Sími 441 5200

Fréttir

Jólakveðja

22.12.2016

Við í Heilsuleikskólanum Fífusölum höfum haft nóg að gera í jólamánuðnum. Við bökuðum piparkökur sem boðið var upp á í foreldrakaffinu þann 1.desember. Prestarnir frá Lindakirkju komu og töluðu við krakkana einn daginn, jólatréð var skreytt, það var jólaball þar sem allir dönsuðu saman og sungu nokkur jólalög. Við vorum svo heppin að 2 jólasveinar áttu leið fram hjá þegar ballið stóð sem hæst og kíktu þeir á okkur í smá stund. 

Við höfum auk þess verið dugleg að fara í ferðir á bókasafnið að hlusta á jólasögu og leikið okkur úti og inni

Börn og starfsfólk Heilsuleikskólans Fífusalir vilja óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. 

          

    

         


Þetta vefsvæði byggir á Eplica