Sími 441 5200

Dagbók

31. ágúst 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið vel. Við erum að aðlagast ‘‘smávegis‘‘ breytingum. S.s. við erum byrjuð að borða morgunmatinn inn í matsal og einnig kaffitímann. Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Börnin mæta inn á deildar á morgnana og við förum síðan með þau börn sem vilja fá sér graut inn í matsalinn. Þar eru þau einnig að æfa sig að skammta sér sjálf og finnst þeim þetta allt saman rosalega spennandi.

Við erum búin að fara út að leika okkur alla daga vikunnar og þá oftast 2x á dag! Enda búið að vera yndislegt veður og krakkarnir notið sín vel.

Eftir hvíldartímann höfum við verið að skipta þeim niður á svæði, t.d. einn hópurinn fær að perla, hinn að spila, annar í bílunum og svo fleira skemmtilegt.

Gaman saman verður í dag með Laut og Læk  fyrir kaffitíma.

Nú fer dagsskipulagið okkar að hefjast. Það gætu orðið einhverjar breytingar en það er allt saman í vinnslu. Það fer upp á vegg fyrir framan deildina í dag
J

Annanð.. Við viljum byðja ykkur elsku foreldar að virða persónuverndarlögin. Þegar þið eruð inn á leikskólalóðinni og viljið taka myndir af barninu ykkar að passa að það sé ekki annað barn með á myndinni. Við vitum hvað það getur oft verið erfitt að taka ekki myndir af krúttlegum atkvikum og þá tilfinningu að fá kítlið í puttana! En reglurnar eru búnar að herðast og þurfum við að virða þær JÞetta vefsvæði byggir á Eplica