Sími 441 5200

Fréttir

Smá fréttir úr Fífusölum

7.1.2019

Góðan daginn kæru foreldrar og gleðilegt ár.

Tvær fréttir frá okkur úr leikskólanum..

Starfsmannamál

Hér rétt fyrir jólin vorum við beðin um að „lána“ Heiðu aðstoðarstjórann okkar tímabundið vegna forfalla í stjórnendateymi í einum leikskóla hér í bæ. Við urðum við þeirri beiðni með samþykki Heiðu en af því loknu fer hún síðan í námsleyfi. Tók hún því við sem leikskólastjóri frá og með 1. jan. Þannig að Elva deildastjóri á Laut tekur við stöðu aðstoðarleikskólastjóra á meðan og Stefanía Ásta tekur við deildastjórn á Lautinni.

Við erum vel mönnuð og gátum leyst þetta án þess að auglýsa eftir utanaðkomandi aðilum :) Fögnum því að geta stutt aðra þó söknuðurinn eftir Heiðu sé mikill.

Við óskum henni velfarnaðar í sínum verkefnum og bjóðum Elvu velkomna í hennar stað.

Matarfréttir

Nú ætlar hún Barbara okkar í eldhúsinu að skella sér í tvær vikur í sólina á Tenerife :) Dijana sem er aðstoðin okkar er í langtíma veikindum og erum við með nýja afleysingu hennar í stað.

Til að leysa úr þessum tveimur vikum ákvað ég að kaupa hádegisverð og síðdegishressingu af Skólamat, við fáum matinn óeldaðan og eldum hann hér á staðnum til að hámarka næringagildi hans.

ATHUGIÐ! það verður tekið tillit til ofnæmis hvort sem það er mjólkur, eggja, hnetu eða annað!! Þeir hafa allar upplýsingar um það.

 Hér kemur matseðilinn fyrir þessa viku - https://www.skolamatur.is/matsedill/hadegi?school=99

Með bestu kveðju

Erla Stefanía, Leikskólastjóri
Þetta vefsvæði byggir á Eplica