Afmæli leikskólans á föstudaginn

Það verður heldur betur fjör í leikskólanum á föstudaginn, en þá verður haldið upp á 18. ára afmæli leikskólans. Það verður í boði að koma í furðufötum eða búning þennan daginn, þannig að endilega látið hugmyndaflugið ráða ferðinni.