Sími 441 5200

Dagbók

6. júlí 2018

Vikan 2 - 6. Júlí

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Þá er þessi skemmtilega vika á enda Nú styttist óðum í sumarfrí hjá börnunum, bara hálfa vika eftir! 
Við erum búin að eiga rólega og góða viku saman hér á Lind. Veðrið heldur áfram að vera blautt en við látum það ekki stoppa okkur í að kíkja út að leika. Börnunum finnst alveg rosalega gaman úti að leika og eru margir farnir að biðja um að fá að fara út og skiptir ekki máli að það sé búið að fara einu sinni út yfir daginn, þau vilja fara oftar. En jæja.. þar sem við erum búin að vera gera skemmtilegt í vikunni,  við erum t.d. búin að vera með dúkkukrókinn svo við höfum nýtt okkur hann mjög vel. Við höfum verið að púsla, perla og leika mikið með bíla og lego. Við erum búin að vera mikið úti að leika okkur ( róla, renna, moka og hjólað). Við erum búin að fá helling af rigningu og hlýtt loft sem  börnin elska! Allskonar flottar “kökur“ voru búnar til í sandkassanum, hoppað í pollum og fleira.

Við héldum upp á Gaman Saman  með Laut og Læk í dag. þar sem við hittumst öll saman á ganginum og syngjum nokkur lög

 Leiskólinn lokar svo klukkan 13:00  næsta miðvikudaginn 11. Júlí. Endilega látið vita ef börnin eru lengur í fríi.

 

Eigið góða helgi

Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica