Leikskólinn Fífusalir vinnur með vináttuverkefni Barnaheilla (Blær) – Save the Children á Íslandi. Mikilvægt er að hefja forvarnarstarf strax á leikskólastigi með því að vinna með góðan skólabrag, jákvæð samskipti, vinsemd og virðingu fyrir fjölbreytni í nemendahópnum.

Það er því mikilvægt að hafa afskipti snemma og hefja forvarnarstarf í leikskólum til að koma í veg fyrir einelti síðar. 

Vinátta er góð leið til þess.


Blær bangsi


Markmið vináttu

Umburðarlyndi
Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans  og að koma fram við alla aðra af virðingu.

Virðing
Að viðurkenna og taka tillit til allra barnanna í hópnum, að vera öllum góður félagi og að virða margbreytileikann innan hópsins.

Umhyggja
Að sýna öllum börnum áhuga, samkennd, samlíðan og hjálpsemi. Að hafa skilning á stöðu annarra.

Hugrekki
Að þora að láta til sín heyra og geta sett sér mörk. Að vera hugrakkur og góður félagi sem bregst við óréttlæti.

Bangsinn Blær

Blær er táknmynd vináttu í verkefninu. Blæ fylgja litlir hjálpabangsar sem ætlaðir eru hverju barni sem tekur þátt í Vináttu. Blær og hjálparbangsarnir tákna traust og vináttu og er ætlað að minna börnin á að passa upp á aðra og að vera góður félagi allra.

Vináttuverkefnið er ætlað þremur markhópum og í töskunni er efni fyrir þá:

Kennarar: þeir eru hvattir til að skapa umhverfi gegn einelti og virkja börn í athöfnum sem styrkja tilfinningagreind þeirra.

Foreldrar: þeir bera ábyrgð á að tryggja að börn fái skilaboð um að hægt sé að koma í veg fyrir einelti með því að styðja velferð þeirra og stuðla að góðum samskiptum í vinahópum. Í leikskólanum er veggspjald með ráðum til foreldra um góð samskipti og vináttu.

Börn: vináttuverkefnið stuðlar að samræðum fyrir börn um slæma hegðun og einelti og fræðir þau um leiðir til að takast á við vondar aðstæður. segja frá og segja nei.

Það er lykilatríði fyrir árangur að við vinnum saman og allir taki þátt til að koma í veg fyrir einelti.

Leiðrétting | Barnaheill