Lækur

Lækur er í Gljúfri og er gegnt innganginum þeim megin.

Beinn síminn inn á Læk er 441-5212

Litur Lækjar er rauður og er hann vinadeild Hlíðar.

 

Starfsfólkið á Læk:

Inga Sif - Leikskólakennari, Deildastjóri. Netfang  inga.sif@kopavogur.is        

Brynhildur - Þroskaþjálfi

Íris - Leiðbeinandi

Sumaia - Leiðbeinandi

Lilja Rún - Leiðbeinandi

 

Dagbók

Vikan 14.-18.október 2019

Góð vika að baki með gullmolunum ykkar. Við höfum verið dugleg að vinna með vináttu og jákvæð samskipti. Við vinnum hvern dag með málörvun, leggjum inn ný orð og hugtök, leikum okkur mikið, förum í hópastarf, samveru, smiðju, leikvang og margt fleira.

Málörvun - Lubbi finnur málbein. Nú var Lubbi á Ísafirði að leita eftir sjöunda málbeininu með málhljóðinu Íí – Ýý. Við skoðuðum í málbeinakassann og eru börnin alltaf mjög spennt fyrir því. Hljóðkefisvitund: Við erum búin að vera dugleg að klappa atkvæði í nöfnunum okkar. Í næstu viku ætlum við að byrja að æfa okkur að ríma, það verður spennandi.

Blær vináttuverkefnið – við spjöllum saman hvern dag um hvernig við getum orðið betri vinir, við æfum okkur að hjálpa hvert öðru og vera góð hvert við annað. Einnig æfum við okkur að hlusta og fara eftir fyrirmælum. Við vinnum með tilfinningaspjöld og fáum þau til að tjá sig.

Leikvangur: Þrautabraut og heilsubókarskráningar.

Vettvangsferð: Fórum í góðan göngutúr um nærumhverfi skólans. Að þessu sinni fékk Lubbi að koma með okkur í ferðina. Við settumst niður við rólóvellinn við Blásali og áttum frábæra Lubbastund, lásum örsöguna í bókinni og æfðum okkur að segja Íííí.

Smiðja: Saumuðu í verkefnið sem þau klipptu í síðustu viku.  Þeim gekk vel að sauma, þau áttu að einbeita sér að því að fara til skiptis upp og niður með nálina. Góð æfing fyrir fínhreyfingar og einbeitinguna.

Hópastarf: Börnin fengu að lita verkefni tengt líkamanum. Við klöppuðum nöfnin okkar í atkvæði og æfðum okkur í litunum.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn.

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia og Brynhildur.

Dagbók

Vikan 7.-11.október 2019

Á mánudaginn áttum við vinastund með Blæ bangsa. Eins og alltaf vinnum með grunngildin sem verkefnið byggir á; umburðarlyndi, virðingu, umhuggju og hugrekki. Þennan daginn skoðuðum við mynd sem sýnir börn við vissar aðstæður. Við ræddum saman um hvað var að gerast á spjöldunum, við skoðuðum svipbrigði barnanna á þeim og hvaða tilfinningar lágu að baki. Við erum mjög upptekinn að eiga í góðum samskiptum við vini okkar, við erum að læra að sýna hvort öðru samkennd, hlusta og taka tillit. Eftir samveru fórum við út í góða veðrið. Lubbi kom í heimsókn fyrir hádegismat og leituðum við saman eftir málhljóðinu Dd, við kíktum í Dd kassann og fundum orð og nöfn sem byrja á Dd. Eftir hádegismat, hvíld og góðan leik enduðum við daginn á útiveru. 

Á þriðjudaginn fóru hóparnir í leikvang til Kollu og áttu góða hreyfistund. Eftir leikvang fór guli hópur út í góða veðrið. Rauði og græni hópur var inni og lék sér í hlutverkaleik, einnig hjálpuðu þau til við að leggja á borð og leggja dýnur á sinn stað fyrir hvíldina. Samvera fyrir hádegismat með Lubba og málhljóðið fundið að nýju. Eftir hádegismat, hvíld, leik með bíla, lestina, leir og pússl, samveru og síðdegishressingu var farið út að nýju.

