Sími 441 5200

Fréttir

Útskrift elstu barnanna

21.6.2017

Þann 9. júní var stuð í Fífusölum en það var dagurinn sem langþrátt "sleep over" elstu barnanna fór fram. 

Börnin mættu með allt sitt hafurtask í leikskólann og eftir að hefðbundnum leikskóladegi lauk, þá tók fjörið við. 

Fyrst fengu þau að leika sér eins og þau vildu, eftir það tók við ratleikur þar sem gleðin var við völd. Eftir að honum lauk, bjuggu þau til pizzu og borðuðu hana með bestu lyst. Eftir meiri leik, danspartý og bíó fór allur hópurinn að sofa og voru flestir fljótir að sofna eftir viðburðarríkan dag. 

Morguninn eftir komu foreldrar og systkini þeirra í morgunkaffi og útskrift. Börnin sungu nokkur lög fyrir gestina. 

Til hamingju með daginn allir. 

     

     

hér má sjá myndböndin úr ratleiknum

Græni hópurinn -  https://youtu.be/TKPzAZkueqI

Blái hópurinn  -  https://youtu.be/3keCHSvaGSQ

Guli hópurinn  -  https://youtu.be/wFNNbBBIgqA

Rauði hópurinn -  https://youtu.be/TMkH1IDF2YQ
Þetta vefsvæði byggir á Eplica