SKipulagsdagur og fréttir

Sælir kæru foreldrar,
Starfsfólk Fífusala óskar ykkur Gleðilegs nýs árs og vonandi hafið þið haft það gott yfir hátíðarnar :)
Við viljum minna á skipulagdag leikskólans á mánudaginn 4 janúar, þann dag verður leikskólinn lokaður.
Hann verður nýttur í skyndihjálparnámskeið og fleira sem snýr að faglegu starfi.
Þegar þið mætið þriðjudaginn 5 janúar n.k. komið þið inn með börnin ykkar, þið eigið að vera með grímu, þvoið þeim um hendur og hringið inn á deildar og starfsmenn taka við þeim í dyrunum.
Það mega aðeins vera 4 foreldrar í einu í fataherberginu.