Sími 441 5200

Fréttir

Fréttabréf - Mars 2017

10.3.2017

Sælir kæru foreldrar, 

það er óhætt að segja að tíminn fljúgi komin mars og jólin nýbúin :)

En mig langar að minna á skipulagsdaginn okkar nk þriðjudag en þann dag verður leikskólinn lokaður. Það verður stíf dagskrá hjá okkur, við byrjum á vinnu við  Nord plus verkefnið  okkar ( segji ykkur frá því betur hér fyrir neðan).

  • Síðan koma tveir fulltrúar frá barnavernd Kópavogsbæjar með kynningu fyrir starfsfólk.
  • Eftir það verður unnið í heilsubókum barna ykkar eða til klukkan 12.00 þar sem það styttist óðum í foreldraviðtöl.
  • Eftir hádegi kemur Eyþór Eðvarðsson frá Þekkingarmiðlun og ætlar að hann að hafa námskeið fyrir okkur um samskipti á vinnustöðum til kl. 16.00

Eins og einhverjir vita þá erum við þátttakendur í Nord plús verkefni sem heitir „ VIVA LA MUSICA“  með leikskólum í Lettlandi, Litháen, Eistlandi og Finnlandi. Þetta verkefni gengur út á tónlist með leikskólabörnum. Við höfum  ekki verið að gera okkar besta í þeim efnum en í vetur höfum við þó verið svo heppin að hafa hann Þórð sem hefur séð um tónlistina hjá okkur.

Þetta mjög skemmtilegt verkefni til að gera okkar tónlistarstarf betra og tengja það öllu okkar starfi, svo sem hreyfingunni og fleira.  Einnig erum við að kynna okkar skólastarf og kynnast þeirra skólastarfi og menningu. Tveir kennarar fóru á haustdögum til Litháen og núna í febrúar fóru tveir til Eistlands. Síðan um miðjan júní tökum við á móti kennurum frá þessum löndum eða níu manns samtals.

  • Minni foreldra elstu barnanna, þeirra sem eru fædd 2011 að sækja um grunnskóla fyrir haustið,  innritun í grunnskólunum er hafin.

Ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni enda fáið þið ítarlega pósta frá deildastjórum ykkar vikulega :)

bestu kveðjur - Erla Stefanía leikskólastjóriÞetta vefsvæði byggir á Eplica