Útskrift 2023
Útskrift úr Fífusölum fór fram með hefðbundum hætti að morgni 10 júní.
Börnin mættu galvösk í leikskólann um hádegi þann 9 júní með allt sitt hafurtask og spennustigið ansi hátt þar sem þau ætluðu að gista í leikskólanum.
Dagskrá var hefðbundin, ratleikur um hverfið, heimagerð pizza, matur, leikur, sturta og bíó og svo fóru allir að sofa.
Þegar allir voru vaknaðir, klæddir og greiddir að morgni laugardagsins fóru foreldrar og systkini að koma og formleg útskrift fór fram.
Börnin voru 13 að þessu sinni og gekk allt mjög vel eins og undanfarin ár.
Börnin mæta svo í Sumarskólann hress og kát á mánudagsmorgun :)