019 börnin voru að vinna með numicon, bæði frjálst sem og spila með þeim sem æfir skilning á tölustöfum.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð.
28. október
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur mikið verið um veikindi bæði hjá börnum og kennurum og hefur starfið örlítið einkennst af því en bæði smiðja og leikvangur féllu niður sem og vettvangsferð. Á miðvikudaginn var náttfata- og bangsadagur hjá okkur sem var mjög skemmtilegt. Bangsarnir voru í aðalhlutverki og tóku virkan þátt í starfi leikskólans. Á fimmtudaginn átti Blær bangsi líka afmæli og af því tilefni var blæstund með hinum deildunum á eldri gangi og svo var sungið fyrir Blæ sem fékk að sjálfsögðu afmæliskórónu.
Hópastarf: Í hópastarfi voru 2019 börnin að vinna með tölurnar og 2020 börnin voru að æfa sig í að klæða sig sjálf fyrir útiveru.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Vv- Við lásum söguna, fundum orð sem eiga þetta málhljóð og kíktum í kassann góða.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
21. október 2022
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða og við leik og störf. Í samveru erum við mikið að syngja lagið um blómin, krókódíll í lyftunni og lagið um skýin ásamt fleiri góðum lögum.
Á mánudaginn áttum við afmælisbarn sem bauð okkur upp á saltkringlur og vatnsmelónu í tilefni dagsins. Til hamingju með afmælið vinur og takk fyrir okkur.
Í dag, föstudag var svo Gaman saman fyrir matinn með hinum deildunum á eldri gangi þar sem við sungum saman nokkur lög.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Úú- og hittum við Úlfhildi sem hafði ætlað í útilegu við Úlfljótsvatn. Við kíktum í kassann góða og sungum -Úú- lagið. Ekkert barn átti stafinn þessa vikuna og erfiðlega gekk að finna orð með stafnum.
Smiðja: Því miður féll smiðja niður þessa vikuna
Leikvangur: Í smiðju var Hinrik búinn að búa til skemmtilega þrautabraut og í lok tímans fóru börnin í keilu.
Vettvangsferð: Í þessari viku fórum við í göngutúr og enduðum á Hvammsvelli þar sem börnin léku sér góða stund. Við fundum geitungabú í einu trénu og höfðu börnin mikinn áhuga á því ræddu mikið hvort geitungarnir væru enn þá í búinu eða hvar þeir ættu heima núna.
Hópastarf: Eftir að hafa klappað nafnið sitt og lesið bók voru 2020 börnin að æfa sig í að klippa út myndir úr blöðum en 2019 börnin æfðu sig í að klæða sig alveg sjálf fyrir útiveru.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
14. október 2022
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða og margt skemmtilegt verið brallað.
Lubbi: Þessa vikuna vorum við að vinna með málhljóðið -Íí- og -Ýý- Eitt barnanna á stafinn og voru börnin furðu fljót að átta sig á því. Lubbi var staddur á Ísafirði þar sem hann hitti ísbjörn sem vildi endilega fá sér ís að borða. Við ræddum um að landið okkar ætti líka -Íí- og þar ættum við öll heima. En nei þar voru þau ekki sammála, þau áttu sko heima í Kópavogi. Við fundum síðan Kópavog á Íslandskortinu sem og Ísafjörð þar sem Lubbi var staddur.
Smiðja: Í smiðju byrjuðu börnin að vinna að verkefni sem þau koma til með að klára í næstu tímum.
Leikvangur: Í leikvangi byrjuðu börnin á því að hita upp með ýmsum leikjum, síðan æfðu þau þrek og þor í þrautabraut sem að Hinrik hafði undirbúið.
Hópastarf: Í hópastarfi rifjuðum við upp Bínu bálreiðu reglurnar, klöppuðum nöfnin okkar og fórum yfir hvað mamma og pabbi heita og hvar við eigum heima. 2019 börnin voru að vinna með tölustafi en 2020 börnin unnu með formin.
Í dag, föstudag áttum við afmælisbarn, af því tilefni bauð hún okkur upp á jarðaber, bláber og saltstangir sem börnin kunnu vel að meta. Til hamingju með afmælið vinkona og takk fyrir okkur. Í dag var líka bleikur dagur hjá okkur og var gaman að sjá hversu margir mættu í bleiku.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
7. október 2022
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika var heilsuvika hjá okkur í Fífusölum og voru viðfangsefni vikunnar lituð af henni.
Á þriðjudaginn áttum við afmælisbarn og bauð hún okkur upp á saltstangir og jarðaber sem runnu ljúft niður. Til hamingju með afmælið vinkona og takk fyrir okkur.
Á fimmtudaginn var ávaxta og grænmetisdagur hjá okkur og óhætt er að segja að boðið var upp á sannkallað veisluborð sem börnin kunnu vel að meta. Á fimmtudaginn skelltum við okkur líka í göngutúr um hverfið og kíktum meðal annars á sundlaugina.
Lubbi: Málhljóð vikunnar var -Dd- Við sungum Lubba lagið, kíktum í kassann góða og ræddum um orð sem byrja á málhljóðinu
Smiðja: Í smiðju voru börnin að æfa sig í að klippa og límdu síðan afraksturinn á blað
Leikvangur: Í leikvangi var Hinrik búinn að útbúa frekar erfiða þrautabraut sem börnunum þótti spennandi að prófa enda alltaf gaman að ögra sér örlítið. Í lok tímans var svo frjáls leikur.
Hópastarf: Í hópastarfi byrjuðum við tíman samkvæmt venju að rifja upp Bínu bálreiðu reglurnar, klöppuðum nöfnin okkar og lásum bók. 2019 börnin gerðu nokkrar yoga æfingar en 2020 börnin hlustuðu á dýrahljóð og pöruðu saman hljóð og dýr.
Í dag, föstudag var svo íþróttadagur hjá okkur. Útbúnar voru þrautabrautir í garðinum sem börnin léku sér síðan í. Gaman saman samveran var síðan haldin úti í garði enda upplagt að nota góða veðrið. Í kaffi var síðan Froosh ávaxtadrykkur sem börnin kunnu vel að meta.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
30. september 2022
Sælir kæru foreldrar
Þá er vikan á enda og við búin að bralla ýmislegt skemmtilegt saman.
Lubbi: Í þessari viku unnum við með málhljóðið -Nn- að venju lásum við söguna um -Nn- þar sem Lubbi var staddur á Neskaupstað en þar býr Nói sem var að fara að hitta Núma frænda sinn sem býr á Njálsgötunni í Reykjavík. Við sungum -Nn- lagið, ræddum um hvort einhver ætti stafinn og kíktum í kassann góða.
Leikvangur: Í leikvangi var byrjað á upphitunaræfingum þar sem meðal annars var gengið á hælum, bjarnargöngu og froskahopp. Eftir upphitun var farið í stoppdans og síðan endað á þrautabraut í erfiðari kantinum sem reyndi á jafnvægi og styrk.
Hópastarf: Í hópastarfi voru 2020 börnin að vinna með litina og flokkun, þau enduðu svo tímann í númikon kubbunum. 2019 börnin voru að vinna með liti og fínhreyfingar þar sem risaeðlur voru flokkaðar með klípum.
Smiðja: Í smiðjunni voru börnin að mála listaverk með akrílmálningu.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
16. september 2022
Sælir kæru foreldrar
Þá er þessi viðburðaríka vika á enda, veðrið hefur leikið við okkur og við nýtt það vel í útiveru. Í dag, föstudag var leikfangadagur hjá okkur og voru börnin dugleg að leika og lána hinum börnunum dótið sitt. Í dag áttum við líka afmælisbarn. Af því tilefni bauð hún okkur upp á saltstangir og popp sem börnin kunnu vel að meta. Til hamingju með afmælið vinkona og takk fyrir okkur.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Mm- Sungum lagið um -Mm- , rifjuðum upp táknið, kíktum í kassann góða og ræddum um hvaða orð og nöfn byrja á stafnum en eitt barn á deildinni átti einmitt stafinn.
Smiðja: Í smiðju vorum við að vatnslita myndir sem koma til með að skreyta deildina okkar í vetur.
Leikvangur: Í leikvangi hafði Hinrik búið til þrautabraut sem reyndi á úthald og einbeitningu. Í lok tímans var svo farið í leiki sem börnin höfðu mjög gaman af.
Hópastarf: Í hópastarfi hjá rifjuðum við upp Bínu bálreiðu reglurnar og klöppuðum nöfnin okkar. 2019 börnin lásu söguna um Bínu bálreiðu, ræddum um formin hring, ferning og þríhyrning og æfðum okkur í að klippa þau út. 2020 börnin æfðu sig í að flokka risaeðlur eftir litum með töngum ásamt því að hlusta á bók.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Unnur
9. september 2022
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða við leik og störf. Mikið hefur verið um útiveru enda um að gera að nota þessa góðu daga. Í þessari viku áttum við tvö afmælisbörn sem buðu okkur í heljarinnar afmælisveislu sitthvorn daginn og það kunnu börnin vel að meta. Til hamingju með afmælin kæru vinir og takk fyrir okkur. Í dag, föstudag var svo Gaman saman þar sem allar deildirnar á eldri gangi hittust á ganginum og sungu nokkur lög saman.
Smiðja: Því miður féll smiðja niður þessa vikuna.
Leikvangur: Í leikvangi byrjuðu börnin á því að fara í nokkrar liðleikaæfingar. Hinrik var síðan búinn að útbúa þrautabraut sem börnunum þótti mjög gaman að fara í. Í lok tímans fóru börnin síðan í keilu þar sem þau feldu keilurnar með sandpokum.
Hópastarf: Í hópastarfi vorum við að fara yfir Bínu bálreiðu reglurnar, klappa nöfnin okkar í samstöfur og lásum bækur. 2019 börnin æfðu sig að klippa beinar línur en 2020 börnin æfðu sig á því að vera í hóp og skiptast á.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Aa- og var Lubbi staddur á Akureyri. Við sungum lagið um málhljóðið og lásum söguna. Skemmtilegt var hvað mikil umræða skapaðist um hverjir höfðu farið til Akureyrar og hvernig við kæmumst þangað. Börnin voru líka mjög upptekin af því hverjir ættu stafinn, en sex börn og einn kennari eiga hann.
Vettvangsferð féll niður þessa vikuna
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
2. september 2022
Sælir kæru foreldrar
Vikan hefur verið fljót að líða við leik og störf. 5 nýir vinir bættust í barnahópinn í vikunni og eru þeir óðum að aðlagast nýjum vinum og venjum á nýrri deild. Veðrið hefur ekki alveg leikið eins mikið við okkur eins og í síðustu viku en við höfum nú ekki látið það stoppa okkur og farið út á hverjum degi.
Á þriðjudaginn fóru börnin í leikvang með Hinrik þar sem mikið var hoppað, skoppað og hlaupið um og allir komu sælir og glaðir til baka inn á deild.
Í næstu viku mun allt skipulagt starf hefjast og verður spennandi að hitta gamla félaga þá Blæ og Lubba.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
26. ágúst 2022
Sælir kæru foreldrar
Veðrið hefur aldeilis leikið við okkur þessa vikuna og dagarnir mikið nýttir í útiveru. Í vikunni byrjuðu börnin í leikvangi en annað skipulegt starf kemur til með að byrja 5. september. Á þriðjudaginn næsta koma 5 nýir vinir til með að bætast í barnahópinn, en það eru börn af Lind og Laut sem eru að flytjast yfir á eldri gang og hlökkum við mikið til að fá að kynnast þeim.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
13. maí 2022
Sælir kæru foreldrar
Veðrið hefur leikið við okkur þessa vikuna og víð nýtt góða veðrið til mikillar útiveru. Þessi vika var líka síðasta vika vetrarins í skipulögðu starfi þannig að smiðja og leikvangur eru komin í sumarfrí sem og annað skipulagt starf.
Á þriðjudaginn fórum við síðan í vettvangsferð með Hlíð og Hól. Við gengum upp í útikennslustofuna okkar og lékum okkur í trjánum og náttúrunni þar góða stund.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Hr- og var Lubbi staddur í Hrísey. Að venju sungum við lagið um málhljóðið og fundum Hrísey á íslandskortinu. Við fundum svo í sameiningu orð sem byrja á hljóðinu.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
6. maí 2022
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika var heilsuvika hjá okkur
Á þriðjudaginn fórum við á hoppubelginn við hliðina á leikskólanum og skemmtum okkur þar góða stund
Á miðvikudaginn var ávaxta- og grænmetisdagur og það var engin smá veisla sem boðið var upp á. Skemmtilegt var hvað það komu fjölbreytt úrval af ávextum og grænmeti og ýmislegt sem ekki er á boðstólnum á hverjum degi.
Á fimmtudaginn komu nokkur börn frá tónlistarskóla í Kópavogi og lék fyrir okkur nokkur lög á hljóðfærin sín. Þau spiluðu meðal annars á klarínett, þverflautu, saxafón og trommur.
Á föstudaginn var svo íþróttadagur hjá okkur. Búið var að setja upp margvíslegar þrautir í garðinum sem börnin spreyttu sig á . Í kaffinu var svo boozt sem flest allir kunnu vel að meta.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
29. apríl 2022
Sælir kæru foreldrar
Veðrið hefur heldur betur leikið við okkur þessa vikuna og við nýtt það til mikillar útiveru.
