Sími 441 5200

Fréttir
Mynd 1 af 8
1 2 3 4 5 6 7 8

Útskrift leikskólabarnanna

29.5.2016

Útskrift Heilsuleikskólans Fífusala fór fram þann 28. mai. Að þessu sinni voru það 34 börn sem útskrifðust frá Fífusölum.

Samkvæmt hefðinni mæta leikskólabörnin í leikskólann á föstudegi, þar njóta þau dagsins með vinum sínum við leik og störf. Eftir að hefðbundnum leikskóladegi líkur þá tekur við formleg dagskrá í tilefni útskriftarinnar. 

Hún er á þann hátt að börnin leika sér um allan leikskólann í einhvern tíma. Næst tekur við ratleikur, þar sem þau hlaupa aðeins um og leysa ákveðin verkefni. Eftir að því er lokið, býr hvert og eitt barn til sína pizzu og meðan hún er að bakast fá þau að leika meira. 

Eftir kvöldmatinn, er farið í náttföt og náttfataballi er slegið upp. Við róum okkur niður með smá bíó stund rétt fyrir svefninn. Því næst fara allir að sofa, þau fá að velja sér svefnstað á yngri deildum leikskólans. 

Næsta morgun er vaknað, klætt sig og hárið greitt og mæta foreldrarnir í formlega útskrift kl. 09.00. Fyrst er morgunmatur og svo er útskrift. Að þessu sinni sungu þau 2 lög sem þau hafa verið að æfa síðustu vikur. 

Innilega til hamingju með daginnÞetta vefsvæði byggir á Eplica