Hóll

Hóll er í Gili og er hún innsta deildin þeim megin.

Litur Hóls er blár og er hann vinadeild Lautar.

Á Hóli eru 25 börn, öll fædd árið 2018

Beinn sími er: 441-5214

 

Starfsfólkið á Hóli:

Ragnheiður -  Háskólamenntaður starfsmaður Lýðheilsufræðingur, Deildarstjóri Netfang: ragnheidurt@kopavogur.is

Írena Sóley- Leiðbeinandi

Sunna Líf - Leiðbeinandi

Yana - Háskólamenntaður starfsmaður, Leiðbeinandi

Kató - Leiðbeinandi, Þroskaþjálfanemi

Ísak Aron - Leiðbeinandi

Hrefna - Leiðbeinandi


Dagbók

20. janúar2023

Kæru foreldrar,

Það var mikill spenningur fyrir bóndadeginum í dag og það var virkilega gaman að sjá hvað börnin voru dugleg að smakka súrmatinn. Meira að segja voru nokkrir sem borðuðu mikið t.d. af hákarli.

Hópastarf í vikunni: 

Æfðum hljóðgreiningu- að finna fyrsta hljóð í orði. Æfðum klippifærni og klipptum út hring. Bókalestur- lesið fyrir börnin með leikrænni tjáningu.

Blæstund: Skoðuðum Blæ-spjöld og töluðum um það sem er að gerast á myndunum/spjöldunum.

Lubbi: Málhljóð vikunnar var Ii/Yy, ein daman hér á deildinni á þennan staf og var ánægð með það. Sagan fjallan um Yrsu og Indriða sem fara í heimsókn að Innra-Hólmi.

Smiðja: Börnin byrjuðu sum á að mála mynd á meðan önnur kláruðu að græja víkingahattana sína.

Leikvangur: Það var frjáls tími í þessari viku- farið var í stórfiskaleik-snjókarlaleik og blöðruleik.

Útivera hefur verið með allra minnsta móti þessa dagana. Farið var út e.h. á þriðjudag og svo var val um útiveru e.h. á miðvikudag. Öll börnin orðin frekar leið á að vera svona mikið inni.

Vettvangsferð: Slepptum vettvangsferðinni. Vonum að veður og færi fari að skána svo við getum farið í gönguferð.

Gaman saman á eldri gangi var í dag og sungum við þorralög sem við höfum verið að æfa.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli



13. janúar 202

 

 

6. janúar 2023

Kæru foreldrar

Nýja árið byrjaði rólega hjá okkur og ennþá margir í fríi. Börnin voru glöð og ánægð að hitta vini sína aftur eftir jólafríið og hafa mest leikið í hlutverkaleikjum eða setið og perlað sem þau eru orðin dugleg að gera. Það hefur ekki verið mikil útivera þessa daga enda reglulega kalt úti og ansi margir vel kvefaðir ennþá.

Í dag héldu allar deildir Gaman saman í matsalnum þar sem við sungum fullt af lögum og kvöddum jólin.

Í næstu viku byrjum við á fullu í hópastarfi, leikvangi, smiðju og málörvun.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

16. desember 2022

Kæru foreldrar

Vikan hjá okkur hefur verið frekar róleg og mikið verið perlað og verið að lita jólamyndir- útiveran hefur ekki verið mikil en við höfum alltaf farið út, bara verið styttri tíma en venjulega. Í dag erum við samt að hugsa um að vera alveg inni. 

Á miðvikudaginn voru litlu jólin hjá okkur í Fífusölum. Við dönsuðum í kringum jólatréð, Stúfur kom í heimsókn og gaf öllum börnunum pakka og síðan var boðið upp á mandarínur inni á deild. Í hádegismatinn var svo hangikjöt með tilheyrandi meðlæti. Í eftirmat var svo ís sem flest börnin kunnu mjög vel að meta.

Í gær fóru jólapakkarnir til mömmu og pabba heim. Mikill spenningur var fyrir því og margir búnir að bíða eftir að mega loksins taka þá með heim.

Vettvangsferð : Ákváðum að sleppa henni og vera inni að pakka inn jólagjöfunum fyrir foreldrana 😊

Lubbi finnur málbein : Er kominn í jólafrí til 9. janúar 2023

Jóla -GamanSaman... í dag hittist allur leikskólinn á ganginum hjá yngri deildunum. Þar sungum við saman nokkur jólalög, kveiktum á fjórða kertinu -englakertinu á aðventukransinum okkar og áttum notalega jólastund saman.

Leikvangur : Féll niður vegna jólaballsins

Smiðja ...  Við héldum áfram að undirbúa jólin. 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 28. nóvember- 2.desember

 

Kæru foreldrar

Vikan byrjaði mjög skemmtilega hjá okkur en við fengum leikhóp til okkar sem sýndi leikrit um strákinn sem týndi jólunum. Börnunum fannst gaman og voru bara ekkert hrædd við Grýlu.

Við höfum verið töluvert mikið inni í rólegheitum að föndra og lita í vikunni en auðvitað farið út 1x á dag til að fá smá útrás og hlaupa dálítið.

Hópastarf

 Æfðum okkur í að klippa og lita.

Vettvangsferð - Slepptum vettvangsferð í vikunni en vorum inni í staðinn að föndra

Smiðja – Jóla-jóla

Leikvangur – Erfið  þrautabraut hjá Hinrik á miðvikudag

Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /Ll/.Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins. Við fundum svo saman nokkur orð sem byrja á Ll t.d. Lubbi, litar, lamb og lögguhúfa

Aðventu-samverustundir.  Allar deildirnar voru allar saman komnar inni á yngri gangi og kveikt var á öðru kertinu- Betlehemskertinu og sungin nokkur jólalög

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 21- 25.nóvember 2022

Kæru foreldrar

Við byrjuðum strax á mánudagsmorgun að móta allskonar piparkökur fyrir foreldrakaffið sem var í gær.  Það er alltaf gaman fyrir börnin að fá foreldrana í heimsókn og þau biðu öll mjög spennt eftir að klukkan yrði þrjú 😊Takk kærlega fyrir komuna.

Hópastarf

 Við klöppuðum nöfnin okkar í samstöfur, lásum örsöguna um Uu og gerðum klippiverkefni

Vettvangsferð - Á þriðjudag fórum við í vettvangsferð eftir hádegismatinn því það var svo dimmt um morguninn.  Við löbbuðum að róló og leituðum að jólatrjám og jólaljósum á meðan. Það var mjög kalt þannig að við vorum ekki lengi.

Smiðja – Byrjuðum á að græja jólagjafir

Leikvangur – Skemmtileg þrautabraut hjá Hinrik á miðvikudag

Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /Uu/.Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins. Við fundum svo saman nokkur orð sem byrja á U. T.d. Urriði, Ugla, Umferðarljós

Blær bangsi– Í Blæ stund lásum við sögu um stelpu sem var uppnefnd sem henni þótti að sjálfsögðu leiðinlegt. Blær bangsi benti henni á að hún skyldi vera hugrökk og segja þeirri sem uppnefndi hana hvernig henni liði, sem hún og gerði og allt endaði vel. Töluðum líka um hvað er vont að vera skilin útundan.

Aðventu-samverustundir. Þar sem fyrsti sunnudagur í aðventu er á sunnudaginn þá var fyrsta aðventustundin okkar í dag í matsalnum þar sem allar deildirnar voru allar saman komnar- kveikt var á fyrsta kertinu- Spádómskertinu og sungin nokkur jólalög

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

Kæru foreldrar

Stutt vika en stuðvika samt :) Það mættu allir í búningum á afmælisdaginn. Við byrjuðum á því að setjast öll saman inn í matsal og syngja afmælissönginn bæði fyrir leikskólannn sem varð 21 árs og fyrir Lubba sem varð 12 ára. Eftir það var opið flæði á milli deilda og ball á Hæðinni og þar var aðal fjörið. Í  hádeginu borðuðu allir pizzu inn á deildum og fóru svo út að leika eftir matinn. Í kaffitímanum var afmæliskaka.

Hópastarf: Farið yfir reglur Bínu bálreiðu, klappa orð í samstöfur, leikið með rím, leikið með samsett orð. Fínhreyfingaverkefni- flokka, lita og klippa. Í lokin var frjáls leikur þar sem við æfum samskipti og vináttu

Smiðja: féll niður v/skipulagsdags

Leikvangur:  féll niður v/afmælis-búningadags leiksk.

Lubbi finnur málbein: Unnið var með málhljóðið Ee- Sagan fjallar systkinin Evu eldhressu og Ellert sem fara á Esjuna.  Æfðum okkur í að syngja lagið og læra táknið fyrir Ee.

Vettvangsferð: Seinni hópurinn fór labbandi í Lindasafn að hlusta á sögur í sögustund þar og tóku strætó til baka.

Gaman saman á eldri gangi er í dag fyrir hádegismatinn þar sem við syngjum saman lög sem við höfum verið að æfa.

Útivera: Höfum farið út 1-2 á dag

 

 

 

Vikan 7-11. nóvember 2022

Kæru foreldrar,

Í morgun var "Gaman saman" á eldri gangi þar sem við sungin voru ýmis lög sem við höfum verið að æfa í vikunni.

Hópastarf: Fínhreyfingaæfing þar sem bókstöfum var raðað upp á band. Klöppuðum nöfnin okkar í atkvæði, lásum stutta örsögu með spurningum í lokin- æfðum talningu enn og aftur frá 1-10, unnið var með verkefni með myndum þar sem þurfti að telja hluti á myndinni og tengja við réttan tölustaf. Þemaverkefni- frjáls leikur- æfa samskipti og vináttu

Smiðja: Byrjuðum aðeins að lita jólamyndir og æfa okkur í að klippa út.

Leikvangur:  erfið þrautabraut

Lubbi finnur málbein: Unnið var með málhljóðið Hh- Sagan fjallar um Hafliða haförn sem býr í hamrahöll á Hornströndum. Æfðum okkur í að syngja lagið og læra táknið fyrir Hh. Mjög skemmtilegt að sjá hversu hratt lubbabeinafjallið okkar stækkar hratt, börnin eru svo dugleg að koma með bein :)

Vettvangsferð: Við slepptum vettvangsferð í vikunni- bæði vegna mikilla veikinda en líka af því að við fengum í heimsókn til okkar góða gesti :)  Á þriðjudaginn var dagurinn "gengið gegn einelti og margir 10 bekkingar úr Salaskóla komu til okkar í heimsókn og tóku þátt í starfinu með okkur.

Útivera: Höfum farið út 1-2 á dag

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Kæru foreldrar,

Ýmislegt hefur verið brallað í vikunni hjá okkur 

Í dag er "Gaman saman" á eldri gangi þar sem við syngjum ýmis lög sem við höfum verið að æfa í vikunni

Hópastarf: Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar-myndrænt, Lubbi málhljóðið Jj-örsaga-skoðaðar myndir sem tilheyra sögunni, Numicon stærðfræðikubbar- tengja saman form og tölur 1-10, þemaverkefni- frjáls leikur- æfa samskipti og vináttu

Smiðja: Smiðja féll aftur niður því miður v/veikinda

Leikvangur: Þrautabraut- æfing með grjónapúða á höfðinu og að kasta hringjum, klifra upp rimla, sveifla í kaðli og fara í kollhnís

Lubbi finnur málbein: Unnið var með málhljóðið Jj - Sagan fjallar um Jórunni sem fór á jeppanum á jökulinn- við fórum yfir orð sem byrja á J og þá helltist nú jólafílingurinn yfir okkur öll :)

Vettvangsferð: Helmingur hópsins labbaði niður í bókasafnið í Lindaskóla því þar var sögustund og hlustuðu á tvær sögur. Eftir sögustundina skoðuðu þau bækur í rólegheitum og tóku svo strætó til baka. Farið verður með seinni hópinn n.k. þriðjudag í sögustund- í lokin fær hvert barn tvö bein til að hengja á lubbafjallið :)

Sund: Síðasti hópurinn fer í dag- svo verður pása framyfir áramót.

Útivera: Höfum verið mikið úti í vikunni 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 24-28. október 2022

Kæru foreldrar,

vikan fljót að líða í leik og starfi hjá okkur á Hóli.

Hópastarf: bókalestur með spurningum í lokin, veltum fyrir okkur ýmsum orðum- æfðum rím sem börnunum finnst svo skemmtilegt. Í  gær átti Blær bangsi afmæli og  í hópastarfinu  lituðu börnin  mynd af Blæ og þeir sem vildu fengu að klippa hana út.

Smiðja: Smiðja féll aftur niður því miður v/veikinda

Leikvangur: Þar var þrautahringur og 10 hopp á trampólíninu í lokin þar sem börnin eru að æfa sig í að telja

Lubbi finnur málbein: Unnið var með málhljóði Vv og lesin örsaga um Vigdísi sem býr á Vopnafirði- við lærðum vísuna og fórum yfir margt sem byrjar á V

Vettvangsferð: Féll því miður niður v/manneklu

Í gær var alþjóðlegi bangsadagurinn og allir mættu í náttfötunum sínum með bangsa. Þetta var svo notalegt hjá okkur og börnin skiptust á að skoða bangsa hjá hvert öðru. 

Þar að auki átti Blær bangsi afmæli í gær og hittust allir á eldri gangi í samverustund þar sem byrjað var á því að fara yfir eitt af vináttuspjöldum Blæs þar sem eitt barnið á myndinni var skilið útundan. Síðan var sunginn afmælissöngur fyrir Blæ og að lokum smá ball þar sem allir dönsuðu sem vildu.

Sund: Það er mikið sport að fara með leikskólastjóranum í sund :). Það fór 1 hópur á mánudag og annar í dag.

Útivera: Höfum verið mikið úti í vikunni í fínu veðri

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 17-21 október

 

Kæru foreldrar,

Ýmislegt hefur verið brallað þessa vikuna hjá okkur.

Hópastarf:  Unnið var með tölustafi, æfing í að klippa form, klappa nöfnin í atkvæði og bókalestur þar sem börnin fengu spurningar í lokin.

Smiðja:  Því miður féll smiðja niður vegna veikinda

Leikvangur: Erfið þrautabraut og keila í lokin

Lubbi finnur málbein: Unnið var m eð málhljóðið Úú. Við lásum örsögu um hana Úlfhildi sem ætlaði með fjölskyldunni í útilegu á Úlfljótsvatn en þau hættu við vegna veðurs. Í staðin óskaði Úlfhildur sér þess að hún væri komin í sólina í útlöndum. Við skoðuðum ýmsa hluti sem byrja á Ú.

Gaman saman: Þar sungum við ýmis lög sem við höfum æft, td. um hana Úlfhildi, Krummavísur ofl., enduðum á smá "balli" þar sem allir tóku þátt :).

Vettvangsferð: Löbbuðum smá hring í hverfinu og enduðum á róluvelli og spiluðum líka fótbolta.

