Sími 441 5200

Fréttir

Fréttabréf 8. nóvember 2018

8.11.2018

Sælir kæru foreldrar og takk fyrir frábæran foreldrafund í gær

Hér er þakklætisbréf til ykkar frá bæði börnum og starfsfólki í Fífusölum

Við þökkum innilega fyrir þessa rausnarlegu gjöf frá ykkur sem foreldrafélagið keypti en það bættust þrjú hjól í  safnið en við áttum bara tvö eftir að við tókum hlaupahjólin frá.

 Hér ríkir  mikil gleði í garðinum í útiverunni :)

Síðan vill starfsfólkið þakka fyrir þennan stuðning við námsferðina okkar til Brighton í apríl nk.

Það er þannig að við færum skipulagsdaginn sem er á skóladagatalinu 19. mars til föstudagsins 26 apríl.

Síðan höfum við fengið leyfi frá foreldrum til að loka leikskólanum kl. 13.00 miðvikudaginn 24. apríl þannig að við náum að ferðast þann dag og síðan verða þá fullir námskeiðsdagar 25 apríl sem er sumardagurinn fyrsti og á föstudeginum.

Þá náum við að uppfylla skilyrði fyrir styrk frá stéttarfélögum.

Þannig að það lokar kl.13.00 24 apríl og síðan skipulagsdagur 26 apríl 2019 !

Takk fyrir að bregðast svona vel við okkar beiðni en þetta er mjög mikilvægt fyrir starfsandann.

Vonandi ná allir að leysa þetta og hvet ég ykkur til að hjálpast að ef einhver á í vandræðum :)

Við erum ótrúlega þakklát fyrir góðan foreldrahóp sem við höfum. Fundargerð frá fundinum í gær kemur með föstudagspósti deildastjóra á morgun.

Með bestu kveðju 

Erla Stefanía, leikskólastjóriÞetta vefsvæði byggir á Eplica