Sími 441 5200

Atburðir

Gisting elstu barna og útskrift

  • 24.5.2019 - 25.5.2019

Sú hefð hefur myndast í Fífusölum að elstu börnin mæta í leikskólann að morgni föstudags og njóta dagsins þar við leik og störf. Kl. 16.30 þegar hefðbundnum leikskóladegi líkur þá hefst formleg dagskrá. Hún inniheldur


  • pizzugerð
  • Ratleik
  • Náttfatapartý
  • Ball
  • Kósý yfir mynd
  • frjálsan leik
  • og eitthvað fleira
Börnin fá síðan að sofa í leikskólanum með kennurunum sínum og morguninn eftir mæta síðan foreldrarnir í formlega útskrift barna sinna. 
Þar gæða sér allir á dýrindis morgunmat og súkkulaðiköku í eftirrétt!! 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica