Bolludagur og Öskudagur

Ein skemmtilegasta vikan liðin og nóg um að vera hjá okkur. 
Börnin bjuggu sér til bolluvendi í síðustu viku sem þau fóru með heim á föstudaginn og einhver bolluuðu foreldra sína um morguninn.  
Boðið var upp á Fiskibollur í hádeginu og Rjómabollur í kaffitímanum.
Öskudagurinn var skemmtilegur og var opið flæði, bíó, dansiball og pizza í hádegismatinn.
Svaka stuð frá upphafi til enda