Sími 441 5200

Fréttir

Fréttir úr Fífusölum 15. mars 2016

15.3.2016

Litavikan okkar byrjar vel og endar á regnbogaballi á föstudaginn kl. 9.30, þann sama dag eigum við von á fyrrverandi nema frá okkur (sem á einnig yngri bróðir hér) hann ætlar að koma og  sýna okkur nokkur töfrabrögð kl.10.00. Það verður nú spennandi, hann heitir Alex Leó og er 13 ára gamall :)

 Þennan póst fékk ég í gær frá Skólapúlsinum :)

  • Svarhlutfall leikskólans er nú 46.0% en þarf að vera 80% til að niðurstöðurnar verði samanburðarhæfar við niðurstöður annarra leikskóla. Könnuninni lýkur fimmtudaginn 31. mars og vegna páskafrís eru því aðeins 10 virkir dagar til stefnu :)

Og vil ég endilega enn og aftur að biðja ykkur um að svara, það er okkar hagur að við getum nýtt okkur upplýsingarnar til að gera starfið okkar betra :)

Næstu þrjá daga fara fjórir starfsmenn frá okkur á Education show  í Birmingham, þannig að við hin spýtum í lófana á meðan,  þær koma svo aftur eftir helgi fróðari og með meiri fagþekkingu í skólann okkar J

Hafið það sem allra best 

Kveðja, Erla Stefanía

 

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica