Sími 441 5200

Fréttir

Litavika og Regnbogaball

Alltaf fjör í Fífusölum

28.3.2016

Fyrir páskana var litavika Í Fífusölum. Hún lýsir sér þannig að á mánudegi var gulur dagur, þriðjudegi var rauður dagur, miðvikudegi var grænn dagur, fimmtudegi var blár dagur og á föstudeginum var regnbogaball. Mikið var rætt um litina þessa viku, hver litur var tekinn fyrir á hverjum degi og á sumum deildum var útkoman flott listaverk. Einnig voru börnin mjög dugleg að koma í fatnaði sem tengdist þeim lit sem var á þeim degi. Frábært hjá ykkur foreldrar að aðstoða okkur við að taka litavikua með trompi.


Á föstudeginum var síðan regnbogaball. Þá hittist allur leikskólinn í matsalnum og dansað var saman við nokkur lög. Það var skrautlegur hópur sem skemmti sér þar þann daginn, þar sem börnin mættu ansi litrík og fín í leikskólann. Eftir að ballinu lauk, kom töframaður í heimsókn til okkar. En hann er fyrrverandi nemandi leikskólans, einnig á hann bróðir á Lindinni. Við þökkum honum kærlega fyrir heimsóknina. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica