Hlíð
Hlíð er í Gili og er hún gegnt innganginum þeim megin.
Litur Hlíðar er appelsínugulur og er hún vinadeild Lækjar.
Á Hlíð eru 21 barn, fædd árið 2020
Beinn sími er: 441-5215
Starfsfólkið á Hlíð:
Ingunn- Háskólamenntaður starfsmaður, Deildarstjóri, ingunneg@kopavogur.is
Aníta Eir - Leiðbeinandi
Anna María - Leiðbeinandi
Yana - Háskólamenntaður starfsmaður
Bjarney - Leiðbeinandi
Vikan 16.-20. janúar
Vikan okkar einkenndist helst af undirbúningi fyrir þorrann. Við höfum verið að skoða myndir frá gamla tímanum og þorramatnum. Þá vorum við í stífum söngæfingum til þess að undirbúa okkur fyrir Gaman saman með eldri gangi. Við æfðum Þorraþrælinn, Frost er úti fuglinn minn og Krummavísurnar meðal annars. Krakkarnir máluðu sína eigin víkingahjálma sem þá skreyttu með ull. Á bóndadeginum settu allir upp hjálmana sína og sungum saman þorralög. Í hádeginu fengum við hangikjöt, hákarl, hrútspunga, sviðasultu og harðfisk.
Málhljóð vikunnar var /Ii/ og /Yy/. í samveru æfðum við Lubbalagið eins og vanalega og skoðuðum myndir af hlutum sem byrja á i eða y eins og yddari, il, og ilmur.
Í hópastarfi gerðu 2017 börnin skriftarverkefni vikunnar og æfðu sig að klippa út höndina sína. Þá höfum við verið að æfa okkur í að þekkja hvaða hljóð kemur í orði, t.d. hvað er fyrsta hljóðið í orðinu mús o.s.frv. 2018 börnin æfðu sig að klippa hring. Svo skemmtum við okkur að ríma og setja saman orð.
Vikan 9.-13. janúar
Nú er skipulagt starf byrjað og er búið að vera mjög gaman að byrja aftur í hópastarfi. 2018 árgangurinn var að æfa sig í að lita og þekkja formin. 2017 árgangurinn gerði skriftarverkefni með málhljóðinu /Ss/ og svo byrjuðum við aðeins að æfa reikning með Numicon kubbunum. Nú ætlum við að byrja vinna sérstaklega með setningarmyndun og erum við öll að æfa okkur í að segja ,,Ég á afmæli...“ og ,,Ég á heima...“.
Nú erum við á fullu að undirbúa elstu börnin fyrir flutningin í Salaskóla og fór fyrsti hópurinn í heimsókn í íþróttatíma með 1. bekk á þriðjudaginn. Þeim þótti mjög skemmtilegt enda líka gaman að hitta gamla vini frá Fífusölum. Þau stóðu sig mjög vel :-)
Krakkarnir hafa verið mjög spennt að fara út enda lang skemmtilegast núna að renna sér á rassaþotu í snjónum. Í frjálsum leik höfum við verið að þræða perlur á band og leika okkur í holukubbunum. Þá hafa Hvar er Valli? bækurnar slegið í gegn hjá mörgum og þau hafa sitið nokkur saman að dunda sér yfir þeim í langan tíma. Á föstudeginum var svo Gaman saman á eldri gangi þar sem allir sungu hátt og snjallt.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 2. - 6. janúar
Í þessari viku höfum við helst verið í frjálsum leik og virðast allir vera mjög glaðir og komast aftur í rútínu aftur og hitta vini sína. Við erum búin að spila mikið saman og höfum verið að æfa okkur í Ólsen-Ólsen til þessu að gefa UNO-inu smá pásu. Þá hefur líka verið vinsælt að leira og leika í dúkkukrók.
Við fórum út einu sinni á dag og þótti mjög gaman að renna okkur á rassaþotu og borða grýlukerti. Hins vegar er búið að vera ansi kalt og blautt svo við höfum ekki verið eins mikið úti og við vildum.
Á föstudaginn var seinasta jóla-gaman saman en við kvöddum jólin saman með því að syngja jólalög og slökkva á jólatrénu okkar og aðventukransinum.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 12. - 16. desember
Í þessari viku hefur frjálsi leikurinn ráðið ríkjum og er búið að vera mjög huggulegt hjá okkur.
Á miðvikudaginn héldum við litlu jólin. Við byrjuðum á því að fara á jólaball og syngja og dansa saman. Svo fengum við Stúf í heimsókn til okkar sem gaf öllum pakka til að taka heim. Í hádeginu fengum við hangikjöt og ís í eftirrétt. Það var mjög gaman að sjá alla í sparifötum.
Á föstudaginn var jóla-gaman saman en við fórum saman í heimsókn á yngri gang og við sungum saman jólalög. Svo kveiktum við á þriðja aðventukertinu, Englakertinu.
Við lögðum lokahönd á jólagjafirnar en þær fóru heim í dag, föstudag. Þetta er búið að vera skemmtilegt ferli að vinna með þeim gjafirnar og allir orðnir mjög spenntir að fara með gjöfina heim.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 5. desember - 9. desember 2022
Þessi vika hefur einkennst af jólaundirbúningi en við erum á fullu að reyna klára jólagjafirnar. Við erum búin að eiga margar notalegar stundir saman að gera jólakort og jólagjöfina fyrir foreldrana.
Við höfum verið mikið í frjálsum leik þessa vikuna. Krakkarnir eru búin að vera mikið í dúkkukrók og holukubbunum. Svo hefur verið sannkallað spila-æði inni á deild. Krakkarnir eru orðin mjög brött í bæði UNO og Ólsen Ólsen en það er mjög gaman að spila með þeim. Spilin eru líka góð æfing í að skiptast á og auðvitað að læra að tapa. Þá eru líka margir að æfa sig að púsla.
Við erum búin að fara út allavega einu sinni á dag en það er búið að vera mjög kalt (-7 gráður á fimmtudaginn!) svo við erum búin að klæða okkur mjög vel. Við bíðum spennt eftir að fyrsti snjórinn kemur.
2017 börnin fóru í vettvangsferð á Náttúrusafnið í Hamraborg á miðvikudaginn. Við sáum sýninguna Jólakötturinn hjá þeim. Það var lesið fyrir þau jólasögu um jólaköttinn og svo skoðuðu þau myndir af alls konar kattardýrum. Mjög skemmtileg ferð.
Á föstudaginn var jóla-gaman saman en við fórum saman í heimsókn á yngri gang og við sungum saman jólalög. Svo kveiktum við á þriðja aðventukertinu, Hirðakertinu.
Lubba málhljóð vikunnar var /Gg/ en við lásum söguna, sungum lagið eins og vanalega og fundum svo orð sem byrja á G. Eftir þessa viku er Lubbi komin í jólafrí en skipulagt starf hefst aftur 9. janúar.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 28. nóvember - 2. desember 2022
Hópastarf - Nú er hópastarfið komið í jólafrí
Vettvangsferð - fórum ekki í vettvangsferð þessa vikuna heldur nýttum við tímann í að undirbúa jólaföndur og fleira.
Smiðja - Í þessari viku höfum við verið á fullu að búa til jólaskraut, -kort, -gjafir og annað.
Leikvangur – Krakkarnir fóru í stórfiskaleik og fleiri skemmtilega leiki.
Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /Ll/. Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins.
Samverustundir - Á föstudaginn var jóla-gaman saman. Við fórum saman í heimsókn á yngri gang og við sungum saman jólalög. Svo kveiktum við á öðru aðventukertinu.
Útivera - Við fórum út einu sinni til tvisvar á dag eins og vanalega.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 21.- 25. október 2022
Á þriðjudeginum bökuðum við piparkökur saman fyrir foreldrakaffið á fimmtudaginn. Mikið var gaman að fá ykkur í heimsókn til okkar – og ekki verra að fá piparkökur og kakó með því :-)
Hópastarf
- Á mánudaginn og fimmtudaginn fór 2017 hópurinn í hópastarf. Við gerðum verkefni um stafinn /Uu/. Lásum örsögu og ræddum saman ýmislegt útfrá henni. Við kláruðum að lesa Fíusól en við höfum verið að lesa einn kafla á viku. Á fimmtudaginn gerðum við verkefni þar sem við lituðum stafina í nafninu okkar.
- Á þriðjudaginn og föstudaginn fór 2018 hópurinn í hópastarf. Við klöppuðum nöfnin okkar í samstöfur, lásum örsöguna um /Úú/ og gerðum klippiverkefni.
Vettvangsferð - Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð þar sem við löbbuðum að róló við Blásali og leituðum að jólatrjám og jólaljósum á meðan. Það var kaldur vindur og orðið mikið vetrarlegt.
Smiðja - Gerðum jólakort :-)
Leikvangur - Krakkarnir fóru í leikvang á fimmtudaginn og föstudaginn.
Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /Uu/ en við höfðum þrjár Lubbastundir. Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins. Við fundum svo saman nokkur orð sem byrja á U. Eins og ugla, urriði, umferðarljós o.fl.
Blær bangsi - Það var engin Blæstund í vikunni.
Samverustundir - Í þessari viku byrjar jóla-gaman saman þar sem allar deildirnar koma saman inn í matsal og syngja jólalög.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 14. - 18. nóvember 2022
Hópastarf
- Á mánudaginn og 2017 hópurinn í hópastarf. Við gerðum skriftarverkefni um stafinn /Ee/. Lásum örsögu og ræddum saman ýmislegt út frá henni og héldum svo áfram að lesa Fíusól. Hópastarfið á fimmudaginn féll niður vegna skipulagsdags.
- Á þriðjudaginn fór 2018 hópurinn í hópastarf. Þá klöppuðum við nöfnin okkar í atkvæði og þræddum stafi á band. Á föstudaginn klipptum við og límdum myndir sem við svo flokkuðum eftir því hvort fyrirbærið væri stórt eða smátt.
Vettvangsferð - Féll niður vegna afmæli leikskólans.
Smiðja - Byrjuðum á jólagjöfum
Leikvangur - Krakkarnir fóru í þrautabraut.
Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /Ee/ en við höfðum þrjár Lubbastundir. Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins. Við skoðuðum myndir af hlutum sem byrja á E eins og eðla, eldgos og Esja.
Blær bangsi - Féll niður vegna afmæli leikskólans
Samverustundir - Á afmæli leikskólans var stór samvera með öllum börnum leikskólans. Sungið var afmælislagið fyrir bæði Lubba og leikskólann sjálfan. Þá sungum við Á íslensku má alltaf finna svar í tilefni dags íslenskrar tungu og að lokum Á leikskóla er gaman.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 7. nóvember - 11. nóvember 2022
Hópastarf
- Á mánudaginn og fimmtudaginn fór 2017 hópurinn í hópastarf. Við gerðum skrifverkefni um stafinn /Hh/. Lásum örsögu og ræddum saman ýmislegt út frá henni og héldum svo áfram að lesa Fíusól. Á fimmtudaginn leiruðu krakkarnir upphafsstafinn sinn.
- Á þriðjudaginn fór 2018 hópurinn í hópastarf. Þá klöppuðum við nöfnin okkar í atkvæði, lásum örsöguna um /Hh/. Tengdum saman fjölda hluta og tölur frá 1-7.
Vettvangsferð - Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð þar sem við tókum strætó í Hamraborg og fórum í sögustund á bókasafninu.
Smiðja - 2018 byrjuðu að undirbúa jólagjafir og 2017 börnin geðru myndir með tússpennum
Leikvangur - Krakkarnir fóru í þrautabraut.
Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /H/ en við höfðum þrjár Lubbastundir. Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins. Við skoðuðum myndir af hlutum sem byrja á H eins og haförn, hestur og Hornstrandir.
Blær bangsi - Við höfðum samveru með Blæ á fimmtudaginn þar sem við lásum áfram söguna Bangsinn hennar Birnu sem er forvarnarsaga gegn einelti.
Samverustundir - Í vikunni héldum við áfram að æfa okkur í að syngja Á íslensku má alltaf finna svar til þess að undirbúa okkur fyrir dag íslenskrar tungu. Svo var Gaman saman hjá eldri gangi á föstudaginn þar sem haldið var smá danspartý.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 31. október - 4. nóvember 2022
Hópastarf
- Á mánudaginn og fimmtudaginn fór 2017 hópurinn í hópastarf. Við gerðum verkefni um stafinn /Jj/. Lásum örsögu og ræddum saman ýmislegt út frá henni og héldum svo áfram að lesa Fíusól. Á fimmtudaginn gerðum við verkefni þar sem krakkarnir klipptu út myndir af fötum og límdu svo á rétta línu eftir atkvæðafjölda. T.d. sokk-ar fóru á línu númer 2 og skór fóru á línu 1.
- Á þriðjudaginn fór 2018 hópurinn í hópastarf. Þá klöppuðum við nöfnin okkar í atkvæði, lásum örsöguna um /Jj/ og lékum okkur með Numicon stærðfræði kubba. Því miður féll hópastarfið á föstudeginum niður vegna veikinda.
Vettvangsferð - Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð þar sem við löbbuðum að róló við Blásali þar sem krakkarnir klifruðu í netinu þar. Nokkrir þorðu meira að segja alla leið upp á topp. Svo fórum við aðeins á Hvammsföll til þess að hlaupa meira um.
Smiðja - féll niður þessa vikuna
Leikvangur - Krakkarnir fóru í þrautabraut.
Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /Jj/ en við höfðum þrjár Lubbastundir. Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins. Við fundum svo saman nokkur orð sem byrja á J. Eins og Jökulsárlón, jólatré, jeppi o.fl.
Blær bangsi - Við höfðum samveru með Blæ á fimmtudaginn þar sem við lásum áfram söguna Bangsinn hennar Birnu sem er forvarnarsaga gegn einelti.
Samverustundir - Í vikunni byrjuðum við að æfa okkur í að syngja Á íslensku má alltaf finna svar til þess að undirbúa okkur fyrir dag íslenskrar tungu
Útivera - Kuldagallarnir nýttust vel í vikunni en það er byrjað að vera mjög kalt á morgnanna. Krakkarnir hafa verið mikið saman í fótbolta upp á síðkastið
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 24.- 28. október 2022
Hópastarf
- Á mánudaginn og fimmtudaginn fór 2017 hópurinn í hópastarf. Á mánudaginn gerðum við verkefni þar sem við tengdum saman rímorð. Á fimmtudaginn gerðum við verkefni um stafinn /Vv/, lásum örsöguna og klöppuðum í samstöfur. Þá héldum við áfram að lesa Fíusól og ræddum saman ýmislegt út frá henni.
- Á föstudaginn fór 2018 hópurinn í hópastarf. Við lásum örsöguna um /Vv/ og ræddum hana saman. Svo gerðum við verkefni þar sem við lituðum Blæ og klipptum hann út.
Vettvangsferð - Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð þar sem við löbbuðum í æfingartækin fyrir ofan Lindakirkju.
Smiðja - Smiðjan átti að falla niður hjá okkur vegna veikinda. Við ákváðum hins vegar að lita hrekkjavökumyndum sem við máluðum svo inn í.
Leikvangur - Krakkarnir fóru í þrautabraut með Róbert á fimmtudaginn því Hinrik var veikur. Þau fengu svo að fara aftur á föstudaginn því þá var Hinrik komin til baka en þá fóru þau í alls konar leiki.
Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /Vv/ en við höfðum þrjár Lubbastundir. Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins. Við fundum svo saman nokkur orð sem byrja á V.
Blær bangsi - Á fimmtudaginn átti Blær bangsi afmæli og af því tilefni var Blæstund með hinum deildunum á eldri gangi og svo var sungið fyrir Blæ sem fékk að sjálfsögðu afmæliskórónu.
Samverustundir - Við sungum heilmikið og krakkarnir eru duglegir að koma með óskalög
Útivera - Búið að vera mjög gaman í útiverunni þrátt fyrir smá kulda. Við klæddum okkur vel og lékum okkur meiri segja á rassaþotum.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 17.- 21. október 2022
Hópastarf
- Á mánudaginn og fimmtudaginn fór 2017 hópurinn í hópastarf. Við gerðum verkefni um stafinn /Úú/. Lásum örsögu og ræddum saman ýmislegt útfrá henni. Þá byrjuðum við einnig að lesa nokkra kafla úr Fíusól sem hefur vakið lukku. Á fimmtudaginn gerðum við verkefni þar sem við klipptum og límdum form á réttan stað.
- Á þriðjudaginn og föstudaginn fór 2018 hópurinn í hópastarf. Við lásum örsöguna um /Úú/ og gerðum verkefni með tölustöfunum.
Vettvangsferð - Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð þar sem við löbbuðum hringinn í kringum Salalaugina og enduðum á róló.
Smiðja - Smiðjan átti að falla niður hjá okkur vegna veikinda. Við ákváðum hins vegar að prenta út hrekkjavökumyndir og lita þær okkur til gamans.
Leikvangur - Krakkarnir fóru í þrautabraut og léku sér í keilu.
Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /Úú/ en við höfðum þrjár Lubbastundir. Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins. Við fundum svo saman nokkur orð sem byrja á Ú. Eins og Úlfljótsvatn, úlfur, útvarp o.fl.
Blær bangsi - Við áttum góða samveru með Blæ þar sem við töluðum um að ekki megi skilja útundan. Við lásum söguna Bangsinn hennar Birnu sem er forvarnarsaga gegn einelti.
Samverustundir - Við sungum heilmikið í vikunni. Við æfðum okkur að syngja Krummi krunkar úti, Hreyfa litla fingur, Bjarnastaðarbeljurnar og Ryksugan á fullu sem sungum svo í Gaman saman á föstudeginum.
Útivera - Nú er byrjað að kólna í veðri en við lékum okkur heilmikið úti.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 3.- 7. október 2022
Hópastarf
2017
Hópastarfið var með aðeins breyttu sniði þessa vikuna. Á mánudaginn tókum við á móti nýjum vin í leikskólann og ákváðum að bjóða hann velkominn í stað þess að fara í hópastarf. Á fimmtudaginn gerðum við svo verkefni um stafinn /Dd/.
2018
Á þriðjudaginn gerðum við æfingar með samsett orð eins og tönn+bursti=tannbursti. Á föstudaginn fórum við út og gerðum æfingar í íþróttabraut í tilefni heilsuviku.
Vettvangsferð - Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð á Hvammsvöll. Börnin léku sér í leiktækjunum og nýttu sér meðal annars fjöllin af haustlaufblöðum í leik.
Smiðja - 2017 börnin fóru í smiðju á þriðjudaginn en 2018 börnin fóru á miðvikudaginn. Þau teiknuðu myndir með tússpennum.
Leikvangur - Krakkarnir fóru í leikvang á miðvikudaginn þar sem þau leystu þrautabraut með mikilli færni.
Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /Dd/ en við höfðum þrjár Lubbastundir. Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins. Við fundum svo saman nokkur orð sem byrja á D. Eins og Dalvík, Diljá, draumur, dagur o.fl. Lag vikunnar sló í gegn enda grípandi tákn sem fylgir D-inu.
Blær bangsi - Við áttum góða samveru með Blæ þar sem við ræddum hvernig við erum ólík í útliti. Við lásum söguna Bangsinn hennar Birnu sem er forvarnarsaga gegn einelti.
Samverustundir - Við æfðum okkur að syngja Óskasteina, Krummi krunkar úti og Afi minn og amma mín .
Útivera – Á mánudaginn fórum við út með krakkana að hlaupa hringi í kringum lóðina í tilefni heilsuviku. Við höfðum Gaman saman samverustundina okkar úti þar sem við spiluðum tónlist og dönsuðum.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 26.- 30. september 2022
Hópastarf
- Á mánudaginn og fimmtudaginn fór 2017 hópurinn í hópastarf. Við gerðum verkefni um stafinn /Nn/. Lásum örsögu og ræddum saman ýmislegt útfrá henni. Við æfðum okkur að setja saman og taka í sundur orð eins og panna + kaka = pönnukaka. Svo lékum við okkur með Numicon stærðfræðikubba.
- Á þriðjudaginn og föstudaginn fór 2018 hópurinn í hópastarf. Við lásum örsöguna um /Nn/. Gerðum verkefni með tölustöfunum og lékum okkur með Numicon stærðfræðikubba.
Vettvangsferð - Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð þar sem við löbbuðum hringinn í kringum Salalaugina og enduðum á hoppi og skoppi á ærslabelginum
Smiðja - 2017 börnin fóru í smiðju á þriðjudaginn en 2018 börnin fóru á miðvikudaginn. Þeim þykir mjög gaman að mála og leika sér með litina.
Leikvangur - Krakkarnir fóru í leikvang á miðvikudaginn þar sem þau leystu þrautabraut. Leikvangurinn er svo skemmtileg orkulosun fyrir orkuboltana okkar á Hlíð.
Lubbastund - Málhljóð vikunnar var /Nn/ en við höfðum þrjár Lubbastundir. Við lásum söguna, sungum saman lagið og lærðum tákn málhljóðsins. Við fundum svo saman nokkur orð sem byrja á N. Eins og Neskaupsstaður, nesti, nammi o.fl.
Blær bangsi - Við áttum góða samveru með Blæ þar sem við ræddum hvað við eigum að gera og segja þegar einhver snertir okkur þegar við viljum það ekki. Töluðum líka um hvers konar snertingu okkur þykir góð og hvað okkur þykir óþægilegt.
Samverustundir - Við æfðum okkur að syngja Krummi krunkar úti, Meistari Jakob og Allir krakkar sem sungum svo í Gaman saman á föstudeginum.
Útivera - Við fórum heilmikið út í vikunni enda æðislegt veður þrátt fyrir rigningu. Rigningin býður líka upp á nýja leiki en krakkarnir léku sér öll saman þegar þau fengu að busla með vatnið. Við fórum yfirleitt tvisvar sinnum út alla daga.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 12.-16. september
Við vorum heppin með veður í þessari viku og vorum því mikið úti. Í Lubbastundinni unnum við með málhljóðið /Mm/ með því að hlusta á sögu, syngja saman og læra tákn málhljóðsins. Í hópastarfi æfðum við okkur að skrifa stafinn ásamt því að leika okkur með Numicon stærðfræði kubba. Því miður var enginn smiðja né vettvangsferð vegna veikinda starfsfólk. Krakkarnir fóru í leikvang hjá Hinrik á fimmtudaginn þar sem þau fóru í þrautabraut. Vikan endaði á toppnum en þá var leikfangadagur hjá okkur. Mikil gleði og gaman hjá okkur hérna á Hlíðinni.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 5.-9. september
Þessi vika var fyrsta vikan okkar í skipulögðu starfi. Í Lubbastundinni unnum við með málhljóðið /Aa/ með því að hlusta á sögu, syngja saman og læra tákn málhljóðsins. Við settum fyrir verkefni fyrir börnin í hópastarfi en það var afar skemmtilegt að fylgjast með krökkunum kljást við þau. Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð á róló við Lindakirkju og svo fór eldri hópurinn í fimleika eftir hádegi. Í leikvangi á fimmtudaginn fóru þau í þrautabraut. Veðrið var æðislegt í þessari viku og fórum við út við hvert tækifæri. Í dag var Gaman saman hjá okkur í samveru en við sungum saman nokkur lög og enduðum á danspartýi.
Bestu kveðjur,
Allir á Hlíð
Vikan 9-13. maí
Í þessari viku vorum við mikið úti að leika okkur í góða veðrinu.
Við fórum með Hól og Hæð í vettvangsferð á þriðjudaginn í útikennslustofuna í skóginum. Þar fengu krakkarnir að leika sér og klifra í trjám.
Krakkarnir voru einnig duglegir að spila og erum við aðeins farin að spila með handspilum.
Smiðja: smiðja féll niður þessa vikuna þar sem Nanna er í fríi
Leikvangur: krakkarnir fóru fótbolta, æfðu sig í að drippla bolta og æfðu sig að hanga í hringjunum. Í lok tímans fóru þau litaleikinn, dýraleikinn og ýmsa fleiri leiki.
