Í október 2016 komu utanaðkomandi aðilar frá Menntamálastofnun og gerðu svokallað ytra mat á starfi leikskólans. Skýrslu eftir þá heimsókn er að finna hér.
„Ytra mat með vettvangsathugunum, viðtölum og greiningu gagna í leikskólanum Fífusölum leiðir í ljós að þar fer fram gott leikskólastarf. Heilsustefna leikskólans er til fyrirmyndar og birtist mjög vel í starfinu. Vel er unnið með grunnþætti menntunar og námssvið aðalnámskrár. Mikið er lagt upp úr góðu samstarfi við foreldra, þeir eru ánægðir með leikskólann og telja að börnunum líði vel. Á vettvangi mátti greina virðingu og umhyggju fyrir börnunum og samvinna var góð.“ |