Sími 441 5200

Fréttir

áframhaldandi lokanir

Sælir kæru foreldrar

31.10.2017

smá fréttir af ástandinu hjá okkur hér í Fífusölum.
Það hafa borist þrjár umsóknir og er það allt fólk af erlendum uppruna með ENGA íslenskukunnáttu. Við höfum tekið alla í viðtöl og ákváðum að bjóða einni stöðu þar sem hún skyldi ensku ágætlega. Það er næstum því skylda þannig að við getum leiðbeint og kennt viðkomandi.
Hún hefur því miður ekki svarað okkur. Staðan er sú núna að okkur vantar tæplega fjögur stöðugildi. Við gerum okkur fulla grein fyrir að þetta er alls ekki viðunandi og tekur þetta jafn mikið á okkur starfsfólkið og ykkur, þá ekki síst börnin ykkar (okkar á daginn ).
Vil að þið vitið að hér er verið að halda faglegu starfi , sérkennsla fellur ekki niður og kennarar fá kjarasamningsbundinn undirbúning. En það er einungis hægt meðan við höldum þessum lokunum áfram.
Eitt annað sem ég vil ítreka að þegar þið sækjið börnin ykkar munið að láta barnið kveðja kennara, þó það sé ekki kennari af þeirra deild- mjög mikilvægt !
Áframhaldandi lokanir :
Miðvikudaginn 1.11 Lækur
Fimmtudaginn 2.11 Laut
Föstudaginn 3.11 Hóll

Mánudaginn 6.11 Hlíð
Þriðjudaginn 7.11 Hæð
Miðvikudaginn 08.11 Lind
Fimmtudaginn 09.11 Lækur
Föstudaginn 10.11 Laut

Mánudaginn 13.11 Hóll
Þriðjudaginn 14.11 Hlíð
Miðvikudaginn 15.11 Hæð

Vona að þessu fara að ljúka.
kv. Erla Stefanía LeikskólastjóriÞetta vefsvæði byggir á Eplica