Vikan 2. -6. maí
Í þessari viku var heilsuvika. Við héldum uppá hana með ávaxta- og grænmetisdegi í gær og það var ekkert smá hlaðborð sem við vorum með þar. Í dag gerðum við helling af stöðum úti þar sem m.a. var hægt að fara í keilu, leika með fallhlíf, gera þrautabraut, fara í fótbolta og fleira. Krakkarnir voru duglegir að taka þátt í stöðvunum og höfðu mjög gaman af.
Í gær komu krakkar frá tónlistaskóla Kópavogs að spila fyrir okkur á hljóðfærin sín. Þau spiluðu m.a. á klarínett, þverflautu, saxafón og trommur.
Við fórum í vettvangsfer á Hvammsvöll á þriðjudaginn sem var mjög skemmtilegt þrátt fyrir svolitla rigningu.
Við áttum afmælisstrák í vikunni og þökkum honum kærlega fyrir okkur og óskum honum til hamingju með afmælið.
Smiðja: Í smiðju voru krakkarnir að sulla og einnig að leika sér með blöðrur.
Leikvangur: Við fórum og gerðum stöðvarnar úti þegar börnin áttu tíma í leikvangi.
Lubbi: Í þessari viku unnum við með málhljóðið -Au. Við sungum lagið með stafnum, klöppuðum atkvæði nokkra orða og fundum orð sem byrjuðu á málhljóðinu.
Kveðja,
Allir á Hlíð
Vikan 4.mars – 8. apríl
Við höfum haldið áfram að vera dugleg að fara út í góða veðrið þessa vikuna. Skelltum okkur í vettvangsferð með börnunum á Hól í Salaskóla sem var mikið fjör.
Við vorum áfram í páskaföndri að búa til páskaunga, páskaegg, páskakanínur og fleira.
Í dag fóru elstu börnin í Gerplu og fengu að fylgjast með fjölgreindaleikunum í Salaskóla og fengu aðeins að prófa nokkrar þrautir þar.
Smiðja: Í smiðju voru krakkarnir að klára páskaungann sinn,
Leikvangur: Í leikvangi fóru krakkarnir í ýmsa leiki m.a. dimmalimm og litaleikinn. Síðan fengu þau að vera í kaðlinum að róla, klifra í rimlunum og fleira.
Lubbi: Í þessari viku unnum við með málhljóðið -Ei/Ey. Við fundum orð með málhljóðinu í og lásum söguna. Fórum yfir textann í laginu og sungum lagið. Æfðum okkur í samsettum orðum og fleira.
Kveðja,
Allir á Hlíð
Vikan 28.mars – 1. apríl
Nú er veðrið loksins farið að skána og við byrjuð að geta farið meira út að leika.
Við skelltum okkur í vettvangsferð í skógin. Þar var mjög vinsælt að klifra í trjánum og við þurftum að stoppa nokkra krakka af sem vildu helst bara klifra upp allt tréð. Á bakaleiðinni fengu þau svo að leika sér á leiksvæðinu í Salaskóla og skemmtu sér vel þar.
Við erum byrjuð á ýmsu pákaföndri m.a. að perla og lita páskamyndir.
Á fimmtudaginn fór fyrri helmingur af eldri skákunum í skólaverkefni með Hæð þar sem við unnum bókstafi, tölustafi og æfðum rétt grip um skriffæri. Einnig gerðum við verkefni með litarunur þar sem börnin áttu að finna út hvaða litur væri næstur í röðinni og síðan áttu þau að flokka hvaða dýr búa á landi og hver búa í sjó.
Smiðja: Smiðja féll niður þessa vikuna vegna veikinda.
Leikvangur: Krakkarnir fengu að leika frjálst í byrjun tímans síðan fóru þau í ýmsa leiki. Léku meðal annars með fallhlífina, krókudíll krókudíll og litaleikinn.
Lubbi: Í þessari viku unnum við með stafinn Ææ. Við lásum söguna og spurðum nemendur út úr textanum. Sungum lagið, rímuðum, klöppuðum atkvæði og fleira.
Kveðja
Allir á Hlíð
Vikan 20. - 25. mars
Í þessari viku fórum við í vettvangsferð þar sem útiæfingatækin eru. Krakkarnir höfðu mjög gaman af því að leika sér þar og einnig fóru þau í feluleik og felueltingaleik. Á leiðinni heim fórum við í gegnum göng og þar inni var risastór pollur sem var svaka stuð að hlaupa og hoppa í.
Fyrsti sundhópurinn okkar fór í sund í dag og við munum halda áfram að fara með hópa alltaf á föstudögum.
Eldri strákarnir fóru í Salaskóla í dag og fengu að taka þátt í samsögnum þar sem gekk mjög vel. Allir voru duglegir að syngja og taka þátt í samverustundinni. Við fengum hrós frá kennurunum í skólanum hvað þetta væri flottur hópur.
Smiðja: Í smiðju byrjuðu krakkarnir á því að föndra páskaunga.
Leikvangur: Í leikvangi fóru krakkarnir í þrautabraut
Lubbi: Í þessari viku unnum við með stafinn Ðð. Við lásum söguna, sungum lagið og fundum orð með ð í. Það kom krökkunum svolítið á óvart að það eru engin orð sem byrja á stafnum.
Kveðja,
Allir á Hlíð
Vikan 7. - 11. mars
Í þessari viku léku krakkarnir sér mikið inni vegna veðurs. Við vorum dugleg að nýta dúkkukrókinn, holukubbana og einnig að fara fram í matsal að spila og fleira.
Smiðja og leikvangur féllu niður þessa vikuna vegna veikinda starfsfólks. Við fórum þó með hópa sjálf í leikvang og krakkarnir fengu að leika frjálst sem þeim fannst mikið stuð.
Lubbi: Í þessari viku unnum við með stafinn Þþ. Við lásum söguna, sungum lagið og héldum áfram að vinna með samsett orð. Fundum m.a. út að orðið þorskhaus er búinn til úr orðunum þorskur og haus.
Blær: Við lásum söguna Gríslingur og afmælisveislan. Hún fjallaði um strák sem var að bjóða vinum sínum í afmæli. Nágranni stráksins var gíraffi og mamma hans vildi ekki bjóða honum í afmælið því hann væri of stór. Við ræddum um hvað fólk er mismunandi og hvað það sé mikilvægt að allir fái að vera með.
Í dag var dótadagur og mikil ánægja hjá börnunum að leika með það. Þau voru dugleg að skiptast á og leika saman með dótið
Kveðja,
Allir á Hlíð
28. febrúar – 4. mars
Í þessari viku var nóg um að vera. Á mánudaginn var bolludagurinn þar sem krakkarnir fengu fiskibollur og rjómabollur. Á sprengidaginn var boðið uppá saltkjöt og baunir en krakkarnir voru ekki margir spenntir fyrir þeim mat og hádegismaturinn sjaldan tekið jafn stuttan tíma og þann dag. Síðan var öskudagurinn á miðvikudaginn. Dagskráin hófst um morguninn með diskó balli, síðan var flæði á eldri gangi og krakkarnir fengu að leika þar sem þeir vildu og fá andlitsmálningu í framan. Í hádeginu var boðið uppá pizzur og í lok dagsins var bíó inní leiksal þar sem var sýnd myndin Encanto.
Í samverustund prófuðum við meðal annars að klappa atkvæði allra krakkanna og telja hvað þau væru mörg. Einnig vorum við með söngstund þar sem við settum miða á gólfið með myndum sem tengdust lögunum og krakkarnir fengu að velja hvaða lag væri sungið
Lubbi: í þessari viku unnum við með stafinn Áá. Við fundum orð sem byrja á stafnum og orð sem eru með stafnum á í. Við fundum út hvaða orð kæmi ef við setjum t.d. saman orðin álfur og kóngur= álfakóngur. Einnig æfðum við okkur í að finna úr hvaða orðum sum orð eru búin til.
Smiðja: yngri krakkarnir saumuðu stafinn sinn en eldri krakkarnir misstu af smiðju þessa vikuna vegna öskudagsins.
Leikvangur: í leikvangi gerðu krakkarnir þrautabraut og léku sér með fallhlíf.
Kveðja,
Allir á Hlíð
20.-25. febrúar
Í þessari viku var litavika og gaman að sjá hversu margir tóku þátt í henni. Í dag var regnbogaball með diskóljósum sem var mikið stuð. Einnig var flæði milli deilda á eldri gangi þar sem krakkarnir máttu leika sér þar sem þau vildu.
Við gátum lítið farið út þessa viku vegna veðurlægðarinnar en við fundum ýmislegt annað skemmtilegt að gera. Við bjuggum til leir sem krakkarnir voru duglegir að leika sér með. Einnig eru perlurnar alltaf vinsælar og hillan með perlum eftir krakkanna fyllist á hverjum degi.
Lubbi: þessa vikuna var stafurinn Öö tekinn. Við lásum söguna, sungum lagið, klöppuðum atkvæði orða og fleira.
Blær: við byrjuðum að vinna með sögurnar um Blæ í síðustu viku og héldum áfram með það í þessari viku. Blær fjallar um vináttu, umhyggju, virðingu, umburðalyndi og hugrekki. Í þessari viku ræddum við m.a. um að hvað við getum gert þegar við lendum í vandræðum eða í árekstrum við einhvern.
Leikvangur:
Í leikvangi fóru krakkarnir í ýmsa leiki.
Smiðja:
Eldri strákarnir voru að vinna með grænan ferning því það var grænn dagur þann dag. Einnig héldu þeir áfram með frjálsa verkefnið sitt.
Yngri krakkarnir voru að vinna með bláan ferning því það var blár dagur þann dag. Þau spiluðu síðan drekaspilið í lok dags.
Kveðja,
Allir á Hlíð
7. febrúar- 11. febrúar
Í vikunni var mikil útivera og krakkarnir duglegir að hjálpa til við að moka og brjóta klaka til að búa til gönguleið inn í leikskólann.
Við fengum nýlega kassa af segulkubbum sem eru búnir að vera mjög vinsælir og krakkarnir duglegir að byggja ýmsar fínar byggingar úr þeim. Einnig var kúlubrautin mjög spennandi, þar eru þau að byggja kúlubraut og láta kúluna svo renna niður brautina sína.
Smiðja
Í smiðju voru krakkarnir að klára bolluvendina sína.
Leikvangur
Í leikvangi fóru krakkarnir í ýmsa leiki og fengu síðan að leika frjálst.
31. janúar- 4. febrúar
Guðný sellóleikari og tónlistarkennari koma aftur til okkar í vikunni og samdi lag með krökkunum sem þau fluttu síðan fyrir alla á deildinni í dag.
Við fórum í hringekju með krökkunum þar sem við fórum á 4 stöðvar. Á einni stöðinni spiluðum við Alías sem er vinsælasta spilið á deildinni, á stöð tvö vorum við að leira, á þriðju stöðinni léku þau sér í dúkkúkrók og síðasta stöðin var að leika með bílabraut og bíla.
Hefðbundið starf byrjaði hjá okkur og krakkarnir fengu að fara í smiðju og leikvang.
Smiðja: í smiðju voru allir að læra um litablöndun og máluðu bolluvönd.
Leikvangur: í leikvangi fengu krakkarnir að leika frjálst.
Lubbi: Í þessari viku unnum við með stafinn “Pp“. Við gerðum hreyfingarnar í laginu eins og við værum að poppa popp. Fundum myndir í bókinni og önnur orð sem byrjuðu á stafnum.
Við áttum afmælisstrák í vikunni og þökkum honum kærlega fyrir okkur og óskum honum til hamingju með afmælið.
Kveðja allir á Hlíð
24. – 28. janúar
Á þriðjudaginn og fimmtudaginn í síðustu viku kom Guðný sellóleikari og tónlistarkennari til okkar í heimsókn og byrjaði að vinna að skemmtilegu tónlistarverkefni með börnunum. Hún ætlar að taka börnin í fjórar tónlistastundir, var með þeim í gær og verður aftur á þriðjudaginn í næstu viku. Hún sýndi krökkunum m.a. hvernig sellóið hennar virkaði og byrjaði að ræða við þau um hvernig lag þau vildu semja. Einnig kenndi hún þeim að syngja do,re,mí,fa,so,la,tí,do og söng ýmis skemmtileg lög með þeim.
Á fimmtudaginn fyrir hádegi fór helmingurinn af eldri stákunum á deildinni í elstubarnaverkefni á meðan hinn helmingurinn fór út að leika með Hæðinni. Í verkefnunum vorum við m.a. að æfa okkur í að skrifa stafinn Dd og að klippa út og líma ýmis form.
Í vikunni fengu krakkarnir að leika frjálst í leikvangi og einnig máluðum við mynd í smiðjunni fyrir dag leikskólans sem verður haldinn næsta föstudag.
Lubbi
Í þessari viku unnum við með stafinn “Oo“. Við lásum söguna saman og skoðuðum myndir í bókinni sem byrjuðu á stafnum. Einnig æfðum við okkur í að klappa atkvæði og syngja lagið um o og gera hreyfingarnar með því.
Kveðja allir á Hlíð
6.- 10. desember
Í þessari viku höfum við mikið verið að jólaföndra og leika úti í snjónum. Krakkarnir hafa verið að perla með jólaperlunum, lita jólamyndir, búa til jólasnjókorn og fleira.
Við bjuggum til jólaskraut á jólatréð. Bæði máluðum við könglana sem við týndum í síðustu vettvangsferð og einnig máluðum við alvöru jólakúlur. Þau fá síðan að velja hvað þau vilja setja á jólatréð hér í leikskólanu í næstu viku..
Á þriðjudaginn fórum við öll saman á deildinni í vettvangsferð. Við röltum saman á rólóvöll þar sem krakkarnir fengu að leika sér einnig tókum við rassaþorturnar með og þeim fannst mjög gaman að renna niður löngu brekkuna.
Eldri börnin æfðu sig í að skrifa bókstafinn Áá og tölustafinn 2 í skólahópnum með Hæð. Síðan héldu þau áfram að æfa sig í að ríma og finna orð sem rímuðu saman.
Í dag héldum við uppá þriðja í aðventu sem er á sunnudaginn. Við komum öll saman á eldri gangi í samverustund og sungum lagið við kveikjum þremur kertum á og kveiktum á hirðakertinu. Einnig voru fleiri jólalög sungin og lesin jólasaga um hann stekkjastaur sem var mjög skemmtileg.
Lubbi
Í þessari viku unnum við með stafinn “Ff“. Við lásum söguna saman, sungum lagið, fundum orð sem byrja á stafnum og fleira.
Smiðja
Í smiðju var frjáls tími og þau völdu að mála með akríl málningu.
Leikvangur
Í leikvangi fóru krakkarnir í þrautabraut og fengu síðan að leika frjálst í lokin.
Kveðja allir á Hlíð
22.-26. nóvember
Í þessari viku fengum við smá snjó og var voða gaman að leika í honum úti.
Eldri börnin æfðu sig í að skrifa bókstafinn A og tölustafinn 1 í skólahópnum með Hæð. Einnig ræddum við um hvað væri að ríma og æfðum okkur í því að ríma með nokkrum orðum. Síðan spiluðu þau samstæðuspil þar sem þau áttu að finna samstæður sem rímuðu saman.
Á þriðjudaginn fórum við öll saman á deildinni í vettvangsferð. Við löbbuðum að skóginum sem er rétt hjá gólfvellinum og lékum okkur þar. Einnig fundum við nokkra köngla sem við ætlum síðan að skreyta.
Krakkarnir fengu síðan að búa til piparkökur fyrir kaffið í dag. Það var mjög notaleg stemning hjá okkur þar sem við hlustuðum á jólalög meðan við vorum að baka og allir höfðu gaman af.
Í dag héldum við uppá fyrsta í aðventu sem er á sunnudaginn. Við komum öll saman á eldri gangi í samverustund og sungum lagið við kveikjum einu kerti á og kveiktum á fyrsta kertinu.
Lubbi
Í þessari viku unnum við með stafinn “Ll“. Við lásum söguna saman og sungum lagið. Einnig skoðuðum við myndirnar í bókinni og ræddum hvað á blaðsíðunni byrjar á stafnum l. Síðan klöppuðum við atkvæði nokkurra orða og lengsta orðið okkar hafði 5 atkvæði.
Smiðja
Í smiðju voru krakkarnir að búa til jólakort og vinna í jólagjöfunum sínum.
Leikvangur
Í leikvangi fengu allir að leika frjálst og þar var mikið fjör.
Föstudagsfréttir 8. – 12. nóvember
Í þessari viku var vináttudaginn og við héldum uppá hann með því að syngja öll saman á eldri gangi vináttulög með bangsanum Blæ.
Við lékum okkur meðal annars með pinna þar sem börnin hermdu eftir myndum til að pinna eftir. Einnig voru kaplakubbarnir vinsælir og krakkarnir kepptust um að búa til sem hæsta turninn úr þeim.
Það hélt áfram að bætast í lubbabeinasafnið okkar og taflan hans er orðin nánast full af beinum. Lubbaátakið klárast síðan næstkomandi þriðjudag á afmælinu hans.
Lubbi
Í þessari viku unnum við með stafinn “Ee“. Við lásum söguna saman og spurðum þau spurninga úr henni til að athuga hvort allir væru að ná innihaldi hennar. Einnig fórum við yfir textann í laginu og sungum saman.
Smiðja
Í smiðju voru yngri krakkarnir að klára myndirnar sínar frá því í síðustu viku.
Eldri strákarnir héldu áfram að vinna í jólagjöfunum sínum.
Leikvangur
Í leikvangi fóru krakkarnir í þrautabraut, leiki og keilu.
Við áttum afmælisprinsessu í dag sem bauð uppá popp og saltstangir. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur.
Kveðja,
Allir á Hlíð
Föstudagsfréttir 1.-5. nóvember
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku hafa perlurnar verið spennandi og einnig hefur ísdótið verið vinsælt hjá krökkunum. Þar eru þau að búa til ísa, velja hvaða bragð þau vilja og selja hvert öðru ísana.
Gaman var að sjá hvað það hefur gengið vel hjá krökkunum að safna lubbabeinum þessa vikuna og skemmtilegt að fylgjast með hvað þau eru spennt að sýna okkur starfsfólkinu beinin sín og hengja þau upp á töfluna.
Á fimmtudaginn fórum við í hressandi göngutúr í kringum kirkjugarðinn með eldri strákana ásamt börnunum á Hæð. Við tókum nokkrar æfingar á útiæfingatækjunum og lékum okkur aðeins í móanum þar fyrir ofan. Eftir hádegi kom svo slökkviliðið í heimsókn til okkar sem var mjög spennandi. Slökkviliðsmennirnir fræddu okkur um eldvarnir og hvað það er sem þeir gera í vinnunni. Við fengum að sjá búninginn þeirra og fengum fræðslu um hann. Áður en þeir fóru fengum við síðan að skoða slökkvibílinn, kveikt var á ljósunum sem var mjög spennandi en sumum fannst lætin í sírenunni helst til mikil.
Lubbi:
Við unnum með bókstafinn „Hh“ þessa vikuna. Við fundum hvaða nöfn og hlutir byrja á stafnum. Einnig héldum við áfram að æfa okkur í samsettum orðum.
Smiðja
Eldri strákarnir byrjuðu að búa til jólagjafir.
Yngri krakkarnir máluðu á pappadisk, klipptu blöð og límdu á diskinn.
Leikvangur
Í leikvangi fóru krakkarnir í þrautabraut, keilu og ýmsa leiki
Takk fyrir vikuna
Kveðja,
Allir á Hlíð
Föstudagsfréttir 25-29. október
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku héldum við uppá alþjóðlega bangsadaginn og afmæli hjá bangsanum Blæ. Á þeim degi vorum við með flæði fyrir hádegi þar sem börnin fengu að flakka á milli deilda á eldri gangi og leika þar sem þau vildu. Síðan sungum við öll saman afmælissöngin fyrir Blæ og nokkur fleiri skemmtileg lög.
Í síðustu viku byrjuðum við á verkefni elstu barna. Við skiptum börnunum á Hæð og 2016 börnunum á Hlíð í tvo hópa, annar hópurinn fer og vinnur verkefni en hinn hópurinn fer í vettvangsferð. Börnin fara á 3 stöðvar og gera eitt verkefni á hverri stöð. Við vorum að vinna með hlustunarskilning barnanna, gerðum skriftaræfingar og tókum smá stærðfræði.
Lubbi:
Við unnum með bókstafinn „Jj“ þessa vikuna. Við fundum orð sem byrja á stafnum j og könnuðum hvort einhver á deildinni ætti stafinn. Við æfðum okkur í samsettum orðum bæði hvaða orð kemur ef við setjum t.d. saman jeppi og ferð= jeppaferð. Einnig æfðum við okkur í að finna hvaða orð væru í t.d. Vatnajökull= vatn og jökull.
Smiðja
Í smiðju voru eldri strákarnir að koma með hugmyndir um jólagjafir. Yngi börnin gerðu tilraunir með glas á hvolfi með vatni, rafmagnaða blöðru og áldós og fleira.
Leikvangur
Í leikvangi fóru börnin í ýmsa leiki og fengu að einnig að leika sér frjálst í salnum.
Unnur Eva starfsmaður er að hætta hjá okkur á deildinni og taka við sem sérkennslustóri í leikskólanum. Einnig er Stefanía Sigþórs að hætta og fara í önnur störf. Við þökkum þeim fyrir gott samstarf.
Á mánudaginn byrjaði hjá okkur nýr starfsmaður sem heitir Birnir. Við tókum öll vel á móti honum og krökkunum þótti gaman að fá starfsmann sem var strákur á deildina. Auk þess mun Aþena sem er búin að vera starfsmaður í afleysingum á leikskólanum koma í 50% starf inná deildina hjá okkur í næstu viku.
Síðasta föstudag áttum við afmælisprins sem bauð uppá popp og saltstangir. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur.
Takk fyrir vikuna
Kveðja,
Allir á Hlíð
Vikan 11. -15 .október 2021
Sælir kæru foreldrar
Í þessari viku fórum við í ýmsa leiki í samverustund og vorum að syngja og dansa við afríska lagið Che che kule sem krakkarnir höfðu mjög gaman af.
Yngri krakkarnir skelltu sér í vettvangsferð á Hvammsvöll þrátt fyrir mikla rigningu og voru dugleg að leika sér þar. Á meðan voru eldri strákarnir að vinna sporverkefni, leika með samsett orð og spila. Þeir fóru síðan í vettvangsferð með Hæð í Salaskóla og þar var aparólan mjög vinsæl.
Í smiðju voru krakkarnir að vinna haustverkefni.
Í leikvangi fóru börnin í litlaleikinn og stórfiskaleik. Síðan leiku þau sér einnig með fallhlíf.
Lubbi:
Við unnum með bókstafinn „Úú“ þessa vikuna, lásum saman söguna og sungum um málhljóðið. Héldum áfram að æfa okkur í að klappa atkvæði orðanna og ríma.
Við áttum eina afmælisprinsessu í vikunni sem bauð okkur uppá popp, salstangir og snakk. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur.
Kveðja,
Allir á Hlíð
Vikan 4. -8.október 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessa vikuna er heilsuvika og krakkarnir mættu með ávexti að heiman og voru með sameiginlegt hlaðborð. Síðan í dag vorum við með flæði milli deilda og fengu börnin að ráða hvar þau vildu leika.
Í samverustund fórum við meðal annars í leikinn hver stal kökunni og lásum ýmsar skemmtilegar sögur. Við héldum áfram að fara hringekju með krökkunum og skipta þeim upp á stöðvar sem þeim finnst voða skemmtilegt.
Elstu börnunum var boðið á sýninguna Ég get í þjóðleikhúsinu í vikunni sem fjallar um vináttu. Þau fóru öll saman í rútu á fimmtudaginn upp í Þjóðleikhús og fengu síðan að leika á leikvelli í nágrenninu áður en lagt var af stað heim.
Lubbi:
Við unnum með bókstafinn „ÍÝ“ þessa vikuna, lásum saman söguna og sungum um málhljóðið. Auk vorum við að klappa atkvæði orðanna, ríma og prófuðum að klappa atkvæðin í nöfnum barnanna.
Smiðja:
Eldri hópurinn var að mála fuglanna sína og festa gogg og fætur á þá.
Yngri hópurinn fór út að týna laufblöð í garðinum og pressuðu þau og þurrkuðu. Síðan skoðuðu þau ýmsar tegundir af laufblöðum og að lokum teiknuðu þau laufblöð.
Leikvangur:
Í leikvangi fóru krakkarnir í þrautabraut og æfðu sig í handstöðu upp við rimlana. Auk þess æfðu þau sig í að dripla bolta og enduðu á að fara í leikinn krókódíll-krókódíll.
Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Kveðja
Allir á Hlíð
Dagbók
Vikan 27.september- 1. október 2021
Sælir kæru foreldrar
Þessi vika hefur liðið mjög hratt. Við höfum verið dugleg að fara út á morgnanna en það hefur verið ansi kalt fyrir hádegi en hlýrra eftir hádegi. Inni höfum við verið í svokallaðri hringekju, en þá skiptum við hópnum í 3-4 hópa á leikstöðvar. Þá fá börnin tækifæri á að leika á öllum stöðvum og ein stöðin hefur verið spilastöð 😊
Endilega muna að kíkja í aukafataboxin þeirra og fylla á þau
Lubbi:
Við unnum með bókstafinn „Dd“ þessa vikuna, lásum saman söguna og sungum um málhljóðið. Auk þess fundum við nöfn og orð sem byrja á „Dd“.
Smiðja:
Eldri hópurinn var að búa til fugl úr dagblöðum.
Yngri hópurinn var að mála með vatnslitum
Leikvangur:
Skemmtileg þrautabraut var sett upp hjá Kollu og var svaka fjör!
Vettvangsferð:
Báðir hóparnir fóru á sama stað, léku sér á leikvelli og léku sér á hólnum.
Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Kveðja
Allir á Hlíð
Mig langaði síðan aðeins að kynna mig þar sem þetta er fyrsti vikupósturinn sem ég set hér inn. Ég heiti Elísabet og var að taka við af Alexöndru sem deildastjóri á Hlíð. Ég hef mikið unnið með börnum við að þjálfa og í leik- og grunnskóla. Auk þess er ég í meistaranámi í kennaranum. Ég hlakka til að kynnast ykkur og krökkunum betur í vetur. Endilega hafið samband við mig og aðra á deildinni ef það vakna einhverjar spurningar.
Í þessari viku erum við búin að vera frekar mikið inni vegna veðurs og yngri krakkarnir komust þar af leiðandi ekki í vettvangsferð þessa vikuna. Eldri krakkarnir fóru með hæðinni í vettvangsferð á Hvammsvöl og síðan á bakleiðinni tókum við ýmsar æfingar í göngunum sem krökkunum þótti mjög gaman. Við vorum mikið að spila Alías og flest börnin mjög dugleg í því að lýsa orðunum og giska á hvaða orðum er verið að lýsa.
Í Lubba vorum við að vinna með stafinn N. Við lásum saman söguna um N og hlustuðum á lagið og gerðum táknin með söngnum. Auk þess fundum við nöfn og orð sem byrja á N.
Í smiðju voru yngri krakkarnir að læra að vefa og eldri krakkarnir að mála með ýmsum litum.
Við áttum afmælisprins í vikunni sem bauð okkur uppá popp og saltstangir. Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur.
Eigið góða helgi
kveða allir á Hlíðinni
3. september 2021
Þessi vika var fyrsta vikan okkar á Fífusölum í skipulögðu skólastarfi á þessari önn. Á mánudaginn hefði eldri hópurinn okkar átt að fara í smiðju en þar sem smiðjan féll niður fórum við út að leika fyrir hádegi en vorum svo inni að leika eftir hádegi. Við byrjuðum á Lubba aftur og fjölluðum um málhljóðið Aa í þessari viku. Málörvun byrjaði líka aftur á mánudaginn.
Á þriðjudaginn fórum við út fyrir hádegi og vorum svo inni að leika eftir hádegi á meðan eldri hópurinn fór í fyrsta fimleikatímann. Það var mjög gaman hjá þeim í fimleikum. Við á Hlíð ætlum að halda þriðjudagsmorgnum fyrir vettvangsferðir fyrir yngri hópinn en eldri ætla með Hæðinni í vettvangsferðir á fimmtudögum á þessari önn. Við fórum ekki í vettvangsferðir í þessari viku en við byrjum það á fullu í næstu viku.
Á miðvikudaginn vorum við inni í leik í holukubbum, dúkkukrók og inn á deild fyrir hádegi og einhverjir fóru í málörvunarhópa. Eftir hádegi fóru allir út að leika sér. Í samveru skiptum við okkur upp í tvo hópa. Yngri hópurinn fór í lubbastund og eldri fengu að fara í smá stoppdans og setudans á meðan.
Á fimmtudag fór eldri hópurinn út fyrir hádegi og yngri fóru í smiðju. Það var svaka gaman að fá loksins að byrja aftur í smiðjunni. Yngri hópurinn fór þá út eftir hádegi og eldri voru inni að leika í holukubbum og inn á deild. Í samverustund fór eldri hópurinn í lubbastund og yngri lásu skemmtilega bók saman.
Á föstudag var fyrsti dagurinn í leikvangi eftir sumarfrí. Það var mjög gaman hjá þeim að fá loksins að fara aftur í leikvang eftir langa pásu. Eftir hádegi fórum við út að leika.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Bestu kveðjur, allir á Hlíð
21. maí 2021
Á mánudaginn fórum við út að leika fyrir og eftir hádegi. Við höfum verið svolítið mikið úti að leika seinustu daga í góða veðrinu og förum mikið út með tónlist og höldum danspartý. Við lærðum nýtt málhljóð en það var -mjúka g- í þessari viku. Yngri hópurinn fór í smiðju og bjó til allskonar skemmtilegt úr leir.
Á þriðjudaginn fórum við út að leika fyrir hádegi, tókum smá blæstund og spjölluðum saman í samverustundinni. Eftir hádegismat fór eldri hópurinn í fimleika og hinir fóru út í litla vettvangsferð að leikvelli með stóra rennibraut, þau tóku með sér hátalara til að hlusta á tónlist og fleira skemmtilegt.
Á miðvikudaginn fórum við út að leika fyrir hádegi. Í samverustund lærðum við meira um mjúka g og lærðum að syngja lubbalag vikunnar. Við lásum síðan rosalega skemmtilega bók um það hvað myndi gerast ef leikskólakennararnir skyldu hverfa. Eftir hádegi ákváðum við að vera inni að leika þar sem það byrjaði að rigna. Við fórum svo út eftir kaffi að leika í pollunum.
Á fimmtudag fórum við út að leika fyrir hádegi í góða veðrinu. Í samverustund lærðum við smá meira um Lubba málhljóðið og byrjuðum að lesa söguna Afi minn súperman, en hún var svolítið löng og erfið lesning og fáir náðu að halda athygli svo við lásum bara einn kafla og æfðum svo útskriftarlög. Eftir hádegi vorum við inni að leika og eldri hópurinn fór í smiðju að gera leirverkefni. Við fórum svo út að leika eftir kaffi.
Á föstudaginn var leikvangur fyrir hádegi og leikur úti í góða veðrinu. Í samverustund var haldið upp á afmæli en við áttum 6 ára afmælis-skvísutöffara sem kom með popp og saltstangir og bauð okkur upp á. Við hlustuðum á sögu á meðan. Við þökkum henni innilega fyrir okkur og óskum henni til hamingju með afmælið. Eftir hádegi fórum við svo aftur út að leika okkur.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kv. Allir á Hlíð
7. maí 2021
Á mánudaginn vorum við úti fyrir hádegi og eftir hádegi, en eftir hádegi fór yngri hópurinn einnig í smiðju. Við byrjuðum á nýju málhljóði -Óó- í Lubbastund í samveru. Við lásum líka saman bók og sungum saman. Eftir hádegi fór hópur í sund með nokkrum krökkum af Hóli og hinir fóru út að leika.
Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð í hér rétt fyrir utan leikskólann, þeir sem vildu fóru í fótbolta á grasvelli hér rétt hjá en hinir fóru á leikvöll við hliðina á að leika. Í samveru æfði eldri hópurinn lög fyrir útskrift með krökkunum á Hól, en yngri hópurinn fóru í lubbastund. Eftir hádegi fórum við út að leika aftur.
Á miðvikudaginn vorum við nánast úti allan daginn eins og aðra daga í vikunni, þar sem veðrið var æðislegt alla vikuna. Við fórum í lubbastund í samveru og lásum bók.
á fimmtudag var lokað á Hlíð, vegna veikinda eftir bólusetningu og við þökkum fyrir skilning og samvinnu!
Á föstudaginn var opnað aftur og vorum við með ávaxtadag fyrir hádegi, þá vorum við saman í samverustund að borða helling af allskyns ávöxtum og hlusta á sögu. Við skelltum okkur svo út á meðan kennari undirbjó afmæli í samverustund. Við áttum nefnilega afmælistöffara sem varð 5 ára. Hann kom með jarðaber, saltstangir og popp til að bjóða okkur upp á og við þökkum honum innilega fyrir og óskum honum til hamingju. Hann valdi að hlusta á Góa og eldfærin í afmælinu sínu og fékk svo að bjóða krökkunum með sér í hádegismat. Eftir hádegi fórum við út að leika í góða veðrinu.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kveðja, allir á Hlíð
30. apríl, 2021
Á mánudaginn var svo æðislegt veður að við vorum úti allan daginn og fórum rétt svo inn til að fara í samverustund, borða hádegismat og fá okkur hressingu í kaffinu. Við vorum með tónlist, krítar, dýnur til að gera æfingar á og allskonar skemmtilegt í boði í útiveru. í samverustund byrjuðum við að læra málhljóðið Ei/Ey. Eftir hádegi fóru yngri krakkarnir líka inn í smiðju og komu svo beint aftur út að leika.
Á þriðjudaginn fór helmingur hópsins í vettvangsferð og að tjörn hérna í kópavogi að gefa öndunum brauð. Við tókum strætó sem var svakalega mikið sport, gáfum öndunum brauð og lékum okkur í leiktækjum og fórum í stuttan göngutúr með fram tjörninni. Eftir hádegi voru fimleikar hjá eldri hópnum og yngri hópurinn fór út að leika á meðan.
Á miðvikudaginn vorum við úti aftur nánast allan daginn en fórum aðeins inn á meðan hádegismatnum stóð og í kaffinu. Eldri árgangurinn fór einnig aðeins inn eftir hádegi í litlum hópum og fórum í Blæ og jóga stund saman. Við fórum í smá slökun og spjölluðum saman um blæspjald vikunnar.
Á fimmtudaginn fórum við út að leika fyrir hádegi. Í samverustund lásum við bók, fórum í hvísluleik og í lubbastund. Við vorum inni eftir hádegi í frjálsum leik og yngri hópurinn fór í Blæstund og jóga.
Á föstudaginn var hjóladagur hjá Hlíð. Þá áttum við leikvang fyrir hádegi svo við fórum í hjólatúr eftir hádegi. Við áttum eina afmælisstelpu sem var að verða 6 ára. Hún kom með allskonar góðgæti fyrir okkur til að borða saman í samverustund. Við þökkum henni innilega fyrir og óskum henni til hamingju með daginn sinn.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kveðja, allir á Hlíð
23. apríl 2021
Á mánudaginn fórum við út fyrir hádegi að leika okkur. Við byrjuðum að læra nýtt málhljóð Lubba en í þessari viku æfðum við okkur í -Ææ- í samverustund. Síðan sungum við saman möntrurnar okkar, adi shakti og I am happy og gerðum hreyfingarnar með, í lokin sátum við öll í þægilegri stöðu. Við töluðum um hvernig glimmerið í hjartakrukkunni væri eins og hugsanirnar okkar og við ætluðum að nota krukkuna til að hjálpa okkur við að róa hugann. Kennari hristi hjartakrukkuna sem við bjuggum til saman í seinustu viku og setti hana á mitt gólfið. Krakkarnir áttu að hafa alveg hljóð og horfa á glimmerið hreyfast í krukkunni, alveg þar til glimmerið var allt stopp í botninum á krukkunni. Við vorum orðin svo róleg að við ákváðum að hvísla allur matur lagið. Eftir hádegi fór yngri hópurinn í smiðju og kláruðu eldfjallaverkefnið og eldri krakkarnir gerðu eldri barna verkefni.
Á þriðjudaginn fór helmingur út fyrir hádegi en hinn helmingurinn fór í vettvangsferð að tjörninni hérna í kópavogi að gefa öndunum. Það var mjög mikið stuð. Þau sem fóru ekki í þessari viku að tjörninni fá auðvitað að fara í næstu viku. Eftir hádegi fór eldri hópurinn í fimleika og yngri voru í frjálsum leik inni á deild.
Á miðvikudaginn fyrir hádegi fórum við öll út að leika. Í samverustund fórum við svo í leiki og sungum með allskonar lögum af youtube og dönsuðum með. Eftir hádegi vorum við inni í frjálsum leik og holukubbum. Það var æðislegt veður svo við fórum snemma út eftir kaffi.
Á fimmtudaginn var frí vegna sumardagsins fyrsta og óskum við öllum gleðilegs sumars!
Á föstudaginn vorum við inni fyrir hádegi og í leikvangi. Það var breskur dagur í dag, svo við spjölluðum um Bretland og lærðum nokkur orð á ensku í tilefni dagsins í samverustund. Eftir hádegi fórum við svo út að leika.
Takk fyrir vikuna, gleðilegt sumar og góða helgi
Kveðja, allir á Hlíð.
16. apríl 2021
Kæru foreldrar
Á mánudaginn vorum við á Hlíð inni fyrir hádegi í frjálsum leik og eldri börnin æfðu sig að skrifa Lubba hljóð seinustu viku. Við byrjuðum að læra nýtt málhljóð í samveru en það var málhljóðið -Ðð-. Okkur hefur fundist svolítið skrítið að læra um -Ðð- og höfum velt því mikið fyrir okkur að málhljóðið er bara til í íslensku og að ekkert orð byrjar á þessu málhljóði. Það var þó ein lítil í hópnum sem benti okkur á það að jú, Ð er einnig til í færeysku. Við fórum því öll úr þessari samveru fróðari en áður, bæði börn og kennarar. Eftir hádegi fórum við út að leika okkur og yngri hópurinn fór í smiðju að búa til æðisleg eldfjöll.
Á þriðjudaginn var svo æðislegt veður að við ákváðum að fara út fyrir hádegi. Í samverustund fórum við aðeins í Lubba, en bara stutt svo við gátum verið úti sem lengst. Okkur fannst svo frábært að vera úti í góða veðrinu að við fórum aftur út eftir hádegismat og aftur eftir kaffið. Við fórum með hátalara út og settum á sumartónlist, tókum út krítar og sápukúlur.
Á miðvikudaginn var frjáls leikur inni á deild fyrir hádegi. Við áttum afmælisbarn þennan dag. Hún varð 6 ára og gaf okkur popp og saltstangir í samverustund. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn og þökkum fyrir okkur. Eftir hádegi var dansað, perlað, leikið og útivera.
Á fimmtudaginn fórum við út fyrir hádegi. Það var rosaleg rigning og komum við öll inn rennandi blaut. Í samverstund bjuggum við til hjartakrukku. Þá vorum við með fallega blátt vatn í krukku og fimm liti af glimmeri. Við hvert glimmer er ein tilfinning. Í þetta sinn vorum við með tilfinningarnar gleði, leiður, hamingjusamur, reiður og þakklæti. Hver og einn kom til kennara og sagði hvað af þessum tilfinningum hann finnur fyrir mest í líkamanum á þessari stundu og svo var hellt smá af glimmerinu sem var merkt með tilfinningunni í krukkuna. Þegar allir voru búnir að hella glimmeri í krukkuna, lokuðum við henni og hristum allt saman. Krukkan er eins og hugurinn okkar og glimmerið eru hugsanir og tilfinningar. Þegar krukkan er hrist fer glimmerið á hreyfingu en svo þegar krukkan er kyrr þá róast glimmerið og leggst á endanum á botninn, eins og hugurinn okkar. Við á Hlíð ætlum að nota þessa krukku í hugleiðsluæfingar og til að róa hugann. Eftir hádegi vorum við inni að leika og eldri hópurinn fór í smiðju að gera eldfjöll. Það var svo svakaleg rigning að við ákváðum að fara ekki út eftir kaffi og hafa opið flæði á milli deilda á eldri gangi. Á föstudaginn vorum við inni fyrir hádegi að leika í frjálsum leik og í leikvangi. Í samverustund fórum við í Lubba og sungum saman. Eftir hádegi fórum við út að leika
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kveðja, allir á Hlíð.
9. apríl 2020
Kæru foreldrar
Við mættum hress og fersk eftir gott páskafrí á þriðjudaginn í þessari viku. Skipulagt starf byrjaði aftur eftir fríið og við lærðum nýtt málhljóð með Lubba. Í þessari viku erum við að læra málhljóðið -Rr-.
Á Þriðjudaginn fórum við út að leika fyrir hádegi. Það var svolítið kalt en við klæddum okkur rosalega vel og gátum leikið okkur helling úti í kuldanum. Í samverustund lásum við söguna um Rr í Lubba bókinni og lærðum lagið. Eftir hádegi féllu fimleikar niður svo við vorum öll saman inn á deild í frjálsum leik þar til við fórum í kaffi. Eftir kaffi fórum við svo út að leika þar til við fórum heim.
Á miðvikudaginn fórum við ekkert út fyrr en eftir kaffi vegna veðurs. Við vorum inni að leika fyrir og eftir hádegi. Við skemmtum okkur mjög vel í allskonar verkefnum eins og að perla, holukubbum, bókasafni og fleira. Í samverustund tókum við aftur fyrir Lubba og fórum í hvísluleik, það var mjög fyndið og skemmtilegt. Á meðan matartímanum stóð, settum við á nýja myndbandið með Daða og gagnamagninu og lærðum dansinn við nýja lagið. Dansinn og lagið sló heldur betur í gegn en við þurfum samt að æfa okkur aðeins meira til að ná dansinum almennilega.
Á fimmtudaginn fórum við út að leika fyrir hádegismat. Við lærðum meira um málhljóðið -Rr- og fórum smá í leikinn hver er undir teppinu í samverustund. Eftir hádegi var svolítið skrítið þar sem við opnuðum inn á allar deildar á eldri gangi og vorum með smá opið flæði á milli deilda og frammi á gangi á meðan eldri hópurinn fór í smiðju. Eftir kaffitímann fórum við svo aftur út að leika.
Á föstudaginn áttum við 6 ára afmælistöffara. Hann bauð okkur upp á popp og saltstangir í samverustund. Við óskum honum innilega til hamingju með daginn og þökkum fyrir okkur. Fyrir hádegi vorum við inni að leika í frjálsum leik og í leikvangi. Í samveru var svo haldið afmælið, sungið afmælissönginn og hlustað á sögu á meðan við borðuðum popp og saltstangir saman. Eftir hádegi fórum við síðan öll út að leika.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kveðja, Allir á Hlíð
26. mars 2021
Kæru foreldrar
Nú er þessi sérstaka vika á enda. Við gerðum margt skemmtilegt þrátt fyrir erfiðar fréttir í miðri viku og hertar sóttvarnir. Á mánudaginn vorum við inni fyrir hádegi að leika í frjálsum leik. Í samverustund lærðum við nýja málhljóð vikunnar en það er málhljóðið -Þþ-. Eftir hádegi fórum við öll út að leika okkur þar sem smiðja féll niður. Á þriðjudaginn fórum við út að leika fyrir hádegi, það var æðislegt veður og bæði börnum og kennurum langaði helst að vera úti allan daginn. En eins og Íslandi er einu lagið, fór að snjóa og koma haglél svo við enduðum á að hendast inn í samverustund. Við tókum Lubba málhljóð vikunnar fyrir í samverustund og fórum í hvísluleik. Orðið byrjaði hjá okkur sem þota en breyttist á endanum í könguló, það fannst okkur mjög fyndið og skemmtilegt. Eftir hádegi fór eldri hópurinn í fimleika og yngri voru inn á deild í frjálsum leik í dúkkukrók og einingakubbum.
á Miðvikudag fór eldri hópurinn út fyrir hádegi og sá yngri eftir hádegi, á meðan voru hinir að leika sér í frjálsum leik inn á deild og frammi á gangi í dúkkukrók. Í samverustund tókum við aftur fyrir málhljóð vikunnar, sungum lög og prófuðum að fara í þagnarbindindiskeppni, sem gekk upp og ofan hjá mörgum, enda erfitt að hafa þögn án þess að fara að hlægja.
Fimmtudagurinn var svo svolítið skrítinn vegna fregna af hertum sóttvarnarreglum daginn áður. Skólinn var því lokaður fyrir hádegi en við tókum svo á móti þeim börnum sem mættu um hádegisbilið úti. Fimmtudagurinn var að mestu leyti eytt í góða veðrinu í frjálsan leik úti í garði. Á milli þess var opnað á milli Hæðar og Hlíðar og kaffið var haft inn á deildum. Eftir kaffi fóru svo allir aftur út að leika þar til leikskólinn kláraðist. Á föstudeginum var frjáls leikur inn á deild fyrir hádegi þar sem nú er ekki leikvangur hjá okkur. Við tókum svo samverustund saman með Hæðinni þar sem við sungum og lásum sögu og æfðum rím. Eftir hádegi skelltum við okkur öll út að leika.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kveðja, allir á Hlíð
19. mars 2021
Kæru foreldrar
Á mánudaginn voru elstu börnin inni fyrir hádegi og við fórum í fjögurra manna hópum að taka út eldvarnir á leikskólanum. Við horfðum á myndband og fengum smá fræðslu frá Loga og Glóð og fórum svo í leiðangur um leikskólann og kíktum á neyðarútgönguleiðir og hvar slökkvitækin í leikskólanum eru staðsett. Í lokin fengum við svo skírteini og litabók með heim. Yngri hópurinn fór út að leika á meðan. Við áttum afmælistöffara á Hlíð á mánudaginn sem varð 5 ára. Hann bauð okkur upp á saltstangir og popp í samverustund. Eftir hádegi fór eldri hópurinn út að leika og yngri voru inni í smá jóga og slökun. Síðan kenndi yngri hópurinn, eldri krökkunum það sem við lærðum og við fórum í nokkra leiki saman fyrir kaffitíma.
Á þriðjudaginn fór hópur á Lindarbókasafn í sögustund. Það var mjög gaman. Við löbbuðum á staðinn en tókum svo strætó til baka sem var algjört ævintýri og svaka stuð. Hópurinn sem varð eftir í leikskólanum lærði sólarhyllingu og var inni í dans-leik með kennurum. í samverustund lærðum við ný lög og gerðum smá jóga saman. Eftir hádegi fór eldri hópurinn síðan í fimleika og yngri fóru út að leika.
Á miðvikudaginn var starfsdagur hjá okkur kennurum en á fimmtudaginn fórum við út fyrir hádegi. Í samverustund fórum við í Lubbastund og lærðum málhljóðið -Áá-. Eftir hádegi fórum við inn í litla herbergi með tónlist og dönsuðum helling. Við fórum í stoppdans, setudans, gerðum súperman dansinn og fleira. Eftir allan dansinn fórum við í rólega rúsínu-hugleiðslu. Þá fengu allir sem vildu vera með, eina rúsínu, og við veltum fyrir okkur áferð, lit, lykt, bragði og hvaðan rúsínan kemur.
