Sími 441 5200

Fréttir

Sumarhátíð

sumarhátið 19. júní

18.6.2017

Kæru foreldrar.

Í samstarfi við foreldrafélagið ætlum við að halda Sumarhátíð og Heilsudaginn okkar á mánudaginn 19. júní.  Á skóladagatali okkar var gert ráð fyrir Sumarhátíð í næstu viku. Það lítur út fyrir að besta veðrið verði á mánudaginn því er fyrirvarinn svo stuttur, við vonum að það komi þó ekki að sök og allir sjái sér fært að mæta.

Leikhópurinn Lotta mun mæta til okkar með leiksýningu kl. 14:00. Eftir að henni lýkur munum við bjóða upp á ýmsar þrautir og verkefni. Það er því mikilvægt að foreldrar mæti um kl. 14:30 til að geta farið í gegnum þrautirnar með börnum sínum.

Boðið verður upp á grillaðar pylsur og þegar börnin hafa lokið við þrautirnar verður þeim einnig boðið upp á heilsuboost

Hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn 19. júní.

Bestu kveðjur frá öllum í Fífusölum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica