Sími 441 5200

Foreldrar

Foreldrar

   

Við leggjum sérstaka áherslu á að taka vel á móti öllum börnum og foreldrum. Við viljum að allir finni fyrir vingjarnlegu viðmóti og trausti. Samvinna foreldra og leikskóla þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu í opnum samskiptum og sýnum við fjölbreyttum fjölskyldugerðum og menningu skilning og virðingu. Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og menntun barna sinna og leggjum við því áherslu á góða samvinnu kennara og foreldra.

Kynningarfundur fyrir foreldra nýrra barna er haldinn að vori. Aðlögun nýrra barna fer oftast fram að hausti og höfum við þátttökuaðlögun þar sem foreldrar fylgja börnum sínum þrjá fyrstu dagana í leikskólanum. Börn og foreldrar kynnast því leikskólanum og kennurum saman. Auk þess kynnast foreldrar betur innbyrðis. Aðlögunarviðtöl eru haldin um það bil mánuði eftir að barn byrjar í leikskólanum.

Upplýsingaflæði milli leikskóla og heimilis er mikilvægt og foreldrar eru alltaf velkomnir í leikskólann til að fylgjast með starfinu. Foreldrum er boðið á ýmsar uppákomur í leikskólanum, svo sem opin hús, sumarhátíð og fleira. Foreldrafundur er haldinn að hausti þar sem vetrarstarfið er kynnt fyrir foreldrum. Almenn foreldraviðtöl eru haldin að vori, en foreldrar geta alltaf beðið um viðtal við leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra, deildarstjóra og sérkennslustjóra.

Reglulega eru send út fréttabréf, auk þess sem ýmsar hagnýtar upplýsingar koma fram á heimasíðu leikskólans. Einnig skrifa deildarstjórar um daglegt starf í dagbókarfærslu á heimasíðu og/eða senda út tölvupósta einu sinni í viku.

Foreldrafélag er starfandi í leikskólanum sem fundar tvisvar á ári. Í stjórn eru sex foreldrar og sitja að auki tveir kennarar fundi sem tengiliðir leikskólans. Foreldrafélagið skipuleggur hina ýmsu viðburði í samstarfi við leikskólann.

Í leikskólanum starfar einnig foreldraráð sem situr fundi einu sinni í mánuði. Í því eru þrír foreldrar, einn kennari og leikskólastjóri. Foreldraráð kemur að faglegu starfi leikskólans og les meðal annars yfir árlega starfsáætlun.Þetta vefsvæði byggir á Eplica