Sími 441 5200

Dagbók

24. ágúst 2018

Vikan 20-24.ágúst 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Fyrsta blogg eftir sumarfrí!
Það er alveg ótrúlega gott að sjá börnin ykkar aftur, þau hafa stækkað og dafnað svo vel. Öll endurnærð og tilbúin í leikskólafjörið. Vikan hefur flogið áfram og við höfum notið þess að vera úti að leika okkur eins mikið og hægt er. Nóg erum við inni á veturnar, þannig við reynum að vera eins mikið úti þangað til skipulagða starfið okkar hefst aftur.

Eins og þið hafið tekið eftir þá er nýr starfsmaður á deildinni okkar. Hún heitir Nanna og nær hún ótrúlega vel til barnanna og er mjög áhugasöm. Stórkostlegur starfskraftur og erum við ótrúlega ánægðar að fá hana til okkar á Lindina J

Í þessari viku höfum við verið mikið úti að leika okkur. Að sjálfsögðu nýtum við alla seinustu sumardagana.
Á miðvikudaginn fór Nanna út með gulahópinn í smá vettvangsferð. Krakkarnir fengu að kynnast nokkrum blómategundum og lærðu þau nöfnin á lúbínum, fíblum, sóleyjum og smárum. Síðan ætlum við að vinna með þessar plöntur sem þau týndu upp. Við ætlum að þurrka þau, pressa og gera eitthvað fínt föndur.

Á þriðjudaginn byrjuðu 4 ný börn inn á Læk. Það hefur gengið ótrúlega vel .

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica