Heimsókn frá Noregi.

Miðvikudaginn 29.mars fengum við góða heimsókn frá leikskólastjórum Kvernaland barnehage frá Noregi. Leikskólinn þeirra er hluti af Erasmus+ en markmiðið með heimsókninni var að kynna sér faglega starfið í Fífusölum, skiptast á reynslu og góðum vinnubrögðum.
Gaman að segja frá því að von er á fleiri gestum frá Kvernaland barnehage í ágúst 2024, til að kynnast okkar góða starfi í Fífusölum.