Sími 441 5200

Fréttir

Gleðilegan Downs dag

19.3.2018

Á miðvikudaginn næsta er alþjóðlegur dagur Downs heilkenni. Hann er haldinn 21.03. ár hvert vegna þess að Downs heilkenni kemur til vegna þrístæðu litnings númer 21.

Í tilefni dagsins ætlum við að mæta í mislitum sokkum í leikskólann og fagna saman fjölbreytileikanum.

Nú eru margir eflaust að velta fyrir sér hvað skal segja forvitnum börnum um Downs heilkenni  og tókum við því saman nokkra punkta sem hægt er að nota til að svala forvitninni.

  • Downs heilkenni þýðir að líkaminn er byggður aðeins öðruvísi. Flestir eru með 46 litninga en fólk með downs heilkenni 47 litninga. Litningar er eitthvað sem þú ert fædd/ur með og ákveður t.d. hvernig hárið þitt og augun eru  á litinn. Þeir ákveða líka hvort þú ert með Downs heilkenni eða ekki.
  • Börn með Downs heilkenni geta gert allt sem þau vilja en þurfa stundum lengri tíma og meiri hjálp til að læra nýja hluti, svo sem að læra að tala og hlaupa.
  • Börn með Downs heilkenni vilja leika við vini, knúsa mömmu og pabba og gera allt sem önnur börn vilja gera.

Fyrir áhugasama mælum við með heimildarmyndinni Heimur án Downs-heilkennis. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur Downs heilkenni betur.

Með von um góðar viðtökur :)Þetta vefsvæði byggir á Eplica