Á mánudaginn fórum við í heimsókn í Salaskóla þar sem börnin fengu að fara inn í fyrstu bekki skólans. Allir fengu liti og blýant og leystu verkefni sem kennarinn lagði fyrir. Börnin voru til fyrirmyndar inni í kennslustofunni og unnu verkefnið samviskusamlega. Eftir heimsóknina fengu síðan allir smá útrás fyrir uppsafnaða orku í kastalanum á skólalóðinni.
Á miðvikudaginn fórum við í góðan göngutúr í góða veðrinu sem endaði á leikvellinum við Ársali þar sem við lékum okkur góða stund.
Smiðja féll niður þessa vikuna vegna heimsóknar í Salaskóla
Í leikvang voru börnin að æfa þrek og þor í þrautabraut sem Kolla var búin að setja upp
Lubbi: Þessa vikuna vorum við að vinna með – Hl – málhljóðið eins og í hlaupa og Hlynur. Börnin áttu í örlitlum erfiðleikum með að finna orð sem hafa þetta hljóð en við hjálpuðumst að og fundum nokkur.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja Allir á Hæð
1. apríl 2022
Sælir kæru foreldrar
Lífið hefur gengið sinn vanagang á Hæðinni þessa vikuna. Við höfum aðeins verið að undirbúa páskana og byrjuðum að mála páskaunga sem mun fara heim í næstu viku. Sólin hefur aðeins látið sjá sig, vorhugur kominn í börnin og erfitt fyrir þau að skilja að ekki má alltaf fara út á peysunni.
Á miðvikudaginn fórum við og lékum okkur í stóru steinunum í holtinu hjá stúbunni. Börnin kunnu vel að meta nýjan leikvöll, klifruðu upp og renndu sér niður steinana í tröllaleik.
Á fimmtudaginn fór fyrri helmingur af börnunum í skólaverkefni þar sem við unnum með form, bókstafi, tölustafi og æfðum rétt grip um skriffæri.
Í dag, föstudag fór hópur 3 í sund ásamt nokkrum strákum á Hlíð og skemmtu allir sér hið besta
Lubbi: Stafur þessarar viku var -Ææ- og var Lubbi staddur í Æðey. Börnin áttu frekar erfitt með að finna orð og nöfn sem byrjuðu á stafnum en við fundum nokkur.
Smiðja féll niður þessa vikuna vegna veikinda.
Í leikvangi fóru börnin í leiki með Kollu meðal annars fallhlífina, krókódíll krókódíll, stoppdans og litaleikinn. Síðan var frjáls leikur.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
25. mars 2022
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða og margt skemmtilegt verið gert. Segulkubbarnir og stóru og litlu karlarnir halda áfram að vera mjög vinsælir sem og einingakubbarnir.
Á mánudaginn fögnuðum við fjölbreytileikanum og mættum í ósamtæðum sokkum í leikskólann. Leikvangur og smiðja voru á sínum stað og byrjuðu börnin að útbúa páskaskraut enda styttist óðum í páskana.
Á þriðjudaginn var svo foreldradagur í fimleikunum þar sem börnin sýndu snilli sína í þeim æfingum sem þau hafa verið að læra í vetur.
Í dag, föstudag var heldur betur mikil tilhlökkun í börnunum þegar þau mættu enda vorum við á leið í Salaskóla til að taka þátt í samsöng með fyrsta og öðrum bekk. Krakkarnir okkar stóðu sig með prýði og voru dugleg að taka undir í þeim lögum sem þau kunnu. Eftir hádegi fór svo hópur tvö í sund með nokkrum strákum af hlíðinni og skemmtu þeir sér hið besta.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
18. mars 2022
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða og ýmislegt skemmtilegt aðhafst bæði úti og inni.
Smiðja féll niður þessa vikuna vegna veikinda.
Leikvangur: Í leikvangi var Kolla búin að búa til mjög skemmtilega þrautabraut og svo var leikið með fallhlífina í lokin sem börnunum þótti ekki leiðinlegt.
Lubbi: Stafur þessarar viku var -Rr- og var Lubbi staddur á Reykjanesinu. Við fundum Reykjanesið á Íslandskortinu ásamt því að finna nöfn, orð og hluti sem byrja á -Rr-. Við komumst að því að -Rr- er mikið notaður stafur og nærri öll börnin áttu stafinn sem fyrsta staf eða inn í nafninu sínu.
Skólaverkefni: Í þessari viku æfðum við okkur í að skrifa tölustafina frá 1 – 5. Við gerðum ýmiss verkefni og enduðum á því að spila og leika saman með strákunum á Hlíð.
Í dag, föstudag áttum við síðan afmælisstrák sem bauð okkur upp á ostapopp og saltstangir í tilefni af afmælinu hans. Til hamingju með afmælið vinur og takk fyrir okkur. Í dag fór líka fyrsti hópurinn okkar í sund á nýju ári og skemmtu allir sér mjög vel
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
11. mars 2022
Sælir kæru foreldrar
Þessa vikuna hefur lífið að mestu gengið sinn vana gang á Hæðinni. Við spilum mikið bæði apaspilið, slönguspilið og tölubingó. Við erum byrjuð að vefa aftur og eru börnin mjög áhugasöm um að nota sem flesta liti í vefinn sinn. Við höfum talsvert verið að ræða það inni á deild að við séum öll einstök, með mismunandi háralit og augnlit, sumir eru hávaxnir aðrir lágvaxnir og þó að við séum lágvaxin þá þýðir það ekki að við séum yngri en hinir hávöxnu.
Þessa vikuna féllu smiðja og leikvangur niður vegna veikinda starfsfólks.
Lubbi: Stafur þessarar viku var -Þþ- Samkvæmt venju hlustuðum við á lagið, fundum Þorlákshöfn á Íslandskortinu og fundum orð, hluti og nöfn sem byrjuðu á -Þþ-
Í dag, föstudag var svo dótadagur hjá okkur og heil mikil gleði inni á deild. Allir léku sér með lengi með dótið sitt og fannst gaman að sína og sjá leikföngin hjá hinum.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
25. febrúar 2022
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið litavika hjá okkur og hafa börnin verið dugleg að mæta í leikskólann í litum hvers dags. Í vikunni hafa börnin mikið rætt um það hvernig þau ætli að vekja foreldra sína á mánudaginn og hlakka þau mikið til.
Lubbi: Stafur þessarar viku var -Öö-. Börnin áttu frekar erfitt með að finna orð og nöfn sem byrja á stafnum en betur gekk að finna orð og nöfn sem innihéldu stafinn.
Smiðja: Í smiðju var lögð lokahönd á bolluvöndinn sem börnin munu síðan taka heim með sér í dag.
Í dag, föstudag var svo lokadagur litavikunnar okkar og var hann tileinkaður öllum litum regnbogans. Eftir hádegismatinn var slegið upp heilmiklu regnbogaballi, allir fengu andlitsmálningu og einnig var opið flæði milli allra deilda á eldir gangi.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
18. febrúar 2022
Sælir kæru foreldrar
Vikan hefur gengið sinn vana gang með hópastarfi, frjálsum leik og mikilli útiveru. Snjórinn heldur áfram að gleðja okkur og börnin virðast óþreytandi í leik með hann.
Á fimmtudaginn fórum við ásamt hlíðarstrákunum út í Salaskóla að renna okkur á rassaþotum og leika í leiktækjunum á skólalóðinni. Börnin skemmtu sér mjög vel og komu snjóug og þreytt til baka í leikskólann.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku er -Kk- og var Lubbi staddur í Kópavogi. Við fundur Kópavog á Íslandskortinu enda nauðsynlegt að vita hvar á landinu við eigum heima. Ekkert barn átti staf vikunnar en nokkrir foreldrar eiga hann og voru börnin dugleg að finna út hvaða foreldra það væru.
Smiðja: Í smiðju byrjuðum við að mála og undirbúa bolluvendina okkar þannig að allt verði nú tilbúið í tíma fyrir eina daginn sem má flengja mömmu og pabba.
Leikvangur: Í leikvangi var Kolla búin að útbúa þrautabraut sem reyndi bæði á úthald og þor, síðan var farið í leiki í lok tímans.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
11. febrúar 2022
Sælir kæru foreldrar
Snjórinn hefur heldur betur glatt okkur þessa vikuna og við notið útiverunnar í leik með hann. Á þriðjudaginn voru fimleikar og eru börnin alltaf jafn spennt að fara. Við fengum mjög skemmtilegt kúluspil inn á deild þessa vikuna þar sem börnin byggja sjálf þær brautir sem kúlurnar eiga að renna. Þetta hefur vakið mikla lukku og börnin gleyma sér algjörlega í leiknum.
Lubbi: Þessa vikuna vorum við að vinna með -Tt- Lubbi var staddur á Tröllaskaga þar sem hann hitti Torfhildi sem var trommuleikari í hljómsveitinni Tennurnar hans afa. Við sungum Tt lagið og fundum orð og hluti sem byrja á stafnum. Við fundum Tröllaskaga á Íslandskortinu, ræddum um að Lubbi væri kominn á norðurlandið og hvað bæjarfélög væru í nágrenni við Tröllaskaga.
Smiðja féll því miður niður vegna veðurs.
Leikvangur: Í leikvangi voru börnin að spreyta sig við að gera hinar ýmsu æfingar sem Kolla hafði undirbúið og svo var frjáls leikur í lokin.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
4. febrúar 2022
Þessi vika var tannverndarvika hjá okkur. Við ræddum heilmikið um mikilvægi þess að hugsa vel um tennurnar, borða hollan mat og passa að tannbursta alltaf vel bæði kvölds og morgna. Einnig ræddum við um mikilvægi þess að nota tannþráð til að þrífa á milli tannanna þar sem tannburstinn nær ekki þangað.
Á þriðjudaginn áttum við afmælisstrák sem varð 6 ára og bauð hann okkur upp á saltstangir og popp. Til hamingju með afmælið vinur og takk fyrir okkur.
Lubbi: Þessa vikuna vorum við að vinna með -Pp-. Við sungum lagið og fundum orð, hluti og nöfn sem byrja á stafnum.
Á fimmtudaginn og föstudaginn kom Guðný tónlistarkennari aftur til okkur og við lögðum lokahönd á lögin sem við vorum að semja og fluttum þau síðan fyrir hina hópana. Á föstudaginn héldum við líka upp á dag leikskólans sem er 6. febrúar ár hvert. Foreldrum var boðið í kaffi/súkkulaði og kleinur úti í garði og búið var að hengja upp listaverk frá öllum börunum úti í garði.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
28. janúar 2022
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða við leik og störf. Við höfum talsvert mikið verið í leikjum inni á deild þessa vikuna, þá mest í Borgin sefur og Í grænni lautu, stoppdans er líka alltaf mjög vinsæll. Vinsælustu spilin þessa vikuna eru apaspilið og slönguspilið, svo eru vefstólarnir okkar komnir aftur í notkun og njóta mikilla vinsælda. Á miðvikudaginn áttum við afmælisbarn sem bauð okkur upp á saltstangir og ostapopp í tilefni dagsins. Til hamingju með afmælið vinkona og takk fyrir okkur.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Oo- og var Lubbi staðsettur í Borganesi. Eftir að hafa fundið Borganes á Íslandskortinu sungum við o lagið, fundum orð sem byrja á stafnum og lékum okkur aðeins með hljóðið.
Á þriðjudaginn var veðrið ekki okkur hliðholt og því fórum við ekki í fimleika, við ákváðum því að enda daginn í leikvangi þar sem allri gátu fengið góða útrás fyrir uppsafnaða orku
Á fimmtudaginn kom Guðný aftur til okkar með sellóið sitt. Við héldum áfram að vinna í tónlistarverkefninu okkar, rifjuðum upp hver mismunurinn er á dúr og moll og hituðum upp hljóðfærið okkar sem er röddin. Hópnum var síðan skipt í 3 minni hópa sem hver um sig byrjaði að semja lag saman. Á fimmtudaginn fór líka fyrri hópurinn í elstubarnaverkefni þar sem við æfðum okkur á að skrifa -Dd- , unnum með formin (hring, ferhyrning og þríhyrning) og æfðum okkur í að klippa.
Í dag, föstudag var svo heldur betur fjör eftir kaffitímann þar sem íslenska landsliðið var að spila. Leikurinn var sýndur á ganginum og þeir sem vildu fengu fána í kinnarnar og horfðu á leikinn.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
21. janúar 2022
Sælir kæru foreldrar
Á þriðjudaginn kom Guðný sellóleikari og tónlistarkennari til okkar í heimsókn og byrjaði að vinna að skemmtilegu tónlistarverkefni með börnunum. Hún kemur til með að koma til okkar tvisvar í viku næstu tvær vikur. Hún meðal annars kynnti sellóið fyrir okkur, við æfðum okkur að finna söngröddina okkar og lærðum ný lög.
Á fimmtudaginn fyrir hádegi fór seinni helmingur af börnunum í elstubarnaverkefni á meðan hinn helmingurinn fór út að leika. Eftir hádegi kom Guðný aftur til okkar og við héldum áfram að vinna tónlistarverkefnið með henni. Við lærðum um mismuninn dúr og moll, æfðum okkur að syngja do,re,mí,fa,so,la,tí,do og byrjuðum að ræða hugmyndir að lagi sem til stendur að búa til.
Á föstudaginn var svo heilmikil bóndadagsgleði hjá okkur. Opið flæði var á eldri gangi fyrir hádegi sem endaði síðan með gaman saman þar sem allar deildir á eldri gangi hittust og sungu öll þorralögin sem við höfum verið að æfa okkur að syngja síðustu vikur. Í hádeginu var svo að sjálfsögðu þorrablót þar sem hákarlinn vakti mesta athygli þótt að flestum þætti lyktin af honum ekki góð og væru ekki alveg til í að smakka á honum.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Ii, Yy- Samkvæmt venju þá fundum við orð sem byrjuðu á stafnum, sungum -Ii,Yy- lagið og lás söguna um Yrsu og Indriða sem fóru í heimsókn á Innra-Hólm.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
3. desember 2021
Þá er enn ein skemmtileg vika liðin. Í samveru er mikið sungið af jólalögum og eru lögin „Snjókorn falla“ og „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“ vinsælust. Við erum mikið að perla þessa dagana bæði jólasveina og snjókorn sem við ætlum að skreyta deildina okkar með fram að jólum. Við höfum líka verið mikið úti enda hefur sjórinn mikið aðdráttarafl og alltaf gaman að leika sér í honum.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var -Gg- Eitt barnið á deildinni átti hljóðið sem og einn kennarinn. Í sögunni með stafnum er Eggert hani sem er svo svangur að hann er með garnagaul. Orðið garnagaul vakti mikla umræðu meðal barnanna og var það óspart notað til að undirstrika hvað þau væru orðin svöng.
Leikvangur: Þar sem Kolla var ekki í vinnu fórum við og höfðum frjálsan tíma í leikvangi þessa vikuna.
Smiðja: Börnin bjuggu til jólabjöllur til að skreyta jólatréð í leikskólanum með.
Í dag, föstudag var jólasamvera með hinum eldri deildunum fyrir matinn þar sem við kveiktum á öðru kertinu á aðventukransinum okkar (Betlehemkertinu), sungum saman nokkur jólalög og hlustuðum á sögu.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
26. nóvember 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða. Í samveru erum við farin að syngja jólalög og lesa jólasögur enda desember á næsta leiti.
Á þriðjudaginn var mikið um að vera. Fyrir hádegi var bökuðum börnin piparkökur og hlustuðu á jólalög. Við áttum líka afmælisskvísu þennan dag og bauð hún okkur upp á góðar veitingar. Til hamingju með afmælið vinkona og takk fyrir okkur. Dagurinn endaði síðan á því að farið var í fimleika.
Á föstudaginn var fyrsta jólasamveran okkar fyrir þessi jól þar sem við kveiktum á fyrsta kertinu á aðventukransinum okkar (Spádómskertinu) og sungum saman nokkur jólalög. Seinnipartinn var svo heldur betur gaman hjá okkur þar sem foreldrar mættu í piparkökukaffi. Kaffið var úti í þetta skipti og boðið var upp á súkkulaði og piparkökurnar sem bakaðar voru fyrr í vikunni.
Lubbi: Málhljóð vikunnar er -Ll-. Málhljóð vikunnar á sjálfur Lubbi sem og ein stelpan í hópnum. Sagan gerist í Loðmundarfirði og fjallar auðvitað um hann Lubba okkar. Við fundum orð sem byrja á því, klöppuðum þau í atkvæði, sungum lagið og kíktum í -Ll- kassann
Smiðja: Jólaföndur
Leikvangur: Þrautabraut sem reynir á kraft og þor.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
19. nóvember 2021
Vikan hefur gengið sinn vana gang með smiðju, leikvang, samveru og frjálsum leik. Í næstu viku komum við til með að byrja að syngja jólalögin enda styttist í fyrsta í aðventu.
Lubbi: Þessa vikuna vorum við að vinna með málhljóðið -Uu- Við kíktum í kassann góða, lásum söguna og sungum lagið um -Uu-
Smiðja: Börnin héldu áfram að vinna að jólagjöfunum sínum og undirbúa jólin.
Á þriðjudaginn átti leikskólinn okkar 20 ára afmæli og var heldur betur glatt á hjalla. Börn og starfsfólk mættu í furðufötum eða búningum og var mikil tilhlökkun í hópnum. Afmælisveislan byrjaði með því að allir hittust í matsal í samveru þar sem nokkur lög voru sungin og að sjálfsögðu var byrjað á því að syngja fyrir afmælisbarnið. Sirkus Íslands kom svo og skemmti börnunum, að sýningunni lokinni var svo opið flæði á ganginum sem er alltaf jafn spennandi. Hádegismaturinn var ekki af verri endanum en það var pizza og safi með. Í kaffinu var svo boðið upp á skúffuköku og fóru allir saddir og sælir í útiveru í lok dags.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
12. nóvember 2021
Sælir kæru foreldrar
Lífið hefur gengið sinn vana gang á Hæðinni þessa vikuna. Þessa vikuna höfum við mikið verið að syngja lagið „Á íslensku má alltaf finna svar“ þar sem dagur íslenskrar tungu er í næstu viku. Í vikunni fór síðan síðasti barnahópurinn sund í þessari umferð en við stefnum að fara aftur á nýju ári. Enn er talsvert af börnum fjarverandi og sendum við þeim bataknús og vonumst eftir því að sjá alla hressa á mánudaginn.
Lubbi: Þessa vikuna vorum við að vinna með málhljóðið „Ee“. Að venju sungum við lagið um stafinn og funduð orð sem stafurinn byrjar á. Nokkrir höfðu komið með hluti í „Ee“ kassann okkar og er alltaf spennandi að kíkja í hann.
Í smiðju var þessa vikuna haldið áfram að undirbúa jólin, lögð var lokahönd á fyrri gjöfina og byrjað á þeirri seinni. Í leikvangi var Kolla búin að útbúa skemmtilega þrautabraut sem allir höfðu gaman af.
Í dag, föstudag hittumst við á eldri gangi í vináttu „Gaman saman“ í tilefni að eineltisdeginum sem var 8. nóvember síðastliðinn. Við ræddum um vináttuna og sungum saman nokkur vinalög
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
5. nóvember 2021
Sælir kæru foreldrar
Í þessi vika hefur verið fljót að líða. Segulkubbarnir, stóru karlarnir og apaspilið er alltaf jafn vinsælt. Gaman er að sjá hversu margir hafa komið með lubbabein til að setja á lestrarfjallið okkar.
Blær bangsi: Í þessari viku vorum við að tala um tilfinningar, vináttu, hvernig okkur líður ef við fáum ekki að vera með og hvað við getum gert til að allir fá að vera með og líði vel.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var „Hh“ og var Lubbi staddur á Hornströndum. Við fundum orð sem byrja á málhljóðinu og sungum lagið um „Hh“
Smiðja: Í smiðju héldu börnin áfram að útbúa jólagjafirnar sem þau byrjuðu á í síðustu viku.
Á fimmtudaginn fórum við í hressandi göngutúr í kringum kirkjugarðinn. Við tókum nokkrar æfingar á útiæfingatækjunum og lékum okkur aðeins í móanum þar fyrir ofan. Eftir hádegi kom svo slökkviliðið í heimsókn til okkar sem var mjög spennandi. Slökkviliðsmennirnir fræddu okkur um eldvarnir og hvað það er sem þeir gera í vinnunni. Við fengum að sjá búninginn þeirra og fengum fræðslu um hann. Áður en þeir fóru fengum við síðan að skoða slökkvibílinn, kveikt var á ljósunum sem var mjög spennandi en sumum fannst lætin í sírenunni helst til mikil.
Takk fyrir vikuna
Kveðja Allir á Hæð
29. október 2021
Þá er enn ein skemmtileg vika liðinn og október nærri búinn. Lífið gengur sinn vana gang hér á Hæðinni með spilum, leik, útiveru og gleði.
Á miðvikudaginn var heldur betur mikið um að vera hjá okkur á Hæð. Ein skvísan á deildinni fagnaði 5 ára afmælinu sínu og bauð okkur að því tilefni upp á popp og saltstangir sem allir kunnu vel að meta. Til hamingju með afmælið vinkona og takk fyrir okkur. Á miðvikudaginn var líka Alþjóðlegi bangsadagurinn og mættu því allir í náttfötum og með bangsa. Opið flæði var á milli allra eldri deildanna fyrir hádegi vegna dagsins og svo hittust öll börn á eldri gangi fyrir matinn og sungu afmælissönginn fyrir Blæ bangsa en hann varð einmitt 5 ára sama dag.
Lubbi: Í þessari viku var unnið með málhljóðið „Jj“ Saga vikunnar tengdist meðal annars Vatnajökli og notuðum við tækifærið og töluðum aðeins um jöklana á landinu okkar, fundum þá á Íslandskortinu og athuguðum hvað þeir heita. Börnin komu með hluti sem byrjuðu á stafnum í stafakassann okkar og spennandi var að kíkja í hann.
Smiðja: Í smiðju voru byrjuðu börnin að vinna að jólagjöfum fyrir foreldra sína ásamt því að klippa og líma mynd,
Leikvangur og elstubarna verkefni voru á sínum stað.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð.
22. október 2021
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku byrjuðum við að vinna verkefni elstu barna. Við skiptum börnunum á Hæð og 2016 börnunum á Hlíð í tvo hópa, annar hópurinn fer og vinnur verkefni en hinn hópurinn fer í vettvangsferð. Börnin fara á 3 stöðvar og gera eitt verkefni á hverri stöð. Í vikunni byrjuðum við líka á að fara aftur í sund með tilheyrandi gleði og spenningi.
Smiðja: Í smiðju voru börnin sem áttu eftir að klára fuglana sína að klára þá, einnig útbjuggu þau bókarkápu á bók sem þau ætla að vinna að öðru hvoru í vetur.
Lubbi: Í þessari viku vorum við að vinna með málhljóðið „Vv“ við lásum söguna, fundum orð sem eiga þetta málhljóð, kíktum í kassann góða og svo vildi svo skemmtilega til að tvö barnanna áttu stafinn.
Blær bangsi: Við héldum áfram að tala um mikilvægi þess að allir fái að vera með og vera góð hvert við annað svo að öllum líði vel í leikskólanum
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
15. október 2021
Sælir kæru foreldrar
Vikan hefur flogið áfram hjá okkur enda alltaf nóg að gera.
Blær bangsi: Þessa vikuna lásum við sögu um vináttuna í leikskólanum. Sagan tók fyrir margar hliðar vináttunnar og hversu mikilvægt það er að sýna öðrum vináttu því þá líður öllum betur.
Lubbi: Í þessari viku tókum við fyrir málhljóðið „Úú“ og lásum söguna um hana Úllu sem ætlaði í útilegu við Úlfljótsvatn en gat það ekki vegna úrhellisrigningar.
Smiðja: Í smiðju kláruðu börnin fuglana sína. Fuglarnir eru mjög vel heppnaðir og skreyta núna deildina okkar.
Vettvangsferð: Þessa vikuna fórum við og lékum okkur á leikvellinum við Salaskóla.
Á föstudaginn tókum við síðan þátt í Bleika deginum og mættu margir í bleiku þann dag. Í tilefni af deginum var bleikur fiskur í matinn og við slógum upp balli inni á deild.
Kær kveðja
Allir á Hæð
8. október 2021
Sælir kæru foreldrar
Þá er góð vika að lokum komin sem tileinkuð var heilsu og hreyfingu. Í samveru höldum við áfram að ríma, klappa í atkvæði og setja saman orð. Við byrjuðum líka að vefa í þessari viku og eru börnin mjög spennt fyrir því.
Á þriðjudaginn fóru börnin í fimleika sem allir eru alltaf jafn spenntir fyrir.
Á miðvikudaginn var ávaxta og grænmetisdagur hjá okkur og það var engin smá veisla sem boðið var upp á enda dugði magnið í tvo daga.
Á fimmtudaginn fórum við á leiksýninguna „Ég get“ sem Þjóðleikhúsið bauð okkur á. Við tókum rútu á sýninguna sem börnunum fannst ekki leiðinlegt. Sýningin sem fjallaði um vináttuna var mjög skemmtileg og höfðað vel til barnanna. Eftir sýninguna fengu síðan allir smá útrás fyrr hreyfiþörfina á leikvellinum við Arnarhól enda búin að sýna sína bestu hliðar og sitja stillt alla sýninguna.
Í dag, föstudag var síðan síðasti dagurinn í heilsuvikunni okkar. Opið flæði var á milli allra deilda á eldri gangi fyrir hádegi og fannst börnunum spennandi að fá að fara á nýjar deildir að leika.
Lubbi: Í þessari viku vorum við að vinna með málhljóðið „Íí og Ýý“ þar sem við lásum um Ísbjörninn Ísak sem dreymdi um að synda til Íslands. Við fundum orð sem byrjuðu á í og nokkur sem höfðu stafinn í sér.
Blær: Þessa vikuna vorum við að fjalla um fjölskyldur, hversu mismunandi þær eru og hver og ein er einstök. Við lásum bókina „Fjölskyldan mín“ og sköpuðust miklar og skemmtilegar umræður um hin ýmsu fjölskyldumynstur.
Smiðja: Í smiðju héldu börnin áfram að vinna í stóra fuglaverkefninu sínu og eru glæsilegir fuglar að verða til í smiðjunni.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
1október 2021
Sælir kæru foreldrar
Þá er september liðinn og strax kominn október, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.
Í samverustundum höldum við áfram að vinna með rím, atkvæði og samsett orð ásamt því að fara í hreyfileiki eins og til dæmis Í grænni lautu og Borgin sefur.
Á þriðjudaginn átti einn vinur okkar 5 ára afmæli. Af því tilefni bauð hann okkur upp á saltkringlur og ostapopp sem börnin kunnu vel að meta. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur.
Blær: Þessa vikuna tókum við fyrir hugrekki og virðingu. Við lásum söguna um afmælisveislu Gríslings þar sem gíraffanum var ekki boðið vegna þess að hann var nýr í hverfinu og hann leit öðruvísi úr en hinir. Einnig ræddum við um hvernig okkur liði ef við fengjum ekki að vera með í leik og hvernig við gætum hjálpað vinum okkar ef að þeir væru leiðir.
Lubbi: Í þessari viku unnum við með málhljóðið „Dd“ Við lásum söguna, sungum lagið og ræddum um hvort við þekktum einhvern sem ætti stafinn. Þar kom Daði í Gagnamarkinu sterkur inn.
Smiðja: Börnin byrjuðu að vinna að stóra fuglaverkefninu sínu og bjuggu til egg úr blöðru, veggfóðurslími og dagblöðum.
Leikvangur: Í leikvangi var stuð eins og venjulega og var Kolla búin að útbúa þrautabraut sem reyndi á kjark, þor og jafnvægi
Vettvangsferð: Við gengum góðan hring um hverfið og lékum okkur á tveim leikvöllum hjá Blásölum og fyrir ofan Ársali.
Takk fyrir vikuna
Kær kveðja
Allir á Hæð
23. september 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika var stutt í annan endann enda ekki nema 4 dagar.
Lífið gengur sinn vanagang á Hæðinni við leik og störf. Við spilum mikið apaspilið, framleiðum listaverk, leikum í legó og svo eru segulkubbarnir alltaf vinsælir. Í samverustundum höldum við áfram að ríma, klappa í atkvæði, lesum sögur og tölum um málhljóð vikunnar.
Lubbi: Í þessari viku vorum við að vinna með málhljóðið „Nn“ Við sungum lagið um nefið og nebbanudd og lásum söguna um Nóa sem býr í Neskaupstað.
Smiðja: Í smiðju voru börnin að klára að mála mynd sem þau byrjuðu á í síðustu viku og síðan byrjuðu þau að undirbúa stórt fuglaverkefni sem unnið verðu í næstu tímum.
Á þriðjudaginn fórum við síðan í fimleika þrátt fyrir talsvert rok og rigningu enda sannir víkingar hér á ferð. Í dag, fimmtudag létum við rigninguna ekkert stoppa okkur og fórum í göngutúr með hinum 2016 strákunum á Hlíð. Við gengum göngustíginn fyrir ofan Blásali og enduðum síðan á Hvammsvelli þar sem við lékum okkur saman góða stund. Það voru síðan vel blaut börn sem komu til baka á leikskólann eftir skemmtilegan göngutúr.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
17. september 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða við leiki og störf. Í samveru höfum við mikið verið að ríma sem og klappa í atkvæði þar sem við reynum að finna orð sem á sem flest klöpp. Og svo er Apaspilið og slönguspilið aftur orðið mjög vinsælt eftir gott sumarfrí. Aðeins er farið að bera á því að börnin taki með sér bækur á leikskólann og er alltaf gaman að fá nýjar bækur til þess að lesa. Síðustu tveir hóparnir fóru í sund í þessari viku. Ferðirnar hafa gegnið vel og börnin komið sæl og glöð til baka. Í dag, föstudag var svo leikfangadagur hjá okkur og mikið stuð á deildinni eins og við mátti búast.
Lubbi: Í þessari viku vorum við að vinna með málhljóðið „Bb“ Börnunum gekk vel að finna orð sem byrja á stafnum og skildu ekki alveg af hverju við værum að læra þetta aftur þar sem við lærðum þetta allt í fyrra.
Leikvangur: Í leikvangi var Kolla búin að búa til þrautabraut sem öllum fannst gaman að spreyta sig á.
Smiðja: Í þessari viku var gerð tilraun í smiðju þar sem börnin bjuggu til eldgos með matarsóda, vatni og matarlit. Börnin komu alsæl úr smiðju og voru mörg eldgos teiknuð inn á deild þann daginn.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
10. september 2021
Sælir kæru foreldrar
Vikan hefur verið fljót að líða og enn og aftur komin föstudagur. Í vikunni eignuðumst við nýjan vin þegar Árni Thor bættist í barnahópinn. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn og hlökkum til að kynnast honum betur. Einn hópur fór í sund þessa vikuna og gekk ferðin vel og allir skemmtu sér mjög vel. Á fimmtudaginn fórum við í langan göngutúr um hverfið okkar og enduðum á því að taka létta æfingu á útiæfingatækjunum við brúna yfir Arnarnesveg.
Lubbi: Við unnum með bókstafinn „Mm“ þessa vikuna, lásum söguna og sungum um málhljóðið.
Smiðja féll niður þessa vikuna.
Leikvangur: Kolla var búin að setja upp skemmtilega þrautabraut sem börnunum þótti spennandi að reyna sig við.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
3. september 2021
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku byrjaði vetrarstarfið hjá okkur. Við byrjuðum að vinna með Lubba og var fyrsti stafurinn „Aa“. Fyrstu tveir hóparnir fóru í sund sem gekk mjög vel og allir skemmtu sér hið besta.
Á mánudaginn áttum við afmælispilt sem bauð okkur upp á saltstangir og popp sem börnin kunnu vel að meta. Til hamingju með afmælið vinur og takk fyrir okkur.
Á þriðjudaginn var síðan fyrsti fimleikatíminn í Gerplu og voru allir mjög spenntir fyrir honum og höfðu frá ýmsu skemmtilegu að segja þegar þau komu til baka.
Fyrsti tíminn í leikvangi var síðan á miðvikudaginn, en við erum komin með nýjan kennara í leikvang sem vill svo skemmtilega til að heitir líka Kolla.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
21. maí 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessa vikuna er veðrið aldeilis búið að leika við okkur og við nýtt það í mikla útiveru. Þessi vika var líka síðasta vikan sem smiðja og leikvangur eru hjá okkur fyrir sumarfrí.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var - mjúka g – Börnin voru furðu fljót að átta sig á því hvaða hljóð við vorum að tala um og hjálpuðumst við að við að finna orð sem innihéldu mjúka g.
Vettvangsferð: Þessa vikuna fórum við í litlum hópum og kíktum á Storm sem er hvolpurinn hennar Þórdísar. Börnin voru mjög spennt fyrir ferðinni og ekki spillti fyrir að þau fengu að gefa honum hundanammi. Á fimmtudaginn fórum við síðan og ærsluðumst á ærslabelgnum og lékum okkur á leikvellinum hjá Ársölum.
Smiðja: Í smiðju voru börnin að klára verkefnin sín og fengu síðan að teikna frjálst
Leikvangur: Þar sem þetta var síðasti tími vetrarins var frjáls tími. Börnin fengu að leika með dótið, klifra, hoppa og hafa gaman.
Blær bangsi: Við héldum áfram að ræða um vináttuna og mikilvægi þess að vera góð hvort við annað.
Fyrsti hópurinn fór í sund í dag,föstudag. Við slógumst í för með nokkrum Hlíðarbörnum og skemmtum okkur konunglega
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Kveðja
Allir á Hæð
12. maí 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika var mjög stutt í annan endann, enda ekki nema 3 dagar.
Á mánudaginn var íþróttahátíð hjá okkur í garðinum sem gekk mjög vel. Við byrjuðum á því að það var ávaxta þeytingur í kaffinu sem flestir kunnu mjög vel að meta og síðan var farið út í garð þar sem búið var að búa til nokkrar þrautabrautir sem börnin gátu reynt sig við. Þegar búið var að klára brautina fengu svo allir stimpil á handarbakið og voru margir orðnir vel út stimplaðir í lokin.
Í lubba vorum við að vinna með málhljóðið – Au, au – og finna orð sem annaðhvort byrja eða hafa málhljóðið í sér og eru börnin orðin ansi seig að finna þau.
Í leikvangi var Kolla búin að búa til þrautabraut sem börnunum þótti ekki leiðinleg.
Á föstudaginn 21. maí munu svo fyrstu börnin af deildinni fara í sund.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
7. maí 2021
Sælir kæru foreldrar
Veðrið hefur haldið áfram að leika við okkur þessa vikuna og börnin helst viljað vera úti allan daginn. Þessi vika var líka heilsuvika hjá okkur í Fífusölum og var ýmislegt gert í garðinum í tilefni af henni fyrri hluta vikunnar, seinni hluti vikunnar fór ekki alveg eins og áætlað var þannig að lokin á heilsuvikunni verða á mánudaginn næsta.
Lubbi: Í þessari viku vorum við að vinna með málhljóðið - Óó – og sungum lagið um hann Óla sem var ótalsinnum að góla ó,ó,ó. Eitt barnið á deildinni átti stafinn og nokkur áttu stafinn inni í nafninu sínu.
Smiðja: Í smiðju voru börnin að klára blóma verkefnin sín sem þau byrjuðu á í síðustu viku ásamt því að teikna frjálst.
Leikvangur og vettvangsferð féllu niður þessa vikuna
Í dag, föstudag komu svo nokkur börn með ávexti í staðinn fyrir í gær, þannig að boðið var upp á fjölbreyttar ávaxtaskálar í ávaxtastund.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
30. apríl 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessa vikuna hefur veðrið aldeilis leikið við okkur og mikið verið um útiveru. Í samveru höfum við mikið verið að vinna með rím, samsettorð og þulur ásamt því að byrja að æfa okkur á sumarlögunum.
Lubbi: Þessa vikuna vorum við að vinna með málhljóðið – Ey, Ei – og eru börnin orðin dugleg að finna orð sem byrja á þessu málhljóði eða innihalda þetta málhljóð.
Leikvangur: Í leikvangi var mikið stuð og gleði þar sem Kolla var með fjölmarga skemmtilega leiki sem farið var í með tilheyrandi hamagangi.
Smiðja: Í smiðju máluðu börnin leirverkefnið sitt sem þau byrjuðu á í síðasta tíma ásamt því að útbúa fallegt sumarblóm.
Blær bangsi: Í þessari viku ræddum við um vináttuna, hvað það er sem gerist þegar bestu vinir verða óvinir og hvað það er sem við getum gert til þess að verða bestu vinir aftur. Við ræddum einnig um hvað það er sem gerir okkur að góðum vinum.
Á þriðjudaginn fórum við og skemmtum okkur á ærslabelgnum sem við erum svo heppin að hafa við hliðina á leikskólanum. Börnin skemmtu sér mjög vel og fengu mikla útrás.
Á fimmtudaginn var svo hjóladagur hjá okkur og var mikill spenningur í loftinu. Við drifum okkur út að hjóla strax eftir ávaxtastund og fórum og hjóluðum á göngustígnum við kirkjugarðinn. Við drifum okkur svo aftur út fljótlega eftir hádegismatinn og nýttum okkur það að enginn var úti í garðinum og hjóluðum þar sem var mjög gaman.
Í dag, föstudag var heldur betur veisla hjá okkur en það var pizza í hádegismatinn sem börnin kunnu mjög vel að meta. Óhætt er að segja að allir hafa borðað mjög vel, meira að segja svo vel að sumir höfðu ekki mikla list í kaffitímanum.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð.
23. apríl 2021
Sælir kæru foreldrar og gleðilegt sumar.
Vikan hefur gengið sinn vanagang með hópastarfi, frjálsum leik og mikilli útiveru.
Á miðvikudaginn áttu við tvö afmælisbörn þannig að það voru tvö afmæli þann daginn með tilheyrandi veitingum. Í fyrra afmælinu var boðið upp á popp og saltstangir og í því síðara var boðið upp á popp og vínber. Börnin kunnu vel að meta veitingarnar enda alltaf gaman að fara í afmæli. Til hamingju með afmælin strákar og takk fyrir okkur.
Smiðja: Í smiðju voru börnin að vinna leirverkefni þar sem þau byrjuðu á því að teikna upp hvað þau vildu búa til, síðan var teikningin útfærð í leirinn.
Leikvangur: í leikvangi þessa vikuna var frjáls tími með tilheyrandi gleði.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku var – Ææ – og áttum við frekar erfitt með að finna orð og nöfn sem byrja á því hljóði. Við fundum samt nokkur og meðal þess var orðið „æðar“. Börnin urðu mjög upptekin af þessu orði og fór mikill tími í að ræða um æðarnar okkar og æðakerfið.
Blær bangsi: Við ræddum um mikilvægi þess að nota orðin okkar en ekki hendurnar, að orðin okkar geta líka meitt og þar er ekki alltaf nóg að segja bara fyrirgefðu þegar við höfum gert á hlut annarra.
Í dag, föstudag var svo breskur dagur hjá okkur.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
16. apríl 2021
Sælir kæru foreldrar
Veðrið lék við okkur í byrjun vikunnar og var því mikil útivera bæði mánudag og þriðjudag. Börnin voru mjög ánægð með það, sumardótið var tekið út og léku börnin sér úti í margvíslegum leikum. Á fimmtudaginn fórum við ekki út í lok dags eins og vanalega heldur var ákveðið að hafa opið flæði milli deilda á eldri gangi. Þetta vakti mikla lukku enda mjög skemmtilegt að fá að leika sér með dótið á öðrum deildum.
Lubbi: Þessa vikuna höfum við verið að vinna með málhljóðið - Ðð – Við ræddum um að ekkert orð byrjar á þessu málhljóði og að það er einungis inn í orðum. Við sungum lagið um lúðuna og lásum um Daða sem fór í bústað á Vaðlaheiði. Okkur gekk nokkuð vel að finna orð sem málhljóðið var inn í og einnig áttu tvö börn stafinn inn í nafninu sínu.
Blær bangsi: í þessari viku vorum við að vinna með hvað þar er að vera hugrakkur félagi, hvernig við getum aðstoðað þá sem líður illa, hvernig þeim líður sem er verið að grínast í eða verið er að stríða.
Smiðja: Í smiðju kláruðu börnin að gera eldfjallið sitt og teiknuðu síðan við trönur.
Leikvangur: Í leikvangi var Kolla búin að búa til spennandi þrautabraut þar sem bæði var farið í rimlana og sveiflað sér í hringjunum í loftinu.
Vettvangsferð: Þessa vikuna fórum við í göngutúr upp á leikvöllinn hjá Blásölum. Það rigndi nokkuð hraustlega á okkur og voru margir orðnir vel blautir þegar við komum til baka í leikskólann.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
9. apríl 2021
Sælir kæru foreldrar.
Í þessari viku byrjaði skipulagt starf aftur eftir gott páskafrí.
Lubbi: Í þessari viku vorum við að vinna með málhljóðið -Rr- Vel gekk að finna orð sem áttu þetta málhljóð auk þess sem tvö börn áttu stafinn. Sagan þessa vikuna fjallaði um Ragnar sem hafði rosalegan áhuga á risaeðlum.
Blær bangsi var í fríi þessa viku en við ræddum aðeins um tilfinningar okkar, hvenær við grátum, hvenær við hlæjum og hvað við getum gert ef við sjáum að vinur okkar er að gráta og líður illa.
Smiðja: Í smiðju voru börnin að skoða bók með myndum að eldgosi og mismunandi hrauni. Nanna ræddi við þau um hina mismunandi liti sem sjást í hrauni og síðan bjuggu börnin til sitt eigið eldfjall.
Leikvangur: Í leikvangi var Kolla búin að búa til þrautabraut sem reyndi á úthald, þor og jafnvægi. Í lok tímans var svo frjáls leikur.
Á föstudaginn var blár dagur hjá okkur í tilefni af Bláum apríl. Af því tilefni horfðum við á myndbönd í samveru sem finna má á síðunni Blár apríl.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
26. mars 2021
Sælir kæru foreldrar
Nú er þessi sérstaka vika á enda. Við gerðum margt skemmtilegt þrátt fyrir erfiðar fréttir í miðri viku og hertar sóttvarnir.
Lubbi finnur málbein: Í þessari viku vorum við að vinna með málhljóðið -Þþ- . Sagan gerist í Þorlákshöfn og fjallar um Þórð gamla sem fór á þotunni til Þýskalands með Þríburunum. Börnin voru mjög dugleg að finna orð sem byrjuðu á þessu málhljóði og einnig áttu tvö börn þennan staf í nafninu sínu. Tákn þessa málhljóðs var líka mjög vinsælt enda nærri því eins og Spiderman táknið.
Smiðja: Í smiðju kláruðu börnin að ganga frá páskaskrautinu sínu og síðan æfðu þau sig í að teikna fallegar og litríkar bjöllur eftir fyrirmynd.
Leikvangur: Í leikvangi var mikið fjör samkvæmt venju, Kolla var búin að setja upp mjög spennandi þrautabraut og svo var frjáls leikur í lok tímans.
Vettvangsferð: Féll niður þessa viku.
Á fimmtudag og föstudag var síðan frjáls leikur og sameiginleg samverustund með Hól og Hlíð þar sem var hlustað á sögu, sungið og rímið æft.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
19. mars 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða enda ekki nema fjórir dagar en dagarnir ganga sinn vanagang hér á Hæðinni, við spilum, litum, klippum, kubbum og erum mikið úti.
Á mánudaginn fór síðasti hópurinn okkar í bili í sund. Ferðin gekk vel og komu börnin alsæl til baka.
Lubbi: Í vikunni voru við að vinna með málhljóðið -Áá- Við fundum orð sem byrja á málhljóðinu en okkur gekk eiginlega betur að finna orð sem áttu málhljóðið inn í sér.
Blær bangsi: Í þessari viku vorum við að ræða vináttu, hvað við gerum með vinum okkar og hvernig okkur líður þegar við erum með vinum okkar. Við ræddum líka um að það hvað það er að vera hugrakkur.
Smiðja: Í smiðju héldum við áfram að undirbúa páskana.
Leikvangur: Enginn leikvangur var þessa vikuna vegna starfsdags kennara.
Á föstudaginn áttum við flottan afmælisstrák sem fagnaði fimm ára afmælinu sínu og bauð okkur upp á saltstangir og popp. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
12. mars 2021
Sælir kæru foreldrar
Það var heldur betur mikið um að vera hjá okkur á mánudaginn. Lita vikan okkar byrjaði og tvö börn fögnuðu 5 ára afmælunum sínum með tilheyrandi afmælisboðum og veitingum. Boðið var upp á saltstangir, epli, ostapopp og saltkringlur. Til hamingju með afmælin ykkar krakkar og takk fyrir okkur. Á mánudaginn fór líka fyrsti hópurinn okkar í sund, sundferðin gekk mjög vel og voru börnin alsæl með ferðina.
Á föstudaginn voru lokin á litavikunni okkar og því var öðruvísi dagur á föstudaginn. Allar eldri deildarnar voru með opið flæði þar sem ýmis skemmtileg verkefni voru í boði og svo var ball inni á Hæðinni. Á föstudaginn fór hópur 2 í sund og skemmti sér konunglega en meðan þau fóru í sund fóru hin börnin að leika á leikvellinum við Ársali.
Lubbi: Málhljóð þessarar viku er -Öö- Okkur gekk ekkert sérlega vel að finna orð sem byrja á málhljóðinu en svo skemmtilega vill til að tvö börn eiga þennan staf í nafninu sínu, annað í byrjun en hitt inni í nafninu.
Blær bangsi: Í þessari viku vorum við að taka fyrir umhyggju og hugrekki. Við ræddum um hvernig okkur liði ef við fáum ekki að vera með í hópnum, hvað við getum gert ef við sjáum að einhver fær ekki að vera með og hvað það er sem gerir okkur að góðum vinum.
Smiðja: Í smiðju héldu börnin áfram að útbúa páskaskrautið sitt enda nálgast páskarnir óðfluga.
Leikvangur: Í smiðju voru börnin í leikjum þessa viku og enduðu tímann á því að leika með fallhlífina.
Vettvangsferð: Vettvangsferðin féll niður þessa vikuna vegna mikils kulda á fimmtudagsmorguninn.
Takk fyrir góða viku
Kveðja
Allir á Hæð
5. mars 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika byrjaði aldeilis skemmtilega, en á mánudaginn var leikfangadagur. Börnin komu með fjölbreytt úrval af leikföngum sem þau léku sér með í sátt og samlyndi og voru dugleg að skiptast á leikföngum.
Lubbi: Málhljóð vikunnar var – Kk – Þar sem dýrin kepptust við að kanna landið og meðal annars keyptu kindin og krumminn sér kakó og kleinuhring á kaffihúsi í Kópavogi. Við fundum mörg orð sem byrja á málhljóðinu og lékum okkur með þau. Ekkert barn átti staf vikunnar en nokkrir foreldrar áttu þennan staf
Blær bangsi: Í þessari viku vorum við að ræða um umburðalyndi og virðingu. Við ræddum um hvað þar er sem gerir okkur að góðum vin, hvernig góður vinur er og að allir eru góðir í einhverju.
Smiðja: Í smiðju voru börnin að vinna verkefni sem tengist páskunum.
Leikvangur: Kolla var búin að setja upp skemmtilega þrautabraut fyrir börnin þar sem bæði var hangið í hringjum og klifrað í rimlunum.
Vettvangsferð: Í þessari viku fórum við í góðan göngutúr í hverfinu og enduðum á Hvammsvelli þar sem við lékum okkur góða stund.
Í vikunni áttum við líka afmælisbarn. Í tilefni dagsins bauð hún okkur upp á saltstangir og ostapopp. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur. 😊
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
26. febrúar 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur flogið áfram og veðrið hefur frekar minnt á vor en vetur. Við höfum verið mikið úti og leikið með vatn enda fátt skemmtilegra en að sulla.
Á miðvikudaginn var ávaxta og grænmetisdagur hjá okkur og var heldur betur veisla. Börnin gerðu ávöxtunum og grænmetinu mjög góð skil og voru spennt að bjóða hinum það sem þau höfðu komið með.
Lubbi: Þessa viku unnum við unnum málhljóðið -Tt – Við fundum orð sem byrjuðu á hljóðinu og gátum fundið þó nokkur, einnig kíktum við í kassann góða.
Blær bangsi: Við vorum að vinna með hversu mikilvægt það væri að vera góður vinur og hvað það er sem gerir okkur að góðum vin. Einnig ræddum við um hvernig okkur líður þegar við erum góðir vinir.
Smiðja: Í smiðju vorum börnin að vinna verkefni sem tengdist kúnni og lífinu í sveitinni. Nanna hafði búið til stóra kú og fengu öll börnin að prófa að mjólka kúna og að sjálfsögðu var alvöru mjólk í spenunum.
Leikvangur: Í leikvangi var Kolla búin að setja upp þrautabraut og svo var slökun í lokin.
Vettvangsferð: Þessa vikuna fórum við í göngutúr um hverfið og enduðum á leikvellinum við Blásali þar sem við lékum okkur í góða stund.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
19. febrúar 2021
Sælir kæru foreldrar
Það hefur verið nóg um að vera í þessari viku hjá okkur á Hæð. Lubbi var á sínum stað og unnum við með málhjóðið -Pp-.
Á mánudaginn var bolludagur og fiskibollur í matinn. Í kaffinu voru svo að sjálfsögðu rjómabollur með sultu og glassúr.
Á þriðjudaginn var sprengidagur og þá var saltkjöt og baunir í matinn. Börnin borðuðu vel af matnum enda mikið rætt um að það ætti að borða þangað til þau væru alveg að springa.
Í smiðju voru börnin að æfa sig í að skrifa stafinn sinn og sauma síðan í stafinn. Verkefnið gekk vel og voru börnin mjög dugleg bæði að skrifa og að sauma.
Á miðvikudaginn var svo öskudagur. Bæði börn og kennarar mættu í náttfötum í leikskólann sem búið var að skreyta. Eftir morgunmat og ávaxtastund var farið á náttfataball þar sem dansað var með frjálsri aðferð í smá stund. Eftir ballið horfðu börnin á myndina Undraveröld og borðuðu rúsínur með. Þegar myndin var búin var boðið upp á andlitsmálun ásamt því að það var flæði á öllum eldri gangi og fannst börnunum ekki lítið gaman að mega leika á öllum deildum sem og á ganginum. Í hádegismat var svo heimagerð pizza sem rann ljúft niður. Eftir matinn var svo aftur flæði fram að kaffi. Við enduðum svo daginn á útiveru.
Á fimmtudaginn fórum við í vettvangsferð. Við ákváðum að nýta það að það er vetrarfrí í Salaskóla og fórum á leikvöllinn þar. Börnin skemmtu sér konunglega enda ekki slæmt að hafa allan völlinn fyrir okkur.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
12. febrúar 2021
Sælir kæru foreldrar
Vikan hefur verið róleg hjá okkur á Hæð. Við unnum með málhljóðið -Oo- bæði í leik og söng, en áttum frekar erfitt með að finna mörg orð sem byrjuðu á -Oo-.
Í smiðju kláruðu börnin að búa til bolluvendina sína sem þau bíða spennt eftir að fá að nota á bolludaginn.
Í leikvangi var Kolla búin að setja upp þrautabraut og svo var frjáls leikur í lokin.
Vettvangsferðin féll niður að þessu sinni þar sem mikið var um veikindi meðal starfsmanna. Við skelltum okkur því út í snjóinn fyrir hádegi og bjuggum til snjókarla og kerlingar. Eftir hádegi horfðum við aðeins á Dýrin í Hálsaskógi áður en við enduðum daginn á útiveru.
Í næstu viku verður mikið um að vera hjá okkur, bolludagur á mánudag, sprengjudagur á þriðjudag og svo öskudagur á miðvikudag.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
5. febrúar 2021
Sælir kæru foreldrar
Þá er fyrsta vika febrúarmánaðar liðin og hefur hún verið viðburðarík og skemmtileg. Við unnum með málhljóðið Ii/Yy í þessari viku, við hlustuðum á söguna um Yrsu og Indriða sem heimsóttu Innri-hvamm til að til að smakka á ilmandi kaffi og kakói og sungum um Indriða sem átti í erfiðleikum með bindið sitt. Í næstu viku komum við með að vinna með málhljóðið Oo.
Í vikunni var líka tannverndarvika. Tannlæknastofa Elfu Guðmundsdóttur, Salavegi 2 var svo almennileg að lána okkur gervigóma, tannbursta og tannþráð þannig að við gátum skoðað tennurnar vel, rætt um mikilvægi þess að bursta tennurnar og hvernig best sé að bursta þær, einnig ræddum við um mikilvægi þess að nota tannþráð. Við fórum líka yfir það hvaða matur sé hollur og hvað matur sé óhollur fyrir tennurnar. Í samverustundum var hlustað á Karíus og Baktus og lesnar sögur sem fjölluðu á einn eða annan hátt um mikilvægi þess að passa upp á tennurnar okkar.
Smiðja og leikvangur voru á sinum stað þar sem ýmislegt skemmtilegt var gert.
Á fimmtudaginn fórum við í vettvangsferð út í Versali og hengdum upp listaverkin sem við höfum verið að vinna inni á deild fyrir listasýninguna sem sett var upp fyrir dag leikskólans 6. febrúar og hvetjum við alla til þess að fara og skoða hana.
Á föstudaginn var svo opið flæði með hinum eldri deildunum fyrir hádegi, í tilefni að degi leikskólans. Eftir hádegi var svo útivera.
Í vikunni höfum við líka verið að búa til poka til þess að geyma Blæ bangsa í inni á deild ásamt því að leira, klippa, spila, kubba og njóta þess að vera saman.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
29. janúar 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið viðburðarrík fljót að líða. Vikan hefur verið mjög köld svo köld að við höfum ekki komist jafn mikið út eins og við hefðum viljað. Í þessari viku unnum við með málhljóðið Ss með sögum, söng og leikjum, næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Ii og Yy. Næsta vika er líka tannverndarvika hjá okkur og verður hún helguð tannvernd en Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku ár hvert. Við munum koma til með að nota vikuna í almenna fræðslu um mikilvægi þess að hugsa vel um tennurnar okkar. Í þessari viku höfum við verið mikið að leira ásamt því að spila krumma og snigla spilið og leika með eininga- og segulkubbana.
Í smiðju voru börnin að vinna verkefni tengt tannverndar vikunni, bjuggu til munn með tönnum og tannbursta.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
22. janúar 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessa vikuna vorum við að vinna með málhljóðið „ F „ og var Lubbi staddur á Fáskrúðsfirði. Við sungum um málhljóðið, fundum hluti sem byrja á því og fundum Fáskrúðsfjör á íslandskortinu. Við ræddum um hvernig Lubbi hefði nú komist til Fáskrúðsfjarðar þar sem það er frekar langt frá Grindavík þar sem hann var í síðustu viku. Börnin voru alveg með það á hreinu, hann hafði að sjálfsögðu hlaupið þar sem hann er nú hundur.
Í leikvangi voru börnin að æfa jafnvægi og þor í æfingabraut sem Kolla hafði sett upp.
Í smiðju voru börnin að klára að útbúa víkingahjálmana sína fyrir bóndadaginn og þorrablótið.
Á fimmtudaginn drifum við okkur út i langan göngutúr í kuldanum og enduðum á að taka létta æfingu í æfingatækjunum rétt hjá Þorrasölum sem börnunum fannst mjög skemmtilegt. Við gengum svo í gegnum kirkjugarðinn á leiðinni heim og þar voru bæði gröfur og vörubílar á ferð og það þótti mörgum ekkert verra að sjá.
Í dag, föstudag var svo þorrablót hjá okkur. Í hádegismat var boðið upp á hefðbundinn þorramat og voru börnin hvött til að smakka. Mesta athygli fékk hákarlinn og þótti börnunum spennandi að sjá hann og finna lyktina en voru mis spennt að smakka. Fyrir kaffi var síðan samvera með hinum eldri deildunum þar sem við sungum nokkur þorralög saman.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
15. janúar 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða við leik og störf. Veðrið hefur ekki verið upp á sitt besta en við látum það ekki á okkur fá og förum út einu sinni til tvisvar á dag. Í vikunni unnum við með málhljóðið – G – en í næstu viku komum við með að vinna með málhljóðið -F-.
Í smiðju voru börnin að gera tilraunir með flöskur og blöðrur, sem vakti mikla lukku sérstaklega vælið í blöðrunni þegar loftið var tekið út henni. Í leikvangi hafði Kolla síðan sett upp þrautabraut og síðan var frjáls leikur í lok tímans.
Á fimmtudaginn var vasaljósadagur hjá okkur. Við drifum okkur út í myrkrið með vasaljósin og leituðum að endurskinsmerkjum sem búið var að hengja upp í trén. Búið var að merkja öll endurskinsmerkin með nöfnum barnanna og þurftu þau að finna sitt merki.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
8. janúar 2021
Sælir kæru foreldrar
Gleðilegt nýtt ár.
Leikskólastarfið er óðum að komast í fastar skorður hjá okkur á Hæð. Skipulagt starf hófst í vikunni og í næstu viku ætlum við að byrja að vinna aftur með Lubba. Fyrsta málhljóðið sem við komum til með að vinna með er málhljóðið - G - en undafarna viku erum við búin að vera að rifja upp hvaða málhljóð við erum búin að vinna með, bæði tákn og hljóð. Hópastarfið hefir tekið smá breytingum en smiðja kemur til með að færast yfir á þriðjudaga. Einnig er gott að minna á að skipulagt hópastarf byrjar klukkan 8:45.
Á miðvikudaginn hélt Óðinn Helgi upp á 5 ára afmælið sitt og bauð okkur upp á saltstangir og popp sem börnin kunnu vel að meta. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur. Á miðvikudaginn vorum við líka með samverustund með hinum eldri deildunum til þess að kveðja jólin. Við sungum síðustu jólalög þessa vetrar, kveiktum á aðventukransinum og ræddum um hvað gert er á þrettándanum í venjulegu árferði.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
18. desember 2020
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið mjög jólaleg hjá okkur á Hæð. Börnin eru orðin spennt fyrir jólunum og ekki hefur spenningurinn minnkað eftir að sá rauðklæddi fór að láta sjá sig. Í vikunni fóru líka tveir síðustu hóparnir í sund, ferðirnar gengu mjög vel og komu börnin alsæl til baka.
Á mánudaginn var jólatréð okkar sett upp í matsalnum og börnin skreyttu það svo á þriðjudaginn með skrauti sem þau höfðu búið til í smiðju. Þau vönduðu sig mikið við að finna rétta staðinn fyrir sitt skraut, gengu hringinn i kringum tréð áður en rétti staðurinn var fundinn.
Á miðvikudaginn var svo jólaball leikskólans, allir mættu prúðbúnir í leikskólann og spenningurinn fyrir deginum leyndi sér ekki. Fyrir hádegi var gengið í kringum jólatréð og í hádegismat var svo hangikjöt með öllu og ís í eftirrétt. Eftir kaffið drifum við okkur síðan út því frést hafði að tveimur jólasveinum sem ætluðu að kíkja í heimsókn i garðinn þar sem þeir gátu ekki verið með okkur á jólaballinu þetta árið.
Fimmtudagur var svo notaður til að klára að pakka inn og skreyta jólagjafirnar til foreldra sem fóru heim þann daginn.
Á föstudaginn var svo kveikt á síðasta kertinu í aðventukransinum okkar, Englakertinu og sungin nokkur jólalög með hinum eldri deildunum. Þar sem einnig var jólafatadagur var samveran mjög jólaleg.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
11. desember 2020
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku er mikið búið að vera um jólaundirbúning, glimmer og jólalög sem tilheyrir þessum tíma árs. Veðrið hefur aðeins verið að stríða okkur og við því ekki komist jafn mikið út eins og við vildum þar sem mikil hálka hefur verið í garðinum.
Á mánudag og föstudag fóru tveir hópar í sund í Salalaug. Óhætt er að segja að mikill spenningur hafi verið í loftinu. Sundferðirnar gengu mjög vel, börnin mjög dugleg að klæða sig og mikil ánægja með vel heppnaðar sundferðir.
Í smiðju var verið að leggja lokahönd á jólagjafirnar og jólakort til foreldra.
Á föstudaginn kveiktum við á þriðja kertinu (Hirðarkerti) í aðventukransinum okkar og sungum nokkur lög með börnunum á Hlíð og Hól.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
4. desember 2020
Sælir kæru foreldrar
Þá er fyrsta vikan í desember liðin og við aðeins byrjuð að undirbúa jólin. Lubbi er í jólafríi en við höldum að sjálfsögðu áfram að ræða um þau málhljóð sem við erum búin að vera að vinna með. Á næstu tveimur vikum koma börnin til með að fara í sund með leikskólanum. Við komum til með að fara á mánudögum og föstudögum og verða 6 börn saman í hóp. Hvenær hvert barn fer verður auglýst síðar.
Í smiðju voru börnin að klára jólaskrautið á jólatréð í leikskólanum og byrjuðu á jólakortunum sínum.
Í leikvangi var stuð eins og vanalega og gerðu börnin hinar ýmsu æfingar sem reyna á þol og áræðni.
Á föstudaginn hittum við hinar deildarnar á eldri gangi og kveiktum á öðru kertinu í aðventukransinum okkar (Betlehemskerti) og sungum nokkur jólalög saman.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
27. nóvember 2020
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða. Nýr vinur bættist við í barnahópinn okkar og bjóðum við hann velkominn til okkar. Í þessari viku unnum við með málhljóðið – L – sem er einmitt stafurinn hans Lubba og voru börnin alveg með það á hreinu. Lubbi er núna kominn í pásu fram yfir jól en við munum taka upp þráðinn í janúar. Í vikunni byrjaði líka smiðja, leikvangur og málörvun aftur og voru börnin ánægð að komast aftur í rútínuna sína aftur.
Í smiðju voru börnin að búa til skraut á jólatréð okkar ásamt því að velja hvað þau vilja gefa foreldrum sínum í jólagjöf.
Á þriðjudaginn var heldur betur jólalegt hjá okkur en þá bökuðum við piparkökur og hlustuðum á jólalög.
Þar sem ekkert foreldrakaffi var fyrir þessi jól var búin til kaffihúsastemming inni á deild á fimmtudaginn. Boðið var upp á piparkökur, heitt kakó með rjóma og hlustað á jólalög. Börnin kunnu vel að meta piparkökurnar og voru þær ófáar sem runnu niður hjá flestum.
Á föstudaginn var fyrsta samveran hjá okkur á eldri gangi fyrir þessi jól þar sem við kveiktum á fyrsta kertinu (Spádómskerti) í aðventukransinum okkar og sungum saman nokkur jólalög. Börnin fóru líka heim með piparkökur í dag til þess að gefa foreldrum og systkinum að smakka.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
19. nóvember 2020
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku vorum við að vinna með málhljóðið - U- , við sungum lagið, lærðum táknið, lásum söguna og fundum mörg orð sem áttu málhljóðið í samverustund. Í næstu viku ætlum við að vinna með málhljóðið - L - en það er síðasta málhljóðið sem við tökum fyrir fram að áramótum því Lubbi ætlar að vera í smá pásu í desember.
Það var gaman að sjá hversu margir voru duglegir að koma með Lubbabein í lestarátakinu okkar. Krakkarnir á Hæð lásu 2681 blaðsíður sem er mjög vel gert!
Við höldum áfram að vera mikið úti að leika og tóku börnin fagnandi á móti litla snjónum sem lét sjá sig í vikunni. Rassaþoturnar voru dregnar fram og leikið sér á hólnum alla útiveruna.
Á mánudaginn var loksins komið að afmæli leikskólans afmæli og einnig átti hann Lubbi okkar afmæli. Dagurinn heppnaðist mjög vel og leyndi spenningurinn og gleðin sér ekki þennan dag. Bæði börn og starfsfólk mættu í búningum, við drifum okkur í dansskóna og var diskó ball með diskóljósum fyrir hádegi ásamt því að boðið var upp á andlitsmálum. Í hádegismat var Domono‘s þar sem allir borðuðu mjööög vel. Eftir útiveru var svo komið inn í dýrindis eplaköku með rjóma.
Í næstu viku verður heldur betur gaman þar sem smiðja og leikvangur mega aftur fara af stað. Við erum mjög ánægð með það og komum til með að halda hópastarfi gangandi alveg fram að 18. desember en ekki taka jólapásu eins og vanalegt er.
Í næstu viku ætlum við síðan að baka piparkökur á þriðjudag eða miðvikudag, börnin fá svo heitt kakó og piparkökur á fimmtudag í kaffitímanum en því miður verður ekkert foreldrakaffi í ár.
Takk fyrir vikuna
Allir á Hæð
13. nóvember 2020
Sælir kæru foreldrar
Vikan hefur liðið hratt við leik og störf. Við höldum áfram að vera mikið úti, perlum, spilum, byggjum úr legó, klippum og útbúum bækur í miklu mæli.
Í þessari viku unnum við með málhljóðið „E“ og hitti Lubbi hana Eddu sem gat horft á Esjuna út um gluggann heima hjá sér. Í næstu viku komum við með að vinna með málhljóðið „U“ og verður gaman að vita hvar Lubbi verður staddur þá.
Á þriðjudaginn var Pólskur dagur hjá okkur í Fífusölum. Við ræddum um Pólland, fundum landið á hnettinum okkar, skoðuðum fánann og hlustuðum á pólsk lög.
Á fimmtudaginn ætluðum við að fara í langan og góðan göngutúr í hverfinu en þar sem gangstígarnir voru mjög hálir enduðum við á grasvellinum við hliðina á leikskólanum. Þar fórum við í þrautakóng, hlupum upp og niður brekkurnar ásamt því að velta okkur niður þær. Mikil gleði og mikið gaman.
Í dag, föstudag er svo síðasti dagurinn í lestrarátaki Lubba og verður gaman að taka saman og sjá hversu margar blaðsíður voru lesnar á meðan á átakinu stóð.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
6. nóvember 2020
Sælir kæru foreldrar
Þá er enn ein vikan liðin við leik og störf. Starfið hefur verið heldur óvenjulegt þessa vikuna en gengið mjög vel. Við vorum að vinna með málhljóðið „H“ þessa vikuna og var Lubbi staddur á Höfn í Hornafirði. Í næstu viku ætlum við að vinna með málhljóðið „E“. Við höldum áfram að vera mikið úti og kunna börnin vel að meta það. Perlurnar halda áfram að vera mjög vinsælar sem og legóið.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
30. október 2020
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku unnum við með málhljóðið „J“ þar sem Lubbi var staddur hjá Vatnajökli þar sem hægt er að skoðaði jökla og Jökulsárlón. Í næstu viku ætlum við að vinna með málhljóðið „H“ og verður gaman að vita hvar Lubbi verður þá. Perlur eru mjög vinsælar þessa dagana ásamt einingarkubbunum og legó.
Á miðvikudaginn hélt Amelía Rós upp á afmælið sitt og bauð börnunum upp á saltstangir og popp sem þau kunnu vel að meta. Takk fyrir okkur Amelía Rós og til hamingju með afmælið.
Í smiðju héldu börnin áfram að vinna með verkefnið frá því í síðustu viku, saumuðu og skreyttu.
Í leikvangi fóru börnin í þrautabraut sem Kolla setti upp sem þeim finnst alltaf jafn gaman.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
23. október 2020
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku unnum við með málhljóðið „V“ og var Lubbi staðsettur á Vopnafirði og fékk vöfflur og vínabrauð.
Í smiðju voru börnin að þæfa ullarverkefni sem þau koma með að halda áfram með í næsta tíma.
Í leikvangi var Kolla búin að útbúa þrautabraut sem börnunum þótti gaman að reyna sig við.
Á fimmtudaginn létum við rigningu og rok ekkert á okkur fá og skelltum okkur út í göngutúr. Við fórum á leikvöllinn við Salaskóla og lékum okkur þar góða stund ásamt því að hoppa og skoppa í pollunum sem við fundum.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
16. október 2020
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku var margt skemmtilegt gert, við unnum með málhljóðið „Ú“,sungum ú lagið, fundum Úlfljótsvatn á Íslandskortinu og fundum orð sem byrja á ú. Í næstu viku ætlum við að taka fyrir málhljóðið „V“ og verður spennandi að vita hvar Lubbi verður staddur þá.
Í smiðju máluðu börnin pappahólka og útfærðu eftir sínu höfði karla og fleiri fígúrur.
Á fimmtudaginn fórum við í langan og skemmtilegan göngutúr þar sem við ætluðum að vita hvort við gætum klárað útibingóspjaldið okkar frá því á síðasta fimmtudag. Við tókum stóran hring um hverfið og enduðum á litlum leikvelli við Fjallalind.
Í dag, föstudag fórum við fyrir hádegi og fengum góða útrás á nýja ærslabelgnum og hlaupabrautinni. Í dag var líka Bleiki dagurinn og við í Fífusölum tókum þátt í honum. Það var gaman að sjá hversu margir tóku þátt í deginum og var bleiki liturinn áberandi í leikskólanum í dag.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
9. október 2020
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika var heilsuvika hjá okkur í Fífusölum. Við unnum með málhljóðið „Í – Ý“ og var Lubbi staddur á Ísafirði og hitti þar ísbjörn sem langaði mikið í ýsu. Í næstu viku komum við með að vinna með málhljóðið „Ú“. Við höldum áfram að vera mikið úti að leika og því er mikilvægt að hafa nóg að hlýjum fötum meðferðis.
Á miðvikudaginn fórum við í leikvang til Kollu þar sem hún hafði búið til skemmtilega þrautabraut sem æfir bæði þrek og þor.
Á fimmtudaginn fórum við í göngutúr um hverfið þar sem við fórum í allsherjar björgunaraðgerðir á ánamöðkum sem skriðu á gangstéttinni og hjálpuðum þeim aftur í grasið og moldina. Við tókum líka með okkur útibingó sem við spiluðum í rigningunni ásamt því að finna sem flesta polla og hoppa í þeim.
Á föstudaginn vorum við inni fyrir hádegi í rólegheitunum, máluðum listaverk og leiruðum stafi. Eftir hádegi enduðum við síðan heilsuvikuna hjá okkur með því að setja upp þrautabraut í garðinum þar sem farið var í leiki, hlaupið, hjólað, stokkið langstökk og fleira, börnin söfnuðu síðan stimplum á handarbökin fyrir að standa sig svona vel.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
2. október 2020
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku unnum við með málhljóðið „d“ og var Lubbi staddur á Dalvík. Í næstu viku ætlum við að vinna með málhljóðið „Í,Ý“
Á mánudaginn átti hann Rökkvi Páll afmæli og bauð okkur upp á saltstangir og saltkringlur sem börnin kunnu vel að meta. Takk fyrir okkur Rökkvi og til hamingju með afmælið. Í smiðju kláruðu börnin að ganga frá uglunum sínum sem þau hafa verið að vinna að og í lok tímans gerðu börnin síðan tilraun með vatn og matarlit. Börnin koma síðan til með að skoða tilraunina áfram í næsta tíma.
Í leikvangi var fóru börnin í leiki og byggðu hús úr stóru dýnunni sem mjög spennandi var að leika í.
Á fimmtudaginn fórum við síðan í góðan göngutúr um hverfið og enduðum á leikvellinum við Blásali þar sem við lékum okkur góða stund.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
25. september 2020
Sælir kæru foreldrar
Þá er þessi skemmtilega öðruvísi vika þar sem dagarnir byrjuðu á útiveru liðin. Að öðru leiti hefur lífið gengið sinn vana gang hér á Hæðinni með smiðju. leikvang, Lubba og fleira skemmtilegu. Í þessari viku tókum við fyrir málhljóðið „N“ og fundum Neskaupsstað á Íslandskortinu því þar er hann Lubbi staðsettur núna. Við klippum og límum mikið inni á deild ásamt því að spila borðspil og eru sniglaspilið og Mitt fyrsta Alias vinsælast.
Í smiðju kláruðu börnin að vefa ugluna sína og byrjuðu að setja hana saman.
Í leikvangi fóru börnin í þrautabraut sem Kolla hafði útbúið og æfðu sig meðal annars að sveifla sér í kaðli sem var ekkert lítið gaman.
Í dag, föstudag var svo útidótadagur hjá okkur og var hann mjög vel heppnaður. Garðurinn fylltist af nýjum leikföngum sem börnin voru mjög dugleg að leika sér með og deila.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
17. september 2020
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika er stutt í annan endann enda ekki nema 4 dagar. Við höldum áfram að vera mikið úti og eru því góðir vettlingar og húfa orðin nauðsynleg. Í vikunni unnum við með bókstafinn „B“. Það var gaman hversu dugleg börnin voru að koma með hina ýmsu hluti sem byrjuðu á þeim bókstaf sem og að standa upp fyrir framan hin börnin og kynna dótið sitt.
Á mánudaginn fóru börnin í smiðju og héldu áfram að vefa uglurnar sínar.
Á miðvikudaginn fórum við í leikvang til hennar Kollu þar sem ærslast var og gerðar æfingar.
Á fimmtudaginn fórum við í göngutúr um hverfið og enduðum á því að leika okkur á Salaskólalóðinni.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
11. september 2020
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða. Hópastarf er komið á gott skrið og málörvun byrjaði líka í vikunni. Í vikunni unnum við með málhljóðið „m“, sungum lagið og fundum orð og staði sem eiga „m“
Á mánudaginn fóru við í smiðju til hennar Nönnu og þar voru börnin að æfa sig í að vefa, hver á sínum hraða. Börnin voru áhugasöm og fannst þetta spennandi verkefni.
Á miðvikudaginn fóru börnin til Kollu í leikvang. Kolla var búin að setja upp þrautabraut og svo var frjáls leikur í lokin.
Á fimmtudaginn fórum við síðan í göngutúr í hverfinu þar sem við fundum marga orma á gangstéttinni sem vöktu mikinn áhuga hjá börnunum. Þegar við vorum búin að skoða þá vel og vandlega og ræða um hvers vegna það væri ekki gott að taka þá með heim til að gefa mömmu og pabba þá enduðum við á því að leika okkur í góðan tíma á leikvellinum hjá Salaskóla.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
4. september 2020
Í þessari viku byrjaði vetrarstarfið hjá okkur. Við byrjuðum að vinna með Lubba og var fyrsta málhljóðið okkar „A“.
Á mánudaginn fórum við í smiðju til hennar Nönnu þar sem börnin unnu klippiverkefni. Á mánudaginn hélt líka hann Bjarki Þór upp á afmælið sitt og bauð okkur upp á saltstangir. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur.
Á miðvikudaginn fóru börnin síðan til hennar Kollu í leikvang þar sem leikið var með fallhlíf í lok tímans sem börnunum þótti mjög spennandi.
Á fimmtudaginn skruppum við í smá göngutúr þar sem við fórum og lékum okkur á leikvellinum við Ársali og hólunum þar í kring.
Á föstudaginn fóru börnin síðan til hennar Alexöndru í hreyfiflæði.
Takk fyrir vikuna.
Kveðja
Allir á Hæð
28. ágúst 2020
Vikan hefur verið fljót að líða við leik og störf. Veðrið hefur verið vel nýtt í útiveru eins og undanfarnar vikur.
Á þriðjudaginn bættist nýr vinur í barnahópinn hjá okkur á Hæð. Við bjóðum hann velkominn og hlökkum til að kynnast honum betur.
Á föstudaginn átti hann Viktor afmæli og bauð hann okkur upp á popp og saltstangir sem börnin kunnu vel að meta. Til hamingju með afmælið Viktor okkar og takk fyrir okkur.
Takk fyrir vikuna
Kveðja.
Allir á Hæð
21. ágúst 2020
Sælir kæru foreldrar
Ég vona að þið hafið haft það gott í fríinu og notið þess að slaka á og skemmta ykkur saman.
Veðrið hefur aldeilis leikið við okkur þessa vikuna. Dagarnir hafa verið vel nýttir í útiveru og við að jafnaði farið þrisvar út yfir daginn. Við höfum nú samt ekki verið nógu mikið úti að mati flestra barnanna sem hafa varla haft tíma til að fara inn í kaffi. 😊
Á þriðjudaginn átti hann Gabríel fjögurra ára afmæli. Hann bauð okkur upp á saltstangir og popp sem börnin kunnu vel að meta. Til hamingju með afmælið Gabríel okkar og takk fyrir okkur.
Takk fyrir frábæra viku og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
3. júlí 2020
Sælir kæru foreldrar
Þá er síðasta vika fyrir sumarfrí liðin og veðrið hefur heldur betur leikið við okkur. Við nýtum dagana mikið í útiveru ásamt því að leika, spila, klippa og teikna inni eftir matinn. Við höfum getað verið úti á peysunni og jafnvel stuttermabol sem börnunum finnst heldur en ekki mikið sport þótt nokkrir hafi átt frekar erfitt með að sleppa flíspeysunni.
Á mánudaginn fórum við í langan göngutúr og gengum út í Hólmasel að sjá sýningu hjá Brúðubílnum. Sýndar voru þrjár stuttar sýningar, börnin tóku virkan þátt í sýningunni og skemmtu sér mjög vel. Eftir sýninguna borðuðum við nesti sem var ekkert smá spennandi. Við drifum okkur síðan til baka á leikskólann og það voru ansi þreytt börn sem komu til baka eftir langan en góðan göngutúr.
Á miðvikudaginn var hjóladagur hjá okkur og biðu börnin spennt eftir því að fara út að hjóla. Við fórum út bæði fyrir og eftir hádegi á göngustíginn fyrir aftan leikskólann. Börnin voru alsæl með að fá að fara út fyrir garð að hjóla og voru dugleg að leyfa hinum að prófa hjólin sín.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
26. júní 2020
Sælir kæru foreldrar
Á mánudaginn drifum við okkur í vettvangsferð út í Salaskóla og lékum okkur lengi á leikvellinum þar sem var sérstaklega skemmtilegt þar sem engin önnur börn voru úti að leika og við því ein með allt leiksvæðið.
Þriðjudagur og miðvikudagur voru nýttir í mikla útiveru, brunaslangan var tekin út og búnir til pollar, rigning og foss sem gaman var að leika sér í.
Á fimmtudaginn var svo mikið fjör í garðinum en þá var sumarhátíðin okkar. Tveir hoppukastalar voru settir upp, sápukúlustöð og boðið var upp á andlitsmálningu. Leikhópurinn Lotta kom og sýndi okkur leikritið um Öskubusku í nýrri útsetningu í boði foreldrafélagsins og kunnu börnin vel að meta sýninguna. Í hádeginu var boðið upp á grillaðar pylsur og djús sem var að sjálfsögðu borðað utandyra. Dagurinn gekk mjög vel og börnin skemmtu sér hið besta og voru mjög sæl með daginn.
Á föstudaginn var svo mikið útivera.
Takk fyrir vikuna
Kveðja
Allir á Hæð
19. júní 2020
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða enda ekki nema 4 dagar.
Á mánudaginn fóru börnin með Nönnu í vettvangsferð fyrir og eftir hádegi að tína orma til að skoða í leikskólanum. Fyrir hádegi var mikil rigning og börnin komu til baka með marga orma í boxi. Eftir hádegi hafði stytt upp og þá fundu börnin ekki neinn orm en voru engu að síður mjög á nægð með ferðina sína.
Á þriðjudaginn fórum við síðan í langa og góða vettvangsferð. Við gengum upp að Stúpunni lékum okkur í holtinu, tíndum blóm og hoppuðum í pollunum.
Fimmtudagur og föstudagur voru svo vel nýttir í útiveru en á föstudaginn var einnig íþróttadagur og voru settar upp þrautabrautir í garðinum. Börnin söfnuðu síðan stimplum á handarbökin fyrir þátttökuna í þrautunum.
