Gleðilegt nýtt ár

Við í Fífusölum óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og vonum að árið 2020 verði öllum gott.

Hefðbundið starf hefst á mánudaginn með tímum í smiðju, leikvangi og málörvun. Einnig mun síðasta "JólaSamveran" vera á mánudaginn en þá munum við hittast og kveðja jólin saman. Syngja nokkur lög og hafa gaman.

Annars eru allir viðburðir komnir inn í dagatalið okkar og auðvelt fyrir ykkur að fylgjast með því sem við erum að gera hverju sinni.