Sími 441 5200

Fréttir

Fréttabréf ágúst 2016

Sælir kæru foreldrar

22.8.2016


Góðan dag kæru foreldrar , velkomin og vonandi fór sumarið vel í ykkur 

Hér koma smá fréttir af okkur í Fífusölum en fyrst vil ég bjóða nýja foreldra og börn sérstkalega velkomin.

  • Við viljum gjarnan biðja ykkur um að gæta fyllsta öryggis á bílastæðinu fyrir framan leikskólann þegar þið eruð með fleiri en eitt barn, við höfum aðeins tekið eftir að eldri börnin eru oft laus á bílastæðinu meðan það er verið að spenna þau yngri. Það er mikil umferð hér bæði á morgnanna og seinnipartinn.
  • Aðlögun hefur gengið vel en við verðum með aðlögun á yngri gangi út september, meira og minna vegna fjölda nýrra barna sem einnig eru mjög ung.
  •  Starfsmannahald verður með sama sniði og sl vetur, þrátt fyrir litlar breytingar á milli deilda en við þurfum aðeins að ráða einn nýjan starfsmann og svo verður sumarfólkið okkar í skilastöðum í lok dags eins og undanfarin ár.
  • Hópastarf hefst mánudaginn 5. september og munu deildastjórar gefa ykkur nánari upplýsingar um ykkar barn.
  • Fyrsti skipulagsdagur vetrarins verður 9 sept eftir hádegi en þann dag lokum við kl. 12.00
  • Endilega fylgist vel með skóladagatalinu okkar en það er inn á heimasíðu leikskólans, http://fifusalir.kopavogur.is/
  •  Í sumar fórum við í það verkefni að kaupa matseðla og uppkriftabækur af Skólum EHF. Við fengum þetta tækifæri þar sem allir skólar hjá Skólum EHF eru innan Heilsustefnunnar sem við erum hluti af. Þetta eru matseðlar fyrir átta vikur þar sem hver vika er reiknuð út af næringarráðgjafa m.t.t næringagilda sem börnin þurfa. Matráðurinn okkar ásamt fleirum er búninn að fara á námskeið og svo verður fyrirlestur fyrir allt starfsfólkið okkar um miðjan september varðandi nýjar matvenjur, viðhorf og fleira til matarins. Allt verður unnið frá grunni. Matseðillinn verður birtur á heimasíðunni, en þessa og næstu viku erum við að prófa nýjar uppskriftir en munum byrja á viku 1 mánudaginn 29 ágúst. Þetta er mjög spennandi verkefni sem kostar okkur mikið bæði fjárhagslega og vinnulega séð. Það kemur örugglega til með að taka börnin ykkar smá tíma að venjast nýjum baunaréttum og fleiru En reynslan er mjög góð af þessum matseðlum segja þeir sem hafa notað þá sl ár svo okkur hlakkar bara til
  • Hlökkum til að vera með ykkur í vetur með bestu kveðjum Erla Stefanía


Þetta vefsvæði byggir á Eplica