Farsæld barna

Farsæld barna: Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónustu í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna. 

Tengiliður: Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns.

Tengiliðir Fífusala eru sérkennslustjórar leikskólans

Jóhanna M. Pálsdóttir tölvupóstur: johannam@kopavogur.is

Inga Bryndís Stefánsdóttir tölvupóstur: ingabryndis@kopavogur.is