Takk fyrir vikuna og góða helg.
Kveðja
Allir á Hæð
12. júní 2020
Kæru foreldrar
Þá eru börnin ykkar byrjuð á Hæð. Aðlögun hefur gengið vel og börnin dugleg að aðlast nýju skipulagi á nýrri deild. Við erum til dæmis með flæðandi matartíma þar sem sex börn borða í einu en ekki öll eins og þau eru vön. Í gær höfðu til dæmis sum börnin áhyggjur af því að þau hefðu gleymst og að það yrði ekkert í boði fyrir þau þann daginn.
Við höfum notað aðlögunardaganna til þess að leika saman úti og inni og kynnast hvert öðru, enda nóg af nýju og spennandi dóti til að skoða og prófa.
í dag, föstudag var síðan útileikfangadagur í leikskólanum og var mikil stemming í garðinum.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
5. júní 2020
Sælir kæru foreldrar
Þá er síðasta vikan okkar allra saman liðin og nóg hefur verið að gera. Á miðvikudaginn fórum við í langa vettvangsferð með strætó niður á Rútstún. Við tókum með okkur nesti sem vakti mikla lukku. Þegar komið var til baka á leikskólann rétt gafst tími til að borða áður en farið var í fimleika. Á fimmtudaginn var svo hjóladagur með tilheyrandi fjöri, einnig var leikjanámskeiðið hjá HK svo nóg var um að vera. Á föstudaginn var svo stóra stundin runnin upp og nú fengju þau loksins að gista í leikskólanum. Mikill spenningur var fyrir kvöldinu allan daginn enda margt og mikið sem til stóð að gera. Kvöldið stóð undir væntingum, börnin skemmtu sér vel og lögðust þreytt og glöð til svefns í leikskólanum.
Kveðja
Allir á Hæð
28. febrúar 2020
Þetta hefur verið spennandi vika þar sem mikið hefur verið um að vera.
Á mánudaginn var bolludagur og var boðið upp á kjötbollur í hádeginu og svo voru rjómabollur með öllu tilheyrandi í kaffinu.
Á þriðjudaginn var svo sprengjudagur með tilheyrandi saltkjöti og baunum. Við byrjuðum daginn á því að far í langan og góðan göngutún um hverfið. Í samverustund ræddum við um af hverju dagurinn væri nú kallaður sprengidagur og að nú ættu allir að borða svo mikið að þeir væru við það að springa. Það fannst börnunum frekar skrítið og töldu að það væri nú ekki ráðlegt.
Á miðvikudag var svo öskudagur með tilheyrandi fjöri. Allir mættu í náttfötunum og borðuðu morgunmat inn á deildum. Eftir morgunmat var svo öskudagsball þar sem allur leikskólinn dansaði saman. Að ballinu loknu var svo boðið upp á bíó þar sem horft var á myndina um Kaftein ofurbrók og borðaðar rúsínur. Fyrir matinn var svo boðið upp á andlitsmálningu sem öll börnin nýttu sér. Í hádegismatinn var svo pizza sem rann mjög ljúft niður, svo ljúft að sum börnin þurftu á slökun að halda eftir að matnum var lokið. Í fimleikum var svo frjáls tími þar sem leika mátti í tækjunum sem börnunum þótti ekki leiðinlegt. Við drifum okkur svo út í lok dags að leika í snjónum. Dagurinn heppnaðist vel og bæði börn og kennarar fóru glöð heim eftir daginn.
Á föstudaginn byrjuðu sundferðirnar aftur og fyrsti hópurinn fór í sund. Ferðin gekk mjög vel og það voru mjög ánægð börn sem komu til baka.
Takk fyrir vikuna
Allir á Hæð
31. janúar 2020
Sælir kæru foreldrar
Vikan hefur liðið hratt við leik og störf. Í vikunni byrjuðu börnin að fara í sund og hafa sundferðirnar gengið vel. Börnin hafa skemmt sér mjög vel og ekkert langað upp úr. Tveir hópar eru búnir að fara en þau sem eiga eftir að fara, fara í næstu viku. Á mánudaginn fóru börnin til Nönnu i smiðju og héldu áfram að vinna að blöðrudýrunum sínum sem koma mjög vel út. Mikið hefur verið um útiveru enda allir orðnir hálf leiðir á inniveru eftir allar lægðirnar sem gengið hafa yfir landið. Svo hefur snjórinn líka alltaf mikið aðdráttarafl. Við spilum mikið Apaspilið á deildinni sem og Pizzuspilið og eru börnin orðin mjög klók í þeim og er fátt skemmtilegra en að vinna kennarann.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
20. desember
Sælir kæru foreldrar
Mikið hefur verið að gera hjá okkur þessa vikuna.
Á þriðjudaginn var jólaball hjá okkur þar sem Hurðaskellir kom í heimsókn, dansaði með börnunum og sýndi þeim töfrabrögð. Eftir ballið kíkti hann svo inn á deildirnar og gaf öllum stilltu börnunum á Hæð bók að gjöf. Í hádegismat var svo hangikjöt með öllu og ís í eftirrétt sem rann mjög ljúft niður.
Á miðvikudaginn kom Þórdís Arnljótsdóttir leikkona í boði foreldrafélagsins og sýndi okkur leikritið Grýla og jólasveinarnir. Börnin skemmtu sér vel og tóku virkan þátt í sýningunni. Eftir hádegi kláruðu börnin svo að ganga frá og pakka inn jólagjöfunum sínum til mömmu og pabba.
Á fimmtudaginn voru það stollt börn sem fóru heim með gjafirnar sínar og bíða eflaust spennt eftir að þær verði opnaðar.
Í dag, föstudag var síðasta jólasamveran fyrir þessi jól þar sem allar deildirnar í leikskólanum hittust, sungu nokkur lög og kveiktu á síðasta kertinu í aðventukransinum, Englakertinu.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja Allir á Hæð
13. desember 2019
Sælir kæru foreldrar.
Þessi vika hefur einkennst af áframhaldandi jólaundirbúningi, lími og glimmeri. Við höfum ekki látið kuldann á okkur fá heldur farið út að leika á hverjum degi enda hefur sjórinn mikið aðdráttarafl.
Á miðvikudaginn var afmælisprinsessa hjá okkur og bauð hún okkur upp á saltstangir, ostapopp og melónu sem börnin kunnu vel að meta. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur.
Í dag, föstudag skreyttu börnin jólatréð með perlusnjókornum sem þau höfðu perlað fyrr í vikunni. Eftir hádegi var jólasamvera með hinum deildunum á leikskólanum þar sem við kveiktum á þriðja kertinu í aðventukransinum okkar, Hirðakertinu og sungum saman nokkur jólalög. í dag var líka jólaþema hjá okkur í leikskólanum og má segja að rauði liturinn hafi verið mjög ráðandi í klæðnaði bæði barna og kennara.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Allir á Hæð
6. desember 2019
Sælir kæru foreldrar
Nú er jólaundirbúningur kominn á fullt og við önnum kafin við að klippa, líma og mála ásamt því að nota svolítið af glimmeri því fátt tilheyrir jólunum betur en smá glimmer. Við syngjum mikið af jólalögum og æfum okkur fyrir jólaballið sem verður þann 17. desember.
Á fimmtudaginn var afmælisbarn hjá okkur á Hæð og bauð hún okkur upp á popp og saltstangir. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur.
Í dag, föstudag var svo jólasamvera hjá okkur ásamt öllum hinum börnunum á leikskólanum. Við kveiktum á öðru kertinu á aðventukransinum okkar, Betlehem kertinu og sungum nokkur jólalög.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Kveðja
Allir á Hæð
30. nóvember 2019
Sælir kæru foreldrar.
Vikan hefur liðið hratt við leik og störf. Við erum aðeins farin að undirbúa jólin með því að syngja jólalög, gera jólaskraut á jólatréð og einnig skraut sem kemur til með skreyta deildina okkar.
Á þriðjudaginn var mikill kökuilmur í húsinu en þá bökuðum við piparkökur og hlustuðum á jólalög. Mjög skemmtileg stemming myndaðist og gáfum við okkur góðan tíma til að njóta hennar.
Á fimmtudaginn var mikil spenna í loftinu enda var loksins komi tími til að borða piparkökurnar sem við höfðum bakað. Við byrjuðum morguninn á því að baka aðeins fleiri kökur svo að öll hlaupabólubörnin okkar fengju nú líka að baka. Eftir hádegismatinn voru allir orðin frekar spenntir enda von á foreldrum í heimsókn í piparkökur og kakó. Gaman var að sjá hve margir sáu sér fært að kíkja til okkar, takk fyrir komuna.
Í dag, föstudag kveiktum við á fyrsta kertinu í aðventukransinum okkar, spádómskertinu og sungum nokkur jólalög með hinum börnunum í leikskólanum.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
15. nóvember 2019
Sælir kæru foreldrar
Í smiðju höfum við verið að vinna að sameiginlegu verkefni með öllum 2014 árgangnum þar sem við tókum fyrir vináttuna. Afraksturinn kemur svo til með að verða hengdur upp í Smáralindinni á sameiginlegri sýningu með hinum leikskólum bæjarins þar sem áherslan er lögð á Barnasáttmálann.
Á fimmtudaginn var leikvangur hjá Kollu sem alltaf vekur jafn mikla lukku.
Í dag, föstudag var svo heilmikið húllumhæ á leikskólanum þar sem haldið var upp á 18. ára afmæli hans. Börn og kennarar mættu í leikskólann í búningum eða furðufötum. Fyrir hádegi kom Wally frá sirkus Íslandi og var með sýningu fyrir börnin þar sem allir skemmtu sér mjög vel. Eftir sýninguna reimuðu allir á sig dansskóna og skelltu sér á ball á ganginum fyrir framan deildarnar. Í hádegismat var boðið upp á pizzu sem rann mjög ljúft niður en eftir matinn var boðið upp á andlitsmálningu. Í kaffinu var svo að sjálfsögðu súkkulaðiafmæliskaka og ljómi.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja allir á Hæð
25. október 2019
Sælir kæru foreldrar
Vikan hefur verið fljót að líða. Börnin hafa ekkert látið kuldann á sig fá og finnst fátt skemmtilegra en að leika úti.
Á miðvikudaginn var afmælisbarn hjá okkur og bauð hún okkur upp á ostapopp og jarðaber. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur. Á miðvikudaginn voru líka fimleikar hjá okkur sem allir eru alltaf jafn spenntir fyrir.
Á fimmtudaginn fórum við í langa vettvangsferð, við tókum strætó niður á Hlemm og gengum þaðan niður í Þjóðleikhúsið þar sem við sáum leiksýninguna um Ómar orðabelg. Börnin stóðu sig eins og hetjur, sátu og fylgdust með þótt að sýningin hafi verið talsvert löng. Eftir sýninguna gengum við niður á Lækjartorg og tókum strætó þaðan aftur í leikskólann með smá viðkomu á leikvellinum bak við bókasafnið í Hamraborg.
Í dag, föstudag er óhætt að segja að fjölbreytt dýralíf hafi verið alsráðandi á deildinni þar sem bangsadagurinn var í dag. Slöngur, pelikanar, hundar, birnir og fleiri dýr mættu með börnunum og tóku þátt í starfinu með okkur.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
11. október 2019
Sælir kæru foreldrar
Lífið gengur sinn vana gang hér á Hæðinni, við höfum nýtt góða veðrið og verið mikið úti ásamt því að vinna hin ýmsu verkefni inni við.
Í smiðju gerðu börnin fingrabrúðu úr gipsi. Meðan gipsið var að þorna áttu þau að gera vinnuteikningu þ.e.a.s að teikna hvernig brúðan ætti að líta út. Margir gerðu ljómandi fína vinnuteikningu sem sýndi af mikilli nákvæmni hvernig útlitið yrði. Þau fundu síðan sjálf efni í hár, kórónur, föt og það sem þau vildu hafa á brúðunni. Fengu að fara með hana ásamt WC-rúllu verkefnið heim.
Á þriðjudaginn fórum við í langan göngutúr bak við Þrymsalina og enduðum síðan á leiksvellinum við Þrúðsalina ásamt því að prófa æfingartækin við göngubrúna yfir Arnarnesveg þar sem allir fengu góða útrás. Það voru því þreytt og sátt börn sem komu til baka í hádegismat að ferð lokinni.
Fimleikar voru síðan á miðvikudag og eru börnin aðeins farin að skólast til í þeim.
í dag, föstudag var svo bleikur dagur, mikið var gaman hve margir komu í bleiku í leikskólann og tóku þátt með okkur.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð
4. október 2019
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið fljót að líða, við höfum verið mikið úti og láta börnin rok, rigningu og kólnandi veður ekkert stoppa sig.
Við fengum góða gesti þessa vikuna í leikskólann en þá komu nokkrir leikskólakennarar frá Litháen og Eistlandi. Þær voru hér til þess að fylgjast með öllu því skemmtilega sem við gerum á hverjum degi.
Á miðvikudag fórum við í fimleika sem er alltaf jafn gaman en hópurinn er hægt og rólega að hristast saman.
í dag, föstudag bauð Sinfóníuhljómsveit Íslands öllum leikskólum upp á að fylgjast með streymi frá þeim þar sem hljómsveitin spilaði nokkur skemmtileg lög. Einnig var svo afmælisprins hjá okkur á Hæð og var haldið upp á það fyrir kaffi þar sem boðið var upp á popp, saltstangir og epli. Til hamingju með afmælið vinur og takk fyrir okkur.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kveðja
Allir á Hæð