Sími 441 5200

Fréttir

Kvennafrídagurinn  

Sælir kæru foreldrar - þá sérstaklega feður 

23.10.2016

Eins og þið vitið eflaust öll er kvennafrídagurinn nk mánudagur 24. okt. Af því tilefni höfum við kennarar á Fífusölum hug á að mæta á Austurvöll og mótmæla launamisrétti kynjanna.

Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.

Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.

Óskum við eftir því að foreldarar/forráðamenn sæki börn sín fyrir þennan tíma ef tök er á.

Bæjaryfirvöld hafa enn ekki gefið út yfirlýsingu um þeirra áform eins og nokkur önnur bæjarfélög hafa gert og höfum við því ákveðið að senda ykkur þennan póst til að upplýsa ykkur um okkar hug.

Með bestu kveðju starfsmenn Heilsuleikskólans FífusalaÞetta vefsvæði byggir á Eplica