18 ára afmæli

Í dag héldum við upp á afmæli leikskólans. Hann verður 18 ára á morgun (16.nóv) og fögnuðum við því í dag.

Hér mættu alls kyns furðuverur í morgun, bæði klædd í búninga og furðuföt! Við hittumst öll í matsalnum og sungum saman afmælissöngin og fengum hann Wallie frá Sirkus Íslands til að koma í heimsókn til okkar og skemmta í leikskólanum. Hann sýndi okkur töfrabrögð og gerði þvílíkar æfingar fyrir okkur.

Það var svo stuð á göngunum fram að mat og pizzan sem var í hádegismat sló heldur betur í gegn!! Það var svo anditsmálum í boði eftir hádegismatinn og eftir súkkulaðikökuna í kaffinu þá fóru allir út að leika.

Frábær dagur að klárast.. takk fyrir geggjaðan dag

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn