Sími 441 5200

Fréttir

mikilvægar  upplýsingar

10.11.2017

Sælir kæru foreldrar

við fengum fjóra starfsmenn í viðtöl hér í vikunni. Okkur leist vel á þrjá og höfum boðið þeim að hefja störf hjá okkur en því miður hafa þeir ekki svarað hvort þeir þiggji það eða ekki. Þeir voru að fara í viðtöl annars staðar og hugsanlega möguleika á betur launuðum störfum.

Meðan við höfum ekki fengið svör frá þeim þurfum við því miður að halda áfram með skerta þjónustu.

Flestir kennarar skólans hafa samþykkt tímabundið að taka undirbúningstíma  utan hefðbundins vinnutíma þannig að við gætum haft allar deildir opnar fyrir hádegi en þyrftum að loka einni eftir hádegi til að ná að vernda öryggi barna ykkar.

Þann 15 nóv hefur Izabela störf hjá okkur á eldri gangi en hún er ekki íslenskumælandi þannig hún verður aðstoð, ekki full staða kennara til að byrja með.

Lokanir :

Mánudagur 13. nóv –          Hóll – ALLUR dagurinn

Þriðjudagur 14. nóv –          Hlíð – ALLUR  dagurinn

Miðvikudaginn 15. nóv –     Hæð ALLUR  dagurinn

Fimmtudagurinn 16. nóv     Lind  lokað frá 14.00

Föstudagurinn 17. nóv        Lækur lokað frá 14.00

Mánudagurinn 20. nóv        Laut  lokað frá 14.00

Þriðjudagurinn  21. nóv       Hóll lokað frá 14.00

Miðvikudagurinn 22 nóv     Hlíð lokað frá 14.00

Fimmtudagurinn 23 nóv      Hæð lokað frá 14.00

 Þetta er miðað við ef það koma ekki upp mikil veikindi og annað. Þá breytist þetta því miður.

 Síðan ætla ég að vera bjartsýn og vona að við getum farið að hætta þessum lokunum, en annað sem ég er skoða er að við förum að loka leikskólanum kl. 16.30 í stað 17.00 en ef til þess kemur mun ég hafa samband við þá foreldra sem eiga dvalartíma eftir 16.30

 Með bestu kveðju Erla Stefanía Magnúsdóttir

Skólastjóri Heilsuleikskólans Fífusala við Salaveg 4

201 Kópavogur

Simi: 4415200 og 8402677Þetta vefsvæði byggir á Eplica