Heilsuleikskólinn Fífusalir stendur við Salaveg 4 í Kópavogi og er sex deilda leikskóli. Húsið er á einni hæð, grunnflötur er 776 m² þar af er leikrými 445 m² fyrir 106 börn samtímis í 6 - 9 tíma dvöl. Lóðin er 3325 m² og er einstaklega vel úr garði gerð. Húsið skiptist í tvennt, annar helmingur hússins nefnist Gljúfur og þar eru yngri deildir leikskólans, Lind, Lækur og Laut. Eldri gangurinn heitir Gil og þar eru einnig þrjár deildir, Hóll, Hlíð og Hæð.

 

 

https://vimeo.com/343263454

Heildarrými á barn er 7 m² og leikrými á barn er 3,74 m². Heilsuleikskólinn Fífusalir er opinn leikskóli, það er að segja hver deild hefur á að skipa tveimur stofum en auk þess er samnýting allra deilda á íþróttasal, listasmiðju, matsal og göngum. Í næsta nágrenni leikskólans er Salaskóli, íþróttahús, sundlaug, heilsugæsla, golfvöllur, Lindakirkja og kirkjugarður.