Á föstudaginn var leikvangur fyrir hádegi, það var æðislegt eins og alltaf. Í samverustund lærðum við meira um málhljóð vikunnar -Áá-. Eftir hádegi fórum við út að leika í rigningunni. Fyrir kaffitíma komum við aðeins inn og áttum rólega stund saman í jóga, leikjum og slökun.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kv. Allir á Hlíð.
12. mars 2021
Á mánudaginn var gulur dagur og allir mættu í gulum fötum í leikskólann. Fyrir hádegi fór eldri hópurinn í að læra að skrifa málhljóð seinustu viku -Kk-. Allir á deildinni gerðu skemmtilegt verkefni í sambandi við litavikuna og lituðu og klipptu út og bjuggu til regnboga sem voru hengdir upp inn á deild hjá okkur. Í samverustund byrjuðum við að læra nýtt málhljóð vikunnar, -Öö-. Eftir hádegi fórum við út að leika og yngri hópurinn fór í smiðju.
Á þriðjudaginn var rauður dagur. Um morguninn fór helmingurinn af hópnum á Lindarbókasafn í sögustund. Það var ótrúlega gaman og þau þurftu að hlaupa á eftir strætó á leiðinni til baka en það var algjört ævintýri. Við áttum einn afmælistöffara þennan daginn, hann varð 6 ára og bauð okkur upp á popp og saltstangir í samverustund. Eftir hádegi fór eldri hópurinn í fimleika og yngri voru inn á deild að gera rosalega skemmtilegt verkefni og leika í holukubbum.
Á miðvikudaginn var síðan grænn dagur. Við vorum inni að leika í frjálsum leik fyrir hádegi og fórum svo út eftir hádegi. Í samverustund tókum við smá blæstund, lærðum ný lög um að vera vinir og spjölluðum um spjaldið ‘‘Pláss fyrir alla‘‘ um hvernig við getum búið til pláss fyrir alla í hópnum og komið í veg fyrir að einhver sé skilin útundan. Krakkarnir komu með yndislegar uppástungur eins og að bjóðast til að leika við þann sem verður útundan, knúsa hann og spyrja hvort allt sé í lagi.
Á fimmtudaginn var síðan seinasti litadagurinn, en þá var blár dagur. Við fórum út fyrir hádegi í kuldanum. Við stoppuðum ekki mjög lengi þar sem það var rosa kalt en fórum svo inn í hlýjuna og lékum aðeins inn á deild áður en við fórum í lubbastund í samveru. Eftir hádegi var svo smiðja hjá eldri hópnum og leikur inn á deild.
Á föstudaginn var regnbogadagur og regnbogaball. Það mættu allir í litríkum fötum þennan dag. Við höfðum opið flæði á milli deilda fyrir hádegi á eldri gangi og regnbogaball inn á Hæð. Það var rosalega mikið fjör að fá að flakka á milli deilda og kíkja svo að dansa á Hæð við skemmtilega tónlist. Svo var einnig leikvangur hjá okkur á Hlíð. Eftir hádegi fórum við út að leika í snjónum.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kv. Allir á Hlíð.
5. mars 2021
Á mánudag máttu krakkarnir í Fífusölum allir koma með dót í leikskólann. Það voru allir svo spenntir yfir leikfangadeginum á Hlíð að við ákváðum að vera sem mest inni í frjálsum leik til að geta leikið sem mest með dótið. Við byrjuðum að læra nýtt Lubba málhljóð á mánudaginn, málhljóðið -Kk- í samverustund á mánudaginn. Það var svaka stuð á leikfangadaginn og orkan mikil. Það var smiðja hjá tveimur hópum á mánudaginn þar sem þau bjuggu til páskaegg og hreiður. Það fór síðan einn hópur frá okkur í sund og skemmtu þau sér konunglega í sundi og stóðu sig mjög vel. Það fóru svo allir út að leika eftir kaffitímann.
Á þriðjudaginn var farið í vettvangsferð á lítinn leikvöll með stórri klifurgrind. Það var mjög gaman hjá okkur að klifra í klifurgrindinni, róla og vega. Eftir hádegi á þriðjudaginn fóru eldri krakkarnir í fimleika og yngri voru inni á deild í frjálsum leik. Eftir kaffi fóru svo allir út að leika á lóðinni.
Á miðvikudaginn voru allir inni að leika fyrir hádegi. Í samverustund var svo haldið afmæli. Afmælisstelpan á deildinni okkar átti nefnilega 6 ára afmæli á miðvikudaginn og hélt það með stæl. Hún bauð okkur upp á popp og saltstangir í samveru og við sungum fyrir hana afmælissönginn. Afmælisstelpan okkar fékk að velja sögu til að hlusta á, á meðan við borðuðum poppið og saltstangirnar og valdi litlu gulu hænuna. Eftir hádegi fóru svo allir út að leika.
Á fimmtudaginn voru allir inni fyrir hádegi í frjálsum leik í einingakubbum, dúkkukrók, segulkubbum og að lita og spila saman. Eftir hádegi fóru allir út að leika en smiðja féll því miður niður í dag vegna veikinda.
Á föstudaginn féll leikvangur einnig niður vegna veikinda en við tókum okkur til og fórum samt í leikvang og höfðum frjálst og gaman þar í litlum hópum. Það var svaka stuð hjá okkur. Á meðan voru hinir inn á deild í frjálsum leik og aðrir að gera listaverkefni fyrir litavikuna í næstu viku. Eftir hádegi fór seinasti hópurinn frá okkur í sund í bili. Það var svaka stuð eins og alltaf og allir stóðu sig mjög vel. Restin af hópnum fór út að leika eftir hádegi.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kveðja Allir á Hlíð.
26. febrúar 2021
Kæru foreldrar
Á mánudaginn byrjuðum við daginn á að læra nýtt málhljóð og elstu börnin lærðu að skrifa málhljóðið -Tt- og gerðu einnig skemmtilegt og einfalt talnaverkefni. Eftir hádegi fór yngri hópurinn í smiðju og bjuggu til hjörtu til að líma á glugga. Á þriðjudaginn var útivera fyrir hádegi. Eftir hádegi fóru eldri börnin í fimleika og yngri hópurinn hafði gaman í frjálsum leik inn á deild.
Á miðvikudaginn var æðislegt veður svo eldri hópurinn fór út fyrir hádegi og yngri voru inni að leika. Ætlunin var svo að yngri færu út eftir hádegi og eldri yrðu inni, en veðrið var svo gott að allir vildu bara fara út að leika, svo allir á Hlíð fóru út að leika sér eftir hádegi og eftir kaffi.
Á fimmtudaginn var ávaxtadagur á Hlíð. Allir krakkarnir komu með æðislega ávexti. Það voru svo margir ávextir að við vorum með ávexti í boði allan fimmtudaginn. Fyrir hádegi voru ávextir og frjáls leikur inn á deild. Eftir hádegi voru meiri ávextir í boði og flæði á milli Hæð og Hlíð. Krakkarnir máttu velja hvort þau vildu vera inn á Hlíð eða á Hæð í skemmtilegum verkefnum og eldri hópurinn fóru í smiðju. Það var svo farið út beint eftir hádegi.
Í dag, föstudag, er leikvangur hjá okkur fyrir hádegi og boðið upp á restina af ávöxtunum sem við náðum ekki að klára í gær. Eftir hádegi fer einn hópur frá okkur í sund og restin fer út að leika í rigningunni.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Allir á Hlíð
19. febrúar 2021
Kæru foreldrar
Á mánudaginn, bolludag, fórum við á Hlíð út fyrir hádegi að leika þar sem allir voru í rosa stuði eftir bollurnar yfir helgina. Við fórum síðan í samverustund og fengum að læra nýtt málhljóð -Pp-. Í hadegismatinn fengum við fiskibollur í tilefni bolludags og æðislegar rjómabollur í kaffinu. Eftir hádegi fengu eldri börn að læra að skrifa nýja málhljóðið og yngri fóru í smiðju.
Á þriðjudaginn fórum við á Hlíð í vettvangsferð fyrir hádegi á gæsluvöll hérna í grendinni og hittum þar alveg óvart aðra deild á leikskólanum. Við fórum í feluleiki og allskonar skemmtilegt á leikvellinum. Í samverustund fórum við í óformlega blæstund þar sem við lærðum nýtt hugtak. Við lærðum um ''að setja sér mörk'' og æfðum okkur í því að setja okkur mörk og virða mörk annarra. Okkur fannst það mjög áhugavert og skemmtilegt. Eftir hádegi fóru eldri krakkarnir í fimleika á meðan yngri skemmtu sér inni á deild í frjálsum leik. Í hádegismatnum var saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags.
Á miðvikudaginn var öskudagur. Það var mjög gaman hjá okkur á Fífusölum. Skólinn var skreyttur hátt og lágt í tilefni dagsins. Við höfðum kósý á ganginum um morguninn og boðið var upp á andlitsmálingu. Það var svo haldið náttfataball í matsalnum þar sem allur eldri gangur var með tónlist og dansaði saman. Eftir ballið var síðan bíómynd í leikvangi og allir fengu rúsínur til að narta í með myndinni. Það var síðan borðuð pizza inn á deildum í hádeginu. Eftir hádegismat var opið flæði á milli deilda á eldri gangi og svo var farið út að leika eftir kaffi.
Á fimmtudaginn var haft rólegt eftir viðburðarríka viku og farið út fyrir hádegi. Eftir hádegi var svo smiðja fyrir eldri hópinn á meðan yngri léku sér í frjálsum leik inn á deild. Á föstudaginn fóru krakkarnir í leikvang fyrir hádegi og svo út að leika eftir hádegi.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Kveðja, allir á Hlíð.
12. febrúar 2021
Kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið heldur róleg hjá okkur á Hlíð.
Á mánudaginn byrjuðum við á nýju Lubba málhljóði. Við byrjuðum að læra um málhljóðið -Oo-. Við lásum söguna um O og sungum saman lagið og spjölluðum um allskyns orð sem eiga málhljóðið -Oo- í samverustundunum okkar þessa vikuna. Orð vikunnar þessa vikuna var orgelleikari. Eldri hópurinn gerði skólaverkefni og lærðu að skrifa málhljóðið -Oo-. Eldri hópurinn fór síðan út að leika eftir hádegi á meðan yngri hópurinn fór í smiðju og bjuggu til bolluvendi fyrir bolludaginn. Eftir kaffi fóru allir beint út í góða veðrið.
Á þriðjudaginn var útivera fyrir hádegi hjá okkur. Í samverustund var Lubbi og sungið nokkur ný lög. Eftir hádegi fór eldri hópurinn í fimleika og yngri voru eftir í leikskólanum í frjálsum leik í dúkkukrók og fleira. Við fórum síðan beint út að leika eftir kaffi. Á miðvikudaginn var útivera hjá eldri fyrir hádegi og yngri eftir hádegi en annars frjáls leikur inn á deild. Á fimmtudag vorum við inni að leika í dúkkukrók, lita með tússlitum og leika með einingakubbana fyrir hádegi. Eftir hádegi fór eldri hópurinn í smiðju. Þau fengu einnig að búa til bolluvendi í tilefni af bolludeginum á fimmtudaginn. Í dag, föstudag, er leikvangur fyrir hádegi og frjáls leikur. Allir ætla svo í útiveru eftir hádegismat og eftir kaffi. Bolluvendir fá að fara heim með krökkunum í dag til að geta bollað mömmu og pabba á mánudagsmorgun :).
Næsta vika er mjög viðburðarrík en þá er bolludagur á mánudag, sprengidagur á þriðjudag og síðast en ekki síst, öskudagur á miðvikudag. Okkur á Hlíð hlakkar mjög mikið til fjörsins í næstu viku.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kveðja, Allir á Hlíð
5. febrúar 2021
Kæru forledrar
Fyrsta vikan í febrúar er nú á enda hjá okkur og hefur þessi vika verið heldur betur viðburðarrík. Þessa viku var tannverndarvika hjá okkur, auk þess er dagur leiksólans þann 6. febrúar og því haldið upp á hann núna í dag, föstudag.
Á mánudaginn byrjuðum við á Hlíð tannverndarvikuna með trompi og settum í sameiningu upp á vegg hjá okkur bæði glaða tönn og leiða tönn. Krakkarnir fengu síðan allskyns myndir af mat sem er bæði góður og slæmur fyrir tennurnar, til dæmis af ávöxtum og grænmeti, snúðum og gosi. Krakkarnir röðuðu því saman upp í kringum leiðu og glöðu tönnina. Við ræddum saman um það að það má alveg borða matinn sem er hjá leiðu tönninni í hófi, en tönnin yrði bara leið ef við gleymum að bursta hana, bæði kvölds og morgna. Við lærðum einnig nýtt lag um tennurnar í samveru. Einnig byrjuðum við að læra nýtt málhljóð með honum Lubba en það var málhljóðið -Ii-. Eldri krakkarnir lærðu að skrifa málhljóðið auk þess sem þau gerðu smá verkefni í tengslum við Blæ og lærðum hvað hugtakið þakklæti þýðir. Í verkefninu teiknuðu þau mynd af sér í miðjuna og síðan fjórar myndir af því sem þau eru þakklát fyrir.
Á þriðjudaginn héldum við rólega ávaxtastund og hlustuðum á söguna um Glám og Skrám í sælgætislandi. Síðan héldum við út í vettvangsferð. Ferðinni var þó ekki heitið langt í þetta skiptið en við kíktum á skemmtilegan leikvöll í grend við leikskólann þar sem krökkunum finnst svakalega gamna að renna í stórri rennibraut, róla eða rúlla sér niður brekku. Í samverustund var Lubbi tekinn fyrir og við kynntum fyrir krökkunum orð vikunnar, en orð vikunnar þessa vikuna var: Indæll ilmur. Eldri hópurinn fór síðan í fimleika á meðan yngri hópurinn fékk að gera verkefnið í tengslum við Blæ um þakklæti.
Í samverustund á miðvikudaginn héldum við Blæ stund. Allir krakkarnir fengu verkefnin um þakklæti til sín aftur. Hver og einn hélt uppi myndinni sinni fyrir hópinn og sagði frá hvað væri inn í þakklætisskýjunum sínum. Allir voru þakklátir fyrir foreldra sína, sumir gæludýr og systkini, og aðrir regnbogann og sumarið. Þau stóðu sig konunglega að segja frá verkefninu sínu yfir hópinn. Eftir hádegi fórum við öll samna í Salalaug og hengdum upp listaverk fyrir myndlistasýningu Fífusala í tilefni dags leikskólans. Við hvetjum ykkur eindregið að kíkja á þessi flottu listaverk sem fá að hanga þarna yfir helgina og áfram í næstu viku.
Á fimmtudaginn áttum við afmælistöffara sem varð 5 ára. Hann bauð okkur upp á popp og saltstangir og hélt daginn hátíðlegan með okkur í samverustund. Hann fékk að velja sögu til að hlusta á og valdi Rauðhettu. Fyrir hádegi fórum við út að leika og eftir hádegi fóru allir í smiðju að klára verkefni síðustu viku sem var gómur og tannbursti.
Á föstudaginn var opið flæði á milli deilda á eldri gangi í tilefni dags leikskólans. Þá voru mismunandi og skemmtileg viðfangsefni í boði inn á öllum deildum og fram á gangi. Allir krakkarnir gátu fundið eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi og flakkað á milli deilda. Það var mjög skemmtileg tilbreyting á deginum og gaman að fá að leika við krakkana á hinum deildunum. Í samverustund tókum við fyrir Lubba og kvöddum tannverndarvikuna. Fífusalir fengu flotta góma, tannbursta og tannþráð frá æðislegum tannlækni hérna á móti leikskólanum og þökkum við henni innilega fyrir. Við sýndum krökkunum hvernig á að tannbursta tennurnar vel og vandlega og einnig hvernig á að nota tannþráð. Eftir hádegi fórum við svo út að leika í kuldanum.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
Kv. Allir á Hlíð
29. janúar 2021
Kæru foreldrar
Nú er janúar á enda. Vikan hefur verið viðburðarík og skemmtileg hjá okkur hér á Fífusölum. Á mánudaginn byrjum við á nýju Lubba málhljóði - Ss. Eldri börnin fóru í verkefni þar sem við lærðum að skrifa málhljóð vikunnar og einnig æfðum við hlustun og að þekkja tilfinningar og svipbrigði. Yngri hópurinn fóru í smiðju á mánudaginn og bjuggu til góm og tennur fyrir komandi tannverndarviku. Mánudagar eru svolítið þéttir dagar hjá okkur á Hlíð svo við fórum beint út eftir kaffi.
Á þriðjudaginn var mjög kallt úti svo við ákváðum að vera inni í frjálsum leik í staðinn. Eldri börnin fóru síðan í fimleika og skemmtu sér vel á meðan yngri hópurinn var í flottum leik í holukubbum og að hlusta á sögu í kósý. Við áttum afmælisstelpu á þriðjudaginn, hún bauð okkur upp á popp og saltstangir í samverustund og við sungum fyrir hana. Það var svaka stuð. Í lok dags sameinuðumst við á Hæð og hlustuðum saman á sögu.
Á miðvikudaginn höfðum við rólega ávaxtastund saman um morguninn og hlustuðum á Dýrin í hálsaskógi. Við lékum í holukubbum og fleiru fyrir hádegi og fórum svo út eftir hádegi. Á fimmtudag byrjuðum við að gera listaverk fyrir dag leikskólans. Yngri hópurinn byrjaði og heppnaðist mjög vel og var æðislegt að sulla aðeins með málingu og búa til listaverk. Eldri hópurinn átti smiðju á fimmtudaginn og gerðu einnig góm og tennur fyrir komandi tannverndarviku.
Á föstudaginn var frjáls leikur og leikvangur fyrir hádegi og svo mikið fjör í útiveru í fallegu veðri.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kv. Allir á Hlíð.
22. janúar 2021
Kæru foreldrar
Á mánudaginn var tekið fyrir nýtt málhljóð - Ff. Það hefur gengur vel hjá okkur í Lubba stundunum. Við höfum lesið sögu í Lubba bókinni okkar, lært að syngja lagið, lært táknið og spjallað um heilmörg orð sem eiga málhljóðið Ff. Á mánudaginn fóru eldri börnin síðan í verkefni þar sem við lærðum að skrifa málhljóð vikunnar. Við höfum verið svolítið dugleg að fara í útiveru í vikunni, en höfum þurft að klæða okkur rosalega vel á þessum köldu dögum en það er bara hressandi og gaman.
Á þriðjudag og miðvikudag vorum við mikið í frjálsum leik og útiveru, auk þess að þriðjudaginn fórum við í Blæ stund í samverustund. Við spjölluðum mikið um umræðuefni vikunnar og krakkarnir voru mjög áhugasöm. Yngri hópurinn átti smiðju á þriðjudaginn og bjuggu til víkingahjálma í tilefni þorrans. Á fimmtudaginn átti svo eldri hópurinn einnig smiðju og gerðu eins víkingahjálma til að hafa í þorramatnum á föstudaginn.
Á föstudag var þorramatur í boði í leikskólanum og krakkarnir fengu að vera með hattana sína í samverustund og í hádegismatnum í tilefni þorrans, auk þess að við æfðum þorralög í samverustund. Það var mjög áhugavert og skemmtilegt að borða þennan sér- íslenska mat. Rétt fyrir kaffið héldum við svo gaman saman á eldri gangi, þar sem allar deildirnar komu saman á ganginum og sungu þorralögin með víkingahattana. Við áttum einnig leikvang á föstudaginn sem var rosa gaman eins og alltaf.
Í tilefni bóndadagsins óskum við á Hlíð öllum bóndum til hamingju með daginn.
Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Kv. Allir á Hlíð
15. janúar 2021
Kæru foreldrar
Það er búið að vera mjög mikið fjör hjá okkur þessa vikuna. Á mánudaginn var Marokóskur dagur hjá okkur. Við á Hlíð lærðum svolítið um Marokkó í samverustundinni, og lærðum að segja nokkur auðveld orð á Arbísku í tilefni dagsins. Lubbi fór á fullt flug strax á mánudegi og lærðum við um málhljóðið Gg.
Á þriðjudaginn og miðvikudaginn var dagurinn nýttur í útiveru og frjálsan leik. Á þriðjudaginn byrjuðum við með Blæ aftur og spjölluðum um vináttu, hvernig er að vera góður vinur og hvað við getum gert til að passa að enginn yrði skilin útundan í leikskólanum og sköpuðust mjög skemmtilegar umræður í kringum það.
Á fimmtudaginn komu allir krakkarnir á eldri gangi í leikskólann með vasaljós með sér. Þá hefðu kennarar falið endurskinsmerki út um alla lóðina og merkt þau hverju og einu barni. Krakkarnir fóru út snemma um morguninn, á meðan það var enn myrkur úti, með vasaljósin og leituðu af endurskinsmerkjunum sínum. Það var ótrúlega mikið stuð úti í rigningunni, allir fundu sitt endurskinsmerki og hjálpuðust einnig mikið að við leitina. Við komum svo rennandi blaut og sátt inn í samverustund og allir fóru heim með ný endurskinsmerki. Dagurinn sló sko rækilega í gegn.
Á föstudegi voru allir spenntir fyrir helginni svo við héldum smá danspartý inn á deild með tónlist og dansi og nýttum svo seinni part dagsins í útiveru.
Lubbaverkefnið og Blær eru farin aftur í gang hjá okkur og eru allir mjög spenntir að halda áfram að læra málhljóðin með Lubba. Í næstu viku lærum við um málhljóðið Ff.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Kv. Allir á Hlíð
8. Janúar 2021
Kæru foreldrar
Gleðilegt nýtt ár. Nú er fyrsta vikan hjá okkur eftir jól að klárast. Við erum búin að hafa rólegt hjá okkur þessa vikuna. Við erum búin að nýta vikuna í frjálsan leik og að komast inn í rútínu aftur, við höfum reynt að fara út einu sinni til tvisvar á dag. Jólin voru kvödd á Miðvikudaginn, þá hittust allir krakkrarnir á eldri gangi, við kveiktum á öllum aðventukertunum og sungum saman burt jólin. Hópastarfið er komið í gang aftur en það hafa orðið nokkrar breytingar.
Yngri hópurinn fer í smiðju eftir hádegi á Mánudögum og eldri hópurinn fer eftir hádegi á Fimmtudögum. Leikvangur færist yfir á Föstudaga fyrir hádegi og vettvangsferðir færast yfir á Þriðjudaga fyrir hádegi. Annars er gott að muna að allt skipulagt hópastarf byrjar upp úr 08:45, svo enginn missi af.
Í næstu viku fer Lubbaverkefnið og Blær aftur í gang og eru allir spenntir fyrir því.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Kv. Allir á Hlíð
18. desember 2020
Kæru foreldrar
Það var heldur betur jólaleg vikan hjá okkur á Hlíð. Spenningurinn fyrir jólunum magnast með hverjum deginum og er því tilvalið að gleyma sér í verkefnum og skemmtilegheitum. Á mánudaginn var jólatréð okkar sett upp í matsalnum og leyft aðeins að jafna sig en á þriðjudeginum var svo loksins jólatréð skreytt. Börnin fóru nokkur í einu að skreyta tréð og var sko vandað vel til verka. Það var labbað í hringi kringum tréð og valinn góður staður fyrir skrautið. Einnig á þriðjudaginn var smiðja en þann tíma nýttu börnin í að klára það jólaföndur sem þau áttu eftir að klára.
Á miðvikudaginn var sko aðal dagur vikunnar, jólaballsdagurinn. Það komu allir sætir og fínir í leikskólann og leyndi spenningurinn sér ekki. Það var dansað í kringum jólatréð fyrir hádegið og gætt sér á gómsætum mandarínum. Í hádeginu var svo boðið upp á hangikjót og meðlæti og var ís í eftirrétt. Eftir hádegið var reynt að halda í rólegheitin alveg fram að útiveru en þá komu 2 jólasveinar í heimsókn. Þeir gátu því miður ekki verið með okkur á jólaballinu þetta árið en þeir létu sig ekki vanta seinni partinn og vakti það mikla kátínu hjá börnunum.
