Sími 441 5200

Fréttir

Sumar 2017 - Fréttabréf frá Leikskólastjóra

Sælir kæru foreldrar, smá fréttir frá okkur í Fífusölum

31.5.2017

  • Elstu börnin okkar eða þau sem eru fædd 2011 eru að æfa sig fyrir næsta skólaár og ákveða sjálf í hvaða föt þau klæða sig í þegar þau fara út :)  Þannig að stundum eru þau léttklæddari en okkur finnst æskilegt en þau hreyfa sig jú mikið
  • Þau yngri eru líka að æfa sig að klæða sig og geta td. verið í öfugum pollabuxum og fleira þegar þið komið og sækið þau. Þetta er allt hluti af þroskaferlinu
  • Nú er komið til okkar sumarstarfsmenn og einnig krakkar úr vinnuskóla Kópavogs. Deildastjórar  munu kynna fyrir ykkur þau sem eru á hverri deild :)
  • Þann 12 júni fara elstu börnin okkar út í Salaskóla eða í Sumarskólann okkar eins og það heitir. Útskriftin verður laugardaginn 10 júní en frá föstudeginum 9 júní til laugardagsins 10 júní gista þau hér í leikskólanum :) Þar verður farið í ratleik, búið til pizzur og svo náttfatapartý :) Mikil tilhlökkun
  • Í í vikunni 12 til 16 júní  byrjar aðalögun frá yngri gangi yfir á eldri gang og síðan í vikunni á eftir byrja nokkur ný kríli hjá okkur :)
  • Þann 13 júní koma 8 kennarar til okkar frá Litháen, Eistlandi, Lettlandi og Finnlandi. Þetta er hluti af Nord plus verkefni okkar „Viva la musica „ Þeir munu vera hjá okkur til föstudagsins 19 júni og taka þátt í starfi leikskólans ásamt því að við munum kynna fyrir þeim landið okkar og skólastarf í öðrum skólum.
  • Sólarvörn: Þið berið sóalrvörn á börnin ykkar að morgni en við gerum það í hádeginu.
  • MIKILVÆGT: Að láta kennara vita þegar þið sækið barnið ykkar ( sérstaklega úti í garði)  og ef einhver annar en þið komið að sækja þarf að tilkynna það.
  • Laufey Stefánsdóttir sérkennslustjórinn okkar er á leið í eins árs leyfi og mun Rakel þroskaþjálfi leysa hana af næsta skólaár.
Ekki fleira að sinni, njótið vel sumarsins 

með sólarkveðju Erla Stefanía


Þetta vefsvæði byggir á Eplica