Sími 441 5200

Fréttir

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma

29.2.2016

Í dag er dagur sjaldgæfra sjúkdóma. Ákveðið var að halda upp á daginn í Fífusölum með því að fá leikskólabörnin til að stimpla höndina sína á striga sem var svo hengdur upp á vegg í dag. Það eru þrír mismunandi litir á höndunu á verkinu og túlka þeir hvert og eitt barn og hve einstakt það er. Það er búið að vera að vinna að þessu í nokkrar vikur og var mikil gleði með að afhjúpa listaverkið okkar. 

Í dag hittust leikskólabörnin, sungu saman tvö lög og knúsuðust alveg heilan helling, þetta var skemmtileg stund í matsalnum. 
Hér er að finna upplýsingar um daginn í dag https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33762Þetta vefsvæði byggir á Eplica