Í gær, fimmtudag, var leikvangur á sínum stað og fengu börnin smá útrás þar. Þau komu svo sveitt og sæl til baka eftir að hafa farið í leiki og þrautir.
Í dag, föstudag, var svo haldin síðasta aðventustundin fyrir jól. Hún var alveg extra jólaleg þessa vikuna þar sem að það var jólafata/skraut dagur og allir í jólaskapi. Það var kveikt á Englakertinu og sungin nokkur jólalög.
Í vikunni var svo hvert tækifæri gripið til þess að pakka inn jólagjöfunum til ykkar og ættu þær að hafa skilað sér heim til ykkar í gær. Annað jólaföndur mun svo verða sent heim þegar börnin fara í jólafrí.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
11. desember 2020
Kæru foreldrar
Þá er desember mánuður hálfnaður og er spenningurinn fyrir jólunum að aukast með hverjum deginum. Við erum aðeins farin að finna það inni á deild að hávaðinn er orðinn meiri, það er erfiðara að detta í leik og haldast í leik og þráðurinn er styttri í börnunum. Við höfum því reynt eins og við getum að hafa dagana mjög rólega með því að setja rólega jólatónlist á, dempa ljósin og reyna að skapa rólegt andrúmsloft inni á deild. Útiveran hefur ekki verið nógu góð hjá okkur síðustu daga sökum mikillar hálku í garðinum, en við reynum að fara eins mikið og við getum út enda börnin ekki sátt við að vera of mikið inni og eru dugleg að láta vita af því.
Smiðja og leikvangur hafa haldið sér í vikunni samkvæmt plani og eru börnin alltaf jafn ánægð með að komast í hópastarf. Það var jólaföndur í smiðju og þrautabraut í leikvangi. Við höfum einnig verið að jólaföndra inni á deild og voru t.d. málaðar jólakúlur og þeir sem áttu eftir að klára að mála kertastjakana sína gerðu það. Einnig erum við byrjuð að leggja lokahönd á jólagjafirnar til ykkar foreldranna og verður það gert eitthvað fram á næstu viku.
Í dag, föstudag, var svo þriðja aðventustundin okkar og kveiktum við á Hirðakertinu. Það voru sungin nokkur jólalög og spjallað aðeins um jólasveinana sem fara að kíkja til byggða hver af öðrum næstu nætur. Einnig kom það í ljós við meira spjall að það eru einhverjir foreldrar sem hafa verið duglegir að fá kartöflur í skóinn, og jafnvel nokkrar ömmur og afar.
Næsta vika:
14. desember - mánudagur - þá verður jólatréð sett upp í matsal leikskólans.
15. desember - þriðjudagur - börnin fá að skreyta jólatréð með fallega jólaskrautinu sem þau hafa verið að búa til í smiðju.
16. desember - miðvikudagur - Jólaball. Það verður dansað í kringum jólatréð og borðað dýrindis jólamat í hádeginu. Eftir kaffitímann, eða um kl 15:00, munum við fá heimsókn frá óvæntum gesti og ætlar hann að kíkja á okkur í útiverunni. Þennan dag mega börnin mæta í fínni fötum.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
4. desember 2020
Kæru foreldrar
Þá er þessi kalda vika á enda komin. Það er búin að vera frekar róleg vikan hjá okkur og er mestur tíminn búinn að vera notaður í jólaföndur og frjálsan leik.
Á mánudaginn fór þriðji hópurinn í sund og var spenningurinn í hámarki. Sundferðin gekk vel og eru allir farnir að hlakka til að fara aftur. Fjórði hópurinn, sem er einnig síðasti hópurinn frá Hlíð, átti að fara í dag, föstudag, en vegna mikils kulda þá fer hópurinn á mánudaginn í staðinn.
Á þriðjudaginn var smiðja og voru jólagjafir kláraðar og byrjað á að búa til jólaskraut.
Á miðvikudaginn ákváðum við að sleppa vettvangsferðinni þar sem að það er búið að vera mikill kuldi og hálka í vikunni en í staðinn fengu börnin að mála kertastjaka sem þau fá svo að taka með sér heim einhvern tímann fyrir jól. Þeir komu ekkert smá vel út og standa þeir glitrandi flottir í glugganum okkar inni á deild.
Á fimmtudaginn var svo leikvangur hjá Kollu og fóru þau í þrautir og leiki.
Í dag, föstudag, var smá svo meira jólaföndur og skreyttu börnin gjafapokana sem fara utan um jóalgjafirnar til ykkar foreldranna. Rétt fyrir hádegið var svo haldin aðventustund á eldri gangi og kveikt á aðventukerti 2, Betlehemskertinu, og sungin nokkur vel valin jólalög. Í lokin á aðventustundinni var svo slökkt á kertunum svo hægt væri að færa kertaskreytinguna yfir á yngri gang og það vildi ekki betur til en svo að við settum brunakerfi leikskólans í gang. Það brá nokkrum við bjölluna en við fengum óvænta brunaæfingu sem öll börnin tóku af mikilli ábyrgð og fylgdu öllum fyrirmælum kennaranna.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
27. nóvember 2020
Kæru foreldrar
Þá er síðasta heila vikan í nóvember nánast búin og desember að ganga í garð eftir helgi, tíminn líður sko hratt. Á mánudaginn tókum við fyrir síðasta málhljóðið - Ll - á þessu ári, en nú fer Lubbi í smá jólafrí og kemur hann aftur inn í janúar. Börnin eru alltaf spennt fyrir Lubbastundunum og eru þau orðin rosa fljót að læra lögin, táknin og finna út hvaða orð eiga málhjóð vikunnar. Einnig á mánudaginn fór fyrsti hópurinn frá Hlíð í sund. Það var sko mikill spenningur þennan dag og var orðið frekar erfitt að bíða í kringum hádegið, en farið var af stað eftir hádegismatinn. Sundferðin gekk ótrúlega vel og var buslað og synt allan tímann.
Á þriðjudaginn var svo loksins komið að því að fara í smiðju aftur eftir langa pásu. Núna er allt að detta í jólagírinn og voru börnin að vinna í jólagjöfum í þessum tíma.
Á miðvikudaginn ákváðum við svo að sleppa vettvangsferðinni og vera bara inni frekar í jólakósý og baka piparkökur. Það fengu allir að skera út piparkökur í öllum stærðum og gerðum og var skellt jólatónlist í tækið á meðan til þess að skapa meiri jólastemmningu.
Á fimmtudaginn var komið að leikvangi og sprungu allir úr gleði, enda salurinn skemmtilegasti staðurinn í húsinu. Það vildi helst enginn koma til baka inn á deild aftur það var svo gaman. Í kaffitímanum þennan dag var svo aðeins öðruvísi jólakaffið okkar, en því miður gátum við ekki boðið foreldrum að vera með okkur. Það var búið til heitt súkkulaði og rjómi og fengu börnin svo að borða afraksturinn úr piparkökubakstrinum ásamt smá brauði. Það var mikið borðað og drukkið í þessum kaffitíma.
Í dag, föstudag, var svo komið að fyrstu aðventustundinni okkar. Við á eldri gangi héldum eina sameiginlega samverustund þar sem að kveikt var á fyrsta aðventukertinu, Spádómskerti, og voru svo sungin nokkur vel valin jólalög. Eftir hádegið fór svo næsti hópur í sund frá Hlíð og var líkt og með fyrsta hópinn orðið mjög erfitt að bíða í hádeginu. Ferðin gekk þó hinsvegar vel og skemmtu sér allir konunglega. Útiveran var svo extra skemmtileg í dag þar sem að loksins kom almennilegur snjór til þess að leika sér í.
Í dag fá allir heim með sér nokkrar piparkökur í poka þar sem að ekki var hægt að bjóða ykkur foreldrunum til okkar. Þið getið svo ef það er áhugi fyrir skreytt þær heima saman eða bara borðað þær strax.
Í næstu viku fara svo seinni 2 hóparnir frá okkur í sund og verður sendur út póstur til ykkar seinna í dag sem segir hvaða dag börnin ykkar fara.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
20. nóvember 2020
Kæru foreldrar
Á mánudaginn var tekið fyrir nýtt málhljóð - Uu - og var, eins og með öll hin málhljóðið, lesið söguna, lært táknið, lært og sungið lagið og fundin fullt af orðum sem eiga málhljóðið í samverustundum vikunnar. Börnin eru alltaf jafn áhugasöm og er greinilegt að það eru margir sem eiga Lubba bókina heima og þekkja hana út og inn. Í næstu viku verður tekið fyrir síðasta málhljóðið á þessu ári, en það er Ll. Við höldum svo áfram með Lubba í janúar eftir smá jólapásu.
Það var mjög gaman hvað kom mikið af lubbabeinum í lestrarátakinu okkar sem endaði fyrir nokkrum dögum. Það voru 13 börn sem tóku þátt á Hlíð og voru c.a. 1.700 bls. lesnar í 103 bókum, ekkert smá flott.
Á mánudaginn átti leikskólinn okkar 19 ára afmæli og einnig hann Lubbi okkar. Dagurinn heppnaðist mjög vel og leyndi spenningurinn og gleðin sér ekki þennan dag. Bæði starfsfólk og börn voru í búningum, boðið var upp á andlitsmálun og haldið dískóball með diskóljósum fyrir hádegið. Í hádeginu var svo Domino´s pizza og var borðað mjööög vel. Eftir hádegi fengu allir að komast smá út í ferskt loft og svo var komið inn og gætt sér á dýrindis eplaköku og rjóma í kaffitímanum.
Það fór heldur betur að kólna þegar leið á vikuna og hefur útiveran verið í styttri kantinum þessa vikuna og létum við því göngutúrinn sem vanalega er á miðvikudögum falla niður. Börnin hafa samt verið mjög glöð að komast út þó styttra sé og leika sér mjög vel. Útiveran í dag var sérstaklega skemmtileg þar sem loksins kom snjór og hægt var að renna sér á rassaþotu og búa til snjóbolta.
Í dag var svo tekin Blæstund þar sem að við fengum að kynnast smá slökun og vinanuddi, þ.e. þau sem vildu fengu að nudda hvort annað á bakinu og var lesin nuddsaga á meðan.
Næsta vika verður svo heldur betur skemmtileg en það hefur verið gefið grænt ljós á að setja smiðjuna og leikvanginn aftur í gang. Við fögnum því og ætlum við að halda því hópastarfi alveg fram að 18. des. og ekki taka jólapásu, eins og hefur verið vanalega gert í desember.
Einnig í næstu viku ætlum við að baka piparkökur og verður það gert líklegast á þriðjudag og miðvikudag. Á fimmtudeginu ætlum við svo að hafa svo heitt kakó og piparkökur í kaffitímanum. Það verður því miður ekkert foreldrakaffi í ár.
Sundið er að fara í gang líka í næstu viku og er komið að okkur á Hlíð að fara. Það verða sendar nánari upplýsingar með hvenær ykkar barn fer fljótlega.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
13. nóvember 2020
Kæru foreldrar
Það er bara alltaf að koma helgi, vikurnar líða svo hratt, en engu að síður góð vika.
Á mánudaginn fengum við nýtt málhljóð frá Lubba, en það var málhljóðið Ee. Við erum búin að vera að ræða um málhljóðið í næstum öllum samverustundum vikunnar, fara yfir söguna, læra lagið og finna orð í umhverfinu sem eiga sama málhljóð. Þau eru orðin þrusuklár í Lubbastundunum og eiga þau ekki í vandræðum með að finna einhver orð sem eiga málhljóð vikunnar. Þau kunna orðið öll lögin líka utanaf og hafa mjög gaman af. Í næstu viku fáum við nýtt málhljóð - Uu - og bíða allir spenntir eftir því og eru þau strax farin að velta því málhljóði fyrir sér.
Á miðvikudaginn var vettvangsferðadagurinn okkar og ákváðum við að skipta okkur í 2 hópa, yngri hópur og eldri hópur, og fórum við á sitthvorn leikvöllinn í hverfinu. Yngri hópurinn fór á leikvöllinn hjá Ársölum og eldri hópurinn hjá Blásölum. Börnin gátu notið sín betur í minni hópum og var meira pláss í leiktækjunum til að leika sér. Það skemmtilegasta og vinsælasta sem er gert í göngutúrunum hjá okkur síðustu vikur hefur samt sem áður verið að finna brekku og rúlla sér niður og hafa leiktækin skipt minna máli. Það sást líka vel í þessari viku að þótt að hópnum hafi verið skipt í 2 hópa þá gerðu börnin það sama, fundu sér brekku og rúlluðu sér margar ferðir niður. Það þarf sko ekki alltaf mikið til þess að gleðja þessa útigarpa hjá okkur, bara ein brekka og allir eru sáttir.
Einnig á miðvikudaginn var pólskur dagur hjá okkur. Við erum með nokkur börn sem koma frá Póllandi og einnig nokkra kennara. Í samverustund þá skoðuðum við fána landsins, fundum landið á landakorti, skoðuðum hvar höfuðborgin væri og fundum út hvað hún heitir, athuguðum hversu margir búa í landinu og í lokin fengum við að heyra nokkur orð á pólsku með hjálp google.
Í dag, föstudag, þá vorum við með Blæstund fyrir hádegi. Börnin settust öll í vinahring og fengu öll að knúsa Blæ í upphafi stundar. Því næst var lesin bók um vináttu og hún rædd, þar sem að bæði börnin voru spurð út í söguna og þau fengu að segja sínar upplifanir af svipuðum atvikum og gerðust í bókinni. Í lok vinastundarinnar þá voru nokkur vel valin vinalög sungin, t..d. ,,við erum vinir", ,,við eigum hvor annan að" og ,,ég er sko vinur þinn".
Í dag var einnig síðast dagurinn í Lubba átakinu okkar og viljum við þakka ykkur fyrir góða þátttöku. Það er greinilegt að börnin lesa mikið af bókum heima og var gaman að sjá hversu fjölbreyttar bækurnar voru.
Næsta vika:
Mánudagurinn 16. nóv.: Fífusalir 19. ára - í tilefni af 19 ára afmæli Fífusala þá ætlum við að slá upp smá afmælispartý. Það mega allir sem vilja mæta í búningum/furðufötum, það verður haldið ball á eldri gangi, pizzaveisla í hádeginu og hver veit nema það verði eitthvað gott í kaffitímanum líka. Það kemur til með að vera eitthvað flæði á milli deilda og verður stuðið pottþétt í hámarki þennan dag. Hann Lubbi okkar á svo líka afmæli á mánudaginn, sem er dagur íslenskrar tungu.
Fimmtudaginn 19. nóv - Skipulagsdagur - þennan dag er leikskólinn lokaður.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Kv. Allir á Hlíð
6. nóvember 2020
Kæru foreldrar
Það var heldur betur skrítin vikan sem er að líða. Það urðu smá breytingar á starfinu okkar með tilliti til allra sóttvarna og reglna sem nú gilda í samfélaginu, en við förum létt með það ef allir standa saman. Breytingar sem tóku í gildi í síðustu viku er að hópastarfið okkar er því miður komið í smá pásu (leikvangur - smiðja - málörvun) en við vonum að það standi ekki lengi og að við getum byrjað fljótt aftur. Við ætlum að reyna að vera meira úti að leika í staðinn og verður það sko ekki erfitt fyrir alla útigarpana okkar. Það er því miður ekki hægt að leyfa foreldrum að koma inn í hús næstu daga/vikur og minnum við á beina símann inn á deild ef það þarf að ná í okkur. Símanúmerið á Hlíð er 441-5215. Við munum reyna eins og við getum að skila úti í lok dags en ef að veður verður leiðinlegt, eins og gerðist á fimmtudaginn, þá munum við skila inni. Þá er gott að hringja á undan sér svo hægt sé að senda börnin út til ykkar þegar þið komið.
Á þriðjudaginn var tekið inn nýtt málhljóð - Hh. Það var, eins og við gerum í hverri viku, farið yfir Lubbasöguna, lært lagið og rætt um stafinn og orð með Hh í. Í næstu viku verður svo málhljóðið -Ee- tekið fyrir.
Síðasta vikan fyrir lestrarátak Lubba er í næstu viku og er síðasti dagurinn föstudagurinn 13.nóvember. Það er búið að koma með fullt af beinum í fjallið hans Lubba og er Lubbi hreinlega að týnast fyrir öllum beinunum sem eru á töflunni. Við hvetjum ykkur til að halda áfram þessa vikuna til að taka þátt.
Á miðvikudaginn var farið í göngutúr í Rjúpnalund (sem er útikennslustofan okkar sem við notum því miður alltof sjaldan) og fengu börnin að njóta sín í leik í gróðrinum í hlíðinni. Það var mikið prílað og klifrað í trjám og broskarlinn skoðaður og þótti það ekki leiðinlegt. Það var lengri göngutúrinn en vanalega þennan daginn en það voru allir mjög duglegir að labba.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
30. október 2020
Kæru foreldrar
Það var styttri vikan en vanalega vegna skipulagsdags en alltaf nóg að gera. Á mánudaginn var bangsadagur hjá okkur og komu flestir með bangsa að heiman. Það þótti mjög gaman og fengu bangsarnir að vera með í leik yfir daginn. Annars var dagurinn frekar rólegur vegna vetrarfrís í Salaskóla og voru einhver börn í fríi. Við fengum einnig nýtt málhljóð, en það var Jj, og höfum við verið dugleg að nýta samverustundirnar í að fara yfir bókina, syngja lagið og velta fyrir okkur í hvaða orðum Jj er. Í næstu viku er svo málhljóðið Hh kynnt.
Á þriðjudaginn var skipulagsdagur hjá okkur og var þema dagsins ,,frjáls leikur". Allar deildar sátu á sinni deild og hlustuðu á fyrirlestra um frjálsa leikinn og var margt spennandi sem kom þar fram. Eftir hádegið var svo hópavinna og fundir þar sem unnið var áfram með viðfangsefni morgunsins. Skemmtilegur og fræðandi dagur.
Á miðvikudaginn fórum við í stuttan göngutúr í rokinu og var labbað að útisvæðinu fyrir aftan Lindakirkju. Þrátt fyrir mikið rok og kulda þá voru börnin ekki lengi að finna sér eitthvað að gera og voru þau um leið og við komum farin að príla upp á steina, rúlla sér niður brekkuna og fara inn á milli gróðursins. Það þarf sko ekki mikið til þess að gleðja útigarpana okkar á Hlíð.
Á fimmtudaginn var svo leikvangur með Kollu og var farið í leiki, þrautabraut og slökun. Fimmtudagar eru eins og alltaf lang skemmtilegustu dagarnir og voru nokkur börn strax í morgun farin að spyrja hvenær það kæmi aftur fimmtudagur og leikvangur. Eftir hádegið var útiverunni aðeins hliðrað til og var tekinn góður tími í frjálsa leikinn. Það voru ekkert smá flottir leikir sem fengu að njóta sín og voru leikir í hverju horni á deildinni.
Í dag, föstudag, var farið í fyrstu almennilegu Blæstundina. Það var lesin stutt saga og börnin spurð út í söguna. Sagan að þessu sinni fjallaði um að við erum öll mismunandi og að allir eru góðir í einhverju. Börnin sátu svo saman í hring þar sem að allir fengu að segja hvað þeim fannst þau sjálf vera góð í og hvað sessunauturinn til hægri væri góður í. Það stóð ekki á svörunum og verður gaman að sjá hvernig Blæstundirnar þróast í vetur.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
23. október 2020
Kæru foreldrar
Þá er komið að vikulokum og skemmtileg vika að klárast. Á mánudaginn þá fengum við nýtt málhljóð frá Lubba en það var málhljóðið Vv. Við erum búin að nýta samverustundirnar vel í vikunni til þess að fara yfir málhljóðið, hvernig táknið er, læra lagið, lesa söguna og ræða um fleiri orð sem eiga málhljóðið Vv. Í samverustundinni á mánudaginn þá fengum við á Hlíð óvæntan póst en í honum var stórglæsileg lopapeysa á hann Lubba okkar svo honum verði nú ekki kalt í vetur. Í næstu viku fáum við svo annað málhljóð og er það málhljóðið Jj. Einnig á mánudaginn fórum við af stað með lestrarátak Lubba og hefur það gengið ótrúlega vel og það bætist hratt í fjallið hans Lubba af beinum. Átakið mun standa til og með 13. nóvember svo það er enn nægur tími til að taka þátt, bara muna að skrifa heiti bókar og nafn barnsins á beinin áður en þau koma í leikskólann.
Á þriðjudaginn var smiðja með henni Nönnu og fengu öll börnin að prófa að þæfa. Það þótti rosalega skemmtilegt og verður gaman að sjá þegar það er tilbúið.
Á miðvikudaginn var frekar óspennandi veður svo við ákváðum að vera bara í garðinum okkar að leika en stefnum að því að fara í vettvangsferð í næstu viku ef ástand og veður leyfir.
Í gær, fimmtudag, var svo leikvangur með Kollu og var eins og svo oft áður mjög erfitt að bíða eftir að sá tími byrjaði. Það var hlaupið mikið og komu allir sveittir og þyrstir til baka og auðvitað með bros á vör, enda hápunktur vikunnar að komast til hennar Kollu.
Í dag, föstudag, áttum við svo einn afmælistöffara. Hann bjó sér til kórónu í tilefni dagsins og fékk að velja sér úr afmælisskúffunum í hádeginu, mottu, disk og glas. Hann bauð börnunum upp á popp og saltstangir fyrir hádegið. Við óskum honum til hamingju með afmælið sitt.
Í samverustund í dag þá fengum við aftur póst og var það heldur betur góður póstur. Vináttubangsinn hann Blær var loksins að koma til okkar, alla leið frá Danmörku, og tók hann nokkra litla bangsa með sér sem hvert og eitt barn fékk. Það var mikil gleði að fá vináttubangsa og voru bangsarnir óspart kysstir og knúsaðir og svo fengu þeir að sjálfsögðu að leika með. Bangsarnir eiga ekki að fara heim heldur eru þeir eingöngu notaðir í leikskólanum og munu börnin útbúa handa þeim "hús" á næstu dögum sem verða sett á góðan stað inni á deild. Hugsunin er að börnin geti gripið í bangsana þegar þau vilja hvort sem er til að leika með, leita huggunar til þeirra o .fl.
Næsta vika:
Mánudaginn 26. október er Alþjóðlegi Bangsadagurinn. Þennan dag mega börnin koma með 1 bangsa að heiman og muna að merkja vel.
Þriðjudaginn 27. október er skipulagsdagur á Fífusölum og er leikskólinn því lokaður þennan dag.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
15. október 2020
Kæru foreldrar
Bloggið kemur að þessu sinni einum degi fyrr en vanalega. En ennþá halda vikurnar áfram að vera rólegar og skrítnar en við bara gerum gott úr því. Á mánudaginn var spænskur dagur hjá okkur á Fífusölum, en það er einn kennari sem kemur frá Spáni. Í samverustund þá skoðuðum við kort af landinu, fánann, fórum yfir hversu margir búa í landinu og hver höfuðborgin væri. Í lokin var svo, með hjálp google translate, hlustað á hvernig nokkur einföld orð eru borin fram á spænsku.
Á þriðjudaginn var smiðja með henni Nönnu og voru verkefnin fjölbreytt og skemmtileg að vanda. Á miðvikudaginn átti að vera vettvangsferðardagur hjá okkur en þar sem að veðrið var ekkert rosalega spennandi fyrir hádegi þá ákváðum við bara að leika í garðinum okkar í staðinn. Við bíðum spennt eftir næstu ferð í staðinn. Í dag, fimmtudag, var svo leikvangur hjá Kollu og var þrautabraut í boði hjá henni. Það þurfti mikið að klifra, hoppa og hanga í brautinni og var spenningurinn og gleðin svo mikil að heyra mátti í gegnum lokaða hurð. Á morgun, föstudag, er svo bleikur dagur og hvetjum við alla sem vilja og geta að taka þátt.
Í næstu viku byrjar lestrarátak Lubba, en það gekk svo vel í fyrra að við ætlum að halda því áfram. Það virkar þannig að börnin lesa með ykkur foreldrunum bækur heima, klippa svo út Lubbabein og á það er skrifað nafn barnsins og heiti bókarinnar. Börnin mega svo koma með beinin í leikskólann þar sem að þau verða hengd upp við fjallið hans Lubba sem verður staðsett á svörtu töflunni á ganginum á eldri gangi. Lestrarátakið mun standa til og með 13. nóvember. Það er ekki skylda að taka þátt, þótt við hvetjum ykkur samt til að taka þátt, og það þarf ekki að lesa á hverjum degi. Við munum ekki halda utan um það hvað hver kemur með mörg bein og setjum þetta ekki upp sem keppni. Það taka allir þátt á sínum hraða og eftir sínum áhuga.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
9. október 2020
Kæru foreldrar
Það var aðeins styttri vikan hjá okkur en vanalega en svo sem ekkert sem að við gátum breytt. Þetta hefur verið róleg vika en samt skemmtileg. Á þriðjudaginn var smiðjan á sínum stað og kláraði eldri hópurinn húsa verkefnið sitt og byrjuðu á sandverki. Yngri hópurinn kláraði uglurnar sínar.
Á miðvikudaginn var tekinn göngutúr í hverfinu og var aftur fyrir valinu að fara að að löngu rennibrautinni sem er staðsett rétt fyrir ofan Salaskóla. Það gleymdist því miður að taka myndir en það var samt sem áður jafn gaman og þegar farið var síðast.
Á fimmtudaginn var leikvangur hjá Kollu og fóru börnin í gegnum þrautabraut og leiki hjá henni.
Í þessari viku var samkvæmt skóladagatalinu heilsuvika og átti að vera ávaxta- og grænmetisdagur hjá okkur á miðvikudaginn. Við ákváðum að aflýsa honum en héldum í staðinn hreyfingardag í dag. Í samverustund var sungið og dansað með nokkrum hreyfilögum og eftir hádegið voru settar upp nokkrar íþróttabrautir í útiverunni. Það sem boðið var upp á var hlaupabraut á gangstéttinni í kringum rólurnar og kastalann og fengu allir stimpil í verðlaun. Það var líka hægt að stökkva langstökk í sandkassann, hjóla hring um lóðina, farið í stórfiskaleik og fótbolta á gervigrasinu. Það voru allir sem tóku þátt og þótti hlaupið lang skemmtilegast og margir farnir í keppni um að safna sem flestum stimplum.
Íí/Ýý var Lubba málhljóðið okkar í vikunni og nýttum við allar samverustundirnar til þess að ræða um stafina, syngja lagið, læra táknið og lesa Lubba bókina. Börnin hafa mikinn áhuga á Lubba og kunna þau orðið öll lögin, um þau málhljóð sem eru búin, utanaf. Næsta málhljóð verður Úú.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
2. október 2020
Kæru foreldrar
Það var nú frekar róleg vikan hjá okkur á Hlíð en samt er alltaf nóg að gera. Á þriðjudaginn var smiðja hjá henni Nönnu og voru verkefnin svipuð og í síðustu viku. Yngri hópurinn kláraði uglurnar sínar og eldri hópurinn hélt áfram með haustverkefnið sitt og bjó til hús+garð úr fernum/hólkum.
Á miðvikudaginn var vettvangsferðardagur hjá okkur og fórum við í göngutúr í hverfinu og enduðum á leikvellinum milli Björtsala og Ársala. Eftir göngutúrinn var svo haldið ball á eldri gangi og var sko dansað og sungið af mikilli innlifun.
Í gær, fimmtudag, var leikvangur hjá Kollu og var tíminn byrjaður á leikjum og farið svo í þrautabraut um allan salinn.
Í dag, föstudag, var svo þýskur dagur hjá okkur og skoðuðum við í samverustundinni landakort af Þýskalandi, fundum út hver höfuborgin væri, hversu margir búa í landinu og fengum að hlusta á nokkur orð á þýsku með hjálp google translate.
Í næstu viku verður svo nóg um að vera en sundið er loksins farið af stað og er komið að því að Hlíð fari næst. Sundtímarnir verða næstu tvo mánudaga og tvo föstudaga.
Einnig í næstu viku er heilsuvika og ætlum við á Hlíð að hafa ávaxta- og grænmetisdag miðvikudaginn 7. okt.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
25. september 2020
Kæru foreldrar
Þá er vikan búin. Það er búið að vera örlítið breytt fyrirkomulag í þessari viku vegna aðstæðnanna í samfélaginu en við reynum að láta það ekki á okkur fá og aðlögum okkur að því. Vikan hefur annars verið bara frekar góð hjá okkur og er eins og svo oft áður alltaf nóg að gera.
Við áttum einn afmælisprins á þriðjudaginn og fékk hann að búa sér til kórónu í tilefni dagsins. Hann fékk líka að velja sér úr afmælisskúffunum í hádeginu mottu, disk og glas. Hann bauð svo börnunum í smá afmælisveislu eftir hádegi með poppi og saltstöngum. Við óskum honum til hamingju með afmælið sitt.
Einnig á þriðjudaginn var Smiðja og voru verkefnin mjög spennandi þessa vikuna. Eldri árgangurinn er að byrja að vinna með laufblöð og eru þau að búa sér til luktir, stimpla með laufblöðum og fleira. Yngri árgangurinn er að vinna með ugluþema og eru þeir byrjaðir að vefa uglur.
Á miðvikudaginn var svo vettvangsferðadagurinn okkar og var ákveðið að taka bara göngutúr í hverfinu okkar. Við enduðum á litlum leikvelli rétt fyrir ofan Salaskóla þar sem er rosalega spennandi rennibraut, rólur og eitthvað gormadót (vitum ekki alveg hvað það heitir). Skemmtilegast þótti samt að rúlla sér niður brekkuna við hliðiná rennibrautinni og voru farnar ótal margar ferðir. Það var geggjað stuð og gleymdu allir sér í leik.
Í dag, föstudag, var svo ákveðið að breyta innidótadeginum í útidótadag og er það alveg jafn spennandi eins og að vera með dótið inni. Það fengu allir að leika sér úti í smá stund í morgun með dótið sitt áður en við fórum inn að leika og fóru þau svo aftur út eftir hádegismatinn með dótið. Það voru allir á fullu í leik hvert sem litið var í garðinum og voru allir mjög duglegir að deila sínu dóti með öðrum og leika saman.
Í næstu viku verður svo tekið fyrir nýtt málhljóð með Lubba og er það málhljóðið Dd.
En það var ekki lengra að sinni.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
17. september 2020
Kæru foreldrar
Það er styttri vikan að þessu sinni þar sem að það er skipulagsdagur hjá okkur á morgun, föstudaginn 18. sept.
Á mánudaginn tók við nýtt málhljóð - Bb - og erum við búin að nota hverja samverustund til þess að ræða það, syngja lagið og lesa í bókinni. Í næstu viku verður svo tekið fyrir málhljóðið - Nn - og hvetjum við ykkur til þess að ræða um málhljóðin líka heima.
Á þriðjudaginn var smiðjan á sínum stað og á miðvikudaginn fór svo 2015 árgangurinn í vettvangsferð á náttúrufræðistofuna og bókasafnið. Það var ekkert rosalega spennandi veðrið þennan morguninn en þau létu það ekkert á sig fá og skemmtu sér vel. Einnig á miðvikudaginn var dagur Úganda en við erum með einn starfsmann frá því landi. Við skoðuðum landakort, fánann, fórum yfir það hversu margir búa þar, í hvaða heimsálfu landið er og hlustuðum svo á nokkur einföld orð á Svahilí (sem er tungumálið þeirra) með hjálp google translate.
Í dag, fimmtudag, var svo leikvangur og var, eins og svo oft áður, mikill spenningur fyrir tímanum. Það var farið í leiki og þrautabraut.
Á morgun er, eins og áður var skrifað, skipulagsdagur og er því leikskólinn lokaður þann dag. Starfsmenn munu fá fyrirlestur um ADHD, haldnir deildafundir þar sem m.a. verður farið yfir matslista sem þarf að gera á hverju ári, haldinn starfmannafundur og fl.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
11. september 2020
Kæru foreldrar
Vikan þaut hjá á svaka hraða hjá okkur á Hlíð sem þýðir að það var sko nóg að gera í vikunni. Á mánudaginn var byrjað með nýtt málhljóð - Mm - og erum við búin að nýta smá tíma af hverri samverustund til þess að fara yfir hljóðið með því að spjalla um það, syngja lagið og lesa úr Lubba bókinni. Á þriðjudaginn var smiðja hjá henni Nönnu. Á miðvikudaginn fór 2016 árgangurinn í vettvangsferð á bókasafnið og kíkti í leiðinni á náttúrufræðistofuna. Það þurfti aðeins að skerpa á reglunum fyrir og í vettvangsferðinni þar sem að nokkrir voru búnir að gleyma en ferðin í heildina gekk vel og allir höfðu gaman af. 2015 árgangurinn mun svo líka fara á bókasafnið og náttúrufræðistofuna næsta miðvikudag og er því gott ef að þau börn væru mætt ekki seinna en kl 9:00 upp á strætóferðina. Á fimmtudaginn var svo leikvangur hjá Kollu og í dag, föstudag, var svo víetnamskur dagur. Við bjuggum til smá spjald um Víetnam þar sem að hægt var að sjá hvernig landið lítur út, hvernig fánann lítur út, hvað höfuðborgin heitir o.fl. Það er eitt barn sem að á ættir sínar að rekja til Víetnam og var því gaman að geta aðeins frætt börnin um ólíka menningarheima.
Í næstu viku heldur svo hópastarfið áfram sinn vanagang, við munum taka fyrir nýtt málhljóð -Bb- á mánudaginn. Smiðja verður á þriðjudaginn og leikvangur á fimmtudaginn. Vettvangsferð fyrir 2015 árganginn verður á miðvikudaginn ásamt því að það er Úgangskur dagur á leikskólanum, en við erum með einn starfsmann sem kemur frá Úganda. Á föstudaginn verður svo skipulagsdagur og leikskólinn því lokaður.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
4. september 2020
Kæru foreldrar
Jæja þá er september byrjaður og er fyrsta vikan í hópastarfi búin. Það er enn verið að fínpússa dagskipulagið og athuga hvort að allt gangi upp og ekkert stangist á en það hefur hingað til flest allt gengið upp hjá okkur á Hlíð svo við búumst ekki við miklum breytingum hjá okkur. Börnin hafa verið mjög spennt í vikunni fyrir hópastarfinu og eru allir mjög glaðir með að vera loksins byrjuð aftur að sinna því. Á næstu dögum fara svo málörvunarhóparnir að byrja að rúlla af stað og við förum af stað með ,,elstu barna verkefnin", en við ætlum að stefna að því að hafa þá tíma á mánudögum. Einnig í næstu viku fer svo af stað nýtt hópastarf - Hreyfiflæði - en þar fá börnin að kynnast slökun, núvitund, tilfinningalæsi og margt fleira. Það verður hún Alexandra, sem hefur verið inn á Hlíð í sumar, sem mun stjórna því en hún mun verða 50% starfsmaður á Hlíð og 50% starfsmaður í hópastarfi. Hún mun vinna með eldri gangi í vetur og ætlar hún að blanda árgöngunum saman svo börnin nái að kynnast betur milli deilda. Það verður ekki fastur dagur fyrir þessa tíma og mun hún taka einn og einn hóp í einu dreyft yfir vikuna. Það eru örfá börn sem hafa fengið að fara í prufutíma hjá henni og hafa þeir tímar gengið mjög vel svo við bíðum spennt eftir því að hóparnir fari á fullt hjá henni og allir geti fengið að njóta.
Í byrjun vikunnar var farið í fyrsta Lubba málhljóðið - Aa - og erum við búin að ræða stafinn, hljóðið og syngja lagið alla daga vikunnar í samverustundum. Í næstu viku verður svo tekið fyrir næsta málhljóð - Mm. Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur Lubba með því að fara annað hvort á dálkinn hérna á heimasíðunni okkar eða á heimasíðu Lubba - www.lubbi.is
Á þriðjudaginn var fyrsti smiðjutíminn og gekk hann mjög vel. Það var ákveðið að tengja saman smiðjuna og Lubba í þessari viku og unnu börnin verkefni í tengslum við Aa.
Á miðvikudaginn var vettvangsferð og var farinn góður göngutúr um hverfið okkar og endað á Hvammsróló að leika. Það þótti mjög skemmtilegt og var ekki að sjá annað en að börnin höfðu gaman af.
Á fimmtudaginn var leikvangur og létu börnin ekki segja sér það tvisvar að fara í tímann. Þau komu langt flest sveitt til baka úr tímanum og allir með bros á vör.
Frír prufutími fyrir fimleikana var svo á þriðjudaginn og gekk hann einnig vel. Í næstu viku þarf svo að vera búið að ganga frá skráningu hjá Gerplu. Fimleikarnir eru val barnanna/foreldranna en af reynslu frá okkur á leikskólanum þá hafa þessir tímar virkað mjög vel fyrir börnin og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur starfið hjá Gerplu.
Við minnum á að föstudaginn 18. september er skipulagsdagur og er leikskólinn því lokaður þann dag.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
28. ágúst 2020
Kæru foreldrar
Vikurnar fljúga áfram hjá okkur og er september mánuður að fara að detta inn eftir helgi. Það þýðir að við erum að fara af stað með skipulagt hópastarf og bíða börnin spennt eftir því að fara að byrja. Það hefur verið pínu erfið vikan hjá okkur og andrúmsloftið svolítið skrítið. Það hefur verið eitthvað að árekstrum á milli barnanna, mikið af prakkarastrikum og ærslagangi og hávaðinn mikill. Við höfum verið að nota samverustundirnar í vikunni, og hvert tækifæri sem gefst, til þess að ræða við börnin um að allir séu vinir og að við þurfum að passa að taka tillit til allra. Við ætlum líka að reyna að nota inniröddina okkar, því við erum öll hlið við hlið og þurfum ekki að tala hátt eða öskra. Einnig höfum við verið að lesa þær bækur sem við eigum um líkamann okkar og ræða það saman að hver og einn eigi sinn líkama og ráði yfir honum og enginn annar. Það hefur verið aðeins að aukast forvitnin hjá þeim um líkamann og hafa sést nokkrir berir rassar í útiverunni. Það mætti alveg endilega hjálpa okkur að ræða þessa hluti heima við börnin.
Í dag áttum við einn afmælistöffara. Hann bjó sér til kórónu í tilefni dagsins og bauð börnunum upp á popp og melónur. Hann valdi sér í hádeginu úr afmælisskúffunum mottu, disk og glas. Við óskum honum til hamingju með afmælið sitt.
Dagskipulagið er enn í smá fínpússi og mun það vera næstu daga líka þar sem við erum að fara að prufukeyra hvort að allt gangi upp og ekkert stangist á. Leikvangur og smiðja er samt orðið fast í skipulagi og er ólíklegt að það breytist. Það verða einhver börn sem fara í málörvunarhópa og erum við enn að raða þeim tímum niður. 2015 árgangurinn mun svo koma til með að fara að vinna í ,,elstu barna verkefnum", sem er partur að því að byrja að undirbúa þau fyrir grunnskólann, og munum við reyna að flétta það inn í daginn við hvert tækifæri. Við byrjum að vinna markvisst með Lubba (Lubbi finnur málbein) í samverustundum. Vináttuverkefnið um hann Blæ mun svo byrja í október.
- Smiðja: er á þriðjudögum - 2015 árgangurinn fer fyrir hádegi og 2016 árgangurinn fer eftir hádegi - það verða ekki fastir hópar heldur fá börnin að flæða svo allir geti fengið sinn tíma til þess að skapa.
- Leikvangur: er á fimmtudögum - það fara öll börnin í leikvang fyrir hádegi - 2015 árganginum verður skipt í 2 hópa og 2016 árgangurinn fer allur saman.
- Vettvangsferðir: er á miðvikudögum fyrir hádegi - gæti komið fyrir að við þurfum að skipta um dag einhvern tímann ef við förum á sýningar, söfn o.þ.h. en það verður þá auglýst sérstaklega.
- Lubbi: mun falla inn í samverstundirnar sem eru rétt fyrir hádegismat.
- ,,Elstu barna verkefni" - það verður gripið hvert tækifæri til þess að vinna verkefni með börnunum - verður fest á ákveðna daga þegar búið er að finna góðan dag sem hentar.
Við erum komin með fastan tíma í stundarskrá hjá Gerplu, en öllum 2015 árganginum stendur til boða að fara á fimleikaæfingu á leikskólatíma. Tíminn verður á þriðjudögum eftir hádegi. Börnin verða sótt kl 13:15 af þjálfurum Gerplu, tíminn verður svo á milli kl 13:30-14:30, starfsmenn leikskólans munu sækja börnin og eru börnin að koma í hús c.a. kl 14:50-15:00.
Það mega allir fá að prófa að koma í fyrsta tímann en eftir það þarf að skrá börnin. Það hafa allir foreldrar þessara barna fengið póst og hvetjum við ykkur til þess að skoða hann.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Kv. Allir á Hlíð
21. ágúst 2020
Kæru foreldrar
Við erum búin að eiga fína viku saman hérna á Hlíð í vikunni og vonum við að þið hafið átt það líka. Það er búið að vera einstaklega gott veður nánast alla vikuna og hafa börnin, eins og svo oft áður, verið fljót að óska eftir því að fá að fara út að leika. Þau una sér mjög vel í leik úti og skín af þeim gleðin þegar þau hlaupa um lóðina í allskonar leikjum.
Við áttum tvö afmælisbörn í vikunni, en eitt hélt upp á afmælið sitt á mánudaginn og hitt í dag, föstudag. Þau bjuggu sér bæði til kórónur í tilefni dagsins, og var vandað sig mikið við gerð þeirra, og svo völdu þau sér disk, glas og mottu úr afmælisskúffunum fyrir hádegismatinn. Þau buðu svo börnunum í ,,afmælisveislu" þar sem að annað barnið bauð upp á popp og saltstangir og hitt barnið popp og jarðarber. Við óskum þeim báðum til hamingju með afmælin sín.
Við erum á fullu núna við að setja saman nýtt dagskipulag og stefnum við á að skipulagt hópastarf fari af stað í september á öllum deildum.
Foreldrar elsta árgangsins (f. 2015) hafa nú fengið póst vegna fimleikaæfinga hjá Gerplu og hvetjum við ykkur til þess að kíkja á hann.
En það var ekki meira að sinni.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
14. ágúst 2020
Kæru foreldrar
Þá er sumarfríið búið og leikskólastarfið loksins komið í gang. Við vonum að þið hafið haft það mjög gott í sumarfríinu.
Vikan hefur farið að mestu í að leika saman, enda voru börnin mjög spennt að hitta hvort annað fyrstu dagana. Það er líka eins og allt dótið sé nýtt því það er svo gaman að leika með allt sem er í boði og getur verið erfitt suma daga að velja á milli leikstaða þegar maður vill vera á fleiri en einum stað. Það hefur þ.a.l. verið svolítill hávaði og læti á deildinni en við löguðum það með því að hafa helming deildarinnar úti fyrir hádegi og helming inni og svo skipta hóparnir eftir hádegi. Það fá því allir tvær útiverur á dag því við förum líka öll saman út að leika eftir kaffitíma. Þetta eru miklir útigarpar sem við erum með á Hlíð og vilja þau helst vera úti að leika, t.d. í dag mátti velja hvort að þau vildu fara út fyrir hádegi eða leika inni og völdu allir að fara út, enda var veðrið líka of gott til þess að sleppa.
Í vikunni áttum við tvo afmælistöffara, einn á miðvikudaginn og einn í dag. Þeir bjuggu sér báðir til kórónur í tilefni dagsins, fengu að velja sér í hádeginu úr afmælisskúffunum mottu, disk og glas og buðu svo börnunum í smá afmælisveislu og gáfu öllum popp og saltstangir. Við óskum þeim báðum til hamingju með afmælin sín :)
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
3. júlí 2020
Kæru foreldrar
Þá er síðasta heila vikan fyrir sumarfrí á enda komin og var margt brallað. Á mánudaginn var skellt sér að sjá Brúðubílinn í góða veðrinu. Sýningin var í Seljahverfinu svo það var tekinn góður göngutúr fram og til baka. Öll börnin voru mjög dugleg að labba og skemmtu þau sér mjög vel á sýningunni.
Á þriðjudaginn var svo hjóladagur hjá okkur og fórum við tvisvar út að hjóla. Það var hjólað fram og til baka á göngustígnum milli Fífusala og Gerplu og voru allir ekkert smá dugleg að hjóla.
Á miðvikudaginn var tekinn stuttur göngutúr í hverfinu og var endað á að leika á leikvellinum rétt hjá Ársölum. Það þykir alltaf jafn gaman að fara þangað enda er klifurgrindin þar og rennibrautin mikið stærri en leiktækin sem eru í leikskólanum.
Útiveran hefur annars verið mikil enda hefur veðrið verið bara nokkuð gott í þessari viku. Börnin hafa óskað sjálf eftir að fá að fara út að leika og vilja þau svo helst ekkert vera að því að koma inn. Um leið og það er komið inn þá byrja þau strax að spyrja hvenær við förum út aftur.
Í næstu viku lokar leikskólinn svo á miðvikudaginn, 8. júlí, kl 13:00 og opnar aftur fimmtudaginn 6. ágúst kl 13:00. Við vonum að þið hafið það sem allra best í fríinu.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
25. júní 2020
Kæru foreldrar
Við erum búin að eiga mjög góða viku saman og eru allir duglegir í leik, hvort sem er inni eða úti. Það er mikill munur á barnahópnum núna í lok vikunnar frá því á mánudaginn og eru þau farin að vera öruggari með hvort annað. Þau eru aðeins farin að blanda sér saman í leik, þ.e.a.s. "gömlu" börnin og "nýju" börnin, og er gaman að sjá hvernig leikurinn er að þróast hjá þeim.
Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð með Nönnu (smiðjukennara) í Salaskóla. Helmingur deildarinnar fór fyrir hádegi og hinn helmingurinn eftir hádegi. Það var ekkert smá gaman að hitta alla vinina aftur sem eru í sumarskólanum okkar og byrja í 1. bekk eftir sumarfrí. Leiktækin á skólalóðinni voru ekkert minna spennandi og var leikið sér vel og lengi.
Í dag, fimmtudag, var svo sumarhátíðin okkar og hefur dagurinn gengið ótrúlega vel. Við fengum að hafa tvo hoppukastala í allan dag, það var sullað í sápukúlum, fengum Lottu í heimsókn, boðið var upp á andlitsmálun, grillað pylsur í hádeginu og drukkið boost í kaffitímanum. Börnin eru búin að vera út um allt á fullu að leika í allan dag og hlaupa þau um brosandi og glöð á milli staða. Það er þó aðeins farin að koma þreyta í hópinn núna eftir kaffitímann og hafa hlaupin á milli staða fækkað svo þau verða líklega vel þreytt í kvöld. Því miður fengu foreldrar ekki að vera með að þessu sinni en við vonum að það verði ekki þannig á næstu sumarhátíð.
Þriðjudaginn í næstu viku, 30. júní, ætlum við á Hlíð að vera með hjóladag. Þann dag mega börnin koma með reiðhjól eða hlaupahjól í leikskólann og að sjálfsögðu með merktan hjálm. Það má geyma hjólin í læsta garðinum til hliðar, þar sem að Undraland er. Við munum fara svo út fyrir lóðina, á göngustíginn hérna við hlið leikskólans, að hjóla
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
19. júní 2020
Kæru foreldrar
Þá er enn ein vikan á enda komin. Vikan var styttri en vanalega en samt sem áður var nóg um að vera hjá okkur. Á mánudaginn fengum við nýjan starfsmann inn á deild til okkar og bjóðum við hana velkomna. Á þriðjudaginn fengum við síðustu 4 börnin á Hlíð í aðlögun og er þá deildin orðin eins og hún kemur til með að vera í vetur, 20 börn í heildina.Við bjóðum þau öll velkomin til okkar. Aðlögunin í þessari viku hefur gengið mjög vel, enda eru þessi börn öll að koma af öðrum leikskólum svo þau þekkja leikskólaumhverfið vel. Börnin á deildinni hafa verið að kynnast smátt og smátt og munu næstu dagar fara í það að kynnast meira og læra inn á hvort annað. Öll börnin hafa samt sem áður verið mjög opin fyrir öllum þessum breytingum sem hafa verið á síðustu tveimur vikum og fer vonandi allt að róast á næstu dögum.
Í gær og í dag áttum við 2 afmælistöffara sem að að bjuggu sér til kórónur í tilefni dagsins og fengu að velja sér í hádeginu úr afmælisskápnum, mottu, disk og glas. Þeir buðu börnunum upp á popp og saltstangir. Við óskum þeim til hamingju með afmælin sín.
Næstu vikur fram að sumarfríi ætlum við að reyna að hafa rólegar og nýta tímann í að kynnast og leika saman. Við förum kannski í einhverja göngutúra/vettvangsferðir en þær verða líklegast ákveðnar með stuttum fyrirvara og gripið tækifærin þegar þau gefast.
Þau börn sem voru að flytjast yfir og byrja ný í leikskólanum þurfa nú að aðlagast nýju umhverfi, kynnast nýjum kennurum og börnum, læra inn á nýjar reglur og öðruvísi skipulag. En á eldri gangi þá eru börnin hvött til þess að vera meira sjálfstæð. T.d. skammta þau sér sjálf í hádegismatnum, skera matinn sinn sjálf og ganga frá eftir sig. Þegar farið er út þurfa börnin að klæða sig sjálf, æfa sig í að renna upp og fara í skóna sína sjálf. Við óskum því eftir því að klæðnaðurinn og skóbúnaðurinn sé þannig að börnin geti hjálpað sér sjálf (t.d. passa að rennilásinn sé ekki of stífur og skórnir séu með frönskum rennilás frekar en reimum o.þ.h.).
"Gömlu" börnin okkar eru búin að vera mjög spennt fyrir því að vera loksins elsti árgangurinn á leikskólanum og verða þau frábærar fyrirmyndir.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
12. júní 2020
Kæru foreldrar
Það er heldur betur búið að vera fjör í vikunni hjá okkur á Hlíð. 2014 börnin fluttu yfir í Salaskóla og fóru í sumarskólann okkar og fengum við svo 7 stráka yfir til okkar frá Læk og bjóðum við þá alla velkomna. Strákarnir hafa komið í aðlögun í nokkra daga og fluttust svo alveg yfir í gær. Dagurinn í dag hefur að mestu farið í að kynnast hvort öðru og nýju börnin að læra á nýtt umhverfi. Það hefur þó allt gengið vel og er frekar mikill spenningur heldur en feimni í hópnum enda þarf að prófa allt nýja dótið.
Í næstu viku bætast svo við 3 börn fædd 2015 og 1 barn fætt 2016 og hlökkum við til að kynnast þeim líka. Næstu vikur, og örugglega fram að sumarfríi, verða pínu skrítnar og skipulagið í rugli en við tökum bara einn dag í einu á meðan aðlaganir ganga yfir. Við ætlum líka að reyna að vera sem mest úti að leika á daginn.
Á mánudaginn vorum við með sulludag og komu allir vel blautir og skítugir eftir útiveruna þann dag. Einhverjir blotnuðu það mikið að þurfti að skipta um föt svo það má endilega yfirfara aukafataboxin og athuga hvort að nóg sé af útifötum.
Í dag var svo útidótadagur og komu lang flestir með eitthvað. Það var mjög gaman að leika og komu allskonar dót, vatnsbyssur, boltar, hoppubelgir, bílar, húllahringir, sápukúlur o.fl.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
5. júní 2020
Kæru foreldrar
Þá er góð vika á enda komin. Veðrið hefur farið batnandi eftir því sem leið á vikuna og hefur útiveran því verið mikil. Börnin vilja helst ekki fara inn og una sér vel úti í leik.
Á miðvikudaginn var hjóladagur hjá okkur á Hlíð og var farið út fyrir lóðina að hjóla, á göngustígnum sem liggur milli Fífusala og íþróttahússins. Það var mikið hjólað og var farið margar ferðir fram og til baka, sumir reyndu að telja ferðirnar en töpuðu tölunni eftir smá tíma. Þegar þreyta var komin í hópinn var aftur farið í leikskólann að leika á lóðinni en svo var aftur farið að hjóla eftir kaffi.
Í gær, fimmtudag, fór útskriftarárgangurinn á fótboltanámskeið hjá HK á Versalavelli í klst og gekk mjög vel. Það er greinilegt að margir æfa fótbolta og höfðu mjög gaman af. Það verður aftur farið næsta fimmtudag og er það síðasti dagurinn. Þeir sem ekki fóru á leikjanámskeið fóru í stuttan göngutúr á leikvöllinn sem er á milli Ársala og Björtusala. Þau voru mjög glöð að komast aðeins út fyrir líka og hreyfa sig.
Í dag er svo mikill spennudagur, en það er gisting og útskrift hjá elsta árganginum, og er spennustigið mjög hátt. Elstu börnin koma til með að fara í sumarskólann í Salaskóla eftir helgi og byrjar því aðlögun af yngri gangi yfir á eldri gang í næstu viku. Við fáum 7 börn af Læk yfir til okkar og hlökkum við til að fá þau til okkar á Hlíð. Seinna í júní bætast svo 4 önnur börn við sem koma frá öðrum leikskólum og hlökkum við líka til að kynnast þeim.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
29. maí 2020
Kæru foreldrar
Það var heldur betur fjörug vikan hjá okkur á Hlíð. Við erum búin að eiga 3 afmælistöffara í þessari viku en þeir áttu afmæli í apríl og maí. Þeir bjuggu sér allir til kórónur í tilefni afmælisdaganna, fengu að velja sér úr afmælisskúffunum fyrir hádegismat og buðu svo öllum börnunum upp á popp og saltstangir/saltkringlur. Við óskum þeim til hamingju með afmælin sín.
Annars hefur vikan verið frekar hefðbundin. Í gær, fimmtudag, var elsta árganginum boðið að fara á leikjaæfingu hjá HK á Versalavelli og var farið í leiki og æfingar með fótbolta. Í dag, föstudag, var svo leikvangur með Kollu og var spennustigið hátt í dag. Það er alltaf jafn mikið gaman að fara í leikvang og koma þau flest sveitt og sæl úr tímanum.
Útiveran hefur verið á sínum stað en ákváðum við að poppa útiveruna upp á mánudaginn með því að draga út slöngur og vatnsker til þess að sulla í. Það þótti geggjað þegar brunaslangan var dregin út og komu öll börnin vel blaut inn eftir þessa útiveruna.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
20. maí 2020
Kæru foreldrar
Það er stutt vikan núna en það er búið að vera fullt að gerast þrátt fyrir það. Við áttum tvö afmælisbörn í vikunni og fengu þau að búa sér til kórónur í tilefni dagsins. Þau buðu bæði upp á popp og saltstangir og fengu að velja sér í hádegismatnum dúk, disk/skál og glas. Við óskum þeim til hamingju með afmælin sín.
Í gær var smiðja með Nönnu og er smiðjan núna orðin að útikennslu og verður það fram að sumarfríi. Í þessari viku fórum við í gönguferð um hverfið og var endað á rólóvelli rétt fyrir ofan Salaskóla. Það var ekkert smá gaman og allir duglegir að labba.
Í dag fór elsti árgangurinn í heimsókn í Salaskóla og fengu þau að taka þátt í samsöng með 1. og 2. bekk. Eftir samsönginn fengu þau að kíkja inn í dægradvölina og leika sér þar í smá tíma áður en haldið var aftur upp á leikskóla í grjónagraut.
Sundferðirnar eru farnar aftur af stað og erum við núna ennþá að klára fyrstu umferðina sem þurfti að fresta í mars. Við vitum ekki hvort að við náum umferð 2 fyrir sumarfrí en við látum þá vita og sendum póst.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
15. maí 2020
Kæru foreldrar
Mikið er gott að vera búin að hitta alla aftur og vonandi er öll rútinan að detta í fastar skorður aftur. Börnin eru búin að vera mjög glöð að hitta hvort annað og hefur vikan farið í það að leika sér saman og hafa gaman. Við áttum 3 afmælisbörn í vikunni, eitt á miðvikudaginn og tvö föstudaginn, en þau áttu afmæli í mars og apríl. Þau buðu öll börnunum upp á popp og saltstangir og bjuggu sér til kórónur í tilefni dagsins. Við óskum þeim til hamingju með afmælin sín.
Það var farið í vettvangsferð í vikunni og tekinn góður göngutúr upp að steinasvæðinu fyrir aftan kirkjuna og kíkt á leikvöll í leiðinni. Börnin voru ekkert smá glöð að fara aðeins út að hreyfa sig með deildinni sinni aftur og eigum við vonandi eftir að fara í fleiri ferðir í sumar.
Við erum svo núna á næstu dögum að fara að klára sundhringinn sem við byrjuðum á í janúar/febrúar og þurftum því miður að fresta vegna alls sem hefur gengið á síðustu vikur. Það verður sendur póstur vegna þeirra barna sem áttu eftir að fara á næstu dögum um hvenær þau fara. Við vonandi náum svo að taka einn hring í viðbót í sumar því það eru allir mjög spenntir fyrir sundinu.
Takk fyrir vikuna og góða helgi
kv. Allir á Hlíð
6. mars 2020
Kæru foreldrar
Það var heldur rólegri vikan hjá okkur en vanalega, bæði vegna veikinda og fría. Við höfum samt alltaf nóg að bralla og er aldrei dauð stund hjá okkur. Á þriðjudaginn áttum við smiðju og var þema smiðjutímans þennan dag loft og litir og voru gerðar skemmtilegar tilraunir með það. Börnin hafa mjög gaman af því að fara í smiðju í hverri viku og er mikið af fjölbreyttum verkefnum í boði. Nú hafa verið hengd upp á vegg ný listaverk sem börnin hafa lagt mikla vinnu í síðustu 2-3 smiðjutíma. Leikskólinn fékk gefins frá Kópavogsbæ fullt af kössum utan af Ipödum sem hægt var að endurnýta og urðu til úr því ótrúlega flottar 3D myndir. Nanna gaf börnunum einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera í upphafi og fengu börnin svo frjálsar hendur til að útfæra verkefnið eins og þau vildu. Hugmyndirnar voru margar en það var t.d. valið að vinna með geiminn, hafið, landið o.fl.. Þeir sem vildu bjuggu svo til stutta sögu sem útskýrir hvað er að gerast á myndinni og límdu hana svo á kassann. Við hvetjum ykkur til þess að gefa ykkur tíma til að koma inn á deild og skoða myndirnar.
Í gær, fimmtudag, fórum við svo í smá göngutúr og var ferðinni heitið á lóðina hjá Salaskóla, en það var vetrarfrí þar svo við fengum lóðina alveg út af fyrir okkur. Það þykir alltaf jafn spennandi að fara þangað að leika og vilja þau helst ekkert fara til baka.
Í dag, föstudag, var leikvangur og var mikill spenningur fyrir tímanum. Kolla var búin að gera þrautabraut í salnum og æfingarnar margar sem börnin þurftu að leysa. Deildin var aðeins fámennari í dag en hina dagana og gátu öll börnin því verið lengur í tímanum en vanalega. Það komu flestir sveittir og sælir úr tímanum í dag með bros á vör.
Sólin lét svo loksins sjá sig almennilega í dag og óskuðu börnin eftir mikilli útiveru í dag, svo það var farið út bæði fyrir og eftir kaffitíma að leika.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
28. febrúar 2020
Kæru foreldrar
Þá er þessi skemmtilega vika á enda komin. Mánudagurinn byrjaði á bolludegi og var sko aldeilis borðað vel af bollum þann dag. Í hádeginu voru kjötbollur og í kaffitímanum voru vatnsdeigsbollur með súkkulaði, sultu og rjóma. Á þriðjudaginn var sprengidagur og var saltkjöt og baunasúpa í hádeginu. Á miðvikudaginn var svo aðal dagur vikunnar, öskudagurinn. Það komu allir spenntir í leikskólann og var svolítið erfitt að bíða eftir að öskudagsdagskráin myndi hefjast. Dagskráin byrjaði á balli í matsalnum kl 9:15 þar sem að eldri og yngri gangur sameinaðist í dansi. Eftir ballið var svo boðið upp á bíómynd og rúsínur í leikvangi fyrir þá sem vildu, þeir sem höfðu ekki áhuga á að horfa gátu verið inni á deild að leika sér. Andlitsmálun var í boði allan daginn fyrir þá sem vildu og voru það sko listaverkin sem að börnin komu með frá þeim Nönnu, Lilju Rún og Önnu Láru, enda eru þær algerir snillingar. Í hádeginu var svo boðið upp á dominos pizzu og borðuðu þau á sig gat. Eftir hádegið tók svo við rólegheit og dundur.
Restin af vikunni hefur farið í rólegheit og eru börnin orðin svo dugleg að leika sér. Í dag fór þó morguninn að mestu í söng og að búa til playlista á spotify fyrir deildina. Þau voru mjög áhugasöm um að velja lög á listann og voru mörg áhugaverð lög sem voru sett á hann, allt frá Eurovision til þungarokks. Það var setið í næstum 2 klst að búa til playlistann og hefðu þau getað setið mikið lengur, enda börnin ólík eins og þau eru mörg og voru margar skoðanir á lögunum.
Önnur umferð af sundinu fór svo af stað í dag og bíða allir spenntir eftir sínum ferðum sem verða á næstu vikum. Fyrsta umferðin gekk svo glimrandi vel og var því ákveðið að skella umferð tvö strax af stað.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
21. febrúar 2020
Kæru foreldrar
Síðustu tvær vikurnar höfum við brallað mikið. Síðasta vika var aðeins styttri en vanalega og var það heldur betur óvanalegt að vera með leikskólann lokaðann vegna veðurs á föstudeginum. Þótt vikan hafi verið stutt var samt nóg um að vera. Á miðvikudeginum var ávaxta/grænmetisdagur. Það kom fullt af gómsætum ávöxtum/grænmeti þennan dag sem þurfti þó að skipta yfir á tvo daga því það kom svo mikið og þótti það ekki leiðinlegt. Á fimmtudeginum fórum við í göngutúr í hverfinu og var farið á leikvöllinn rétt hjá Ársölunum að leika. Börnin voru mjög spennt fyrir því og var farið margar ferðir upp og niður kastalann sem þar er.
Í þessari viku vorum við með dótadag á þriðjudaginn. Það komu allir með dót að heiman og var mikið leikið sér. Það voru allir duglegir að skiptast á og að leyfa hvort öðru að prófa dótið sitt. Í gær, fimmtudag, var svo komið að vettvangsdeginum okkar og fórum við aftur í göngutúr um hverfið. Í þetta skiptið var farið á leikvöllinn í Blásölunum. Það er ekki síðri leikvöllur en sá sem er í Ársölunum og var rosalega gaman að leika. Við fórum frekar seint af stað í göngutúrinn þannig að við ákváðum að sleppa samverustundinni en í staðinn tóku nokkur börn upp á því að syngja nokkur vel valin lög á leiðinni til baka svo það ómaði barnasöngurinn um hverfið.
Það verður svo heldur betur skemmtileg næsta vika. Á mánudaginn er Bolludagur, þriðjudaginn Sprengidagur og svo aðal dagurinn Öskudagurinn sem er á miðvikudaginn. Börnin eru mikið búin að tala um þessa viku og þá sérstaklega náttfatadaginn sem er á Öskudaginn og er spenningurinn ekki að leyna sér. Við hlökkum bara til.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
7. febrúar 2020
Kæru foreldrar
Við á Hlíð viljum byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir komuna í gær, fimmtudag, á degi leikskólans. Við ákváðum að prófa að breyta út af vananum og sameina bóndagskaffið og konudagskaffið í eitt sameiginlegt. Dagurinn heppnaðist alveg ótrúlega vel og var ekkert smá gaman að sjá hvað allir gátu gefið sér góðan tíma í að vera með okkur í kaffinu. Við vonum að þið hafið upplifað það sama og við. Í tilefni bóndadagsins og konudagsins gerðu börnin samt smá listaverk sem hanga nú inn á deild og hvetjum við ykkur til þess að koma og skoða þau ef þið náðuð því ekki í gær. Við spurðum öll börnin hvað þeim þætti skemmtilegast að gera með mömmu og pabba og komu allskonar skemmtileg svör frá þeim. Einnig voru verk barnanna úr smiðju hengd upp til sýnis en í því verki var unnið með pappamassa.
Vikan hefur annars verið hin rólegasta og börnin búin að leika og njóta. Við höfum fengið smá forsmekk á vorinu og voru börnin rosalega glöð með það og er drullumallið búið að vera það vinsælasta í vikunni, eins og sjálfsagt margir hafa tekið eftir. Sjáum svo hvað næsta vika gefur okkur.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Kv. Allir á Hlíð
31.janúar 2020
Kæru foreldrar
Þetta er heldur betur búin að vera góð afmælis vika hjá okkur en við áttum 2 afmælisskvísur, eina á mánudaginn og eina í dag, föstudag. Þær fengu báðar að búa sér til kórónur í tilefni dagsins og völdu sér skikkjur sem þær fengu að hafa yfir daginn. Í hádeginu völdu þær sér disk, glas og mottu til að hafa í hádegismatnum. Þær héldu báðar upp á afmælin sín eftir hádegi og buðu þær einnig líka báðar börnunum upp á popp og saltstangir i tilefni dagsins. Við óskum þeim til hamingju með afmælin sín.
Í gær, fimmtudag, skelltum við svo okkur í göngutúr í Salaskóla. Við heyrðum af því að það væri starfsdagur þar og gátum við því verið alein á skólalóðinni. Við tókum með okkur rassaþotur og renndum okkur í stóru og fínu brekkunni sem er á skólalóðinni. Það var ekkert smá gaman að renna sér en brekkan er helmingi lengri en sú sem við höfum á lóðinni okkar. Þau entust samt ekki lengi í brekkunni því það er svo mikið af flottum leiktækjum þarna og var allt svo spennandi að þau hlupu fram og til baka og fóru í hvert einasta tæki. Þau komu þreytt og sæl til baka í leikskólann og eru mjög spennt fyrir því að fara aftur, sérstaklega þau sem fara í 1. bekk eftir sumarfrí.
Veðrið fór svo loksins að verða betra og höfum við verið mjög dugleg að fara út, 1-2 sinnum á dag. Við vonum að veðrið haldi áfram að leika við okkur næstu daga/vikur því börnin elska að vera úti að leika.
Við höfum þetta ekki lengra að sinni.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
24. janúar 2020
Kæru foreldrar
Þessi vika hefur verið ágætis vika hjá okkur. Smiðja og leikvangur hefur haldið sínu striki og gengur mjög vel hjá börnunum að leysa þau verkefni sem lögð eru fyrir þau þar. Börnin skemmta sér vel og taka virkan þátt.
Ágætlega hefur gengið að komast í útiveru en við vonum nú að allar þessar óveðurslægðir fari nú að taka enda. Það var einn dagur í vikunni sem við komumst ekkert út sökum mikillar hálku á lóðinni en alla hina dagana fórum við minnst einu sinni út. Einn daginn í vikunni héldum við þó að við værum búnar að kíkja vel á veðurspánna fyrir daginn og veðrið var bara fínt úti þannig að við skelltum okkur út frekar snemma. Um leið og síðasta barnið var komið út þá skellur á hríð með mikilli snjókomu og vind og bregður börnunum smá fyrst. Eftir smá tíma þá var þetta bara orðið gaman og allir farnir að hlaupa um lóðina brosandi og hlæjandi. Þessi morgun bauð án efa upp á eina af skemmtilegustu útiverunni í þessari viku fyrir flest börnin.
Frjálsi leikurinn gengur mjög vel inn á deild og er gaman að sjá hvað hann er alltaf að þróast meira og meira hjá öllum. Börnin hafa þroskast mikið frá því á haustönninni og er ekkert smá gaman að sjá allar breytingarnar á þeim, bæði í leik og félagsþroska. Leikirnir hafa dýpkað mjög mikið og eru heilu heimarnir af leik að verða til. Við höfum verið að leyfa börnunum að blanda saman hinu ýmsu dóti og er hugmyndaflugið ótrúlega flott og mikið. Nokkrum börnum datt t.d. í hug fyrir nokkrum dögum að búa til fyrir deildina nýtt minnisspil þar sem að þau voru orðin leið á því sem er til. Það var mikil vinna lögð í það að teikna myndirnar, sem þurftu að vera í tvíriti til þess að spilið gengi upp. Spilið var svo að sjálfsögðu plastað fyrir þau svo að þau myndu endast lengur. Þetta er eitt af vinsælustu spilunum inn á deild núna.
Í dag, föstudag, var svo haldið upp á þorrann. Börnin voru öll búin að búa sér til víkingahjálma, allir ótrúlega flottir, og var svo haldin ein stór samverustund með öllum leikskólanum þar sem voru sungin nokkur vel valin þorralög. Í hádeginu var svo boðið upp á þorramat og voru mjög mörg börn dugleg að smakka allt sem var í boði.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Kv. Allir á Hlíð
17. janúar 2020
Kæru foreldrar
Þá er vikan búin. Við erum búin að vera mjög dugleg að leika okkur úti og inni. Veðrið heldur áfram að stríða okkur en það skánaði þó eftir því sem leið á vikuna. Útiveran hefur því verið eins oft og hægt er og eru börnin alltaf jafn glöð að komast út. Þau eru orðin svo dugleg að leika sér úti að stundum biðja þau ekki um neitt dót til að leika með heldur nota þau ímyndunaraflið rosalega mikið og detta í frábæra leiki sem leiknir eru úti um alla skólalóð.
Inni hefur hópastarfið verið að detta aftur í gang af fullum krafti og eru börnin alltaf spennt fyrir hópastarfi í hverri viku. Í þessari viku í smiðjunni voru börnin að leggja lokahönd á víkingahjálmana sína en það styttist í þorrann. Þeir sem voru búin að klára sinn hjálm fengu að byrja á næsta verkefni sem unnið verður með pappamassa, ótrúlega skemmtilegt. Í leikvangi fengu börnin að fara í gegnum þrautabraut þar sem hangið og sveiflað sér var í kaðli, klifrað upp rimlana, hoppað á dýnur o.fl.
Næsta vika verður án efa jafn skemmtileg en við vonum nú að veðrið fari að verða betra svo útigarparnir geti verið lengur úti að leika sér.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
10. janúar 2020
Kæru foreldrar
Fyrsta heila vika ársins er á enda komin. Vikan hefur verið róleg og góð hjá okkur og er alltaf nóg að bralla.
Á mánudaginn áttum við afmælisskvísu sem að bjó sér til kórónu í tilefni dagsins. Hún fékk einnig að velja sér úr afmælisskúffunum dúk, disk og glas fyrir hádegismatinn og skikkju til þess að vera með yfir daginn. Hún bauð börnunum upp á popp og saltstangir í tilefni dagsins. Við óskum henni til hamingju með afmælið sitt.
Einnig á mánudaginn kvöddum við jólin. Það var haldin smá jólastund þar sem sungin voru síðustu jólalögin að sinni. Í lok stundarinnar var svo slökkt á öllum 4 aðventukertunum sem fengu að loga á meðan að samverustundin var.
Á þriðjudaginn var komið að fyrsta smiðjutíma ársins og er undirbúningur fyrir þorrann að byrja. Börnin eru búin að vera að búa sér til víkingahjálma og eru þeir allir ótrúlega flottir.
Í dag var svo komið að fyrsta tímanum í leikvangi og var spenningurinn mikill. Það komu flestir sveittir og sælir út úr tímanum hjá henni Kollu eftir að hafa farið nokkra skemmtilega leiki.
Annars var mikið um frjálsan leik í vikunni og var reynt að hafa útiveruna eins oft og hægt var.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
20. desember 2019
Kæru foreldrar
Þá er komið að síðasta bloggi þessa árs og það er sko heldur betur búið að vera nóg að gera í vikunni. Á mánudaginn fengum við góða heimsókn frá prestunum úr Lindakirkju. Þeir sungu og spiluðu nokkur jólalög með okkur og sögðu okkur jólasöguna um Maríu og Jósef og ferð þeirra til Betlehem. Börnin tóku vel undir í lögunum og hlustuðu af miklum áhuga á söguna enda eru þeir prestar mjög skemmtilegir og hrifu alla með sér strax.
Á þriðjudaginn var svo stóri jóladagurinn í leikskólanum, Litlu jólin okkar. Það komu allir sætir og fínir í leikskólann og geislaði af þeim gleðin þennan dag. Fyrir hádegi var haldið jólaball þar sem að sungið var og dansað í kringum jólatréð. Það kíkti líka til okkar jólasveinn og kom hann sko með látum því það var enginn annar en Hurðaskellir. Hann dansaði svo með okkur í kringum jólatréð, söng og gerði nokkur jólasveinatöfrabrögð sem vakti mikla kátínu barnanna. Eftir ballið fóru allir inn á sínar deildar og biðu eftir að jólasveinninn kíkti í heimsókn á deildarnar. Þar var meira grín og glens sem endaði með því að allir fengu jólaglaðning frá honum. Eftir hádegið þann dag voru jólagjafirnar til ykkar foreldranna græjaðar.
Á miðvikudaginn fengum við leikkonuna Þórdísi Arnljótsdóttur í heimsókn með Leikrit í tösku en sýningin í ár heitir Grýla og jólasveinarnir. Leikritið var mjög skemmtilegt og fyndið og þótti börnunum mjög gaman á sýningunni. Eftir hádegi var svo haldið áfram að gera jólagjafirnar klárar til þess að senda heim.
Í gær, fimmtudag, var svo bara rólegur dagur hjá okkur sem fór í jólaföndur og rólega leiki. Nú er biðin að styttast og verður spenningurinn meiri með hverjum deginum og reyndum við því að hafa daginn eins notalegan og hægt var.
Í dag, föstudag, var svo líka rólegur dagur hjá okkur og börnin í frjálsum leik. Eftir hádegi héldum við fjórðu aðventustundina og kveiktum á englakertinu. Það sungu allir saman nokkur jólalög og dönsuðum við nokkur þeirra.
Við á Hlíð óskum ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við vonum að þið hafið það ótrúlega gott í faðmi fjölskyldunnar um hátíðina.
Við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.
Jólakveðja frá öllum á Hlíð
13. desember 2019
Kæru foreldrar
Þá er þessi skemmtilega en óvenjulega vika á enda komin. Í byrjun vikunnar byrjuðum við að búa til jólaskraut á jólatréð og urðu til sætir snjókarlar sem eru flestir komnir á jólatréð okkar í matsalnum. Annars var mánudagurinn frekar rólegur þar sem að óvenju mörg veikindi voru í leikskólanum þessa vikuna. Á þriðjudaginn áttum við smiðju og var það síðasti tíminn fyrir jól. Eftir hádegi þennan dag skall á óveður og fóru allir snemma heim. Á miðvikudag og fimmtudag skelltum við okkur á sýningu um Jólaköttinn á Bókasafni Kópavogs. Ferðirnar gengu vel þrátt fyrir vind og kulda og skemmtu öll börnin sér vel. Á sýningunni fengu börnin að sjá glærusýningu um ýmsar kattartegundir og heyra hvernig heyrist í þeim og höfðu börnin öll svörin á hreinu. Þegar glærusýningin var búin fengu öll börnin að fara í smá leik. Öll börnin sátu á mottum sem að allar höfðu mynd af feldi katta á og áttu þau svo að para motturnar við myndir á borðum til hliðar. Þegar þau náðu að para sína myndir saman fengu þau að draga fleiri myndir úr poka til að para saman. Eftir leikinn var fært sig um stað og gerðar teygjuæfingar þar sem að hermt var eftir kisum. Lesin var svo jólasaga í framhaldi af teygjuæfingunum í kósýhorninu og í lokin var svo dansað í kringum jólatréð. Þetta voru mjög skemmtilegir morgnar og komu allir kátir og glaðir úr ferðunum.
Í dag, föstudag, var svo jólaþemadagur þar sem að börn og starfsfólk mætti í einhverju jólalegu. Einnig í dag var svo síðasti tíminn í leikvangi fyrir jól.
Í næstu viku verður heldur betur jólaleg vika hjá okkur.
Mánudaginn 16. des. - Presturinn úr Lindakirkju kíkir í heimsókn til okkar kl 9:30
Þriðjudaginn 17. des. - Litlu jólin. Þennan dag ætlum við að halda jólaball, borða dýrindis jólamat og hver veit nema að jólasveininn láti sjá sig.
Miðvikudaginn 18. des. - Jólaleikrit í boði Foreldrafélagsins k 10:30
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
6. desember 2019
Jæja þá er Desember mánuður skollinn á með öllum sínum skemmtilegu hefðum og jólagleði. Það braust út mikil gleði í vikunni þegar að fyrsti almennilegi snjórinn lét sjá sig og voru börnin ekki lengi að klæða sig út þann daginn. Snjóþoturnar er vinsælasta útidótið þessa dagana og eru þær í svo mikilli noktun að nokkrar hafa brotnað til helminga. Sem betur fer eigum við nóg af þotunum svo allir geta rennt sér sem vilja.
Það hefur verið að ganga í gegnum leikskólann mismunandi veikindi og hafa því dagarnir verið í rólegri kantinum en við erum vön. Við vonum þó að þetta fari að ganga yfir svo enginn verði nú veikur yfir jólin. Dagarnir hafa því verið frekar rólegir hjá okkur og fór þessi vika í það að byrja á að gera jólaskraut sem við hengjum svo á jólatréð okkar í næstu viku þegar það verður búið að setja það upp. Það ná þó ekki allir að klára í þessari viku en þeir klára bara eftir helgarfrí.
Í dag var kveikt á aðventukerti númer tvö, Betlehemskerti. Við sameinuðumst öll inn á yngri gangi og sungum kertalagið sem við erum búin að æfa í vikunni og fleiri skemmtileg jólalög.
Í næstu viku ætlum við að skella okkur á Jólakattasýningu á Bókasafni Kópavogs. Við skiptum deildinni í 2 hópa eins og við höfum gert síðustu skipti.
Miðvikudaginn 11. des. kl 10:00 fer 2014 árgangurinn
Fimmtudaginn 12. des. kl 9:45 fer 2015 árgangurinn
Við ferðumst með strætó báða dagana og er því best ef að börnin gætu verið mætt í leikskólann ekki seinna en kl 9:00 þann dag sem börnin fara í ferðina.
Í lokin minnum við á að gott er að kíkja reglulega í gengum fatahólfin hjá börnunum og þurrkskápinn okkar, það er mikið af útifötunum sem blotna og verða skítug sem kannski þyrfti að taka heim til að þvo. Einnig er gott að yfirfara öll fötin, bæði útifötin og aukafötin, og athuga hvort að allt sé til staðar. Nú er farið að kólna mikið og verða börnin að hafa hlý og góð föt til þess að njóta útiverunnar betur og einnig að hafa föt til skiptanna ef þau blotna mikið.
Einhverjir taupokar hafa ekki skilað sér til baka til okkar og bið ég alla sem hafa einhvern tímann fengið poka heim til sín að athuga hvort að gleymst hafi að skila.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
29. nóvember 2019
Kæru foreldrar
Þetta er aldeilis búin að vera skemmtileg vika. Við erum að detta í jólagírinn og er orðið ansi jólalegt hjá okkur. Það fengu allir að búa til piparkökur í vikunni og voru allir mjög spenntir fyrir því. Það var sko mikill metnaður lagður í kökurnar og formin sem notuð voru til þess að skera út með voru sko vel valin hverju sinni. Í gær var svo jólakaffið okkar þar sem að þessar flottu piparkökur og heitt súkkulaði var á borðstólnum. Það var ekkert smá góð mæting til okkar í kaffi og gekk dagurinn vonum framar. Takk kærlega fyrir komuna til okkar.
Vikan hefur annars farið í rólegheit og dundur. Allir fóru í leikvang í dag og var enn einn skemmtilegi tíminn með henni Kollu okkar. Í smiðju fengu allir að prófa að þæfa ull með henni Nönnu og var það mjög spennandi og áhugavert.
Nú fer erfiðasti mánuður hjá börnunum að ganga í garð, Desember. Við ætlum því að hafa allar vikur fram að jólum eins rólegar og við getum, en samt að reyna að halda í allt sem gefur okkur góða jólaskapið og lætur okkur líða vel.
En við höfum þetta ekki lengra að sinni.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
22. nóvember 2019
Kæru foreldrar
Miðað við síðustu viku þá hefur þessi vika verið frekar róleg. Það er búið að vera mikið um veikindi og svo var skipulagsdagur í gær og hafa dagarnir því farið meira í dundur inni á deild eða útiveru.
Börnin hafa verið dugleg að sinna sínu hópastarfi og finnst þeim alltaf jafn gaman. Elsti árgangur leikskólans hefur í síðustu viku og þessari viku verið að vinna verkefni í tengslum við Barnasáttmálaverkefni Kópavogs en Barnasáttmálinn er 30 ára. Börn frá öllum leikskólum Kópavogs hafa verið að vinna að verkefni sem tengist barnasáttmálanum og er afraksturinn nú til sýnis í Smáralindinni. Við hvetjum ykkur til þess að kíkja um helgina og skoða öll fallegu verkin, sýningin stendur til 24. nóvember.
Í næstu viku verður byrjað í smá jólastússi. Börnin munu baka piparkökur eftir helgi, mán., þri. og mið., og verður ykkur foreldrunum svo boðið í piparkökukaffi. Piparkökukaffið mun vera á fimmtudaginn, 28. nóvember frá kl 14:00-16:00. Við hlökkum til þess að sjá ykkur.
Annars var ekki meira í fréttum að þessu sinni.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Kv. Allir á Hlíð
15. nóvember 2019
Kæru foreldrar
Það var nóg að gera hjá okkur þessa vikuna. Það fóru allir í vettvangsferð, helmingur á þriðjudaginn og helmingur á fimmtudaginn, og var ferðinni heitið í Salinn til þess að sjá tónlistarævintýri Fljóðar. Valgerður Guðnadóttir söng- og leikkona samdi ævintýri um stelpuna Fljóð sem lendir í ýmsum uppákomum og komu einnig við sögu tröll og skessur. Börnin skemmtu sér mjög vel og sátu allir stilltir og prúðir allan tímann. Í miðju ævintýrinu biður Valgerður einn strák og eina stelpu úr sal um að koma upp á svið til sín og hjálpa sér með hlutverk í sögunni og var einn strákur úr okkar hóp valinn á seinni sýningunni sem við fórum á og stóð hann sig með prýði.
Í dag er svo heldur betur búið að vera fjör, en leikskólinn á 18 ára afmæli á morgun, 16. nóvember. Dagurinn byrjaði strax með fjöri og var ekkert smá spennandi að sjá í hvaða búningum hver og einn mætti í. Það var svo boðið upp á cheerios í morgunmat og vildu nánast allir fá sér að borða í dag. Stuttu eftir morgunmatinn fengum við svo góða heimsókn frá Sirkus Íslands, en trúðurinn Wally kom til okkar og var ekkert smá fyndinn og skemmtilegur. Hann fékk meira að segja góða hjálp úr barnahópnum og voru 2 börn af okkar deild valin. Þau gerðu ýmsar kúnstir með honum og stóðu sig mjög vel. Það var áður búið að auglýsa að við fengum brúðusýninguna Pétur og Úlfurinn í hús en það þurfti því miður að fresta því vegna persónulegra aðstæðna leikarans. Eftir sýninguna hjá trúðnum Wally var skellt í ball á eldri gangi og var dansað og dansað þangað til hádegismaturinn var til. Í hádeginu var boðið upp á pizzaveislu og borðuðu flestir á sig gat. Eftir matinn vorum við í rólegheitum inni á deild og var líka boðið upp á andlitsmálningu. Í kaffitímanum var svo afmæliskaka í boði og voru allir mjög glaðir að fá smá súkkulaði í leikskólanum. Eftir kaffitímann er svo bara frjáls leikur.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
8. nóvember 2019
Kæru foreldrar
Það var frekar rólegt hjá okkur á Hlíð þessa vikuna. Við erum búin að vera mjög dugleg að leika okkur, bæði úti og inni. Það sem er vinsælast hjá okkur á Hlíð þessa dagana eru einingakubbarnir okkar sem við erum búin að færa inn í litla herbergið okkar. Það eru ótrúlega flottar byggingar sem eru byggðar á hverjum degi og eru allir mjög duglegir að byggja saman eina stóra byggingu.
Útiveran breytist ekki neitt og eru vinsældirnar alltaf jafn miklar. Börnin vilja helst vera úti allan daginn og eru þau sjálf farin að biðja um að fara út ef að kennararnir eru ekki nógu fljótir að bjóða þeim.
Lestrarátakið okkar fór vel af stað og er gaman að sjá hversu margir taka þátt. Við höldum áfram út nóvember.
Í gær, fimmtudag, fór elsti árgangur leikskólans (f.2014) í heimsókn í Salaskóla. Þau fengu að taka þátt í degi sem kallast Fjölgreindaleikar. Salaskóli leggur niður hefðbundið skólastarf á þessum degi og geta börnin farið á ýmsar stöðvar sem búið er að dreifa um skólann og íþróttahúsið. Í dag, föstudag, er dagurinn Gengið gegn einelti og erum við vön að gera eitthvað með Salaskóla og Rjúpnahæð á þessum degi. Þar sem að Fjölgreindaleikarnir voru planaðir sama dag þá var ákveðið að elsti árgangur Fífusala og Rjúpnahæðar myndi kíkja í heimsókn í vikunni og taka þátt í þeirra starfi. Ferðin gekk mjög vel og heyrðist frá börnunum sem fóru að þetta hafi verið GEGGJAÐ.
Í næstu viku verður óvenju mikið um að vera hjá okkur og kemur dagskráin hér:
- Þriðjudaginn 12. Nóvember fer 2014 árgangurinn á tónleikana Tónlistarævintýri Fljóðar sem verða haldnir í Salnum. Tónleikarnir byrja kl 9:30 og er því gott að börnin sem fara þennan dag séu mætt ekki seinna en kl 8:30 vegna strætóferðar.
- Fimmtudaginn 14. Nóvember fer 2015 árgangurinn á tónleikana Tónlistarævintýri Fljóðar sem verða haldnir í Salnum. Tónleikarnir byrja kl 9:30 og er því gott að börnin sem fara þennan dag séu mætt ekki seinna en kl 8:30 vegna strætóferðar.
- Föstudaginn 15. Nóvember verður haldið upp á afmæli leikskólans, en hann verður 18 ára 16. Nóvember. Í tilefni dagsins ætlum við að hafa búningadag/furðufatadag. Það verður nóg um að vera þennan dag hjá okkur og verður t.d. börnunum boðið upp á brúðuleiksýninguna Pétur og Úlfurinn sem byrjar kl 9:30.
Við minnum á skipulagsdaginn fimmtudaginn 21. Nóvember.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
1. nóvember 2019
Kæru foreldrar
Það var góð vikan hjá okkur á Hlíð. Það fóru allir í vettvangsferð á Bókasafn Kópavogs, helmingur á þriðjudag og hinn helmingurinn á fimmtudag og var tilefnið námskeið í meðferð bóka. Það stóðu sig allir mjög vel og fengu viðurkenningarskjöl í lok námskeiðs. Nú geta allir sýnt hvað þeir lærðu þar sem að við erum að fara með lestarátak af stað í Fífusölum í tilefni degi íslenskrar tungu og verður núna í nóvember. Í þessu lestarátaki biðjum við ykkur foreldrana um að lesa bækur með börnunum ykkar og kvitta fyrir á beinin sem fylgdu (hægt að prenta þau út eða taka úr pokanum sem hangir á svörtu töflunni á ganginum) og setja beinin svo á svörtu töfluna hjá bókafjallinu okkar (lím verður í pokanum sem hangir á töflunni).
Útiveran hefur verið mikil þessa vikuna, eins og margir sjá á útifötunum, en það hefur verið alveg extra skemmtilegt að drullumalla þessa dagana. Veðrið hefur samt sem áður verið frekar gott, þótt pínu kalt sé, og sækja börnin mikið í að vera í útiveru og vilja helst fara tvisvar út á dag. Eitthvað mun þó kólna á næstunni og biðjum við ykkur um að yfirfara kuldafötin og athuga hvort að allt sé til staðar.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
25. október 2019
Kæru foreldrar
Þá er þessari viku að ljúka og leið hún frekar hratt, sem þýðir að það er gaman hjá okkur og alltaf nóg að gera. Vikan var frekar köld en við létum það sko ekki stoppa okkur og skelltum okkur að sjálfsögðu út að leika, stundum meira að segja tvisvar á dag. Börnin voru ekkert lítið spennt fyrir því að það fór loksins að snjóa og voru nokkur börn það bjartsýn að þau ætluðu að búa til snjókarla og fara í snjólboltakast. En snjórinn varð því miður ekki það mikill í þessari viku en það er spurning hvað næstu vikur bjóða upp á.
Í dag var Bangsadagur hjá okkur og er spennustigið búið að vera hátt í dag. Það voru allir ótrúlega duglegir að deila og skiptast á með bangsana sína.
Smiðjan hjá henni Nönnu féll niður í þessari viku og bíða þau því spennt eftir næstu viku. Leikvangur hjá Kollu hélt sínu striki og fengum við meira að segja, alveg óvænt, að fara tvisvar í Leikvang í þessari viku. Það þótti ekkert leiðinlegt og komu þau ótrúlega sæl og glöð til baka úr báðum tímunum eftir að hafa hlaupið um og ,,pústað" aðeins.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
18. október 2019
Kæru foreldrar
Þá er enn ein vikan á enda komin. Það er búið að vera yndislegt veður hjá okkur í vikunni og höfum við reynt að hafa útiveruna eins oft og hægt er. Þótt að það hafi verið gott veður þá kólnar ansi hratt þessa dagana og væri gott að fara að huga að hlýrri fötum og skóm hjá þeim sem eiga eftir að koma með.
Ávaxta- og grænmetisdagurinn okkar á Hlíð var á miðvikudaginn og var úrvalið mikið, svo mikið að það þurfti að skipta þessu niður á tvo daga. Börnunum fannst það ekkert leiðinlegt enda eru þau rosalega dugleg að smakka og borða ávexti og grænmeti.
Í gær var Aðalfundur leikskólans og viljum við þakka öllum þeim sem sáu sér fært um að komast kærlega fyrir komuna.
Hópastarf hefur gengið sinn vanagang og eru þau alltaf jafn virk og áhugasöm fyrir því. Í leikvangi var farið í skemmtilega þrautabraut og komu allir vel sveittir og glaðir frá henni Kollu. Í smiðju voru börnin að gera tilraun með Nönnu sem heitir ,,Þéttleiki vökva" sem hún fann í bókinni Skemmtilegar tilraunir með vatn. Börnin gerðu einnig sjálfsmyndir og eiga þau svo seinna eftir að klæða sig/teikninguna í föt með því að nota efnisbúta, garn o.fl. fylgihluti sem þau finna í smiðju.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
11. október 2019
Kæru foreldrar
Það var skemmtileg vikan hjá okkur á Hlíð. Á mánudaginn fór dagurinn að mestu í frjálsan leik, bæði úti og inni. Börnin hafa verið mjög dugleg að vilja leika úti og hafa þau flesta daga vikunnar farið 2x út á dag.
Á þriðjudaginn fóru allir í smiðju til hennar Nönnu og voru börnin búin að biðja um að fá að gera skrímsli. Börnin fengu 6 akrýlliti, pípettur og rör. Málningin var sett á blað með pípettum og var rörið notað til þess að blása málninguna til. Skrímslin eru ekki alveg tilbúin enn en þau verða kláruð í næstu tímum.
Einnig á þriðjudaginn var dótadagur og kom fullt af skemmtilegu dóti að heiman. Börnin léku sér mjög vel þennan dag og var spenningurinn í hámarki allan daginn. Börnin voru mjög dugleg að deila og skiptast á.
Leikvangur féll því miður niður í þessari viku en það fóru allir út að leika í staðinn. Mörg börnin eru mjög dugleg að fara í leiki úti á gervigrasvelli og eru vinsælustu leikirnir þessa dagana fótbolti, stórfiskaleikur og brennibolti.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð
4. október 2019
Kæru foreldrar
Það er búið að vera mikið um að vera í leikskólanum í þessari viku. Leikskólinn er að taka þátt í norrænni menntaáætlun sem kallast Nordplus og starfar hún á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Í þessu verkefni eru veittir styrkir á sviði menntamála til aðila á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Við fengum 3 gesti frá Litháen og 3 gesti frá Eistlandi og voru þær stóran part af vikunni hjá okkur í leikskólanum, en þær fóru einnig að skoða 2 aðra leikskóla og 1 grunnskóla. Við á Hlíð fengum þær í heimsókn á þriðjudaginn eftir hádegi og buðum við þeim með okkur í útikennslu sem var partur af smiðju. Það gengu allir saman upp í útikennslustofu og af því að þetta var í fyrsta skiptið sem að við fórum með Nönnu þá var bara frjáls tími í hlíðinni. Börnin fóru upp og niður hlíðina, klifruðu upp í trén og gátu fengið stækkunargler til þess að skoða umhverfið. Það komu allir þreyttir og svangir til baka og gekk ferðin ótrúlega vel.
Við ætlum að breyta fyrirkomulaginu á smiðjunni frá og með þessari viku en nú mun smiðjan vera alltaf bara á þriðjudögum í staðinn fyrir að rúlla á mán., þri. og mið.. Við ætlum að halda áfram að hafa flæði inn í smiðjuna en flæða samt innan deildar en ekki með öllum árganginum eins og við vorum að prófa, það fyrirkomulag gekk því miður ekki vel.
Í gær, fimmtudag, fór elsti hópurinn í Safnahúsið (Þjóðminjasafn Íslands) og á sýninguna ,,Þjóðsögur og kynjaskepnur“. Börnin sýndu mikinn áhuga á því sem þeim var sagt og sýnt og fengu þau að heyra þjóðsögur af álfum og tröllum. Einnig fengu þau að skoða bein o.fl. sem tengjast sögunum og kynjaskepnunum. Strætó ævintýrið hélt áfram hjá þessum hóp en þau misstu líka af strætó á leiðinni til baka eftir sýninguna. Það var ekki að sjá annað, og heyra, að börnin hafi skemmt sér vel á sýningunni.
Næsta vika:
Þriðjudaginn 8. okt. er dótadagur hjá okkur á leikskólanum og mega börnin koma með 1 dót að heiman þennan dag. Við óskum samt eftir að smádót og dót með miklum hávaða sé haldið heima. Muna að merkja vel.
Föstudaginn 11. okt. er bleikur dagur hjá okkur í tilefni Bleika dagsins. Þennan dag mega börnin mæta í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt á sér.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.
kv. Allir á Hlíð