Sími 441 5200

Fréttir

Útskrift 2018

10.6.2018

Eins og venjan er, þá eru elstu börn leikskólans útskrifuð með pomp og prakt í leikskólanum. Eins og undanfarin ár, þá mæta börnin í leikskólann á föstudagsmorgni með sæng, kodda og spariföt því planið er að gista í leikskólanum. Eftir að hefðbundum leikskóladegi líkur, þá tekur við dagskrá sem stendur til ca 22.00. Hún inniheldur frjálsan leik um leikskólann, ratleik um nærumhverfið, pizzugerð og kvöldmat. Smá dansiball og bíó tóku við undir lokin og svo fóru krakkarnir að koma sér í háttinn. Allir fengu að velja sér svefnpláss og kennara til að kúra með og svo fóru allir að sofa. Um morguninn mæta svo foreldrarnir í útskriftina sjálfa, þá eru allir klæddir í sitt fínasta púss og stundin er alltaf jafn hátíðleg. 

Á mánudaginn kemur mæta svo börnin í Dægradvölina í Salaskóla þar sem sumarskólinn hefst með tilheyrandi stuði og stemmingu.

    

    

    

    

    

Innilega til hamingju með áfangann elsku börn og fjölskyldur 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica