Sóttvarnaraðgerðir og hátíðarkveðja

Við í Fífusölum sendum öllum hátíðarkveðjur og óskum þess innilega að lífið fari að verða eðlilegt aftur. 
Til þess að skólastarfið gangi sem best, þá þurfum við að fá ykkur með okkur í lið :)

Langar að minna á að leikskólinn verður lokaður mánudaginn 3. Janúar vegna námskeiðs starfsfólks.
 
Nú þarf ég því miður að kynna fyrir ykkur nýjar sóttvarnar reglur.
  1. Aðeins þrír foreldrar í fataherberginu í einu
  2. Grímuskylda
  3. Þvo börnunum ykkar um hendur áður en komið er inní leikskólann
  4. Skila þeim í andyri í fataherberginu
  5. Það er ekki leyfilegt að koma inn í skólann, hvorki þegar þið komið með þau á morgnanna né þegar þið sækið. Starfsfólk verður á varðbergi að fylgjast með.
  6. EF börnin eru með minnstu einkenni þá krefjumst við þess að þau fari í PCR próf áður en þau koma í leikskólann

Tökum þetta fyrstu tvær vikurnar í janúar og þá endurmetum við stöðuna.
Hjálpumst að til að allt gangi nú vel hjá okkur, gleðilegt ár jólakveðja