Allt starf leikskólans felur í sér viðamikið og samþætt nám, hvort sem það eru daglegar venjur, svo sem matartímar og klósettferðir, eða markvisst starf skipulagt af kennurum. Börn uppgötva og læra af öllu sem þau taka sér fyrir hendur bæði í leik sem og daglegu starf inni og úti, með stuðningi og hvatningu hinna fullorðnu og í samvinnu við önnur börn.

Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) eru námssvið leikskóla þessi:

  • Læsi og samskipti
  • Heilbrigði og vellíðan
  • Sjálfbærni og vísindi
  • Sköpun og menning

Daglegt starf mótast af þessum námssviðum, en í hverri stund dagsins tvinnast saman mörg námssvið í heilstætt nám. 

Á hverjum degi er lagt upp úr að börnin hafi góðan tíma fyrir frjálsan leik, bæði inni og úti. Öll börn fara í hverri viku í tíma í  myndlist/sköpun og íþróttum. Þessa tíma eru þau í litlum hópum undir faglegri handleiðslu. Að auki fara börnin reglulega í vettvangsferðir um hverfið, en nærumhverfi leikskólans býður upp á ótal skemmtilegar gönguleiðir um öruggt göngustígakerfi. 

Börnin í Gili (eldri deildir, þ.e. 2 elstu árgangarnir) fara í sund í Salalaug, en leikskólinn á tíma þar tvisvar í  viku. Um það bil sex börn fara saman með tveimur kennurum og er lagt upp úr að hafa þetta gæðastundir.

Heilsuleikskólinn Fífusalir á aðgang að, ásamt Salaskóla og leikskólanum Rjúpnahæð, útinámssvæðinu Rjúpnalundi sem er í hlíðum Rjúpnahæðar. Við reynum að vera dugleg að nýta svæðið saman