Sími 441 5200

Fréttir

Tannverndarvika

31.1.2017

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir Tannverndarviku 30. janúar - 3. febrúar 2017 með skilaboðum til landsmanna um að draga úr neyslu sykraðra drykkja og sætinda. 

Stjórnendur í leikskólum eru hvattir til að leggja áherslu á fræðslu, umfjöllun og viðburði sem stuðla að því að draga úr neyslu sykraðra drykkja og sætinda.

Eins er vert að minna á að nú um áramótin bættust 4 og 5 ára börn inn í samning um gjaldfrjálsar tannlækningar. Nú falla öll börn 3-17 ára undir samninginn og þurfa einungis að greiða 2500 kr árlegt komugjald. Mikilvægt er að öll börn hafi skráðan heimilistannlækni en hann er hægt að skrá í gegnum www.sjukra.is eða hjá tannlækni.  

Veggspjaldið Þitt er valið hefur verið uppfært og endurútgefið á vegum Embættis landlæknis en þar má á myndrænan hátt sjá sykurmagn og sýrustig nokkurra algengra vatnsdrykkja, ávaxtadrykkja, gosdrykkja, íþróttadrykkja og orkudrykkja á innlendum markaði. Hægt er að hlaða niður og panta veggspjaldið Þitt er valið á vef embættisins.

Við bendum einnig á efni um tannheilsu sem má nálgast á vef Embættis landlæknis í verkfærakistu Tannheilsu í Heilsueflandi leikskóla.

Hér má sjá frétt um Tannverndarvikuna á heimasíðu Embættis landlæknisÞetta vefsvæði byggir á Eplica