Á miðvikudaginn fórum við með seinni hópinn í bókasafnið og náttúrufræðisafnið. Við skoðuðum fiska, fugla, krabba og fleira. Enduðum svo í sögustund með Grétu Björg, frábær ferð. Eftir hádegismat og hvíld var púslað, leirað og leikið með kubba. Lubbi kíkti í heimsókn fyrir síðdegishressingu, málhljóðið fundið, fórum með vísuna og lesin sagan um Lubba. Einnig forum við í skemmtilegan leik með hópnum “í grænni lautu”. Enduðum svo daginn á útiveru.

Á fimmtudaginn áttum við vinastund með Blæ bangsa, við héldum áfram að spjalla um tilfinningar og vináttu okkar á milli. Áttum góðan smiðjudag og leik inná deild. Lubbi heimsótti okkur, við fundum og æfðum málhljóðið Dd og sungum og trölluðum. Eftir hádegismat, hvíld, góðan leik og síðdegishressingu var farið út að nýju að leika. 

Smiðja - Nanna

Á fimmtudaginn gerðu þau tvö verkefni. Þau áttu að teikna karl á langt blað og síðan klæða hann í föt. Fötin voru efnisbútar sem þau límdu á og hárið var í flestum tilfellum garn, sumir voru þó með húfu. Hitt verkefnið er hluti af stærra verkefni, en í því strikuðu þau með blýanti eftir formi. Fylgdist með að þau héldu rétt á blýanti, þau voru misfær í að elta útlínur formsins sem þau strikuðu eftir. Síðan klipptu þau út formið, flest héldu rangt á skærunum og gerðum við því þetta saman til að leiðrétta haldið. Um leið og þau beittu sér rétt þá prófaði ég að sleppa takinu. Höldum áfram að æfa okkur í þessu. 

Í dag föstudag byrjuðum við daginn á að pússla, leika með bíla og skoða bækur. Eftir morgunmat og ávexti var farið út með allan Lækjarhópinn. Fyrir hádegismat áttum við góðan afmælisfagnað með einum prinsinum okkar, hann fékk kórónu og afmælissöng. Afmælisprinsinn bauð okkur uppá popp og saltstangir. Hipp hipp hurra fyrir honum. Eftir hádegismat, hvíld, frjálsan leik, samveru með Lubba og síðdegishressingu enduðum við daginn á útiveru.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn.

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia og Brynhildur.

 

 Dagbók

Kæru foreldrar

Dagarnir eru fljótir að líða þegar það er gaman og þessi vika hefur aldeilis flogið áfram.

Við höfum brallað margt skemmtilegt þessa vikuna. Inni höfum við leikið mikið, við höfum t.d. pússlað, kubbað, leirað, perlað, spilað, hlustað á sögur og skoðað bækur, við höfum leikið í hlutverkaleik, frjálsum leik og haft mikið gaman að vera saman. Einnig höfum verið úti þessa vikuna og dundað okkur í góðum leik með félögunum.

Leikvangur/þriðjudagur: Þrautabraut, heilsubókarskráning og slökun.

Vettvangsferð og bókasafnaferð/miðvikudagur: Hópur 1 tóku sér góðan göngurúnt um nánasta umhverfi skólans, enduðu á róló þar sem þau fengu að hlaupa um og leika. Hópur 2 fór í bókasafn Kópavogs, þar áttum við góða sögustund með Grétu Björg. Ekki má gleyma að við skoðuðum Náttúrugripasafnið sem er i sömu byggingu og sló sú skoðunarferð heldur betur í gegn hjá hópnum.

Smiðja fimmtudag: Börnin bjuggu til lukt úr pappamassa og laufblöðum, ótrúlega spennandi.

Hópastarf: Guli hópur æfði sig í að klippa með skærum. Rauði hópur æfði sig í tölum frá 1-5, við notuðum við kennsluna stærðfræðikubbana Numicon. Græni hópur var í byggingaleik með holukubbum sem er skemmtilegur og spennandi efniviður.

Lubbi kom í heimsókn alla vikuna og við fundum með honum málhljóðið Nn.

Blær bangsi kom í heimsókn á mánudaginn og áttum við gott spjall um vináttu.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bestu kveðjur, Inga Sif, Íris, Sumaia og Brynhildur.