Leikskólagjöld 2023

Leikskólagjöld 2023

Ný gjaldskrá fyrir leikskólagjöld tekur gildi frá 1. janúar 2023 en gjaldskrár hækka um 7,7% um áramótin. Allar gjaldskrár er aðgengilegar hér https://www.kopavogur.is/is/gjaldskra

Bent er á að hægt er að skoða alla reikninga frá Kópavogsbæ hér í þjónustugátt undir flipanum ¿Gjöld¿.

Til upplýsinga kemur fram á reikningi hvert hlutfall leikskólagjalda er að meðaltali af heildarkostnaði vegna leikskólavistar. Hér að neðan er sýnishorn af reikningi vegna barns í 8 tíma vistun. Hlutfall leikskólagjalda er nú um 12% en hlutfallið hefur lækkað jafnt og þétt á undanförnum árum þar sem hækkanir á leikskólagjöldum hafa almennt verið minni heldur en almennar verðlags og launahækkanir.