Hóll

Hóll er í Gili og er hún innsta deildin þeim megin.

Litur Hóls er blár og er hann vinadeild Lautar.

Á Hóli eru 21 barn, öll fædd árið 2015

Beinn sími er: 441-5214

 

Starfsfólkið á Hóli:

Ragnheiður - Lýðheilsufræðingur, Deildastjóri Netfang:ragnheidurt@kopavogur.is

Brynhildur - Þroskaþjálfi

Kasia - Háskólamenntaður starfsmaður

Konráð - Leiðbeinandi

Stefanía Björk - Leiðbeinandi

Sonja Rut - Háskólamenntaður starfsmaður

Júlíana - Leiðbeinandi. Er í veikindaleyfi

 

Dagbók

8. 11. 

Kæru foreldrar,

 Á mánudag skemmtu allir sér vel í leikvangi hjá Kollu.  það var  4 ára afmæli á mánudag. Afmælisbarnið var búið að búa til flotta kórónu og valdi sér disk og glas í tilefni dagsins. Fórum út eftir kaffið.  Á þriðjudag vorum við inni í ýmsum leikjum og enduðum daginn inni.  Á miðvikudag var smiðja hjá Nönnu. Nú eru börnin byrjuð að föndra jólagjafir. Útivera eftir kaffitímann. Í gærmorgun fórum við vettvangsferð og löbbuðum stóran hring- það voru mjög margir orðnir þreyttir í fótunum á leiðinni til baka. Lubba-fjallið okkar stækkar mikið dag frá degi- mjög skemmtilegt að sjá það.

Það verður heilmikið um að vera hjá okkur í næstu viku. Á föstudaginn 15. nóvember verður haldið upp á afmæli leikskólans, en hann verður 18 ára þann 16. nóvember. Í tilefni dagsins ætlum við að hafa búningadag/furðufatadag.  Brúðuleiksýningin  Pétur og Úlfurinn verður  kl 9:30, það verður ball, andlitsmálning í boði, pizza í hádegismat og súkkulaðikaka í kaffinu- þetta verður pottþétt mjög spennandi og skemmtilegur dagur.

Við minnum á skipulagsdaginn fimmtudaginn 21. nóvember.

 

takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

2019


01.11.2019

Kæru foreldrar,

enn ein vikan þotin hjá og nú eru margir farnir að tala um að það sé að styttast í jólin ¿ Á mánudag skemmtu allir sér vel í leikvangi hjá Kollu í þrautabraut sem endaði á eltingaleik. Eftir hádegi voru hópar hjá Jónínu og útivera og svo enduðum við daginn úti líka.  Á þriðjudag var val milli ýmissa leikja og það var líka farið í bingo. Útivera eftir hádegismatinn. Á miðvikudag var smiðja hjá Nönnu þar sem börnin eru alltaf að gera eitthvað spennandi og skemmtilegt og þau gerðu líka verkefni í Orðagulli. Það var svo útivera eftir kaffitímann. Í gærmorgun ákváðum við að fara í vettvangsferð og þar sem alla langaði svo voðalega mikið í strætó þá ákváðum við að fá brauð hjá Barböru í eldhúsinu og fara að gefa öndunum. Það voru allir spenntir fyrir því, samt voru þau pínu smeyk við endurnar sem drifu sig upp á bakkann og eltu til að fá meira brauð. Við andapollinn eru æfingatæki sem gaman var að æfa sig í eftir að brauðið kláraðist. Lubba-lestrarátakið okkar í Fífusölum byrjaði í dag og það var mjög skemmtilegt að fá fyrsta beinið strax í morgun til að líma á Lubba-fjallið. Við fórum út að leika í morgun og líka eftir kaffi í góða veðrinu.

takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

25.10.2019

Kæru foreldrar,

það var mjög fámennt hjá okkur á mánudag og þriðjudag þar sem margir eiga eldri systkini sem voru í vetrarfríi. Það hefur líka verið svolítið um veikindi, hiti, kvef og hósti. Leikvangur hjá Kollu var á mánudag fyrir hádegi og svo var útivera bæði eftir mat og kaffi. Á þriðjudag vorum við inni fyrir hádegi í hópastarfi og ýmsum leikjum en fórum út eftir matinn. Við höfum verið að æfa samsett- setja tvö orð í eitt- t.d. skóli og taska=skólataska. Þetta var pínu erfitt fyrst en eftir að þau áttuðu sig á þessu finnst flestum þetta mjög skemmtilegt.  Þau hafa líka verið að æfa sig í að vinna verkefni í Ipadinum í Orðagulli sem er app sem miðar að því að styrkja orðaforða, máltjáningu, vinnsluminni og heyrnræna úrvinnslu en þetta eru mikilvægir undirbúningsþættir máls og læsis. Öllum sem hafa prófað þetta finnst þetta mjög spennandi og hafa viljað vinna fleiri en eitt verkefni.   Á miðvikudag var val fyrir hádegi, hægt var að velja útiveru eða ýmsa leiki inni. Smiðja féll niður í vikunni- Fórum út aftur eftir kaffitímann. Í gær vorum við inni fyrir hádegi en ákváðum að viðra okkur aðeins eftir matinn þótt það væri ískalt úti. Það var bara hressandi og börnin í fínum leik þrátt fyrir kuldann. Enduðum daginn með því að sameinast af öllum deildum á eldri gangi og hlusta á sögu í rólegheitunum. Í dag var bangsadagur og heljarinnar fjör hjá okkur, allir komu með bangsa og enginn var eins þannig að þau hafa skipst á að leika með bangsana.

Takk fyrir vikuna og góða helgi, Ragnheiður, Kasia, Stefanía, Brynhildur og Konráð

18.10.2019

Kæru foreldrar,

Vikan hefur verið fljót að líða hjá okkur. Á mánudag var Leikvangur hjá Kollu fyrir hádegi og útivera eftir matinn. Á þriðjudag vorum við inni fyrir hádegi í ýmsum leikjum og eins fóru þrír hópar til Jónínu. Fórum út eftir hádegið og aftur eftir kaffitímann. Á miðvikudag var ávaxtadagur hjá okkur, allir voru mjög spenntir fyrir honum. Smiðja hjá Nönnu var á sýnum stað og þar gerðu þau tilraun sem heitir ¿Þéttleiki vökva¿ úr bókinni Skemmtilegar tilraunir með vatn. Síðan gerðu þau sjálfsmynd þar sem þau byrja á því að teikna sjálft sig með blýanti síðan eiga þau að klæða teikninguna í föt (efnisbútar)og setja hár (garn) og aðra fylgihluti (það sem þau finna í smiðju). Síðan kláruðu þau að líma augu á skrímslið sitt auk þess sem þau voru beðin um að segja aðeins frá skrímslinu sínu. Í gær var bara verið úti nánast allan daginn þar sem veðrið var svo frábært.  Við vorum inni fyrir hádegi að spila, í holukubbum og í hópastarfi. Eftir mat fórum við út að leika í góða veðrinu og aftur eftir kaffitímann.

Í næstu viku- á föstudag höldum við uppá alþjóðlega bangsadaginn- allir mega koma með 1 bangsa að heiman

 

04.10.2019

Kæru foreldrar,

það hefur verið fullt að gera í þessari viku. Það komu til okkar gestir frá Litháen og Eistlandi en við höfum verið í Nordplus verkefni með þeim síðastliðið ár. Þær höfðu gaman af að koma og skoða hvað við erum að gera hér í Fífusölum. Það fóru allir til  Kollu á mánudaginn og í smiðju á miðvikudag. Í dag fórum við í vettvangsferð, ákváðum áður en við fórum að við ætluðum að finna form- hring, sexhyrning, ferhyrning eða kassa og þríhyrning. Krakkarnir voru ótrúlega dugleg að finna formin og höfðu gaman af. Fórum svo á tvo leikvelli að leika.

Næsta vika: á þriðjudaginn 8 verður leikfangadagur í Fífusölum. Allir mega koma með eitt leikfang að heiman :)

föstudaginn 11. október er bleikur dagur, hvetjum alla til að mæta í bleiku :)