Foreldrafélag Fífusala er skipað foreldrum barna í leikskólanum. Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við og auðga starf leikskólans, til dæmis með því að bjóða upp á leiksýningar og fleira.

Netfang foreldrafélagsins er foreldrafelagfifusala@gmail.com

 

Starfsreglur Foreldrafélags Fífusala

1.gr.  Félagið heitir Foreldrafélagið í Fífusölum

2.gr.  Allir foreldrar/forráðamenn barna í Fífusölum eru í félaginu.

3.gr.  Tilgangur félagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks í Fífusölum og styrkja samskipti for­eldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks.

4.gr.  Öllum félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðslufundi eða upplýsingar, er varða hina ýmsu þroskaþætti barna.

5.gr.  Stjórn félagsins skipa fulltrúar frá öllum deildum, sem sitja í a.m.k.1 ár hver. Á aðalfundi skal kjósa fulltrúa í stað þeirra er setið hafa, eða hafa hætt af öðrum orsökum.  Stjórnin  skiptir sjálf með sér verkum.

6.gr.  Aðalfund félagsins skal boða að hausti ár hvert. Stjórn skal sjá um minnst einn fræðslufund á ári.  Ef félagsmenn óska eftir fundi metur stjórn það í hvert sinn hvort tilefni er til þess. Aðalfund skal boða með viku fyrirvara.

7.gr.  Félagsmenn greiði árgjald í tvennu lagi.  Fyrir 6 og 5 mánuði í senn.  Gjaldagar eru í febrúar og október. Eitt árgjald er greitt fyrir hverja fjölskyldu. Árgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert.

8.gr.  Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi.

Samþykkt á stofnfundi 20.03.2002

 

Fundargerðir Foreldrafélagins

Hér koma fundargerðir foreldrafélags leikskólans.

Skólaárið 2019-2020

Hér er fundargerð frá aðalfundi foreldrafélagsins og leikskólans árið 2019

Aðalfundur foreldrafélagsins 17. okt 2019.pdf

Skólaárið 2017 - 2018

Samantekt haust 2017 og fram að páskum 2018: Fundargerð stjórnar foreldrafélagsins.