Sund: Nú er aftur komið að okkur í sundið og fyrsti hópurinn fór í dag.

Útivera: Höfum verið töluvert mikið úti að leika þar sem veður hefur verið gott þótt það hafi kólnað dálítið.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

 

 

Vikan 10-14.október

Kæru foreldrar

Sl. mánudagsmorgun drifum við okkur út í góða veðrið, það var dálítið svalt en sól. Aðaláhugaefni barnanna í útiverunni var að sópa saman laufblöðum sem þau keyrðu burtu í litlum hjólbörum og söfnuðu saman í stóran haug annarsstaðar í garðinum. Þau höfðu ótrúlega gaman af þessu og skemmtilegt að fylgjast með þeim:)

Eftir hádegismatinn spiluðu allir lottó/bingó spil í hópastarfinu, þau hafa öll gaman af því að spila þetta og svara í heilum setningum. Elstu skvísurnar brugðu sér í kennarahlutverkið og stjórnuðu spilinu til skiptis og stóðu sig svona líka ljómandi vel.

Við ákváðum að sleppa vettvangsferðinni á þriðjudag, bæði rigndi duglega en það var líka hvasst svo að það var ekki mikill spenningur fyrir því að fara út. Þess í stað vorum við inni í ýmsum leikjum; að leira, í holukubbum og að púsla.

Málhljóð Lubba þessa vikuna var ÍÍ/Ýý og við lásum um ísbjörninn sem kom til Íslands og vildi fara til Ísafjarðar í ísbúðina að fá sér ískaldan ís og ýsu í íshúsinu. 

Í leikvangi í gær var Hinrik með frjálsan tíma- hann var með stórt tjald og þetta var mikið gaman.

Í morgun fóru allir hópar í hópastarf. Farið var yfir samskiptareglur Bínu bálreiðu, klöppuðum nöfnin í samstöfur og fórum yfir samsett orð og rímuðum líka. Börnin í kindahópi æfðu sig í að klippa og stóðu sig mjög vel í því.

Í smiðju í dag máluðu þau öll mynd.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 3-7. október

Kæru foreldrar,

Það var alveg extra mikil hreyfing hjá okkur þessu vikuna enda heilsuvika :)

Fórum út strax á mánudagsmorgun í kapphlaup inná lóðinni. Eftir hádegið höfðum við jógastund í hópastarfinu. Lubba málhljóð þessa viku var Dd og fjallaði um hana Diljá sem dreymdi að hún væri komin á fiskidaginn mikla á Dalvík.

Í vettvangsferðinni á þriðjudag æfðum við okkur líka í að hlaupa dálítið og fórum síðan á leikvöll að leika.

Það var mjög  erfið þrautabrautin hjá Hinrik á miðvikudag en skemmtileg samt. Þá var líka ávaxtadagur og mikið úrval af ávöxtum sem hresstu alla vel við :)

Í smiðju í gær var teikniæfing- börnin æfðu sig í að teikna húsið sitt og pabba og mömmu. Það var skemmtileg hreyfistund í hópastarfinu 

Í morgun fóru allir á eldri gangi út kl. 9:30 og tóku þátt í stöðvaleikjum sem búið var að setja upp úti í garði. Gaman saman samveran var haldin úti í garði enda upplagt að vera úti í góða veðrinu.  Allir fá boost í kaffitímanum í dag :)

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

.

 

Vikan 26.-30. september

Kæru foreldrar,

Það hefur aldeilis verið nóg að gera í vikunni hjá okkur :)

Á mánudag fóru allir hópar í hópastarf, við héldum áfram í að æfa okkur að ríma og athuga samsett orð, einnig að klappa nöfnin og föðurnafn í samstöfur. Málhljóð Lubba þessa viku var Nn og fjallaði um hann Nóa sem ætlaði til Reykjavíkur að heimsækja Núma frænda sinn á Njálsgötunni þeir ætluðu í Nauthólsvík og að gefa öndunum.

Vettvangsferðin á þriðjudag var gönguferð um hverfið með viðkomu á leikvelli. 

Á miðvikudag fóru allir til Hinriks í leikvang  og að þessu sinni var hann með frjálsan tíma/leiki sem féll í góðan jarðveg :)

 Á fimmtudag var hópastarf f.h. - Þau gerðu sporunarverkefni þar sem þau voru að spora saman tölustafi og hversu mörg dýr þau töldu. Einnig var farið í að skoða númicon og æfa sig ennþá meira í að telja- fórum líka yfir reglurnar hennar Bínu bálreiðu :), klapp í samstöfur og svo var frjáls leikur í hópunum í lokin. 

Eftir hádegi var smiðja  hjá Lukku. Þar æfðu þau sig í litablöndum sem þeim þótti mjög skemmtilegt og máluðu svo mynd.

Í dag var "Gaman saman" á eldri gangi með Hæð og Hllíð- þar sungu börnin saman nokkur lög sem þau hafa verið að æfa í samverustund undanfarið

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 12-16 september

Kæru foreldrar,

enn ein vikan þotin hjá okkur. Í hópastarfi þessa viku æfðu börnin sig í sporunarverkefni og í að klippa form. Við rímuðum og æfðum samsett orð. Þetta gekk vel hjá þeim og þau voru áhugasöm. Við löbbuðum góðan hring í vettvangsferð á þriðjudag, já eða hlupum :) því miður féll smiðja og leikvangur niður vegna manneklu.

Málhljóð lubba þessa viku var Mm- Við töluðum mikið um hana Margréti sem er að verða fimm ára og langar í mjúkan hamstur í afmælisgjöf. Skoðuðum líka myndir af músarindli og maríuerlu.

Í dag verður svo "Gaman saman" með Hæð og Hlíð eins og í síðustu viku og við höfum verið að æfa okkur í að syngja nokkur lög sem verða sungin á eftir

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 5-9. september 2022

 

Þetta hefur verið skemmtileg vika hjá okkur, veðrið uppá sitt allra besta og verið úti hvenær sem að tækifæri gafst.

Á mánudag var hópastarf hjá öllum hópum. Börnin æfðu sig í að klappa nöfnin í atkvæði og síðan var farið yfir reglurnar hennar Bínu bálreiðu og í restina var lesin fyrir þau bók. Eftir hádegið var verið úti í frjálsum leik. Einn sundhópur fór í sund sem gekk frábærlega og þær voru svo duglegar skotturnar.

Á þriðjudag var farið  í vettvangsferð- fyrst var farið á leikvelli  og endað í ærslabelgnum sem var mjög skemmtilegt. Það var útivera eftir hádegismatinn.

Á miðvikudag var leikvangur með þrautabraut hjá Hinrik með slökun í lokin. Hópastarf aftur á fimmtudag með endurteknu efni.

Lubbi er mættur aftur til leiks og málhljóðið þessa viku var Aa.

Á föstudag héldum við sameiginlegt "Gaman saman með Hlíð og Hæð- það gekk vel og við sungum heilmikið. Farið var út í rigninguna eftir hádegið og það var ekki að sjá að neinum þætti það neitt leiðinlegt þótt það rigndi dálítið mikið- þess meira var hægt að sulla sem er alltaf gaman. Síðasti hópurinn fór í sund sem gekk mjög vel og þær voru með nesti með sér þar sem sundtíminn er svo seint að kaffitíminn í leikskólanum er búinn þegar komið er til baka, en það féll í góðan jarðveg hjá sundgörpunum :)

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 29. ágúst - 2. september 2022

 

Það hefur allt gengið vel í vikunni hjá okkur, höfum reyndar ekki mikið verið úti vegna veðurs. Drifum okkur þó í vettvangsferð á þriðjudagsmorgun, með strætó sem alltaf er vinælt. Ætluðum á hoppubelginn í Hamraborg en okkur þótti betri hugmynd að fara í heimsókn á bókasafnið og skoða bækur þar sem veðrið var vægast samt slæmt .  Það var mjög skemmtilegt og allir nutu sín vel :).  Allir fóru í leikvang á miðvikudagsmorgun og fengu þar nokkuð erfiða þrautabraut og góða slökun í lokin. Börnin fengu mikið hrós frá kennaranum fyrir hvað þau voru dugleg að gera æfingarnar og tóku vel eftir.

Annars höfum við dundað heilmikið inni- æft okkur í að klippa form eins og hringi og kassa og það gekk vel hjá þeim.

Dagurinn í dag einkendist mest af útiveru og allir glaðir yfir góða veðrinu úti og fundu sér ýmislegt að gera.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

Vikan 22 - 26. ágúst 2022

 

Kæru foreldrar,

veðrið hefur leikið við okkur þessa viku og við þess vegna verið mikið úti. Við fórum í langa vettvangsferð sl. þriðjudag og bæði löbbuðum og hlupum til skiptist, þetta var hörkuganga fyrir þau og ekki laust við að þau væru pínu þreytt þegar við komum aftur til baka. Fyrsti leikvangstíminn var á miðvikudagsmorgun, það er hann Hinrik sem verður með leikvang allavega til áramóta. Vikuna 5-9 september byrjar svo annað skipulegt starf eins og smiðja, hópastarf, Lubba og Blæstundir og málörvunartímar fyrir þá sem það þurfa.  

Við höfum líka heilmikið verið að leika inni í t.d. búningaleik, segulkubbum og að perla, púsla og teikna. Það er gaman að sjá hvað áhugi á að púsla hefur aukist hjá mörgum og þau hafa verið mjög dugleg.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

Vikan 9.maí – 13.maí 

Kæru foreldrar,

Þá er vetrarstarfi leikskólans að ljúka eftir frábært, skemmtilegt, lærdómsríkt og innihaldsríkt skólaár. Nú leggjum við til hliðar hópastarf, Blæ og Lubbastundir, smiðju og leikvang. Við tekur sumarstarf í næstu viku með mikilli útiveru, vettvangsferðum, leik og gleði.

Það hefur verið mikil útivera í þessari viku og allir skemmta sér konunglega í alls konar leikjum og vilja helst ekki fara inn

Blæstund: Lásum sögu um fallega vináttu og hlustuðum á Blæ lög

Vettvangsferð: Farið var upp í útikennslustofu með bæði Hlíð og Hæð sem var mjög skemmtilegt og stór hópur. Þar léku allir sér góða stund við að klifra í trjánum, fara í feluleik, tína orma og fleira

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Kasía, Írena og Lilja Ósk

 

Vikan 2.- 6. maí 

Kæru foreldrar

Í þessari viku var heilsuvika. Við höfðum ávaxta- og grænmetisdag á miðvikudag og börnin komum með fullt af allskonar ávöxtum og grænmeti- við þökkum kærlega  fyrir það.

Í morgun setti starfsfólkið upp stöðvar hér og þar í garðinum- þar sem m.a. var hægt að fara í keilu, leika með fallhlíf, gera þrautabraut, fara í fótbolta og fara í kapphlaup. Börnin voru dugleg að taka þátt í stöðvunum og höfðu mjög gaman af, ekki síst að fá stimpil í lokin 😊. Í kaffitímanum á eftir fá svo allir heilsudrykk

Í gær komu nemendur frá Tónlistarskóla Kópavogs að spila fyrir okkur á hljóðfærin sín. Þau spiluðu m.a. á klarínett, þverflautu, saxafón og trommur.

Smiðja: Í smiðju með Nönnu voru börnin að sulla sem þótti nú ekki leiðinlegt og teiknuðu svo mynd í lokin

Leikvangur:  þrautabraut og frjálst í lokin

Blæstund: Við skoðuðum myndapjöld og veltum fyrir okkur hvernig öllum á myndunum liði og hvernig væri hægt að hjálpa þeim sem liði ekki vel

Lubbastund: Í þessari viku unnum við með málhljóðið -Au. Við sungum lagið með stafnum, klöppuðum atkvæði nokkra orða og fundum orð sem byrjuðu á málhljóðinu.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 25-29. apríl

Kæru foreldrar 

Veður þessa vikuna hefur verið milt og gott og við þess vegna verið mjög mikið úti.

Hópastarf: Spiluðum lottó-spil, æfðum okkur í að klippa og spurðum spurninga úr málörvunarspjöldum

Lubbastund: Í þessari viku var málhljóðið Óó. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. 

Blæstund: Við ræddum um mikilvægi þess að leyfa öðrum að vera með í leik og að vera góð hvert við annað

Leikvangur: Byrjað var á þrautabraut og svo farið bæði í dýraleik og litaleik og endað í tjaldinu.

Smiðja: Á miðvikudag var smiðja hjá Nönnu og leyfði hún öllum að vera með trönur og vatnslita mynd.

Vettvangsferð: Fórum á þriðjudagsmorgun eins og vanalega. Við fórum góðan hring í hverfinu sem endaði á róluvelli í Ársölum. Á leiðinni æfðum við jafnvægið, hlupum helling, hlustuðum eftir fuglahljóðum og skoðuðum gróður og hvað það grænkar fljótt úti.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

Vikan 4. – 8.apríl 2022

Kæru foreldrar 

Enn ein skemmtileg vika flogin hjá 😊. Við höfum verið mikið úti í góðu veðri

Hópastarf: Hóparnir máluðu mynd af páskaunga og á hana augu og gogg og teiknuðu svo fætur. Myndirnar voru allar fallegar og mjög mismunandi sem var gaman að sjá. Æfðum okkur að syngja um lóuna og nokkur börn nánast búin að læra vísuna. Æfðum okkur svo að klippa og lita.

Lubbastund: Í þessari viku var málhljóðið Ei/ Ey Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. 

Blæstund: Við lásum sögur úr bókinni Vinátta í leikskólanum. Aðalumræðuefnið var að uppefna ekki hin börnin, stríða og skilja útundan og vera dugleg við að skiptast á: bæði að skiptast á leikföngum og skiptast á að vera ákveðnar persónur í leikjum.

Leikvangur: Byrjað var á þrautabraut og síðan farið í leiki

Smiðja: Páskaföndur með Nönnu.

Vettvangsferð: Fórum á þriðjudagsmorgun eins og vanalega. Ákveðið var að fara með öllum hópnum á Hlíð í vettvangsferð sem var mjög skemmtilegt. Fyrir valinu varð Salaskólalóðin og þar léku sér allir góða stund. Nokkrir kvörtuðu um kulda enda ansi mikið kaldara en hefur verið undanfarið. En allir skemmtu sér vel.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

Vikan 28.mars – 1.apríl 2022

Kæru foreldrar,

Vikan hefur verið frábær hjá okkur og kominn vorfílingur í alla enda hefur veðrið verið gott og við höfum verið mjög mikið úti að leika. Við höfum talað aðeins um lóuna sem er vorboðinn okkar og er komin fyrir þó nokkru til síðan til landsins. Við ætlum að halda áfram að tala um lóuna í næstu viku, lita mynd af lóu og læra vísuna um lóuna sem kemur og kveður burt snjóinn.

Í Blæ stund höfum við enn og aftur talað um hvað það er erfitt og vond tilfinning að vera skilin útundan – í leikskólanum er svo gaman því það leika allir saman ! Við pössum uppá hvert annað. Við höfum líka talað um reglurnar hennar Bínu bálreiðu, að hlusta og passa hendur.

Í frjálsa leiknum er mömmuleikur (í búningum) alltaf vinsælastur og í þeim leik geta mörg dundað mjög lengi í einu og ná að dýpka leikinn. Segulkubbarnir eru líka í uppáhaldi og þau byggja svo flottar byggingar úr þeim. Börnin hafa líka verið dugleg að púsla og lita.

Lubbi finnur málhljóð: Í þessari viku var málhljóðið Ææ. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Mörg börn eiga bókina heima og þekkja orðið fullt af stöfum. 

Leikvangur: Í boði var þrautabraut og frjálst í lokin

Smiðja: Því miður féll smiðja niður þessa viku vegna veikinda

Vettvangsferð: Við fórum kirkjuhringinn í góðu veðri sl. þriðjudag og æfðum okkur að hlaupa. Það var gaman að sjá hvað börnin eru dugleg að hlaupa og sum hafa mikið keppnisskap og finnst ekkert skemmtilegra en að hlaupa og verða fyrst í mark 😊

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

 

Starfsfólkið á Hóli

 

 

21.-25. mars 2022

Kæru foreldrar,

Enn ein vikan flogin hjá og nú fer að styttast í páskana…enda börnin nú þegar farin að spá í hvað þau fái mörg páskaegg 😊

Lubbi: Málhljóð vikunnar var -Ðð-  Daði átti að borða lúðuna en vildi frekar snúð.

Blær: Við lásum söguna Gríslingur og afmælisveislan. Hún fjallaði um strák sem bauð vinum sínum í afmæli. Nágranni stráksins var gíraffi og mamma hans vildi ekki bjóða honum í afmælið því hann væri of stór. Við ræddum um hvað fólk er mismunandi og hvað það sé mikilvægt að allir fái að vera með- það er ekki fallegt að skilja einhvern útundan

Smiðja: Á miðvikudag var smiðja og börnin byrjuðu á páskaföndri. Máluðu með gulri málningu á pappadisk. Í lokin teiknuðu þau það sem þau langaði.

Leikvangur: Eftir hádegi á þriðjudag var leikvangur hjá Kollu sem er alltaf jafn vinsæll. Þar voru ýmsar æfingar framkvæmdar og frjálst í lokin

Vettvangsferð:  Það var grenjandi rigning þegar við lögðum af stað í vettvangsferðina sl. þriðjudagsmorgun en það var bara skemmtilegt 😊Byrjuðum á því að æfa okkur pínu í að hlaupa og fórum svo á Hvammsvöll að leika. Öllum þótti þetta gaman- aðallega af því það voru svo margir pollar til að stappa í.

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

21. febrúar - 25. febrúar 2021

Kæru foreldrar,

Það  hefur verið gaman hjá okkur í litavikunni og gaman að sjá hversu mörg börn mættu í viðeigandi lit og notuðu hugmyndaflugið ef ekki var til flík í þeim lit sem var þann daginn.  Afmælisprinsessurnar voru tvær í vikunni- á mánudag og þriðjudag :). Mikil spenna hjá þeim og gaman að hafa öðruvísi dag og bjóða vinunum popp ofl.

Málhljóð Lubba þessa viku var Ö- við hlustuðum á lagið og æfðum okkur að syngja og fórum yfir hluti og nöfn sem byrja á ö.

Í Blæ-stund skoðuðum við spjöld með myndum og veltum því fyrir okkur hvað væri að gerast á myndunum. Hvað börnin myndu vilja gera í aðstæðum sem þessum- þau voru mjög meðvituð um hvað væri að gerast og að lausnin væri að skilja ekki einhvern útundan því þá liði honum/henni svo illa.

 

Leikvangur - Þar var farið í þrautabraut og frjálst í lokin

Smiðja - verkefni sem tengdist litavikunni.

Í dag hefur veðrið verið þannig að við höfum bara verið inni að leika. Fyrir hádegi voru börnin að perla, púsla  í playmo og segulkubbum en eftir hádegi var opið flæði á milli deilda og mikið fjör. Inni á  Hæð var búið að gera hálfgert myrkaherbergi og kveikja á lömpum þannig að það voru stjörnur og tungl ásamt fleiru í loftinu og ball í gangi. Þeir sem vildu gátu dansað þar eða farið í rólegri leiki á hinum deildunum. Heppnaðist vel og allir glaðir og ánægðir.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

Dagbók

Vikan 7.-11. febrúar 2022

Enn ein vikan flogin hjá. Það hefur verið frekar fámennt hjá okkur í vikunni vegna veikinda- einhver leiðinda flensa að herja á okkur.

Mánudagurinn var mjög stuttur hjá okkur og ekki mörg börn sem komu. Það var frjáls leikur fram að kaffitíma og svo var farið út eftir kaffi að leika í snjónum.

Á þriðjudag áttum við afmælisprins- Hann var mjög spenntur fyrir deginum, málaði flotta kórónu og fékk að velja sér disk og glas í matartímanum. Hann bauð vinum sínum upp á popp og saltstangir.

Leikvangur var eftir hádegi á þriðjudag- Kolla var með þrautabraut og leiki og svo var farið út eftir kaffitímann.

Smiðja var á miðvikudag: Þar voru börnin að útbúa bolluvendi fyrir bolludaginn.

Í hópastarfi vorum við að æfa málþroska  með það að markmiði að auka orðaforða, styrkja hlustun og tjáningu, efla máltjáningu og skilning og síðast en ekki síst að læra að gera til skiptis og bíða. 

Málhljóð Lubba þessa viku var T - við hlustuðum á lagið og æfðum okkur að syngja og fórum yfir hluti og nöfn sem byrja á T

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

Vikan 31. janúar– 4.febrúar 2022

Kæru foreldrar

Það byrjaði allt skipulagt starf í vikunni sem vakti mikla lukku 😊 Þetta er líka tannverndarvika og við höfum talað mikið um hvað er gott fyrir tennurnar og hvað er slæmt fyrir tennurnar. Hengdum upp myndir af hollum mat og óhollum mat sem við skoðuðum vel og lögðum áherslu á mikilvægi þess að tannbursta sig oft og passa vel upp á tennurnar. Fengum bangsa að láni með þessar fínu tennur og allir fengu að tannbursta hann og æfa sig. Að lokum hlustuðum við á söguna af Karíus og Baktus (gamla útgáfu) sem öllum þótti mjög skemmtileg og mörg þekktu vel. Það voru samt nokkur börn sem þóttu þeir félagar ansi vondir við Jens og voru ekki sátt við það.

Á mánudag áttum við4 ára afmælisprinsessu sem fagnaði deginum og bauð vinum sínum uppá jarðarber popp og saltstangir. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn

Það voru tveir tónlistartímar með henni Guðnýju, bæði í gær og dag þar sem ýmislegt var prófað. Börnin fengu að prufa hljóðfæri og æfðu sig í að syngja tónstigann- það var svo gaman að fylgjast með þeim því þau voru svo áhugasöm og fannst þetta skemmtilegt. Í dag var síðasti tíminn hjá henni og farið var yfir allt það sem þau hafa verið að gera. Við þökkum Guðnýju kærlega fyrir skemmtilega tíma.

Leikvangur: var á þriðjudag- fyrst var farið í  þrautabraut og endað á leikjum

Smiðja: var á miðvikudag og þar máluðu allir myndir sem verða til sýnis hérna úti í garðinum okkar á eftir í kakókaffinu 😊 á mánudaginn förum við svo með þessar myndir út í Versali og fáum að hengja þær upp 😊 fá að hanga þar líklega út næstu viku.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

Vikan 17-21. janúar 2022

Kæru foreldrar,

Vikan hefur verið skemmtileg  og nóg að gera. Á þriðjudag og fimmtudag voru börnin á tónlistarnámskeiði sem verður i nokkrar vikur. Þau höfðu öll mjög gaman að því og sýndu mikinn áhuga á því sem fyrir þau var lagt.

Lubba-málhljóðið var Ii/Yy og við hlustuðum á lagið og spáðum í hver/hvað byrjaði á stafnum. Málhljóð næstu viku er O.

Börnin kláruðu að föndra víkingahjálmana fyrir þorrablótið á miðvikudag sem var í dag hjá okkur. Krúttin voru flest dugleg að smakka súrmatinn en borðuðu samt mest af hangikjöti og slátri. Í morgun var opið flæði á eldri gangi og eftir það höfðum við gaman saman og sungum þorralög.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 6- 10. desember 2021

Kæru foreldrar
Vikan hefur farið í að jólast og jólast meira og allir glaðir og kátir :). Börnin voru virkilega krúttleg þegar þau mættu í morgun, öll í jólapeysunum sínum. Við drifum okkur í vettvangsferð sl þriðjudag, í myrkinu að skoða jólaljósin og stoppuðum á leikvelli í bakaleiðinni. Eftir hádegi var leikvangur hjá Kollu. Í smiðju á miðvikudag kláruðu börnin jólaföndur sem þau voru byrjuð á. Í morgun hittumst við öll saman á eldri gangi í aðventustund og kveiktum á þriðja kertinu, hirðakertinu, sungum fullt af jólalögum og hlustuðum á jólasögu þar sem Stekkjastaur var að leggja af stað til byggða.
Allt skipulagt starf er komið í jólafrí (smiðja,leikvangur,málörvun, Lubba- og Blæstundir) og hefst aftur mánudaginn 10. janúar.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 30. nóvember- 3. desember 2021

Kæru foreldrar

Vikan hefur verið notaleg hjá okkur og allir komnir í sannkallaðan jólagír. Við erum búin að skreyta á ganginum og eins inni á deild og krúttunum finnst það nú ekkert smá skemmtilegt 😊 Við hlustum á jólalögin og æfum okkur að syngja þau saman sem er mjög skemmtilegt

Leikvangur féll niður í vikunni vegna veikinda Í smiðju hjá Nönnu voru börnin að klára að föndur til að hengja á jólatréð og eru farin að spyrja hvort við förum ekki að skreyta 😊

Málhljóð Lubba í vikunni var Gg og það þótti nú ekki leiðinlegt 😊

Blær heldur áfram að kenna okkur um vináttu og hversu mikilvægt það er að vera góð við hvort annað og hjálpast að.

Við höfðum sameiginlega aðventustund í morgun á eldri gangi og kveiktum á Betlehemskertinu og sungum saman nokkur jólalög.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

Vikan 15-19. nóvember 2021

 Kæru foreldrar 

Skemmtileg vika hjá okkur og yndislegt að sjá öll börnin samankomin  aftur.

Aðalspennan var á þriðjudag en þá varð leikskólinn 20 ára. Mættu börn og starfsfólk í búningum eða einhverjum furðufötum. Dagskráin hófst kl 9:20 í matsalnum sem var gott því spennan og biðin inni á deild var alveg að fara með krúttin 😊. Fyrst sungum við öll saman afmælissönginn ásamt fleiri söngvum en síðan kom  Wally hjá Sirkus Ísland  og skemmti börnunum. Eftir sýninguna  var boðið upp á opið  flæði milli deilda á eldri gangi. Í hádeginu var pizzuveisla og súkkulaðikaka í kaffitímanum. 

Lubbi finnur málbein: Þessa vikuna vorum við með málhljóðið Uu. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins sem börnunum fannst mjög fyndið og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu Uu. Í næstu viku verður málhljóðið Ll.

Leikvangur: Þrautabraut og leikir hjá Kollu í leikvangi

Smiðja: Jólaföndur

Vettvangsferð:  Vettvangsferðin féll niður vegna afmælisins

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Starfsfólkið á Hóli

 

 

Vikan 8-12 nóvember 2021

Þessi vika hefur verið mjög róleg hjá okkur og dálítið öðruvísi en vanalega þar sem hefur vantað helming barnanna alla vikuna.

Við höfum verið mikið inni að dúllast í allskonar leikjum.  Bjuggum til bleikan leir sem allir gátu dundað sér lengi í, spiluðum tölu-spil þar sem börnin gátu æft sig í að telja og þekkja tölurnar. Það var hárgreiðsludagur þar sem allir sem vildu gátu fengið fallegar fléttur eða eitthvað annað í hárið :), púsluðum heilmikið og lékum í eldhúsleik og kubbaleik.

Börnin hafa verið mjög dugleg að koma með Lubba-bein í leikskólann og fjallið stækkar og stækkar :) Málhljóð vikunnar var Ee. Við sögðum saman málhljóðið, hlustuðum á lagið og fundum eitthvað sem byrjar á E. Í næstu viku verður málhljóðið Uu

Í morgun höfðum við "Gaman saman stund" á eldri gangi sem sem helguð var degi eineltis. Blær bangsi var með í söngnum og við sungum nokkur vinalög saman.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 1-5 nóvember 2021

Kæru foreldrar,

þessi vika var fljót að líða enda erum við alltaf að gera eitthvað skemmtilegt :)

Mánudagur: Helmingur hópsins var inni fyrir hádegi i hópastarfi og fór út eftir matinn en þá fóru þau sem voru úti fyrir hádegi í hópastarf. 

Þriðjudagur: Að þessu sinni fóru eingöngu 5 stelpur í vettvangsferð- ástæðan var sú að við ætluðum í sögustund á Lindasafn og þar er gott að vera með fáa í einu- hins vegar varð ekki af sögustundinni svo við fórum í strætóferð í staðinn. Hinum verður von bráðar boðið uppá strætóferð :). Kolla var með þrautabraut í leikvangi eftir matinn. Það var mjög kalt seinnipartinn svo við ákváðum að vera inni í frjálsum leik.

Miðvikudagur: Allir fóru til Nönnu í smiðjuna að jólast eitthvað- kemur í ljós síðar hvað þau voru að gera :)

Fimmtudagur: Verið var inni fyrir hádegi og einhverjir voru í málörvun hjá Ingu Bryndísi. Svo var farið út að leika eftir hádegismatinn.

Föstudagur: Vorum inni fyrir hádegi í playmo, eldhúsdóti og kubbaleik og útivera eftir matinn.

Málhljóð Lubba þessa vikuna var Hh sem börnin voru fljót að læra og fannst skemmtilegt. Þau voru dugleg að finna nöfn og hluti sem byrja á H. Í Blæ stund töluðum við um vináttuna og ekki megi skilja útundan.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

Vikan 25-29. október 2021

Kæru foreldrar,

það var mjög rólegt hjá okkur í byrjun vikunnar- mjög mörg börn í fríi. Þau dunduðu sér inni að leira orma og kökur fyrir hádegi en svo fórum við út eftir hádegi og aftur eftir kaffið. Vettvangsferðin á þriðjudag var stutt en við fórum á Salaskólalóðina að leika. Það féll í mjög góðan jarðveg hjá krúttunum og þau voru þar alsæl að leika. Eftir hádegið var skemmtilegur tími hjá Kollu þar sem börnin æfðu jafnvægið, klifruðu í rimlunum og margt fleira. Eftir kaffitímann ákváðum við að vera inni að leika í segulkubbunum og í dúkkuleik.   Við héldum uppá alþjóðlega bangsadaginn á miðvikudag og það mættu allir í náttfötum, bæði börn og starfsfólk og börnin komu öll með bangsana sína sem voru af öllum stærðum og gerðum. Þetta var kósý dagur- það var opið flæði á eldri gangi fyrir hádegi og í lokin héldum við "Gaman saman" og sungum nokkur lög auk afmælissöngs því hann Blær bangsi varð 5 ára. Það var líka mjög gaman í smiðjunni því börnin voru að byrja á að föndra jólagjafir. Í gær vorum við inni í frjálsum leik fyrir hádegi en svo var útivera eftir matinn og eftir kaffi. Lubba málhljóð vikunnar var Jj og börnin voru dugleg að finna orð sem byrja á j- allt jólatengt :)

Í morgun vorum við inni fyrir hádegi í dúkkukrók, segulkubbum og að spila samstæðuspil en fórum út eftir matinn í góða veðrið.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

23. október 2021

Kæru foreldrar,

Nú er smám saman að kólna úti enda fyrsti vetrardagur á morgun. Við fórum í langan göngutúr á þriðjudag og það var ansi kalt á okkur en við létum það ekki á okkur fá og höfðum gaman. Blær bangsi var með í för og við töluðum um hversu mikilvæg vináttan er og að vera góð hvert við annað. Lubba málbeinið var Vv og við æfðum okkur í að finna eitthvað sem byrjar á v og sungum vísuna.  Í hópastarfi höfum við verið að æfa litina. Kolla var með skemmtilega þrautabraut í Leikvangi og frjálst í lokin.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

16. október 2021

Kæru foreldrar,

Eins og venjulega höfum við verið mikið úti. Veðrið var það gott sl mánudag að við fórum þrisvar út.  Á þriðjudag rigndi hressilega á okkur en við létum það ekki á okkur fá og fórum í vettvangsferð og í henni var æfing í jafnvægi, klifri, hlaupi og auðvitað að fylgja reglunum. Krúttin stóðu sig eins og hetjur í þessu öllu og fengu að koma við á leikvelli í lokin og leika sér í góða stund. Eftir matinn fóru þau öll til Kollu í Leikvang, þar fóru þau í litaleik og síðan í stórfiskaleik. Eftir kaffitímann var svo mikil rigning að við ákváðum að vera inni og leika. Á miðvikudag fóru allir í smiðju til Nönnu að föndra myndaramma. Lubba málbein nr. 7 var málhljóðið Úú. Það gekk vel hjá þeim flestum að finna orð sem byrjaði á ú og svo sungum við lagið saman. Á föstudag var bleikur dagur, það var gaman að sjá hversu margir mættu í bleiku og svo áttum við líka afmælisprinsessu. Hún var búin að búa til flotta kórónu og valdi sér disk og glas. Það var mikill spenningur hjá henni að bjóða vinum sínum upp á góðgæti- við óskum henni innilega til hamingju með daginn.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

8. október 2021

Kæru foreldrar

Vikan hefur flogið áfram hjá okkur enda alltaf nóg að gera :). Drifum okkur í vettvangsferð á þriðjudagsmorgun í sól og góðu veðri. Ákváðum að tína ber og allskonar lit laufblöð til að föndra úr. Æfðum líka smá hlaup- krúttin eru mjög dugleg að hlaupa og enduðum á leikvelli í smástund í lokin. Í smiðjutímanum á miðvikudag bjuggu börnin til haustþemamynd. Kolla var aftur með þrautabraut í leikvangi og allir skemmtu sér vel.

Lubba-málbein nr. 6 í vikunni var málhljóðið Íí/Ýý. Við erum svo heppin að eiga tvo ísbirni sem tóku þátt í lubbastundunum. Ísbirnirnir heita báðir Ísak, finnst gott að borða ýsu og gæða sér á ís. Í næstu viku verður málhljóðið Úú.

Í gær var nú aldeilis ávaxtaveisla hjá okkur. Börnin komu með fullt af ávöxtum og grænmeti að heiman sem við skárum niður og héldum reglulegt ávaxtapartý. 

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Starfsfólkið á Hóli

 

1. október 2021

Kæru foreldrar

Allt hefur gengið sinn vanagang hjá okkur á Hóli. Krúttin ánægð saman í góðum leik og lítið um árekstra.  Í næstu viku verður heilsuvika og fimmtudaginn 7. október höldum við ávaxtapartý á Hóli. Börnin mega koma með einn ávöxt/grænmeti að heiman. 

Í leikvangi sl. þriðjudag hjá Kollu var boðið uppá þrautabraut og leiki. Það er alltaf mikill spenningur að fá að fara í leiksalinn og börnin koma glöð og endurnærð til baka. Í smiðju voru framkvæmdar tvær tilraunir og svo var í æfing í að klippa eftir beinni línu  og líma. Ákveðið var að sleppa vettvangsferð sl. þriðjudag þar sem veðrið var ótrúlega leiðinlegt og lítill spenningur fyrir því að fara í gönguferð.

Málbein nr. 5 í vikunni var málhljóðið Dd. Krúttunum ykkar finnst mjög skemmtilegt að hlusta á Lubba lögin, syngja með og gera táknin. Í næstu viku verður málhljóðið Íí/Ýý

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Starfsfólkið á Hóli

 

21. maí 2021

Við áttum tvö afmælisbörn á mánudag sem voru ótrúlega spennt og glöð með að eiga sama afmælisdag. Ákeðið var að halda uppá afmælin í sitt hvoru lagi, fyrir og eftir hádegi. Það var nú ekki leiðinlegt 😊

Við lærðum nýtt Lubba- málhljóð en það var -mjúka g- í þessari viku. Börnin voru dugleg að finna hvaða orð voru með mjúku-g þegar við lásum textann fyrir þau.

Á þriðjudaginn var vettvangsferð fyrir hádegi. Tekinn var smá hringur í hverfinu með viðkomu á róluvöllum. Eftir hádegi voru fimleikar og svo útivera eftir kaffitímann.

Á miðvikudag var síðasti tíminn í smiðju og allir fengu að velja sér það sem þau vildu gera. Vorum inni í frjálsum leik eftir hádegismat en fórum út eftir kaffi að leika í pollunum.

Á fimmtudag fórum við út að leika fyrir hádegi í góða veðrinu. Síðasti tíminn í leikvangi var frjáls. Eftir það var farið í stoppdans og setudans sem er mjög vinælt Við fórum svo út að leika eftir kaffi.

Í dag var farið út strax kl. 9:00 í góða veðrið og eins eftir hádegi. Það er allir sáttir og sælir í alls konar leikjum og að blása sápukúlur

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsfólkið á Hóli

30. apríl 2021

Kæru foreldrar,

vikan flaug áfram enda höfum við verið mikið úti. Það var ánægður hópur sem fór í sund á mánudag í sól og góðu veðri. Hjóladagurinn á miðvikudag heppnaðist líka frábærlega- okkur fannst gaman að sjá hvað þau eru öll orðin dugleg að hjóla- mikil breyting frá því í fyrra :).

Í smiðju máluðu öll börnin leirverkefni og útbjuggu blóm. Hjá Kollu í leikvangi í gær var frjáls tími og allskonar leikir í gangi enda voru þau mjög þreytt eftir tímann. Síðustu börnin framkvæmdu eldgos í fjallinu sínu og taka það með heim í dag. Lubba málhljóð vikunnar var ei/ey.

Í dag er kósí hjá okkur, við ætlum öll að borða inni á deild og það er pizza í matinn :)

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

16. apríl 2021

Kæru foreldrar,

veðrið var svo gott í byrjun vikunnar að við vorum nánast úti allan daginn bæði á mánudag og þriðjudag. Börnin alsæl með þetta og voru í allskonar leikjum úti. 

Í smiðju hjá Nönnu á miðvikudag kláruðu allir að setja sand ofl. á eldfjöllin og  máttu taka með sér heim.  Kolla var með skemmtilega þrautabraut í leikvangi á fimmtudag. Ákveðið var að vera inni eftir kaffitímann og hafa opið á milli deilda. Það vakti mikla lukku hjá öllum og alltaf gaman að leika á öðrum deildum

Lubba málhljóð vikunnar var Ðð

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

9. apríl 2021

Kæru foreldrar.

Börnin mættu hress og endurnærð eftir páskafrí og höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja sem þau höfðu gert og hvað þau borðuðu mörg páskaegg :).

Ákveðið var að fara ekki í vettvangsferð á þriðjudag því alla langaði að vera inni í rólegheitum og leika. Það var ýmislegt gert: leirað, teiknað, kubbað og farið í búningaleik. Fimleikarnir féllu því miður niður og verða heldur ekki í næstu viku. Fórum út eftir kaffitímann.

Lubbi var boðinn velkominn úr páskafríinu og málhljóð vikunnar var Rr. Börnin voru dugleg að finna allskonar nöfn og hluti sem byrja á R

 Í smiðju hjá Nönnu bjuggu allir til eldgos sem tókst vel hjá þeim og áhuginn var  svo mikill svo að við ákváðum að leyfa þeim að halda áfram í hópastarfi með eldfjallatilraun. Þau bjuggu til leir, ákváðu lit og bjuggu til fjall úr leirnum. Fóru síðan í morgun að tína steina og greinar og nú eru  þau  byrjuð  á að undirbúa fjöllin fyrir tilraunina sjálfa sem verður í næstu viku en þá framkvæma þau eldgos. Þau horfðu líka á myndband um eldgos og fengu spurningar um ýmislegt því tengdu. Áhugavert verkefni sem heldur vel athyglinni hjá flestum. Útivera í snjónum eftir kaffi.

Í gær var leikvangur hjá Kollu, þar var þrautabraut og leikir og slökun í lokin. Eftir hádegi var frjálst flæði milli deilda á eldri gangi og útivera eftir kaffi.

Í dag var hópastarf fyrir hádegi og frjáls leikur eftir hádegi. Útivera verður eftir kaffi í góða veðrinu.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

26. mars 2021

Kæru foreldrar

Nú er þessi sérstaka vika á enda. Við gerðum margt skemmtilegt þrátt fyrir erfiðar fréttir í miðri viku og hertar sóttvarnir. Á mánudag var hópastarf og smá föndur. Við lærðum málhljóð vikunnar sem var Þþ. Börnin voru fljót að læra táknið og vísuna og dugleg að finna eitthvað sem byrjaði á Þ.

Við fórum í vettvangsferð á þriðjudagsmorgunn, ætluðum á Salaskóla lóðina en þar voru svo margir að leika þannig að við löbbuðum góðan hring og enduðum í brekkunni hjá stóru rennibrautinni. Þar skemmtu sér allir konunglega við að renna sér eða velta niður brekkuna. Eftir hádegi voru fimleikar.

Á miðvikudag var smiðja hjá Nönnu og kláruðu allir að gera páskaskrautið sitt. Fimmtudaguirnn var frekar stuttur og mjög fáir sem komu. Ákveðið var að sameinast inni á Hæð og Hlíð og þar léku sér allir í sátt og samlyndi. Eftir kaffið fóru allir út að leika.

Í dag hefur verið frjáls leikur og sameiginleg samverustund með Hæð og Hlíð þar sem var hlustað á sögu, sungið og rímið æft.

Takk fyrir vikuna og góða helgi,
                    Starfsfólkið á Hóli

 

12. mars 2021

Kæru foreldrar,

litavikan var skemmtileg hjá okkur og börnin gerðu gular tásur, rauðar hendur, græn tré, strumpa og loks regnboga í dag. Það voru nokkur sem höfðu mjög ákveðna skoðun á því hvað yrði gert þannig að við leyfðum þeim að ráða því og það voru allir ánægðir með þetta.

Seinni hópurinn fór á Lindasafnið á þriðjudagsmorgun í sögustund og síðan var farið með strætó til baka sem var skemmtilegt. Á meðan labbaði hinn hópurinn smá hring í hverfinu og við stoppuðum á róluvöllum.

Lubba-málhljóð vikunnar var Ö - alltaf skemmtilegt í lubbastund og allir duglegir að taka þátt.

Í hópastarfi æfðu börnin sig að skrifa tölustafi og teikna form.

Í gær var þrautabraut í leikvangi hjá Kollu og eftir hádegi hélt afmælisprinsessa dagsins uppá á afmælið sitt.

Í morgun var regnbogaball og opið flæði milli deilda á eldri gangi, það tókst mjög vel því öllum þykir gaman að fara í heimsókn á aðrar deildir og skoða dótið þar.

takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

5. mars 2021

Kæru foreldrar,
 
heimasíðan okkar er eitthvað biluð svo að ég sendi bloggið hér.
Vikan byrjaði skemmtilega, leikfangadagur !! Börnin komu með allar stærðir og gerðir af leikföngum og léku sér með þau í sátt og samlyndi og voru dugleg að skiptast á dóti.
Á þriðjudag ákváðum við að fara með helming hópsins í sögustund á Lindasafn Við vorum öll alsæl með að komast aftur í bókasafnið og öllum fannst gaman. Eftir hádegi voru fimleikar í Gerplu og svo var útivera eftir kaffi.
Á miðvikudag fóru allir í smiðju til Nönnu, þau kláruðu að sauma út stafinn sinn og byrjuðu á páskaskrauti. Það var búlgarskur dagur og kom ein skvísa sem er búlgörsk í aðra ættina með trefil og fána til að sýna okkur og við spjölluðum lítillega um Búlgaríu.
Á fimmtudaginn var Kolla í leikvangi ekki en við drifum okkur samt í leikvang, fórum í leiki og höfðum gaman.
Það voru allir hressir í dag og var farið bæði út eftir hádegismat og kaffitíma.
Lubba -Málhljóð vikunnar var Kk og gekk mjög vel að finna orð sem byrja á K og eiginlega allir höfðu gaman af.
Í hópastarfi vorum við að ríma, klappa í atkvæði og 2 hópar fóru í fuglaspil og hlustuðu á hljóð fugla og reyndu að geta rétt

takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

26. febrúar 2021

Kæru foreldrar,

þetta er aldeilis búin að vera fín vika hjá okkur á Hóli. Í hópastarfi gerðu börnin stærðfræði verkefni og æfðu sig í að telja með numikubbunum. Lubba -málhljóð vikunnar var T og allir æfðu sig vel í að finna orð og ríma og skrifuðu á endanum litla og stóra T/t.

