Sími 441 5200

Dagbók

30 júni

Vikan 25-30 júni 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Vikan hefur gengið ljómandi vel hjá okkur þrátt fyrir óspennandi veður , við þurftum því miður að vera í pollagöllum flesta daga. Veðrið hefur aldeilis verið að flækja þetta fyrir okkur! Haha
Við erum búin að gera margt skemmtilegt í þessari viku.
Við erum t.d. búin að vera að leika mikið með hollukubbana, lita , perla og  margt fleira. En að undarförnu eru börnin alveg á fullu í  hlutverka- og ímyndurnarleikur bæði inni og í úti,  sem er frábært verkfæri til að kenna börnum. Þau máta sig í aðstæður og læra samskipti.
Við fullorðna fólkið skiljum sjaldnast leikinn - hann hefur ekki endilega upphaf né enda, heldur er hann hringur sem heldur endalaust áfram og þau ráða algjörlega för sjálf. Hlutverka- og ímyndunarleikur gefur þeim tækifæri til að skapa sinn eigin heim sem er einmitt heimur sem þau ráða við;)

Á þriðjudaginn fengu við sýning frá Götuleikhúsið. Þetta eru Krakkar sem voru að ljúka 10. Bekk sem voru að sýna listir sinar. Bara skemmtilegt

Í samverustund erum við en að æfa okkur í að hlusta á sögur… Rauðhettu og úlfurinn er lang vinsælust.

Gaman saman verður á sínum stað eftir kaffi með Laut og Læk.

Við enduðum síðan daginn á útiveru. Það er alltaf jafn gaman að hjóla, moka, róla og renna saman með vinum sínum. 

 Við viljum bent á að breyttingar á opnunartíma leikskólans eftir sumarfrí verður opin frá 7.30 – 16.30.


Takk fyrir vikuna elsku foreldrar og njótið helgarinnar!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica