Sími 441 5200

Fréttir

Sumarhátíð / Heilsudagur 2017

21.6.2017

Á mánudaginn var heilsudagur / sumarhátíð leikskólans Fífusala haldin með pompi og prakt. Sólin skein og allir ljómuðu af gleði :) Leikhópurinn Lotta kom og skemmti börnunum í upphafi og fljótlega eftir að sýningunni lauk fóru foreldrar að týnast til okkar 


Það voru þrautastöðvar hér og þar um lóðina og inni í húsinu sem börnin fóru í og fengu stimpil að launum. Eftir að öllum þrautunum var lokið var í boði að fá heilsubússt að launum. 
Einnig voru grillaðar pyslur í boði sem og súkkulaðikaka :) 

Dagurinn heppnaðist mjög vel og var ekki annað að sjá en að allir hafi skemmt sér vel. Takk fyrir komuna kæru foreldrar 

     

     

     
Þetta vefsvæði byggir á Eplica