Á miðvikudag var  ávaxta- og grænmetisdagur og börnin komu með allskonar girnilega ávexti að heiman og höfðu skemmtilega ávaxtastund og framhald á fimmtudeginum því þetta var svo mikið. Við þökkum kærlega fyrir.

Allir fóru í smiðju til hennar Nönnu að mjólka Skjöldu sem hún bjó til svo snilldarlega. Þar að auki fræddi Nanna þau um margt varðandi kýrnar.  Þau gerðu líka hjörtu til að líma á glugga og sum eru byrjuð að sauma út stafinn sinn.

Þar sem slökkviliðið gat ekki komið í heimsókn til okkar (V/COVID) eins og verið hefur undanfarin ár hjá elstu börnunum þá lofuðum við að horfa á myndbandið um Loga og Glóð og fara svo hring um leikskólann til að athuga reykskynjara og fleira. Að launum fengu allir viðurkenningaskjal og litabók frá Slökkviliðinu.

Í gær var þrautabraut og fleira skemmtilegt hjá Kollu í leikvangi.

Í dag eigum við afmælisprins sem er sá fyrsti á deildinni til að verða 6 ára. Hann kom með popp og saltstangir til að bjóða vinum sínum. Við óskum honum innilega til hamingju með daginn.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

19. febrúar 2021

 

Kæru foreldrar,

börnin mættu glöð í leikskólann á mánudag, búin að „bolla“ foreldrana mörgum sinnum og gæða sér á  góðum bollum. Þau fengu fiskibollur í  hádeginu og gómsætar rjómabollur í kaffitímanum. Í hópastarfi unnu allir verkefni úr orðagulli.

Lubba-málhljóðið þessa viku var P og fjallaði um hann Pálma á Patreksfirði. Börnin hafa verið sérstaklega dugleg við að finna orð sem byrja á P.

Á þriðjudaginn fórum við í stutta vettvangsferð og þræddum leikvelli hér um kring.Það féll í góðan jarðveg og allir undu sér vel úti í góða veðrinu. Við fengum saltkjöt og baunir í hádegismat og flest börnin voru dugleg að borða. Eftir kaffitímann fóru allir út að leika og þá skreyttum við hér inni á göngunum og gerðum kósý fyrir öskudag. Það voru spennt börn sem mættu hér í náttfötum eða í kósýgalla á miðvikudagsmorgun.  Við byrjuðum á að skoða bækur og leika í rólegheitum á dýnu á ganginum en eftir það var náttfataball í matsalnum þar sem allur eldri gangur var með tónlist og dansaði saman. Eftir ballið var bíómynd í leikvangi og allir fengu rúsínur til að borða. Í hádegismat var pizza og við ákváðum að borða inná deildum. Allir sem vildu fengu andlitsmálningu. Eftir hádegismat var opið flæði á milli deilda á eldri gangi og svo var útivera eftir kaffi. 

Í gær var þrautabraut í leikvangi Kollu og útivera eftir kaffi. Það var frekar rólegt hjá okkur í dag enda vantaði tæplega helming barnanna. Nokkur fóru í sund í dag og síðasti hópurinn að sinni fer á mánudag.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

5. febrúar 2021

Kæru foreldrar,

Vikan þaut alveg áfram því það hefur verið svo margt skemmtilegt að gera.

Samvera: Lubba málhljóðið þessa vikuna er Ii-Yy og Lubbi fór í heimsókn að Innra- Hóli. Við fengum líka heimsókn í Lubba-stund. Það var lítill sætur Lubbi sem kom og hitti okkur, klæddur í flotta lopapeysu og með húfu.

Hópastarf: Í hópastarfi var æfð hlustun. Einn nemandi fór bak við skilrúm og framkvæmdi hljóð og hin áttu að giska á hvað þau heyrðu. Þetta gekk vel og þeim fannst spennandi að velta fyrir sér mismundandi hljóðum og voru dugleg að fylgjast með og hlusta.  Tannverndarvikan var skemmtileg  og settum við í  sameiningu upp á vegg hjá okkur bæði glaða tönn og leiða tönn. Börnin  fengu síðan allskyns myndir af mat sem er bæði góður og slæmur fyrir tennurnar, til dæmis af ávöxtum og grænmeti, snúðum og gosi. Börnin  röðuðu því saman upp í kringum leiðu og glöðu tönnina. Við ræddum saman um það að það má alveg borða matinn sem er hjá leiðu tönninni í hófi, en tönnin yrði bara leið ef við gleymum að bursta hana, bæði kvölds og morgna. Við hlustuðum á Glám og Skrám í Sælgætislandi og við horfðum á Karíus og Baktus, upptöku síðan 1970 sem öllum fannst mjög spennandi en líka pínu hræðileg. Við fengum líka lánaða tanngóma hjá Elfu Guðmundsdóttur tannlækni og tannbursta og tannþráð. Það fengu allir að prufa að bursta góminn og æfa sig að fara á milli tannanna með tannþræðinum. Við þökkum Elfu tannlækni kærlega fyrir hjálpina.

LEIKVANGUR: Þar sem Kolla var ekki í gær ákváðum við samt að leyfa öllum að gera æfingar, skokka í hringi, gera armbeygjur, fara í kollhnís og fleiri skemmtilegar æfingar sem enduðu á afslappandi jógastöðum áður en þau skelltu sér í leik sem heitir Krókódíll, krókódíll og er einhverskonar útgáfa af stórfiskaleik.

SMIÐJA:Í smiðju bjuggu börnin til góm með tungu og tönnum sem þau bjuggu til og tannbursta þar að auki.

Vettvangsferðin þessa viku var ferð út í Salalaug með listaverk sem börnin máluðu í tilefni af degi leikskólans og hengdu upp. Þau völdu ákveðið þema sem var vetur og það er skemmtilegt að sjá  mismunandi útfærslur hjá þeim.

Í tilefni af degi leikskólans sem er á morgun, 6. febrúar, var opið flæði milli deilda á eldri gangi í morgun þar sem búið var að setja upp mismunandi stöðvar. Það er alltaf gaman að breyta til og börnunum fannst gaman að flakka á milli deilda.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfsfólkið á Hóli

 

29. janúar 2021

Kæru foreldrar,

Í þessari viku hefur margt skemmtilegt verið gert en við höfum verið meira inni en venjulega vegna kulda úti. Við ákváðum að sleppa sundinu og förum ekki næsta mánudag heldur, en vonandi fer að hlýna þannig að kannski kemst næsti hópur n.k.föstudag.

Samvera: Lubba málhljóðið þessa vikuna er S og Lubbi var í Stykkishólmi. Í Blæ stund töluðum við um það að bera umhyggju fyrir öðrum- að sýna samkennd og hjálpsemi.

Hópastarf: Í hópastarfi héldum við áfram að æfa rímið og klappa í atkvæði

LEIKVANGUR: Í gær var þrautabraut hjá Kollu og frjáls leikur í lokin 

SMIÐJA:Í smiðju hafa alla verið að undirbúa skemmtileg verkefni í tengslum við tannverndarvikuna sem verður í næstu viku. Þar að auki eru börnin byrjuð að útbúa bolluvendi.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

22. janúar 2021

Kæru foreldrar,

Þessi vika hefur verið mjög góð og börnin verið í ýmsum verkefnum og leikjum. Perlurnar eru aftur komnar í toppsætið og nú eru strákarnir aðallega að perla Among us karla en stelpurnar allskonar. Spilin hafa líka verið vinsæl eins og alltaf og litlu legókubbarnir.

Samvera: Lubba málhljóðið þessa vikuna er F og börnin voru dugleg að finna alls konar heiti og hluti.  Í Blæ stund töluðum við um vináttuna og hvað  það er gott að vera góð hvert við annað. Í framhaldi af því ákváðum við að hafa Blæ partý fyrir litlu bangsana sem var svo skemmtilegt að beðið er með spenningi eftir næsta😊 Í samverustund hjá öðrum hópnum höfum við lesið bók um Múmínsnáðann sem féll í góðan jarðveg. Það hefur líka verið lesið mikið í hinum hópnum og farið í leiki t.d. í grænni lautu. Þorralögin höfum við æft svolítið líka og talað um merkingu orða í lögunum.

Hópastarf: Í hópastarfi í vikunni æfðum við rím og að setja saman orð og taka orð í sundur.

LEIKVANGUR: Mjög skemmtilegur tími hjá Kollu, þau voru að æfa sig í stökki og hanga í kaðli ásamt mörgu öðru.

SMIÐJA: Þessa vikuna voru öll börnin að mála og skreyta víkingahjálma fyrir daginn í dag. Þau voru sum dugleg að smakka þorramatinn á meðan önnur þorðu ekki. Fyrir kaffitímann verðum við með sameiginlega samverustund á eldri gangi þar sem við syngjum nokkur þorralög.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

15. janúar 2021

Kæru foreldar,

vikan hefur liðið hratt og nóg að gera hjá okkur. Á mánudag fóru allir í hópastarf. Þau voru annars vegar að vinna borðverkefni og svo fóru þau í Blæ-stund þar sem þau voru að æfa sig í að nudda bakið á hvort öðru.  Á þriðjudag drifum við okkur í vettvangsferð þrátt fyrir myrkrið úti og það er ekki hægt að segja annað en allilr hafi skemmt sér vel. Fyrsti fimleikatíminn á vorönn var eftir hádegi á þriðjudag. Það þarf að skrá barnið hjá Gerplu fyrir vorönn.

Í smiðju á miðvikudag var verið að gera tilraunir upp úr Vísindabók Villa sem var ótrúlega spennandi. Í gær fimmtudag mættu allir með vasaljósin sín og fóru út snemma í gærmorgun til að leita að endurskinsmerkjum í trjánum. Hvert merki var merkt með nafni barnsins og þau áttu að finna sitt merki. Börnin skemmtu sér konunglega í leitinni :). Við höfum verið dugleg að leika úti þótt lóðin sé varasöm þar sem er svo mikil hálka þrátt fyrir mikla rigningu. Leikvangur hjá Kollu var milli 11-13 í gær og var verið í þrautabraut og hreyfileikjum. Eftir hádegi í dag fer fyrsti hópur í sund og næsti hópur fer á mánudag.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

8. janúar 2021

Kæru foreldrar.

Börnin mættu öll glöð og ánægð í leikskólann á þriðjudag og knúsuðu hvert annað alveg extra mikið og fannst gaman að hittast aftur eftir jólafríið.  Við höfum að mestu tekið því rólega í vikunni en smiðja, leikvangur og málörvun byrjaði strax við mikinn fögnuð.  Afmælisstrákur sem átti afmæli í lok desember  hélt upp á leikskólaafmælið á miðvikudag  og er mjög ánægður með að vera orðinn 5 ára eins og öll hin börnin. Í  smiðju á miðvikudag byrjuðu þau á nýju verkefni. Það er smá breyting á tímasetningu á leikvangi og nú eru þau á fimmtudögum á milli 11-13 í stað föstudagsmorgna og vettvangsferðir verða framvegis á þriðjudagsmorgnum.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

18. desember 2020

Kæru foreldrar,

það hefur verið mikill spenningur þessa viku enda farið að styttast verulega í jólin.

Jólatréð var sett upp í matsalnum á mánudag og á þriðjudag fóru allir með skraut sem þau hafa búið til í smiðju til að hengja á tréð. Eftir hádegismat voru fimleikar og börnin fengu medalíu og viðurkenningarskjal þannig að þau voru ekkert smá ánægð þegar þau komu til baka. Þau hafa líka verið að klára ýmislegt föndur í smiðjunni hjá Nönnu.

Á miðvikudag voru litlu jólin. Börnin mættu prúðbúin og biðu ofurspennt því fyrst var jólaball fyrir yngri gang. Börnin voru dugleg að syngja með og dansa í kringum jólatréð en alltaf biðu þau eftir jólasveininum sem vanur er að koma og afhenda þeim pakka í lokin og voru nú frekar spæld yfir breyttu fyrirkomulagi. Þau náðu samt gleði sinni á ný þegar þau fengu jólapakka afhenda inni á deild eftir jólaballið. Í hádegismat var jólamatur- hangikjöt, kartöflur, hvít sósa, grænmeti og laufabrauð og allir voru mjög duglegir að borða. Í eftirmat var ís sem þau voru heldur betur sátt við. Eftir kaffið fóru svo öll börn út að leika og voru bara búin að vera í smá stund þegar það komu tveir jólasveinar að hliðinu. Allir þustu út að hliði og gleðin var svo mikil að jólasveinarnir komust varla inn í garðinn. 

Í gærmorgun var svo gott veður þótt það væri dimmt að við drifum okkur í vettvangsferð um hverfið til að skoða jólaljósin og komum við á nokkrum leiksvæðum í leiðinni og enduðum á Salaskólalóðinni. Börnin voru svo glöð að fara heim með jólapakka fyrir pabba og mömmu í gær. Þau sem ekki voru í gær taka með sér pakka heim í dag. Í næstu viku koma börnin svo heim með jólaskraut sem þau hafa gert.

Í dag var leikvangur fyrir hádegi og rétt fyrir matinn fórum við í aðventustund og kveiktum á síðasta kertinu, englakertinu og sungum jólalög. Það fóru svo allir út eftir matinn og svo verður farið aftur út eftir kaffi.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Bestu kveðjur

Starfsfólkið á Hóli

 

11. desember 2020

Kæru foreldrar, 

við höfum að mestu verið að jólast eitthvað alla vikuna. Í hópastarfi á mánudag máluðu börnin gjafapoka sem þau taka heim til ykkar í næstu viku :). Þau hafa líka verið dugleg að lita alls konar jólamyndir og búa til jólalegar kökur úr rauða og græna jólaleirnum okkar.

Fimleikarnir voru á sínum stað á þriðjudag og stóðu allir sig mjög vel að fylgja fyrirmælum þjálfaranna. Þau eru líka farin að bíða eftir honum Stekkjastaur sem kemur í nótt og velta því fyrir sér hvort þau fái nokkuð kartöflu í skóinn.

Í smiðju hjá Nönnu á miðvikudag kláruðu allir að útbúa jólagjafir og kort og þau voru gríðarlega ánægð með sig enda er þetta fallegt hjá þeim. Við hættum við að fara í vettvangsferð í gærmorgun þar sem var bæði hálka og dimmt úti. Það var þó smá "Blæ-bangsa leit" hér á lóðinni. Allir fengu litla Blæ sem er geymdur í fínu þvottapokunum sem börnin voru búin að mála mynd á. Þau eru ekkert smá ánægð með litlu bangsana og eru alltaf að fara í pokann og fá knús.

Í morgun var leikvangur hjá Kollu, þrautabraut og frjáls leikur. Rétt fyrir matinn sameinuðumst við öll hér fram á gangi og kveiktum á þriðja aðventukertinu, hirðakertinu og sungum nokkur jólalög. Allir fóru svo út í góða veðrið eftir matinn.

Það verður mikið um að vera hjá okkur í næstu viku. Á mánudag verður jólatréð sett upp og skreytt á þriðjudag með skrauti sem börnin hafa búið til.

Á miðvikudag verður jólaball og jólamatur í hádeginu. Það fara svo allir út eftir kaffið og þar kemur óvæntur en kærkominn gestur í heimsókn.

Minnum ykkur á að svara könnun frá Erlu Stefaníu

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

4. desember 2020

Kæru foreldrar,

Vikan hefur verið skemmtileg og jólaspenningurinn magnast smám saman. Við höfum mikið verið að föndra og perla síðustu daga inni á deild en allir hafa líka verið að föndra í smiðjunni.  Við héldum aðventustund öll saman á eldri gangi og kveiktum á öðru aðventukertinu, Betlehemskertinu og sungum svo nokkur jólalög.

Lubbi finnur málbein er jólafríi í desember en það er mikið beðið um að hlusta á lögin og sungið hástöfum með :). Höfum ekki verið úti í dag eða gær en það hefur verið fullt skemmtilegt að gera inni.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

27. nóvember 2020

Kæru foreldrar,

við erum aldeilis komin í jólaskap og búin að skreyta bæði inni á deildum og á göngum. Á þriðjudag og miðvikudag bökuðum við piparkökur og börnin voru dugleg að móta kökurnar. Í gær vorum við með notalega stund inni á deild. Þeir sem vildu fengu bæði naglalakk og andlitsmálningu. Í kaffitímanum var boðið uppá heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur með. Í dag taka börnin heim með sér smakk af piparkökum.

Málhljóð vikunnar var L og börnin dugleg að finna eitthvað/einhvern sem byrjar á L. Það er gaman að þessu t.d. við matarborðið þegar þau sitja og velta því fyrir sér á hvað staf matur og meðlæti byrjar á og þau taka þetta alvarlega og læra fullt.

Smiðja hjá Nönnu var á miðvikudag og aldeilis nóg að gera hjá öllum við að útbúa jólaglaðning fyrir foreldrana :). Leikvangur hjá Kollu var í morgun, Kolla var búin að setja upp þrautabraut.

Rétt fyrir hádegismatinn sameinuðumst við hér á eldri gangi í aðventustund og kveiktum á fyrsta kertinu, Spádómskertinu og sungum nokkur jólalög saman.

Eftir matinn skelltum við okkur út í snjóinn við mikinn fögnuð :)

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

20. nóvember 2020

Kæru foreldrar,

Vikan byrjaði mjög skemmtilega hjá okkur enda var 19. ára afmæli leikskólans og allir mættu í alls konar flottum búningum. Hann Lubbi okkar átti líka afmæli og við vorum að syngja fyrir hann afmælissönginn þegar okkur barst pakki með póstinum. Þetta var afmælispakki fyrir Lubba og í honum var lopapeysa sem hann getur verið í – í kuldanum í vetur. Málhljóð Lubba þessa vikuna er U og börnunum finnst voða gaman að sýna hvernig það er táknað 😊 Klukkan 9:30 fóru allir fram á gang á ball og dönsuðu og skemmtu sér. Eftir ballið var byrjað að andlitsmála og beðið var með miklum spenningi eftir matnum því  það var pizza í matinn. Svo var skroppið út að leika. Í kaffinu var eplakaka og kex og strax eftir kaffið var klárað að mála þá síðustu 😊

Á miðvikudaginn fóru allir í fimleikana við mikinn fögnuð og börnin komu þreytt og ánægð til baka.

Í dag eigum við 5 ára afmælisstelpu sem hélt upp á afmælið sitt fyrir hádegi og bauð upp á popp, saltstangir, vínber og ritzkex. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn.

Í næstu viku byrja bæði leikvangur og smiðja aftur og það verður án efa mikil ánægja með það.  Á mánudag og þriðjudag ætlum við að baka piparkökur. Því miður fellur foreldrakaffið niður að þessu sinni en við ætlum að hafa jólakósý á hverri deild á  fimmtudag og það verður boðið upp á heitt kakó m/rjóma og piparkökur.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

13. nóvember 2020

Kæru foreldrar,

Þessi vika hefur liðið hratt og við höfum haft í nægu að snúast þrátt fyrir að allt skipulagt starf sé ekki. Í gær máluðu  næstum öll börnin mynd á þvottapoka sem þau hengja upp í næstu viku. Í þvottapokanum geyma þau "litla" Blæ sem þau fá afhendan þegar allir eru búnir að mála. Pokarnir komu mjög flott út og þau vönduðu sig mikið við að mála. Málhljóð Lubba þessa viku er E  og ræddum við mikið um hvaða orð /nöfn byrja á þessum staf. Í Blæ stund þessa viku fór helmingur hópsins í nuddstund sem þeim þótti skemmtilegt en hin ræddu um tilfinningar.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

6. nóvember 2020

Kæru foreldrar

Vikan hefur verið frekar skrýtin og öðruvísi en vanalega en við höfum reynt að gera okkar besta.

Vegna hertra aðgerða falla leikvangur, smiðja og málörvun niður og við reynum að vera mikið úti eða leika inni á deild í staðinn.

Krókódílaeggið bjargaði heilmiklu þar sem öllum þótti þetta mjög spennandi og voru að reyna að pota aðeins í það til að flýta för litla krókódílsins 😊

Málhljóð vikunnar hjá Lubba er H. Börnin eru flest mjög áhugasöm og finnst gaman að finna orð sem byrja á þeim staf sem unnið er með og það gengur vel að læra vísurnar.

Í Blæ- stundum höfum við verið að vinna með tilfinningar og rætt hvernig þeim líður sem eru skilin útundan eða eru í öðruvísi fötum en aðrir.

Við höfum líka gert nokkrar jóga æfingar ásamt því að hoppa smá og fara í leiki inná deild t.d. í grænni lautu.

Það var mikil spenna að komast út í snjóinn að leika í morgun og þau létu élin sem komu af og til ekkert á sig fá.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

30. október 2020

Kæru foreldrar,

Vikan byrjaði rólega hjá okkur þar sem margir voru í fríi á mánudaginn. En öll sem komu voru með bangsa með sér og þau léku sér alsæl með bangsana og voru dugleg að skiptast á.  Farið var í hópastarf og unnið verkefni úr orðagulli ásamt því að æfa sig í ríminu.   Lubba málhljóð  vikunnar er J og ræddum við alls konar orð sem byrja á j og allir eru barasta komnir í jólagírinn yfir þessu öllu saman. Það er líka gaman að sjá hversu mörg bein hafa komið og Lubbafjallið stækkar stöðugt.  Á miðvikudag kláruðu börnin að þæfa verkefnin sín hjá Nönnu. Ákváðum að fara í vettvangsferð í gær þrátt fyrir rigninguna en það var hlýtt veður og allir skemmtu sér mjög vel. Kolla var með þrautabraut í leikvangi í morgun.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á Hóli

 

23. október 2020

Kæru foreldrar,

þau voru aldeilis glöð og ánægð börnin sem komu með fyrstu Lubbabeinin til að líma á Lubbafjallið strax á mánudagsmorgun. Síðan hefur alveg heill hellingur af beinum bæst við sem er skemmtilegt, takk fyrir það. Í hópastarfi á mánudag og í dag vorum við að æfa hlustun, bæði með opin og lokuð augu og allir áttu að segja það sem þau heyrðu. Svörin voru mismunandi og skemmtileg t.d. heyrði einn í urrandi birni fyrir utan. Einnig var farið í orðagull, en ekki í Ipadinum að þessu sinni heldur fengu þau blöð og þurftu að fara eftir fyrirmælum sem voru lesin upp fyrir þau. Eftir hádegið fagnaði stoltur afmælisprins 5 ára afmælinu sínu og bauð vinum sínum popp og saltstangir.  Í smiðju á miðvikudaginn voru allir að þæfa verkefni. Í gær ákváðum við að "fresta" vettvangsferð og vorum inni að líma laufblöð og ber á haustkransa. Í morgun var þrautabraut og gaman hjá henni Kollu í Leikvangi.

Á mánudaginn 26. október höldum við uppá alþjóðlega bangsadaginn. Allir mega koma með einn bangsa að heiman.

Á þriðjudaginn 27. október er skipulagsdagur og leikskólinn því lokaður.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

16. október 2020

Kæru foreldrar,

takk fyrir að muna eftir bleika deginum, það var mjög skemmtilegt að sjá allskonar útfærslur í morgun.

Vikan hefur liðið hratt og vel. Málhljóð vikunnar var Ú. Börnin eru spennt fyrir Lubba og vísunum og eru nánast öll búin að læra þær, líklega hafa einhverjir foreldrar heyrt þær heima líka :).  Byrjuðum á hópastarfi á mánudagsmorgun og síðan var afmælisveisla eftir útiveru. Á miðvikudag var smiðja með henni Nönnu og voru verkefnin fjölbreytt og skemmtileg að vanda. Í gær var ótrúlega skemmtileg vettvangsferð hjá okkur. Okkur barst bréf í ávaxtastundinni frá bangsanum Blæ sem var staddur í strætóskýli og beið eftir að verða sóttur, þessi fylgdi auðvitað heilmikill spenningur 😊. Í næstu viku förum við að vinna markvisst með Blæ og börnin fá í framhaldinu lítinn Blæ sem þau geyma hér í leikskólanum.

Í næstu viku byrjar lestrarátak Lubba, en það gekk svo vel í fyrra að við ætlum að halda því áfram. Það virkar þannig að börnin lesa með ykkur foreldrunum bækur heima, klippa svo út Lubbabein og á það er skrifað nafn barnsins og heiti bókarinnar. Börnin mega svo koma með beinin í leikskólann þar sem að þau verða hengd upp við fjallið hans Lubba sem verður staðsett á svörtu töflunni á ganginum á eldri gangi. Lestrarátakið mun standa til og með 13. nóvember. Það er ekki skylda að taka þátt, þótt við hvetjum ykkur samt til að taka þátt, og það þarf ekki að lesa á hverjum degi. Við munum ekki halda utan um það hvað hver kemur með mörg bein og setjum þetta ekki upp sem keppni. Það taka allir þátt á sínum hraða og eftir sínum áhuga.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

9. október 2020

Kæru foreldrar,

Sem betur fer rættist nú úr vikunni sem byrjaði mjög undarlega á mánudag.  Málhljóð vikunnar er í/ý sem þykir mjög skemmtilegt og börnin dugleg að finna allskonar nöfn, hluti og dýr sem byrja á Í. Í smiðju hjá Nönnu á miðvikudag var haldið áfram með haustverkefnið og byrjað á nýju verkefni sem er að búa til hús úr fernum/hólkum. Í gær örkuðum við af stað í vettvangsferð í rigningunni til að tína laufblöð í ýmsum litum og fuglaber og búum til eitthvað skemmtilegt í næstu viku. Það var afmælisstrákur í gær hjá okkur og var mjög spenntur að velja sér disk og glas og setja upp kórónuna sína- næsta afmæli verður svo á mánudaginn :). Þar sem við erum með heilsuviku ákváðum við á eldri gangi að hafa hlaupakeppni úti í garði, stórfiskaleik, hjólakeppni ofl. eftir hádegi. Allir fóru í Leikvang til Kollu fyrir hádegi. María Dögg byrjaði aftur á þriðjudaginn eftir veikindaleyfi. Hörður er hættur að vinna hjá okkur. 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Kasia, María Dögg, Írena Sóley og Sirrý

 

25. september 2020

Kæru foreldrar,

þá er þessi skrýtna vika næstum búin en öll reynum við að gera okkar besta á þessum tímum. Allt hefur gengið vel hjá okkur og börnin vel sátt að vera svona mikið úti í rigningunni sem var fyrri part vikunnar. Það var afmælispartý hjá okkur á mánudag og einnig byrjuðum við á málhljóði vikunnar í Lubbastund sem er N. Æfðum okkur í að finna nöfn, hluti, staði, dýr ofl. sem byrjar á N og sungum með vísunni. Í hópastarfi æfðu börnin sig í að skrifa stafinn N ásamt fleiri verkefnum. Fimleikarnir voru á sínum stað á þriðjudag og börnin njóta sín mjög vel í æfingunum þar.  Í smiðju á miðvikudag byrjuðu allir á haustverkefni en börnin hafa verið að tína laufblöð og fleira fyrir verkefnið. Í gær fórum við í vettvangsferð, smá hring og fundum langa rennibraut sem gaman var að renna sér í og velta niður brekkuna í leiðinni. Í morgun var þrautabraut hjá Kollu og frjáls leikur í lokin. 2 hópar fóru í sund  og seinni 2 hóparnir fara í næstu viku, svo verður pása hjá okkur á meðan hinar deildirnar á eldri gangi fara. Í morgun komu allir með alls konar útileikföng og hafa skemmt sér vel og skipst á að leika með dótið úti í dag.

í vikunni byrjaði nýr starfsmaður á Hóli. Hann heitir Hörður og bjóðum við hann velkominn til starfa.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

17. september 2020

Kæru foreldrar,

þessi vika er stutt og nóg verið að gera hjá okkur eins og alltaf. Á þriðjudag fóru allir í fimleika og þau eru mjög dugleg í æfingunum en sum þurfa að æfa sig betur í að hlýða þjálfurunum. Í gær var smiðja hjá Nönnu þar sem þau gera alltaf eitthvað skemmtilegt. Við fórum í vettvangsferð í morgun, byrjuðum á róló og fórum svo góðan hring í hverfinu og æfðum okkur í að hlaupa svolítið. Börnin hafa gaman af Lubba stundunum og í þessari viku tókum við fyrir stafinn B. Í hópastarfi hafa þau verið að æfa sig í að skrifa þá stafi sem komnir eru A,M og B- þau hafa líka æft sig í að finna orð sem byrja á þessum stöfum. 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

4. september 2020

Kæru foreldrar,

Nú er allt skipulagt starf byrjað og vikan hefur vægast sagt flogið hjá. Allir fóru í fimleika í Gerplu á þriðjudaginn og voru mjög ánægð með tímann. Í gær fórum við í vettvangsferð og löbbuðum stóran hring í góða veðrinu og tíndum bláber í leiðinni. Í morgun var svo fyrsti tíminn í Leikvangi hjá Kollu. Höfum líka verið mikið úti að leika.

- Fimleikar: eru á þriðjudögum kl 13:30-14:30 í Gerplu. Þjálfarar sækja hópinn hingað kl. 13:15

- Hreyfiflæði: Alexandra verður með hópa 1x í viku á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

-Smiðja: er á miðvikudögum fyrir og eftir hádegi - það verða ekki fastir hópar heldur fá börnin að flæða svo allir geti fengið sinn tíma til þess að skapa.
      - Leikvangur: er á föstudögum fyrir hádegi
      - Vettvangsferðir: eru á fimmtudögum fyrir hádegi - gæti komið fyrir að við þurfum að skipta um dag einhvern tímann ef við förum á sýningar, söfn o.þ.h. en það verður þá auglýst sérstaklega.

Málörvunar og félagsfærni: Það verða einhver börn sem fara í málörvunarhópa og félagsfærnihópa. Ester verður með þessa hópa á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum. 

Einnig verður farið að vinna í ,,elstu barna verkefnum", sem er partur að því að byrja að undirbúa þau fyrir grunnskólann, og munum við reyna að flétta það inn í daginn við hvert tækifæri og í hópastarfi. Við byrjum að vinna markvisst með Lubba (Lubbi finnur málbein) í samverustundum. Vináttuverkefnið um hann Blæ mun svo byrja í október.  Hvet ykkur til að kynna ykkur Lubba og Blæ betur á heimasíðunni okkar.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Kasia, Sonja Rut, Írena Sóley, Sirrý og Atli Þórður

 

 

 

21. ágúst 2020

Kæru foreldrar,

Allir, bæði börn og starfsfólk komu endurnærð úr sumarfríi og börnin hafa notið þess að leika sér saman bæði úti og inni.

Þessa vikuna höfum við að mestu verið úti í blíðunni en höfðum þó smá hopp og sprell í leikvangi á þriðjudaginn, við mikinn fögnuð.

Á fimmtudag var vettvangsferð þar sem farið var í leiki og að lokum endað á róluvelli.

Þið ættuð öll að vera búin að fá póst varðandi fimleikana hjá Gerplu í vetur. Það væri gott að fá upplýsingar frá ykkur um hvort ykkar barn verður skráð í fimleikana. Skipulagt starf s.s. leikvangur, smiðja, hópastarf og málörvunarhópar byrjar í byrjun september. Nú er Jónína hætt að vinna í Fífusölum sökum aldurs og ætlar Esther að taka að sér málörvunartíma í vetur. Á fimmtudag var síðasti dagur Rebekku hjá okkur í bili en hún er að hefja nám í þroskaþjálfun. Við óskum henni góðs gengis í náminu.

Takk fyrir vikuna og góða helgi í blíðunni

Ragnheiður, Kasia, Írena Sóley, Sirrý og Sonja Rut

3. júlí 2020

Kæru foreldrar,

vikan byrjaði skemmtilega hjá okkur í mjög góðu veðri. Löbbuðum yfir í Seljahverfi með samlokur og djús og horfðum á Brúðubílinn sem sýndi okkur 3 leikrit. Þegar leikritin voru búin fórum við að leika fyrir neðan kirkjuna í leiktækjunum þar. Mest spennandi var aparólan og börnin voru mjög dugleg að sveifla sér í henni. Tveir afmælisstrákar (sem eiga afmæli í sumarfríinu) héldu upp á afmælin í vikunni. Í gær var hjóladagur og við fórum í smá hjólatúr bæði fyrir og eftir hádegi, annars vorum úti eiginlega allan daginn og allir alsælir í blíðunni.  Á þriðjudaginn var síðasti dagurinn hennar Isabel en hún er að flytja til útlanda. Við þökkum henni kærlega fyrir samstarfið.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

26. júní 2020

Kæru foreldrar

Sumarhátíðin í gær var mjög vel heppnuð og börnin alsæl með allt saman. Þau byrjuðu á því kl. 9:30 að fá andlitsmálningu og Leikhópurinn Lotta sýndi ævintýrið um Öskubusku sem var mjög skemmtilegt. Í hádeginu borðuðu allir grillaðar pylsur og svo var boost og ávextir í kaffitímanum. Það voru tveir hoppukastalar í garðinum og allir gátu því hoppað og skoppað að vild og blásið sápukúlur á milli. 

Á miðvikudaginn var farið í vettvangsferð með Nönnu. Farið var í tveimur hópum, fyrir og eftir hádegi og leikið í skóginum.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

19. júní 2020

Kæru foreldrar,

í morgun voru þrautabrautir úti í garði sem vakti mikla gleði t.d. hlaupabraut þar sem þau allra duglegustu fengu 6 stimpla fyrir. Í gærmorgun var vettvangsferð- fuglarnir aðeins skoðaðir og komið við á æfingabraut. Þeim fannst svo gaman að eftir hádegi var aftur boðið upp á vettvangsferð og það fóru 10 börn í hana, færri en vildu því að sumir voru að fara á fótboltamót eða annað og voru sótt það snemma að þau komumst ekki með.

Eins og alltaf á þessum tíma finnst börnunum sérstaklega gaman að vera úti að leika þannig að við höfum verið extra mikið úti.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

12. júní 2020

Kæru foreldrar,

vikan hefur verið fljót að líða. Börnin hafa verið mikið úti í alls konar leikjum.  Það var sulludagur á mánudag sem börnunum finnst mjög skemmtilegt. Nanna var með "útismiðju" á miðvikudag og fór með hóp í gönguferð bæði fyrir og eftir hádegi.  Elstu börnin fóru í sumarskólann í Salaskóla á miðvikudag svo nú eru börnin á Hóli (ásamt 11 á Hlíð) orðin elsti árgangurinn í leikskólanum. 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

5. júní 2020

Kæru foreldrar,

stutt en skemmtileg vika á enda. Það var mikil spenna í morgun og allir komu með hjól. Sumir prufuðu smástund hjá hvor öðrum og allt gekk þetta vel en það var kaldur vindur sem var pínu erfitt fyrir þau. Í gær löbbuðum við yfir í Seljahverfi að tjörninni og þau voru mjög dugleg að labba og fannst spennandi að reyna að veiða sílin.  Eftir matinn í dag fóru fimm börn í sund.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

29. maí 2020

Kæru foreldrar,

vikan hefur þotið hjá enda búið að vera mikið fjör hjá okkur. Á mánudag var Leikvangur hjá öllum og svo fóru þau út að sulla enda sulludagur.. Einn hópur fór í sund. Smiðja féll niður á miðvikudag en í staðinn máluðu þau öll fallega sumarmynd sem þau ákváðu alveg sjálf enda eru þær skemmtilega ólíkar. Skemmtileg vettvangsferð í gærmorgun til að leika á ærslabelgnum í Hamraborg. Börnin voru mjög hamingjusöm að komast í strætóferð aftur en þótti líka geggjað að hoppa á ærslabelgnum.  Fimm börn fóru í sund áðan og síðasti hópurinn í bili fer n.k. föstudag.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

15. maí

Kæru foreldrar,

vikan hefur verið skemmtilegt og yndislegt að sjá alla samankomna aftur. Börnin hafa verið alsæl í góðum leikjum bæði úti og inni og ánægð að hittast öll aftur. Við fórum stutta vettvangsferð í rigningunni í gær og ekki annað hægt að sjá en að öllum þætti gaman. Fyrsti sundhópurinn fór í sund í dag við mikinn fögnuð og vonumst við til að þau geti öll farið á næstu vikum. Hefðbundið leikskólastarf er allt að komast í sama horf aftur.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

 

6. mars 2020

Kæru foreldrar,

róleg og hefðbundin vika- allir tímar á sínum stað þ.e. leikvangur, smiðja og tímar hjá Jónínu. Í smiðju voru börnin að klára flottar myndir sem búið er að hengja uppá vegg inni á deild- þau eru mjög ánægð með þetta. Næsta verkefni í smiðju er svo páskaföndur.

Í hópastarfi í vikunni voru börnin að spora tölustafi, form og leira stafi. 

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsfólkið á Hóli

 

28. febrúar 2020

Kæru foreldrar,

Þá er þessi skemmtilega vika senn á enda. Mánudagurinn byrjaði á bolludegi og það var sko aldeilis borðað vel af bollum þann dag. Í hádeginu voru kjötbollur og í kaffitímanum voru vatnsdeigsbollur með súkkulaði, sultu og rjóma. Á þriðjudaginn var sprengidagur og var saltkjöt og baunasúpa í hádegismat, við misjafna hrifningu barnanna. Á miðvikudaginn var svo aðal dagur vikunnar, öskudagurinn. Það komu allir spenntir í leikskólann og var svolítið erfitt að bíða eftir að öskudagsdagskráin myndi hefjast. Dagskráin byrjaði á balli í matsalnum kl 9:15 þar sem að eldri og yngri gangur sameinaðist í dansi. Eftir ballið var svo boðið upp á bíómynd og rúsínur í leikvangi fyrir þá sem vildu, þeir sem höfðu ekki áhuga á að horfa gátu verið inni á deild að leika sér. Andlitsmálun var í boði allan daginn fyrir þá sem vildu og voru það sko listaverk sem að börnin komu með frá þeim Nönnu, Lilju Rún og Önnu Láru, enda eru þær algerir snillingar. Í hádeginu var svo boðið upp á dominos pizzu og borðuðu þau á sig gat. Eftir hádegið tók svo við rólegheit og síðan fóru allir út í lok dags.

 Önnur umferð af sundinu fór svo af stað í dag og bíða allir spenntir eftir sínum ferðum sem verða á næstu vikum. Fyrsta umferðin gekk svo glimrandi vel og var því ákveðið að skella umferð tvö strax af stað. 

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsfólkið á Hóli

 

 

21. febrúar 2020

Kæru foreldrar,

Það var mikil gleði að koma aftur í leikskólann eftir gott helgarfrí. Leikvangur, smiðja og tímar hjá Jónínu voru og svo má ekki gleyma sundinu sem allir eru ofurspenntir fyrir. Allir þeir sem eiga eftir að fara - fara á mánudag (24. feb). Spiderman og Ponyhópur fóru í sögustund á bókasafnið í Hamraborg og voru mjög stillt og góð. Eins og alltaf var það strætóferðin sem stóð uppúr og á leiðinni til baka var alveg stappað í strætó þar sem allir fyrstu bekkingar úr Salaskóla voru að koma af leikriti, það voru miklir fagnaðarfundir. Á fimmtudag fórum við í vettvangsferð, löbbuðum hring í hverfinu og komum við róló.

Í dag fór Hvolpasveitahópur í sund og þau stóðu sig mjög vel.

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsfólkið á Hóli

 

14. febrúar 2020

Kæru foreldrar,

þessi vika var skemmtileg þótt hún yrði styttri en við héldum en ég vona að flestir hafi geta notið sín heima í kósý í vonda veðrinu. Leikvangur, smiðja og tímar hjá Jónínu voru á sínum stað. Börnin voru að byrja á nýju, skemmtilegu verkefni í smiðjunni. Á miðvikudag fóru tveir hópar með strætó í sögustund upp í Hamraborg en hin voru í hópastarfi á meðan. Þau voru að æfa sig í að spora tölustafi og skrifa nafnið sitt.  Eftir hádegi á miðvikudag fór svo loks fyrsti sundhópurinn frá okkur í sund. Þau stóðu sig eins og hetjur og skemmtu sér vel. Hópur 2 átti svo að fara í dag en þau fara bara seinna.

A fimmtudagsmorgun drifum við okkur í vettvangsferð þrátt fyrir kuldann úti enda hafði hann engin áhrif á börnin og þau skemmtu sér vel við að renna sér á rassaþotunum sem við tókum með okkur.

Í næstu viku, á þriðjudag er komið að langþráðum dótadegi hjá okkur. Hver og einn má koma með 1 leikfang að heiman. Passið upp á að merkja vel.

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsfólkið á Hóli

 

7. febrúar 2020

Kæru foreldrar,

Takk fyrir komuna í gær, það var gaman að allir skyldu geta komið. Það var mikill spenningur hér fyrri part dags og við ákváðum að skella okkur út eftir matinn. Aðalleikurinn var auðvitað að drullumalla og börnin alsæl með það. Það sama var í útiverunni í dag þannig að fötin eru eflaust dálítið mikið skítug. 

Börnin kláruðu að gera pappadýrin í smiðju á miðvikudag og röðuðu þeim í gluggana og á grein til að sýna foreldrum í gær. Þau héldu líka áfram með bolluvendina í smiðju.

Næstkomandi mánudag er loks komið að okkar deild í sund. 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

31. janúar 2020

Kæru foreldrar,

enn ein vikan þotin hjá og alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Þrautabraut hjá Kollu í leikvangi á mánudag og í smiðju keppast börnin við að búa til bolluvendi. Við höfum verið dugleg að vera úti að leika þar sem veðrið hefur verið mjög gott og börnin alsæl úti í alls konar leikjum. 

Í næstu viku, á fimmtudaginn 6. febrúar verður gestakaffi fyrir foreldra frá kl. 14:30-16:15- þið fáið boðskort heim á mánudag sem börnin hafa verið að búa til.

Hvetjum alla til að kjósa í Okkar Kópavogur!

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

24. janúar 2020

Kæru foreldrar,

við óskum öllum feðrum til hamingju með daginn í dag, það hlýtur að hafa verið pínu skrýtið að mæta ekki í hafragraut og slátur í morgun eins og hefur verið undanfarin ár en við ákváðum að breyta aðeins til og í staðinn verður gestakaffi hjá okkur þann 6. febrúar( nánar auglýst síðar).

Í tilefni dagsins hittust allir inná yngri gangi fyrir hádegismatinn  með víkingahattana sína og sungu nokkur þorralög sem við höfum verið að æfa. Það var þorramatur í hádeginu og það voru þó nokkrir sem voru til i að smakka allt en þeim fannst maturinn misgóður.

Annars hefur allt gengið sinn vanagang- leikvangur á mánudag og smiðja á miðvikudag. Frozen- og hvolpasveitarhópur fóru á bókasafnið í Hamraborg á miðvikudagsmorgun, það var nú ansi hvasst en sem betur fer stutt að labba í strætó og þau voru mjög dugleg og stóðu sig eins og hetjur.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

17. janúar 2020

Kæru foreldrar,

skemmtileg vika að baki hjá okkur á Hóli. Börnin fóru öll í leikvang á mánudag til Kollu og í smiðju til Nönnu á miðvikudag- 2 hópar f. hádegi og 2 hópar eftir. Þar sem Spiderman og Ponyhópur eru eftir hádegi í smiðjunni var ákveðið að fara með þau í  sögustund á bókasafnið í Hamraborg. Börnin voru öll mjög ánægð með ferðina, voru dugleg að hlusta á sögurnar og léku sér svo á eftir í leikhorninu í bókasafninu, skoðuðu líka aðeins Náttúrugripasafnið. Á fimmtudag var vettvangsferð og löbbuðum við góðan hring í hverfinu. Höfum leikið inni í rólegheitum í dag í alls konar leikjum og verkefnum og förum svo út eftir kaffitímann.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

10. janúar 2020

Sælir kæru foreldrar og gleðilegt ár.

Nú er starfið allt saman að komast af stað eftir langt og gott jólafrí. Börnunum fannst gaman að komast í leikvang á mánudagsmorgun og æfa sig í þrautabraut hjá Kollu. Í smiðju á miðvikudag bjuggu þau til flotta víkingahjálma. Við höfum farið út á hverjum degi í vikunni og nýttum tímann þegar stytti upp, ákváðum samt að sleppa vettvangsferðinni í gærmorgun.  Bóbó bangsi er kominn úr jólafríi og fer í heimsókn um helgina, það var mikil hamingja með það.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

20. desember 2019

Kæru foreldrar,

Vikan er sko búin að vera skemmtileg hjá okkur. Prestarnir úr Lindakirkju komu og sögðu okkur jólasöguna og sungu svo fullt af jólalögum með krökkunum

Jólaballið var á þriðjudag og það var yndislegt að sjá hvað allir voru fínir og spenntir, sérstaklega fyrir jólasveininum Hurðaskelli sem kom inná ballið með miklum látum og skellti látlaust eldhúshurðinni. Eftir ballið fór hver inná sína deild og þangað kom síðan jólasveinninn og útdeildi gjöfum frá foreldrafélaginu. Við borðuðum jólamatinn inná hverri deild og það skapaðist róleg og notaleg stemning.

Á miðvikudagsmorgun horfðum við á leikrit um Grýlu og jólasveinana - leikhús í tösku sem Þórdís Arnljótsdóttir leikkona var með. Mjög skemmtilegt leikrit og allir svo stilltir og duglegir að hlusta og sitja kyrrir. Þessi leiksýning var í boði foreldrafélagsins og þökkum við kærlega fyrir. 

Útivera hefur verið alla daga- oftast nær eftir kaffitímann, það hefur verið hægt að renna sér niður hólinn á rassaþotum sem er alltaf skemmtilegt.

Í dag kveikjum við á síðasta aðventukertinu, englakertinu og syngjum nokkur jólalög.

Minnum á skipulagsdaginn 2. janúar en þá er leikskólinn lokaður.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það sem allra best yfir hátíðirnar.

Starfsfólkið á Hóli.

 

13.12.2019

Kæru foreldrar,

Vikan hefur liðið hratt í notalegheitum við að útbúa jólagjafir fyrir foreldra og föndra eitt og annað skemmtilegt og lita jólamyndir. Á mánudag var síðasti dagur í Leikvangi fyrir jól og eins í smiðju á miðvikudag. Jólatréð var skreytt á þriðjudag og börnin hafa eitt af öðru verið að hengja sitt skraut á tréð.

Það hafa verið mikil veikindi í vikunni, hjá okkur sem og öðrum deildum- við sendum öllum batakveðjur og hlökkum til að sjá alla í næstu viku.

Það verður heilmikið um að vera í næstu viku:

  • Mánudaginn, 16. desember verður heimsókn frá Lindakirkju kl. 9.30
  • Þriðjudaginn, 17. desember eru litlu jólin okkar og byrjar jólaballið á eldri gangi kl. 10 og þá dönsum við í kringum jólatréð og aldrei að vita nema jólasveinn komi í heimsókn. Svo er jólamatur í hádeginu með ís í eftirrétt.
  • Miðvikudaginn,18. desember býður Foreldrafélagið upp á leiksýningu en það er Leikhús í Tösku með jólasýningu fyrir okkur kl. 10.30.
  • Fimmtudaginn,19. desember fara jólagjafir til foreldra heim.

Í dag verður svo jólastund með öllum í leikskólanum og syngjum við jólalög saman og kveikjum á 3ja kertinu á aðventukransinum, Hirðakertinu.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

28.11.2019

Kæru foreldrar,

þakka ykkur kærlega fyrir komuna í gær, það var ánægjulegt að sjá hversu margir gátu komið og gætt sér á kakói og piparkökum. Þessi vika byrjaði á leikvangi hjá Kollu á mánudag og svo var farið út eftir kaffið. Við höfum verið að æfa okkur í að syngja jólalög þessa viku og læra fyrst erindið í aðventusálminum því núna rétt fyrir tvö ætlum við að sameinast inn á yngri gangi og kveikja á fyrsta kertinu og syngja saman. Á þriðjudag og miðvikudag fengu allir að búa til piparkökur í matsalnum og hlusta á jólatónlist á meðan. Smiðja hjá Nönnu var á miðvikudag og þar er ýmislegt jólaföndur.  Börnin voru mjög spennt yfir því að fá foreldra í heimsókn í gær og voru farin að bíða löngu fyrir hádegi.  Það voru allir inni fyrir hádegi í gær að mála jólamyndir til að hengja upp en svo fórum við út eftir mat og hressa okkur við fyrir foreldrakaffið. 

Á næsta mánudag ætlum við í heimsókn á bókasafnið í Hamraborg að hlusta/horfa á jólakattasögu.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

22.11.2019

Kæru foreldrar,

stutt vika á enda og allt með svipuðu sniði og venjulega. Leikvangur hjá Kollu á mánudag og smiðja hjá Nönnu á miðvikudag, eins voru tímar hjá Jónínu og nokkrir sérstaklega heppnir að fá að fara í tíma(sem annars eru ekki). Hópastarf á sínum stað á miðvikudag- nú hafa börnin verið að æfa fínhreyfingar klippa, lita og líma.  Og það var afmælisstelpa á þriðjudag sem varð 4 ára og bauð öllum uppá popp og saltstangir.  Mikil gleði ríkti yfir pínulitla snjónum sem kom í vikunni og allir hlupu út og fóru að renna sér í brekkunni, þar sem þetta var eins og áður sagði mjög lítill snjór leið ekki á löngu þar til allur snjór var farinn og eftir stóð drulluleðja sem líka var skemmtilegt að leika sér í  og báru útifötin hjá einhverjum þess örugglega merki.

Í næstu viku verður heldur betur skemmtilegt hjá okkur því á þriðjudag ætlum við að baka piparkökur. N.k. fimmtudag á milli 14-16 ætla svo börnin að bjóða foreldrum sínum í kakó og piparkökur. Verið hjartanlega velkomin

Á næsta föstudag, 29. nóv er síðasti dagur í Lubba verkefninu okkar þannig að við hvetjum ykkur til að vera extra dugleg í beinasöfnun þessa daga sem eftir eru:)

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

                

 

15.11.2019

Kæru foreldrar,

vikan var fljót að líða hjá okkur eins og alltaf. Leikvangur hjá Kollu var á mánudag við mikinn fögnuð eins og venjulega. Smiðja hjá Nönnu á miðvikudag en rúsínan í pylsuendanum þessa vikuna var auðvitað 18 ára afmæli leikskólans sem er í dag, 16. nóvember en við héldum uppá það í gær með pompi og prakt. Gaman frá því að segja að allir á Hóli, bæði börn og kennarar mættu í búningum í tilefni dagsins. Það ríkti mikil spenna að sjá í hverju vinirnir yrðu nú!!! Það var Cheerios í morgunmat enda fóru óvenju margir  í morgunmat og sumir tvisvar. Kl. 09:30 kom hann Wallý frá Sirkus Íslands í heimsókn og sýndi listir sínar við mikinn fögnuð. Tvö börn tóku þátt í parti af prógramminu með honum og stóðu sig mjög vel. Eftir sýninguna slógum við upp balli og dönsuðum út í eitt þar til dominos pizzurnar komu á svæðið í tilefni dagsins. Það var mjög gott enda margir orðnir svangir eftir annasaman morgun og gerðu pizzunum góð skil. Eftir matinn var hafist handa við að andlitsmála og flest allir spenntir fyrir því. Í kaffitímanum var súkkulaðikaka með rjóma og frjáls leikur eftir það. Margir voru orðnir hálf þreyttir eftir daginn enda búið að vera mikið fjör. - enn og aftur- minnum á skipulagsdaginn n.k. fimmtudag, 21. nóvember en þá er leikskólinn lokaður.

takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

8. 11. 2019

Kæru foreldrar,

 Á mánudag skemmtu allir sér vel í leikvangi hjá Kollu.  það var  4 ára afmæli á mánudag. Afmælisbarnið var búið að búa til flotta kórónu og valdi sér disk og glas í tilefni dagsins. Fórum út eftir kaffið.  Á þriðjudag vorum við inni í ýmsum leikjum og enduðum daginn inni.  Á miðvikudag var smiðja hjá Nönnu. Nú eru börnin byrjuð að föndra jólagjafir. Útivera eftir kaffitímann. Í gærmorgun fórum við vettvangsferð og löbbuðum stóran hring- það voru mjög margir orðnir þreyttir í fótunum á leiðinni til baka. Lubba-fjallið okkar stækkar mikið dag frá degi- mjög skemmtilegt að sjá það.

Það verður heilmikið um að vera hjá okkur í næstu viku. Á föstudaginn 15. nóvember verður haldið upp á afmæli leikskólans, en hann verður 18 ára þann 16. nóvember. Í tilefni dagsins ætlum við að hafa búningadag/furðufatadag.  Brúðuleiksýningin  Pétur og Úlfurinn verður  kl 9:30, það verður ball, andlitsmálning í boði, pizza í hádegismat og súkkulaðikaka í kaffinu- þetta verður pottþétt mjög spennandi og skemmtilegur dagur.

Við minnum á skipulagsdaginn fimmtudaginn 21. nóvember.

 

takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

2019

 

01.11.2019

Kæru foreldrar,

enn ein vikan þotin hjá og nú eru margir farnir að tala um að það sé að styttast í jólin ¿ Á mánudag skemmtu allir sér vel í leikvangi hjá Kollu í þrautabraut sem endaði á eltingaleik. Eftir hádegi voru hópar hjá Jónínu og útivera og svo enduðum við daginn úti líka.  Á þriðjudag var val milli ýmissa leikja og það var líka farið í bingo. Útivera eftir hádegismatinn. Á miðvikudag var smiðja hjá Nönnu þar sem börnin eru alltaf að gera eitthvað spennandi og skemmtilegt og þau gerðu líka verkefni í Orðagulli. Það var svo útivera eftir kaffitímann. Í gærmorgun ákváðum við að fara í vettvangsferð og þar sem alla langaði svo voðalega mikið í strætó þá ákváðum við að fá brauð hjá Barböru í eldhúsinu og fara að gefa öndunum. Það voru allir spenntir fyrir því, samt voru þau pínu smeyk við endurnar sem drifu sig upp á bakkann og eltu til að fá meira brauð. Við andapollinn eru æfingatæki sem gaman var að æfa sig í eftir að brauðið kláraðist. Lubba-lestrarátakið okkar í Fífusölum byrjaði í dag og það var mjög skemmtilegt að fá fyrsta beinið strax í morgun til að líma á Lubba-fjallið. Við fórum út að leika í morgun og líka eftir kaffi í góða veðrinu.

takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

25.10.2019

Kæru foreldrar,

það var mjög fámennt hjá okkur á mánudag og þriðjudag þar sem margir eiga eldri systkini sem voru í vetrarfríi. Það hefur líka verið svolítið um veikindi, hiti, kvef og hósti. Leikvangur hjá Kollu var á mánudag fyrir hádegi og svo var útivera bæði eftir mat og kaffi. Á þriðjudag vorum við inni fyrir hádegi í hópastarfi og ýmsum leikjum en fórum út eftir matinn. Við höfum verið að æfa samsett- setja tvö orð í eitt- t.d. skóli og taska=skólataska. Þetta var pínu erfitt fyrst en eftir að þau áttuðu sig á þessu finnst flestum þetta mjög skemmtilegt.  Þau hafa líka verið að æfa sig í að vinna verkefni í Ipadinum í Orðagulli sem er app sem miðar að því að styrkja orðaforða, máltjáningu, vinnsluminni og heyrnræna úrvinnslu en þetta eru mikilvægir undirbúningsþættir máls og læsis. Öllum sem hafa prófað þetta finnst þetta mjög spennandi og hafa viljað vinna fleiri en eitt verkefni.   Á miðvikudag var val fyrir hádegi, hægt var að velja útiveru eða ýmsa leiki inni. Smiðja féll niður í vikunni- Fórum út aftur eftir kaffitímann. Í gær vorum við inni fyrir hádegi en ákváðum að viðra okkur aðeins eftir matinn þótt það væri ískalt úti. Það var bara hressandi og börnin í fínum leik þrátt fyrir kuldann. Enduðum daginn með því að sameinast af öllum deildum á eldri gangi og hlusta á sögu í rólegheitunum. Í dag var bangsadagur og heljarinnar fjör hjá okkur, allir komu með bangsa og enginn var eins þannig að þau hafa skipst á að leika með bangsana.

Takk fyrir vikuna og góða helgi, Ragnheiður, Kasia, Stefanía, Brynhildur og Konráð

18.10.2019

Kæru foreldrar,

Vikan hefur verið fljót að líða hjá okkur. Á mánudag var Leikvangur hjá Kollu fyrir hádegi og útivera eftir matinn. Á þriðjudag vorum við inni fyrir hádegi í ýmsum leikjum og eins fóru þrír hópar til Jónínu. Fórum út eftir hádegið og aftur eftir kaffitímann. Á miðvikudag var ávaxtadagur hjá okkur, allir voru mjög spenntir fyrir honum. Smiðja hjá Nönnu var á sýnum stað og þar gerðu þau tilraun sem heitir ¿Þéttleiki vökva¿ úr bókinni Skemmtilegar tilraunir með vatn. Síðan gerðu þau sjálfsmynd þar sem þau byrja á því að teikna sjálft sig með blýanti síðan eiga þau að klæða teikninguna í föt (efnisbútar)og setja hár (garn) og aðra fylgihluti (það sem þau finna í smiðju). Síðan kláruðu þau að líma augu á skrímslið sitt auk þess sem þau voru beðin um að segja aðeins frá skrímslinu sínu. Í gær var bara verið úti nánast allan daginn þar sem veðrið var svo frábært.  Við vorum inni fyrir hádegi að spila, í holukubbum og í hópastarfi. Eftir mat fórum við út að leika í góða veðrinu og aftur eftir kaffitímann.

Í næstu viku- á föstudag höldum við uppá alþjóðlega bangsadaginn- allir mega koma með 1 bangsa að heiman

 

04.10.2019

Kæru foreldrar,

það hefur verið fullt að gera í þessari viku. Það komu til okkar gestir frá Litháen og Eistlandi en við höfum verið í Nordplus verkefni með þeim síðastliðið ár. Þær höfðu gaman af að koma og skoða hvað við erum að gera hér í Fífusölum. Það fóru allir til  Kollu á mánudaginn og í smiðju á miðvikudag. Í dag fórum við í vettvangsferð, ákváðum áður en við fórum að við ætluðum að finna form- hring, sexhyrning, ferhyrning eða kassa og þríhyrning. Krakkarnir voru ótrúlega dugleg að finna formin og höfðu gaman af. Fórum svo á tvo leikvelli að leika.

Næsta vika: á þriðjudaginn 8 verður leikfangadagur í Fífusölum. Allir mega koma með eitt leikfang að heiman :)

föstudaginn 11. október er bleikur dagur, hvetjum alla til að mæta í bleiku :)