Sími 441 5200

Fréttir

Afmæli leikskólans

17.11.2016

Þann 16. nóvember á degi íslenskrar tungu hélt Heilsuleikskólinn Fífusalir upp á 15. ára afmælið sitt. Það var heljarinnar veisla í leikskólanum, í boði var að koma í búningum eða í furðufötum í tilefni dagsins. Allir hittust á balli í matsalnum og eftir það var opið flæði, þá er í boði að leika alls staðar í leikskólanum. Eftir gómsæta pizzu í hádegismat og útiveru í snjónum sem kom eins og kallaður í tilefni dagsins, þá söfnuðst allir saman í matsalnum og þar var sungið afmælissöngurinn fyrir leikskólann og allir fengu sér köku sem var heldur betur búið að bíða eftir. Foreldrafélagið færði leikskólanum nokkur hjól í afmælisgjöf og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir þau

Þetta vefsvæði byggir á Eplica