Sími 441 5200

Fréttir

Öskudagur

Einn af skemmtilegustu dögum ársins var í dag. 

10.2.2016

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Fífusölum eins og alltaf. Leikskólinn var skreyttur, ljósin dempuð og stjörnurnar skinu í loftinu. Börnin voru yfir sig hrifin og mjög spennt. Allir mættu í náttfötum í dag, bæði börn og kennarar. Dagurinn var þétt skipulagður. Fyrst var öskudagsball þar sem allur leikskólinn hittist og dansaði í matsalnum, því næst skiptu gangarnir sér á tvö svæði og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Engin köttur var þó í henni, en þar var að finna helling af snakki. 

Í matinn var heimabökuð pizza. EFtir kaffið skelltu sér allir út að leika í góða veðrinu sem var í dag. 
Frábær dagur með frábærum börnum. Þetta vefsvæði byggir á Eplica