Sími 441 5200

Fréttir

Sumarhátíð 2016

3.7.2016

Á miðvikudaginn var, þann 29. júní var sumarhátíð leikskólans haldin með pompi og prakt í Fífusölum. Sumarhátiðin er samvinnuverkefni foreldrafélagsins og leíkskólans og heppnaðist hún bara vel, þrátt fyrir rigningarskúr sem stóð yfir í of langan tíma að okkar mati.

Það kom Töframaður til okkar sem sýndi krökkunum skemmtileg töfrabrögð, Leikhópurinn Lotta kom með smá sýningu til okkar, það var Hoppukastli á staðnum. Einnig voru grillaðar pyslur og súkkulaðikaka 

Takk fyrir komuna kæru foreldrar, börnunum ykkar finnst svo gaman þegar þið komið í heimsókn í leikskólann til okkar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica