Sími 441 5200

Dagbók

7. september 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Vikan hefur gengið ljómandi vel. Við höfum farið eftir vikuplani, fórum í vettvangsferð, það var leiksalur, skapandi starf og þeir hópar sem fara til Jónínu fóru þangað. Gott væri að þið mynduð fylgjast vel hvað er á skipulagi hvers dags J

Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð. Við tókum stóra góða hringinn fram hjá kirkjugarðinum, fórum ofan á brúna og fylgdumst með bílunum þar, við röltum meðfram Salaskóla og hittum þar systkini, frændsystkini og vini. Við lentum í hellidembu en létum það ekkert stoppa okkur, fundum marga polla til þess að hoppa í og komum síðan bara rennblaut og sæl til baka!

Hún Kolla okkar er komin til baka úr fæðingarorlofi og hefur aftur tekið við leiksalnum. Það var farið í gegnum skemmtilega þrautabraut, gert leikfimisæfingar og leikið með bolta.

Hjá Rebecu í smiðjunni byrjuðu þau á því að fara í yoga. Fengu síðan að gata blöð og líma.

Hún Nanna okkar hefur verið að gera skemmtilegt föndur með börnunum inn á deild. Þau völdu sér munstur sem þau klipptu síðan út, máluðu og þræddu. Ótrúlega sætt, þið getið séð listaverkið þeirra inn á deild hjá okkur, það hangir í loftinu J

Við finnum svo ótrúlega mikinn mun á börnunum, þau eru að tengjast svo mikið betur og orðin svo miklir félagar. Þau eru farin að haldast vel á svæðum og detta þar í góðan leik, dugleg við það að perla, teikna og dúllast.

 

Við viljum byðja ykkur um, elsku foreldrar að passa rápið í gegnum matsalinn á morgnana. Þar sem við erum byrjuð að hafa morgunmatinn þar. Við viljum reyna skapa ró og frið J
Annað….
Föstudaginn 14.september sem er í næstu viku er skipulagsdagur hjá okkur. Þá verður leikskólinn lokaður.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica