Sími 441 5200

Fréttir

Námsferð - upplýsingar

Góðan dag kæru foreldrar

14.1.2019

Eins og þið vitið öll fengum við leyfi hjá ykkur til að loka miðvikudaginn 24. apríl kl. 13.00 til þess að ná seinnipartsflugi. EN nú er Icelandair hætt við flug til London kl.16.10  Þetta setur okkur í óendalega mikla klemmu en málið okkar var lagt fyrir Leikskólanefnd Kópavogs sl fimmtudag og var niðurstaðan sú að við lokun allan daginn þann 24.april en lokum EKKI um hádegi þann dag sem við förum í sumarleyfi eins og hefur alltaf verið.

Ég og Elva funduðum með foreldraráði í morgun sem skrifaði undir yfirlýsingu okkur til stuðnings. Við verðum síðan á námskeiðum fimmtudaginn 25. apríl sem er sumardagurinn fyrsti og svo á föstudeginum 26. apríl

Við vonum að þetta komi sér ekki illa en því miður var þetta ekki í okkar höndum og allir hafi skilning á þessu.

Með bestu kveðju. Erla Stefanía leikskólastjóriÞetta vefsvæði byggir á Eplica